Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1967, Síða 1

Verkamaðurinn - 24.11.1967, Síða 1
llllllllllllllllllllll!HIIIIIIIIHIIIIIIIHIIIIIIIHIIIIIIIHIIIIHIIIIIIII!Hiiilllllllllll!illiilllH!llllillHI!lllllllilllllliillHHi!liliiillll ¥innn§töðvnn 1. de§emher XLIX. ÁRG. 40. TBL. Föstudagur 24. nóv. 1967 Meginþorri verkalýðsféloga um land allf hefur boðað vinnustöðvun fró og með 1. des. hafi ekki fyr.r þann tíma nóðst samkomulag um grundvallaratriði nýrra kjarasamn- scm boðað hafa vinnustöðvun, eru: Verkalýðsfélagið Eining, Iðja, fé- lag verksmiðjufólks, Bílstjórafélag Akureyrar (vegna launþega innan þess). Ennfremur verður vinnustöðv- un hjé prenturum, ef til kemur, þor sem Hið íslenzko prentarafélag hef- ur boðað vinnustöðvun. Loks hefur Sveinafélag járniðnaðarmanna sam- þykkt heimild til vinnustöðvunar. Indurnjjeii tngnradotnns imi thki dragast Togarafloti Islcndinga minnkor með hverju ári og verður von bráð- ar horfinn úr sögunni, ef ekki verð- ur skjótlega hafizt handa um end- urnýjun hans. Enda þótt allskonar fjármálabrellur og kúnstir i við- skiptalífinu hafi oftlega sýnt lélega útkomu við rcikningsuppg jör hjá togaraeigendum, þá hafa engin skip fært viðlíka auð i bú okkar og ein- mitt togararnir, og útgerð þeirra hefur oft og víða bjargað frá stór- felldu atvinnuleysi. Hér í bæ heyr- ist oft kvartað undan illri útkomu hjá togurunum, og raddir heyrast jafnvel, sem segja að betra væri að sökkva þessum skipum en að halda útgerð þeirra gangandi ár eftir r,r með bæjarstyrk. — En hver hefur talið saman þær milljónir, sem vegna þessarra skipa hafa komið inn í bæinn og skipzt milli vel- flestra bæjarbúa og bæjarkassinn oð sjálfsögðu einnig fcngið sitt. Það er fullvíst, að hefði togaranna ekki notið við, væri Akureyri i dag fá- mennari en raunin er og íbúarnir auk þess fátækari, bæjarkassinn enn verr settur. Atvinnuástandið er ekki gott í dag, en hvernig væri það, ef togararnir hefðu allir verið seldir eða grafnir i sand? — En togararnir eru komnir á gamals aldur. Sá tími er skammt undan, að þessi skip, sem við eigum nú, verða ekki lengur gerð út. En ný verða að koma í staðinn, ef ekki á illa að fara fyrir Akureyringum og fyrir þjóðinni. Þrir þingmenn Alþýðubandolags- ins, Björn Jónsson, Karl Guðjónsson og Gils Guðmundsson, hafa flutt á Alþingi frumvarp um togarakaup ríkisins. Gera þeir þar ráð fyrir, að rikið láti smíða eða kaupi ailt að sex skuttogara með það fyrir aug- um, að þeir verði siðan seldir bæj- arútgerðum, félögum eða einstakl- ingum. — Þingmennirnir telja, að æskilegt væri, að togarar þessir væru af tveim stærðum, allmismun- andi, en stærri skipin væru búin I GÆR ákváðu ríkisstjórnin og banka- ráð Seðlabanka Islands að fella gengi íslenzku krónunnar í dag. Opinber til- kynning um gengisfellinguna var ekki komin fram, þegar Verkamaðurinn fór í prentun. Stafar það af því, að beðið var staðfestingar alþjóðagjald- eyrissjóðsins í Bandaríkjunum á gengisbreytingunni. Starfsmenn þar voru í fríi í gær og stóð því á af- greiðslu. En blaðið hefur það fyrir satt, að gengið verði fellt um 26 prósent, sem í framkvæmd þýðir, að innkaupsverð á erlendum vörum hækkar um ca. 35 prósent. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa að undanförnu átt marga fundi með ýms- um aðilum vegna gengisfellingarinnar og hliðarráðstafana í sambandi við hana. Meðal annars hefur verið rætt við fulltrúa Alþýðusambands íslands, sem lagt hafa á það megináherzlu, að laun taki breytingum eftir kaupgjalds- vísitölu á sama hátt og verið hefur. En ekkert loforð hefur fengizt um að svo verði, og hafa verkalýðsfélögin því gripið til þess ráðs að boða vinnu- stöðvun frá og með fyrsta næsta mán- aðar. í dag munu verða lögð fyrir Alþingi frumvörp um ýmsar hliðarráðstafanir vegna gengisfellingarinnar, og mun ætlun stjórnarinnar að reka frumvörp þessi eða a. m. k. eitthvað af þeim í gegnum þingið í dag og á morgun, þannig að þau verði að lögum orðin á mánudagsmorgun. Það er sama að- ferðin og venjulega með þau mál, sem mestu varða, þá er þingmönnum eng- inn frestur gefinn til athugunar og umhugsunar. Þá er stjórnarliðinu l)ara heitt sem atkvæðavél. Litlar fregnir liafa borizt ef efna- hagsaðgerðafrumvarpinu, sem lagt var fram í þingbyrjun. Er því líkast sem það hafi nú alveg gleymzt. Er al- mennt reiknað með, að því verði ekki hreyft meira í þeirri mynd, sem það var, en eftir helgi muni koma fram frumvarp, sem m. a. fjalli um útreikn- ing vísitölu og áhrif hennar á kaup- gjald. Er þess frumvarps beðið með mikilli eftirvæntingu, þar sem lyktir þess máls munu hafa úrslitaáhrif um það, hvort vinnufriður helzt í landinu. Allir vona, að til verkfalla þurfi ekki að koma. Slíkt væri algert neyð- arhrauð. Ríkisstjórnin hefnr í hendi sérað koma í veg fyrir að til vand- ræðaástands komi. Eti til þess verður hún að sýna þá sómatilfinningu og al- mennu skynsemi að viðurkenna, að af þeim, sem minnstan hlut hafa af tekj- um þjóðarbúsins, má ekkert taka. Það eru þeir, sem við gullkatlana liafa setið, sem byrðarnar verða að taka á sig. Gengið fellt 36°lo inga. Ekkert launungarmál er, að vinnu- stöðvun þessi er fyrst og fremst boð- uð til að tryggja það, að ekki verði af verkafólki tekinn rétturinn til Glœsileg verzlun Valbjarkar tækjum til hcilfrystingar um borð, svo að þau gætu fiskað á fjarlægum miðum og haft alllanga útivist, en aflinn yrði samt að veiðiferð lokinni unninn í hraðfrystihúsum í landi. - fullra vísitöluuppbóta á laun þess. Eftir að gengi krónunnar hefur ver- ið fellt er nauðsyn að leggja höfuð- áhcrzlu á þctta atriði, þvi að vist cr, að miklar verðhækkanir verða á næstunni á flestum nauðsynjum, og eina tryggingin fyrir að fá þær bætt að nokkru er, að laun hækki til samræmis vísitölu á hverjum tíma. Kjaradeilan nú, sem er varnar- barátta verkalýðssamtakanna, stendur því ekki beint við atvinnu- rekendur hcldur við ríkisvaldið. Þau verkalýðsfélög á Akureyri, Að undanförnu hefur verið unnið að mikilli nýbyggingu við verksmiðju- og verzlunarhús Valbjarkar h.f. við Glerárgötu 28 á Akureyri. Er framkvæmd- um langt komið, og á laugardag- inn var opnaði fyrirtækið verzl- un sína í mjög rúmgóðum og glæsilegum húsakynnum. Er nú unnt að hafa til sýnis og að- gengilegt mjög mikið af hinum margvíslegustu húsgögnum. E* verzlunin eftir stækkunina mjög myndarleg og skemmtileg, og ekki spillir útlit verzlunarvarn- ingsins. Er það ánægjulegt, að á þessum niðurlægingartímum í iðnaðinum skuli þó eitt og eitt fyrirtæki standa upp úr og stöð- ugt færa út kvíarnar. Valbjörk er ekki gamalt fyrir- tæki orðið, en er þó eitt hið stærsta sinnar tegundar í land- inu, og framleiðsluvörurnar njóta hvarvetna vinsælda. Aðaleigendur Valhjarkar eru Jóhann Ingimarsson, sem er framkvæmdastjóri þess, Benja- mín Jósefsson, sem er sölustjóri, og Torfi Leósson, sem er fram- leiðslustj óri. — Verkamaðurinn óskar þeim til hamingju með þann áfanga í uppbyggingu fyrir tækisins, sem þeir nú hafa náð, og vonar að enn megi vel ganga og þeim takist að standa af sér allar kreppur viðskiptalífsins. Greinargerð sinni Ijúka flutnings-. menn frumvarpsins með þessum orðum: „Jafnskjótt og einhver reynsla væri komin á hin nýju skip og tal- ið, að hún lofaði góðu, yrði að gera nokkurra ára áætlun um endurnýj- un íslcnzka togaraflotans, t. d. þannig, að honum bættust a. m. k. 4—6 skip á ári. En eins og nú standa sakir, ber brýna nauðsyn til, að sem allra fyrst sé hafizt handa um öflun skuttogara í tilraunaskyni. Þess. vegna er frumvarp þetta flutt."

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.