Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1967, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 24.11.1967, Blaðsíða 2
Margt bóka kemur út þessa dagana, sumar góðar aðrar lé- legar. En meginhluti allra bóka, sem út koma hvert ár, koma á markaöinn í nóvember og des- ember og bókaútgáfa lands- manna byggist á jólagjafa-tízk- unni. Væru bækur ekki svo mik- ið notaðar til jólagjafa, sem raunin er, myndi útgáfustarf- semi fljótt dragast saman. En svo er þó þessarri tízku fyrir að þakka, að gerlegt er að gefa út ýmsar góðar bækur, sem ella myndu aldrei sjá dagsins Ijós. Ekki mun margt bóka eftir Akureyringa koma út að þessu sinni. En fyrir nokkru síðan bár- ust blaðinu þó tvær bækur eftir Akureyringa. Hefur dregizt að geta þeirra svo sem vert væri, en dómar um þær eru væntanlegir mjög fljótlega. Þessar bækur eru smásagna- safnið Rautt sortulyng eftir Guð- mund Frímann og ljóðabókin Þankar eftir Katrínu Jósefsdótt- ur. Hvort tveggja hinar eiguleg- ustu bækur. Bókaútqáfa Æskunnar BarnablaðiS Æskan stendur árlega fyrir allmyndarlegri bókaútgáfu, einkum barna- og unglingabóka. Að þessu sinni koma sjö bækur fyrir börn og unglinga frá útgáfu Æskunnar og tvær bækur ætlaðar fullorðn- um. Það eru dæmisögur Esóps i ljóöum eftir séra Guðmund Er- lendsson á Felli í Sléttuhlíð, og Skaðaveður 1891—1896, í sam- .-K-H-K-tc-K-H-K-X-K-K-K-K-K-tc-K-íí-X-K-K-tc-X-><•*< Strandflato 5 hverfur í haust auglýsti Akureyrarbær eftir tilboðum í húsið Strand- götu 5 til niöurrifs. Atti húsið að fjarlægjast fyrir áramót, sn ekkert tilboÖ barst. Nú hefur fyrirtækið Leður- vörur h.f. sem rekur skóverzlun í téðu húsi,boðizt til að fjarlægja húsið fyrir lok maímánaðar næsta vor, bænum að kostnaðar- lausu, gegn því, að fyrirtækið fái að reka verzlun sína í húsinu í vetur. ^ Tilboði þessu var tekið, og mun því þetta gainia og góða hús hverfa að vori. Vikublað. — Útgefandi: Alþýðu- bandalagið í Norðurlandskjördæmi eystra. — Ritstjóri: Þorsteinn Jóna- tansson. — Afgreiðsla og auglýsing- ar: Brekkugötu 5, sími 1-15-16. Prentsm. Björns Jónssonar h.f., Ak. antekt Halldór Pálssonar. Barnabækurnar eru: Ævintýri Æskunnar, Ævintýri Ottars (eft- ir Hannes J. Magnússon, Kubbur og Stubbur, Kibbi kiðlingur, Gusi grísakóngur, Orkin hans Nóa og Laufsögun I, sem er þriðja bókin í föndurbókaflokki Æskunnar. Ævintýri Æskunnar Ævintýri Æskunnar er þess- arra bóka mest, stór bók og sér- lega fagurgerð. Þýðing er einnig með ágætum, þannig að flest má bókinni til gildis telja. I þessari nýju ævintýrabók eru 30 heimsfræg ævintýri frá 17 löndum. Bókin er 140 blað- síður að stærð í stóru broti og með 150 litmyndum, sem gerðar eru af einum fægasta listamanni heims, V. Kubasta, en allar myndir eru prentaðar í einni fullkomnustu myndaprentsmiðju Evrópu. Ævintýrin í bókinni eru: — Frá Þýzkalandi: Mjallhvít, Læ- virkinn syngjandi, Gjafirnar fldvana- rdtherra Gunnar er maður nefndur Steindórsson, fastráðinn bruna- vörður hjá Akureyrarbæ en hef- ur haft leyfi frá störfum um árs- skeið. Ekki mun á margra vit- orði hvað Gunnar hefur haft fyr- ir stafni þetta ár, en heyrzt hef- ur, að honum hafi af ráðherra verið falið að semja heildarlög- gjöf um brunavarnir á Islandi. Ekki hefur frumvarp þetta enn- þá séð dagsins ljós, en Gunnar hefur fengið tveggja mánaða leyfi til viðbótar, væntanlega til að ljúka lagasmíöinni. — Hvort hann verður síðan skipaður eld- varnaráðherra, er önnur saga, en Akureyrarbær veitti honum frest til 5. des. til að segja ákveð- ið til um, hvort hann komi aftur til starfa hjá bænum. Hdtíðomatur ALIGÆSAUNGAR, tilbúnir til matreiðsiu, lcr. 500 stykkið. — Ófrógengnir kr. 300 stykkið. — Sendi heim eftir 17. des. Skriflegor pantanir merktar hótíðamatur skilist fyrir 1 5. des. ó ofgreiðslu Verko- mannsins (fró kl. 2—6) eða pósthólf 365. þrjár, Kóngsdæturnar tólf og Hnetu-Jón og gullgæsin. — Frá Englandi: Sefsláin og Heimsk- ingjarnir. — Frá Danmörku: Sonur hafmeyjunnar og Töfra- bókin. — Frá Skotlandi: Jakob kóngsson og Brúna nautið frá Morrova. —- Frá'Spáni: Kjúkl- ingurinn klofni og Lífsvatnið. - Frá Frakklandi: Þyrnirós og Stígvéla-kötturinn. - Frá Wales: Álfkonan í tjörninni. - Frá Ung- verjalandi: Dýrin þakklátu. — Frá írlandi: Svarti þjófurinn og Irski dvergurinn. — Frá Ítalíu: Froskakóngsdóttirin. — Frá Noregi: Kvörnin á hafsbotni og Höllin Soría Moría. — Frá Pól- landi: Kóngsdóttirin á glerfjall- inu. ■— Frá Portúgal: Kóngs- sonurinn og dúfan. — Frá Sikil- ey: Lævísi skósmiðurinn. — Frá Svíþjóð: Kóngssonurinn og ref- urinn. — Frá Sviss: Ævintýra- fuglinn. — Frá Tékkóslóvakíu: Langfeti, Jötunn og Arnarauga. Þýðinguna hefur gert Rúna Gísladóttir. Texti prentaður í Odda h.f. nœstu búö. .. hrema erska ávaxta bragðið Blandaður ávaxtadrykkur framleiddur úr fyr.sta flokks liráefnum. Akureyri . Sími 21400 L AXÁ R V I R K J U N lítdrciin skildabréf Hinn 15. nóvember 1967 framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað útdrátt á 6% skulda- bréfaláni Laxárvirkjunar, teknu 1951. Þessi bréf voru dregin út: Litra ‘A, nr.: 7, 10, 17, 37 , 40, 41, 51, 81, 83, 89, 104, 114, 118, 120, 129, 131. , 132 , 188, 196, 523. Litra B, nr.: 22, 23, 24, 26 >, 38, 107, 143, 154, 160, 161, 165, 209, 239, 241, 252, 254, 261, 265, 270, 272, 290, 302, 304, 307, 309, 310, 312, 323, 325, 333, 359, 371, 373, 394, 395, 412, 453, 455, 459, 461, 464, 465, 466, 469, 479, 480, 481, 482, 493, 523, 542, 575, 577, 581, 583, 602, 606, 628, 631, 637, 641, 642, 652, 667, 670, 686, 687, 688, 689, 692, 702, 703, 731, 735, 766, 824, 843, 844. Litra C, nr.: 14, 43, 44, 53, 63, 65, 73, 89, 96, 105, 106, 113, 114, 118, 121, 130, 140, 144, 162, 173, 177, 183, 188, 308, 322, 328, 332, 333, 344, 345, 357, 361, 363, 365, 366, 375, 376, 377, 394, 430, 446, 447, 448, 449, 522, 552, 554, 556, 561. Hin útdregnu skuldabréf verða greidd í skrifstofu bæjargjaldkerans á Akureyri hinn 1. febrúar 1968. Bæjarstjórinn á Akureyri, 16. nóvember 1967, Bjarni Einarsson. ÓDÝRT! ÓDÝRT! Mæríöt Stuf-far buxur og bolur Verð kr. 68.00 pr. sett. Síðar buxur og 1 /2 erma skyrtur Verð kr. 100.00 pr. sett. Ath.: Nærfötin eru úr 100% bómull og aflagast ekki HERRADEILD Hreingerningiar i Gerum breint með vélum íbúðir, skrifstofur, verzlanir og stigaganga. — Fljót og góð vinna. VALUR — Sími 2-15-17 Auglýsing 1 VERKAMANNIUNM vekur athygli augans 2) Verkamaðurinn Föstudagur 24. nóvember 1967

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.