Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.09.1968, Blaðsíða 8

Verkamaðurinn - 06.09.1968, Blaðsíða 8
Héraðsmót H.S.P. var haldið að Laugum 9. og 10. ágúst 1968. Veður var gott báða daga og urðu úrslit þessi: KARLAR: 100 m hlaup: Jón Benónýsson, V 11,4 Haukur Ingibergsson, GA 11,5 Aoúst Oskarsson, E 11,6 Páll Dag'bjartsson, M 11,6 Langstökk: Jón Benónýsson, V 6,15 Sigurður Friðriksson, E 6,15 Ingvar Þorvaldsson, V 5,91 Haukur Ingibergsson, GA 5,98 Hástökk: Sigfús Illugason, M 1,71 Páll Dagbjartsson, M 1,66 Haukur Ingibergsson, GA 1,66 Indriði Árnason, GA 1,61 Kúluvarp: Páll Dagbjartsson, M 13,68 Guðmundur Hallgrímss. G 13,14 Þór Valtýsson, G 12,29 Halldór Valdimarsson, V 11,16 1500 m hlaup: Kristján Ingvason, M 4:43,2 Pálmi Björnsson, R 4:48,0 Sigfús Illugason, M 5:05,1 Þrístökk: Sigurður Friðriksson, E 13,23 13,18 12,77 12,75 3000 m hlaup: Kristján Yngvason, M 10:30,6 Davíð Herbertsson, B 10:51,8 Hermann Herbertss., B 11:07,1 Birgir Steingrímss., V 12:02,8 4x100 m boðhlaup: íf. Völsungur 48,0 Umf. Efling 49,6 KONUR: 100 m hlaup: Kristín Þorbergsdóttir, G 13,1 Þorbjörg Aðalsteinsd., G 14,0 Guðrún Jóhannesdóttir, R 14,7 Linda Guðbjörnsdóttir, R 14,9 Svala Björgvinsdóttir, E 14,9 Kristín hljóp á 13,0 í undan- rásum, sem er jafnt HSÞ-meti. Kringlukast: Sigrún Sæmundsd., Ma 27,28 Vigdís Guðmundsd., V 26,09 Bergþóra Ásmundsd., V 24,72 Þorbjörg Aðalsteinsd., G 24,07 Hástökk: Sigrún Sæmundsdóttir, Ma 1,45 Sigríður Baldursdóttir, Ma 1,30 Kristin Þorbergsdóttir, G 1.25 Þorbjörg Aðalsteinsd., G 1,20 Langstökk: Sigrún Sæmundsdóttir, Ma 4,84 Þorbjörg Aðalsteinsd., G 4,73 Kristín Þorbergsdóttir, G 4,73 Sólveig Þráinsdóttir, M 4,71 Kúluvarp: Ingunn Jónsdóttir, B 9,18 Sólvig Þráinsdóttir, M 8,94 Bergþóra Ásmundsd., V 8,51 Vigdís Guðmundsdóttir, V 8,51 Spjótkast: Sólveig Þráinsdóttir, M 29,19 Brgþóra Ásmundsd., V 27,90 Vigdís Guðmundsd., V 23,77 Svala Björgvinsdóttir, E 21,30 4x100 m boðhlaup: Umf. Geisli 57,7 íþf. Magni 58,0 íþf. Völsungur 60,4 Umf. Efling 60,5 Stigatala félaga var þessi: stig Umf. Völsungur 58 Umf. Mývetningur 42Va Umf. Geisli 37 íþf. Magni 23 Umf. Efling 22 Umf. Bjarmi 12 Umf. Gaman og alvara 8 Umf. Reykhverfingur 5^2 Frá fréttaritara HSÞ. Jakob V. Hafstein sýnir á Akureyri ásamt Jóhanni Ingimarssyni Jón Benónýsson, V Sigþór Sigurjónsson, V Bergsveinn Jónsson, B Stangarstökk: Sigurður Friðriksson, E Ágúst Oskarsson, E Jón Benónýsson, V Spjótkast: Sigþór Sigurjónsson, V Halldór Valdimarsson, V Páll Dagbjartsson, M Jón Benópýsson, V Kringlukast: Guðm. Hallgrimss., G Þór Valtýsson, G Páll Dagbjartsson, M 400 m hlaup: Jón Benónýsson, V 54,8 Páll Dagbjartsson, M 55,7 Ágúst Óskarsson, E 56,8 Hermann Herbertsson, B 64,6 í gær opnaði Jakob V. Haf- stein, lögfræðingur, málverka- sýningu að Hótel KEA. Sýnir hann þar 35 myndir, 20 olíu- málverk, 11 vatnslitamyndir og 4 myndir, gerðar með tusch og vatnslitum. Þetta er í fyrsta skipti, sem Jakob sýnir hér á Akureyri, en áður hefur hann haft málverka- sýningar á Húsavík og Akranesi auk gluggasýninga í Reykjavík. En þrátt fyrir það, að Jakob hefur ekki mikið flíkað verkum sínum, hefur mörgum verið það kunnugt lengi, að teikning og myndlist hafa verið tómstunda gaman hans allt frá barnsaldri, og á skólaárum hans hér í Menntaskóla vöktu hæfileikar hans mikla athygli, og ljóst var, að í þessum efnum var meira en meðalmaðuf á ferð. Síðan hefur Jakob notið til- sagnar ýmissa viðurkenndra listmalárá, bæði hér heimá og í Danmörkif, og er tvímælalaust, að hann hefur náð lengra á listamannsbrautinni en margur sá, sem meira hefur flíkað lista- mannsnafnbót. Hér verður ekki felldur neinn dómur um einstakar myndir á sýningu Jakobs, enda er sjón sögu ríkari fyrir hvern einstak- an, og blaðið vill eindregið hvetja Akureyringa og aðra, sem leið eiga um bæinn, til að líta inn á sýninguna að Hótel KEA. Aðgangur er ókeypis, en sýningin er aðeins opin til sunnudagskvölds. Eftir að framanritað var skrif að, komst blaðið að því, að akureyrskur listamaður hefði bætt myndum eftir sjálfan sig inn á sýningu Jakobs, og fór blaðamaður á vettvang til að sannprófa, hvort rétt væri. Og mikið rétt, til viðbótar hinum 35 listaverkum Jakobs voru kom in 25, gerð af Jóhanni Ingi- marssyni, framkvæmdastj óra Valbjarkar. Eru þau verk næsta ólík verkum Jakobs, en mörg mjög haglega gerð og skemmti- leg. Segja má, að verk Jóhanns eigi eitthvað skylt við atórri- listina svonefndu, en flest hafa þau þó einhverja sögu að segja, og sum mjög eftirtektarverða. Til myndagerð ar sinnar notar Jóhann ekki að- eins liti og striga, heldur og járn og stál, tré og jafnvel snæri. Mun því mörgum þykja forvitnilegt að líta á myndir harts. Akureyringum hefur áður verið kunnugt um listamanns- hæfileika Jóhanns, en hér birt ast þeir enn í nýju ljósi. FÖSTUDAGUR 6. SEPT. 1968 Togari strandar í gærmorgun strandaði tog- arinn Surprise frá Hafnarfirði við Landeyjasand. Björgunar- sveitir af Hvolsvelli og úr Land eyjum björguðu áhöfninni og gekk það mjög greiðlega. Tók aðeins 23 mínútur að draga á- höfnina, 28 manns, á land, eft- ir að skipverjar höfðu skotið línu til björgunarmannanna. Ný blóma- og listmunaverzlun Að Glerárgötu 32 hefur ver- ið opnuð ný verzlun, er hefur á boðstólum blóm og gjafavörur ýmiss konar, einkum listmuni. Ennfremur fást þar efnivörur til listmálunar, en þær hafa áður verið torfengnar hér í bæ. — Er þama á boðstólum fjölbreytt úrval af ýmsum vörum, sem ekki hafa áður verið hér á boð- stólum að jafnaði. — Þá er og rammagerð í sambandi við verzl unina og sétti það að verða við skiptavinum til hagræðis. Verzlunareigandi er Orn Gíslason. Ú R ÍÞRÓTTALÍFINU Um næstu helsri verður tals- O verður viðburður í íþróttalífi bæjarins, en þá hefst handknatt Ieiks-„vertíð“ þessa vetrar með góðri heimsókn að sunnan. í mótinu, sem stendur á laugar- dag og sunnudag, og verður háð í Iþróttaskemmunni á Gleráreyrum, taka þátt: Is- landsmeistarar Fram, 1. deild- ar-lið FH, Hauka og ÍR og lið ÍBA, sem keppir í 2. deild. Á laugardaginn hefjast leik- irnir kl. 4 síðdegis, og á sunnu dag kl. 1 síðdegis. Er ekki að efa, að handknattleiksáhuga- menn noti þetta einstæða tæki- færi til að sjá beztu handknatt- leikslið landsins saman í þess- ari fyrstu keppni haustsins. merka sögu og Nýlga óskaði forsætisráð- herra eftir því við stjórnmála- flokkana, að þeir tilnefndu hver um sig tvo fulltrúa til við- ræðna um aðsteðjandi vanda í efnahagsmálum þjóðarinnar og hugsanlegar Ieiðir til úrbóta. Allir flokkamir urðu við ósk forsætisráðherra og tilnefndu fulltrúa í viðræðunefndina, og eru þeir þessir: Björn Jónsson og Lúðvík Jósefsson frá Al- þýðubandalaginu, Eggert G. Þorsteinsson og Gylfi Þ. Gísla- son frá Alþýðuflokknum, Ey- steinn Jónsson og Olafur Jó- hannesson frá Framsóknar- flokknum, Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein frá Sjálf- stæðisflokknum. Fyrsti viðræðufundurinn var á þriðjudaginn. Þar varð sam- komulag um að halda viðræðun um áfram, en jafnframt til- kynnt, að taka myndi nokkrar vikur að fá úr því skorið, hvort samkomulag allra flokka gæti náðst um ráðstafanir, er gera þyrfti, m.a. vegna þess, að tals verðan tíma tæki að afla nauð synlegra gagna. Á þessum fyrsta fundi skýrðu ráðherrarnir frá ákvörðun ríkis stjórnarinnar um nýja innflutn ingsgjaldið, en fulltrúar stjórn- arandstöðunnar tóku fram, að þær ráðstafanir væru að sjálf- sögðu á ábyrgð ríkisstjórnarinn ar einnar og stuðningsflokka hennar. Krabbameinsfélag Krabbameinsfélag Suður- Þingeyjarsýslu var stofnað að Breiðumýri 28. fyrra mánaðar. Á stofnfundi rnættu um 100 manns, og þar flutti Bjarni Bjarnason, læknir, formaður Krabbameinsfélags íslands, ræðu -og sýndar voru kvikmynd ir. Stjórn hins nýja félags er þannig skipuð: Kolbrún Bjarna dóttir, Yztafelli, formaður, Sig- urbjörg Magnúsdóttir, Fosshóli Þóra Hallgrímsdóttir, Húsavík, Þóroddur Jónasson, héraðslækn ir, Breiðumýri, og Gísli G. Auð unsson, héraðslæknir, Húsavík. Gólfteppi - Gólfdreglar t GÓLFTEPPI ensk, í metratali. Breidd 274 sm. GÓLFTEPPI stærðir 175x240, 220x310 og 260x350. Mjög ódýr. COCOSDREGLAR hollenzkir FILTTEPPI þýzk og frönsk. GÓLFMOTTUR verð kr. 160,00 og 280,00. TEPPADEILD

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.