Verkamaðurinn - 06.09.1968, Side 3
************************ ***** *+-K+*++*+-K-M*+**+*++++-k**+*+++****-tc+-k+-M<**++-k-fc*++-*<-*c-M *-*+****++*-*'++*+++++++++-***++*+**-><*+-><*++++
★ *
Dómurinn er íallinn
Dómur í máli Kristjáns Ásgeirssonar og fleiri gegn Fiskiðju-
samlagi Húsavíkur var kveðinn upp í síðasta mánuði. Dóms-
niðurstaða varð sú, að Fiskiðjusamlagið var sýknað af kröfu
stefnenda, en málskostnaður, annar en laun sækjanda og
verjanda, var látinn niður falla.
Vegna fjölda áskorana birtir Húsavíkursíðan nú dóminn í heilu lagi samkvæmt frumriti.
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
■'ár tfc'
♦ ****************i
UUSAVIK
DÓMUR
í sjó- og verzlunaxdómsmálinu,
nr. 1/1968: Kristján Asgeirs-
son o./l. gegn Fiskiðjusamlagi
Húsavíkur h.f.
Ar 1968, miðvikudaginn 31.
júlí var sjó- og verzlunardómur
Akureyrar settur í dómsal emb-
ættisins og haldinn af Ofeigi
Eiríkssyni, bæjarfógeta, ásamt
meðdómsmönnunum Bjarna Jó
ihannessyni, skipstjóra og Tóm-
asi Steingrímssyni, forstjóra.
Fyrir var tekið:
Sjó- og verzlunardómsmál-
ið nr. 1/1968
Kristján Asgeirsson o.fl.
íegn
Fiskiðjusamlagi Húsavík-
ur h.f.
®g var í málinu kveðinn upp
svohljóðandi
DÓMUR:
Mál þetta , sem dómtekið var
4. þ.m. hafa Kristján Ásgeirs-
son, útgerðarmaður, Álfhóls-
vegi 1, Húsav., Ásgeir Kristjáns
son, sjómaður, Mararbraut 17,
Húsavík, og Þormóður Kristj-
ánsson, sjómaður, Túngötu 6,
Húsavík, höfðað fyrir sjó- og
verzlunardómi Akureyrar með
stefnu útgefinni 2. janúar 1967
gegn stjórn Fiskiðjusamlags
Húsavíkur h.f., Húsavík f.h. fé-
Iagsins til greiðslu verðupp-
hóta á fisk, er stefnendur lögðu
inn í fiskiðjuver stefnda á ár-
inu 1964 að upph. kr. 101.450,
00 með 6% ársvöxtum frá 1.
janúar 1965 til 31. desember s.
á., en 7% ársvöxtum frá þeim
degi til greiðsludags og máls-
kostnaðar að skaðlausu.
Við skriflegan flutning máls-
ins breyttu stefnendur kröfum
sínum þannig, að þeir krefj-
ast nú, að stefndi greiði þeim
kr. 79.700,00 með 6% ársvöxt-
um frá 1. janúar 1965 til 31.
desember s.á. en 7% ársvöxtum
frá þeim degi til greiðsludags.
Til vara er þess nú krafizt, að
dómurinn veiti viðurkenningu
um aðalkröfu stefnenda ef fulln
ustuskylda telst enn eigi komin
sbr. 69. gr. Iaga nr. 85, 1936,
2. mgr. i.f.
í þáðum tilfellum er krafizt
málskostnaðar.
Mál þetta var upphaflegá
höfðað fyrir bæjarþingi Akur-
eyrar, en síðar, eða 12. marz sl.
hafið, en samdægurs þingfest í
sjó og verzlunardómi Akureyr-
ar.
Stefndi gerir þær kröfur, að
hann verði sýknaður af öllum
kröfum stefnenda, og honum til
dæmdur málskostnaður eftir
mati réttarins.
Með samningi dags. 19. júlí
1947 stofnuðu nokkrir aðilar á
Húsavík félag um byggingu og
rekstur hraðfrystihúss og var
það nefnt Fiskiðjusamlag Húsa-
víkur. Samlagið skyldi fyrst og
fremst vinna og verka sjávarafla
samlagsféJaga, en því var heim
ilt að taka til vinnslu og kaupa
afia af öðrum. I 1. gr. sam-
þykkta FiskiðjuSamlags Húsa-
víkur segir, að það sé félag,
sem starfi á samvinnugrund-
velli. Tekjuafgangi af viðskipt-
um samlagsfélaga skyldi skipt
milli þeirra í réttu hlutfalli við
viðskiptamagn hvers og eins
það ár, sem um ræðir, en áður
en skipting kæmi til, skyldi fara
fram hæfileg afskrift eigna sam-
lagsins. Ennfremur skyldi
greiða:
1. í varasjóð 1% af sölu-
verði framleiðsluvara.
2. Vexti af stofnfjárframlög-
um, allt að 5%.
3. í stofnsjóð handa hverjum
samlagsfélaga til sj álfseignar
1% af innleggsandvirði hans.
Samvinnufélag þetta starfaði
fram til ársins 1958 en var þá
lagt niður og samnefnt hluta-
félag tók við rekstri þess, eign-
um og skuldum. í stofnsamn-
ingi hlutafélagsins segir, að til-
gangur þess sé að annast
vinnslu, verkun og sölu sjávar-
afurða eða annarra afurða eftir
því, sem stjórn félagsins eða
hluthafafundur ákveður. Hvergi
er í stofnsamningi minnzt á
uppbætur til fiskinnleggjenda.
Samkvæmt 3. gr. samþykkta
þess skal það strax við móttöku
hráefnis greiða innleggjendum
venjulegt gangverð fyrir afurð-
irnar, en síðar einnig uppbætur
„ef fjárhagur félagsins leyfir“
og er vísað til 26. gr. samþykkt-
anna, en þar segir:
„Hreinum arði eftir ársreikn
ingum, að frádreginni þeirri
upphæð, sem stjórnin ákveður
til fyrningar af bókuðu eigna-
verði félagsins, skal skipt þann-
ig:
a) Aðalfundur ákveður,
hversu mikið skuli leggja í end
urnýjunar og varasjóð.
b) Aðalfundur ákveður,
hversu miklu fé skuli útbýtt til
hluthafa. Uthlutaður arður má
þó ekki fara fram úr -8%.
c) Því, sem eftir verður, skal
úthluta til þeirra, sem lagt hafa
inn hráefni hjá félaginu á reikn
ingsárinu í réttu hlutfalli við
magn og tegund innleggsins.
Heimilt er þó stjórn félagsins
að ákveða, að slíkar uppbætur
skuli standa inni hjá félaginu
í allt að 5 ár, á vöxtum, jafn-
háum þeim, sem Landsbanki Is
lands greiðir á hverjum tíma
af almennum sparisjóðsinnstæð
um.
Arð af hlutafé skal greiða,
þegar er hann hefur verið ákveð
inn á aðalfundi. Stjórnin skal
leggja fyrir aðalfund tillögur
um skiptingu ársarðsins.“
Á aðalfundi hlutafélagsins
fyrir árið 1964 var eftirfarandi
ályktun samþykkt:
„A. Aðalfundur Fiskiðjusam
lags Húsavíkur h.f samþykkir
að leggja af tekjum ársins 1964
kr. 444.769.21 í varasjóð.
B. Samþykkir að greiða fyrir
árið 1964 hluthöfum 8% arð
af hlutafé.
C. Samþykkir Isamkv. c-Iið
26. greinar félagssamþykktanna
að greiða innleggjanda fisks á
árinu 1964 sem búsettur er á
Húsavík og lagt hefir inn fyrir
kr. 1.000,00 og meira uppbót
8% af innleggi, alls kr. 1.031.
239,33. Jafnframt leggur fund-
urinn til, að helmingur uppbót
anna verði greiddur í desem-
ber 1965 og hinn síðari eftir á-
kvörðun stjórnarinnar svo sem
c-liður 26. greinar kveður á um.
Þá samþykkir fundurinn að
greiða vexti af uppbótum frá
og með 1. janúar 1965.“
Þegar þessi upphææð, kr.
1.031.239,33 hefur á ársreikn-
ingi 1964, verið færð til skulda
við fiskinnleggjendur, er hagn
aður á árinu talinn kr. 737.611,
95. Þegar bætt hefur verið við
hagnaði af sölu fiskreita, er fé-
lagið átti og ennfremur skuld,
sem hafði greiðzt, en hafði áð-
ur verið afskrifuð sem töpuð
og loks dregið frá tap á árinu
1963 og reyndist þá tekjuaf-
gangur kr. 444.769,21, og var
sú upphæð lögð í vara- og end-
urnýjunarsjóð. Samkvæmt reikn
ingum ársins 1964 eru birgðir
afurða í árslok 1963 bókfærðar
á kr. 5.781.224,61, en sam-
kvæmt reikningum félagsins
fyrir árið 1965 reyndist sölu- k
verð þeirra kr. 6.979.756,30.
Meðal þeirra, sem á árinu
1964 lögðu upp fisk í fiskiðju-
ver stefnda voru stefnendur, en
þeir áttu og ráku sameiginlega
vélbátinn Grím ÞH 25. Fengu
þeir greiddan hluta af ofan-
nefndum fiskuppbótum eða kr.
87.110,53 samkvæmt yfirlýs-
ingu stefnenda, en telja, að
þeir hafi ekki fengið allar þær
uppbætur, sem þeim hafi borið.
Stefnendur segja, að þegar sam
vinnufélagið var lagt niður og
hlutafélagið stofnað, hafi þess
verið krafizt af fiskinnleggjend
um, að ákvæðin úr lögum sam-
vinnfélagsins um uppbætur á
innlagðan fisk yrðu látin gilda
áfram, þótt breytt væri um fé-
lagsform. Hafi verið fallizt á
þetta af aðaleigendum hlutafjár
í hlutafélaginu og telja þéir upp
bótarákvæði 26. gr. samþykkt-
anna fela í sér loforð tii inn-
leggjenda um uppbætur á inn-
lagðan fisk. Þeir telja og fundar
samþykkt þá, er að framan
oreinir, ekki í samræmi við á-
kvæði 26. gr. samþykkta félags
ins og ekki bindandi gagnvart
innleggjendum. I greinargerð
sinni segja þeir, að frá hagnaði
ársins 1964 eigi aðeins að
draga varasjóðsframlagið kr.
444.769,21 og arð til hluthafa,
kr. 35.424,00 og sé því óráð-
stafað kr. 257.418,74, sem beri
samkvæmt samþykktum félags-
ins að skipta milli fiskinnleggj-
enda. Síðar, eða við skriflegan
flutning málsins, var því lýst
yfir af hálfu stefnenda, að þeir
féllu frá hlutdeild í þessari upp-
hæð og byggist lækkun stefnu-
kröfunnar úr kr. 101.450,00 í
kr. 79.700,00 á því.
Birgðir afurða í árslok 1964
voru bókfærðar á kr. 5.781.224,
61, en seldust síðar á kr. 6.979.
756,30 eða á kr. 1.198.531,69
umfram matsverð. Telja stefn-
endur þessa upphæð að frá-
dregnum sérkostnaði við þessar
birgðir kr. 90.612,40, stafa bein
línis af fiski innlögðum á árinu
1964, og eigi þessar duldu tekj
ur, kr. 1.107.919,29 samkvæmt
lögum félagsins að skiptast
milli innleggjenda. Samhliða
því að krefja þennan tekjuaf-
gang segja stefnendur sig núi
(við skriflegan flutning máls-
ins) hafna þeim tekjum ársins
1964, sem stafi af umframverði
birgða 1963, en þetta nemi kr.
690.369,51, til frádráttar sé sér
kostnaður kr. 190.050,73. Þann
ig færist kr. 500.345,78 yfir á
árið 1963 sem tekjur og sé ekki. ■
lengur raunhæft að tala um tap
á því ári, heldur hagnað kr. 164,
338,80, en samkvæmt ársreikn-
ingi 1964 var tap á árinu 1963
taíið kr. 336.006,98. Standa því.
eftir sem óráðstafaður tekjuaf-
gangur kr. 1.107.919,29 164.
338.80 eða kr. 943.580,49. AI:
úthlutuðum uppbótum 1964 kr..
1.031.239,33 hafi þeir fengið f.
sinn hlut kr. 87.110,53 og beri
þeim að fá af hinum óráðstaf-
aða tekjuafgangi kr. 79.700,00
miðað við sama skiptahlutfalL
Stefnendur benda á, að sam-
kvæmt ákvæðum samþykkta fé-
lagsins hljóti að eiga að gera
hvert ár upp gagnvart innleggj-
endum miðað við endanlegi;
verð afurða þess árs og þótt
ekki liggi fyrir í árslok nákværri!
ar upplýsingar um afurðaverð.,
beri að færa umframverð birgða
sem ógreiddar uppbætur á næsta
árs reikningum. Ennfremur, ac.'
stefndi hafi ekki keypt afurð-
irnar af þeim á tilteknu verði,
heldur unnið þær og selt fyrir
þá. Telja stefnendur þessa starl
semi stefnda nánast umboðs-
mennsku.
Varakröfu sína styðja stefn-
endur þeim rökum, að sam-
kvæmt 26. gr. samþykkta félagg
ins hafi það rétt til að halda upp
bótum innleggjenda í allt að
5 ár. Sé því umdeilanlegt, hvorfi
fullnægjuskylda teljist komim
fyrr en 5 árum eftir að uppbæt-
ur eru ákveðnar eða 5 árum eft
ir lok starfsársins 1964. Hins
vegar sé nauðsynlegt að fá við-
Frh. á 5. síðvto
„Sölumaður lifir”
/ /
Bæjarins eignum er Bjössi að flíka,
og bæta vill með því fjárhaginn.
Bráðum selur hann bæinn líka,
bæði kofana og mannskapinn.
Allt verður metið frá innstu klæðum,
— efni skoðað í hverri flík.
Þvilíkt „séní“ í sölufræðum, —
setti heimsmet í Reykjavík.
Glettingur.
Föstudagur 6. sept. 1968
Verkamaðurinn (S