Verkamaðurinn - 12.12.1969, Qupperneq 2
kaups í stað greiðslna að geðþótta atvinnurek-
enda.
Hinn óhóflega langi vinnudagur, sem hér
tíðkast er því engum til hags og er síður en svo
til kominn vegna þarfa eða nauðsynja fram-
feiðslunnar. Landsfundurinn lítur því svo á, að
með skynsamlegri vinnuhagræðingu og góðum
vilja beggja aðila sé hægt að ná 44 stunda vinnu-
viku, án þess að afköst minnki frá því sem nú
er. Þess sé þó jafnan gætt að slík vinnuhagræð-
ing fari fram í samvinnu við vinnuhagræðingu
yerkalýðssamtakanna og með samþykki viðkom-
andi starfshóps og í samráði við hann.
5. í fiskiðnaði verði stefnt að því að koma á
vaktavinnu í stað þeirrar gegndarlausu yfir-
vinnu, sem þar hefur tíðkazt með köflum. Til
þess þarf að koma skipula-gi á hráefnisöflun
fiskiðnaðarins í heild, er miði að því að tryggja
sem jafnasta miðlun hráefnis yfir allt árið, þ. e.
300 vinnudaga á ári líkt og í öðrum iðnaði, en
á það hefur verið bent af sérfróðum mönnum,
að slíkt væri stærsta hagrœðingin í þessari grein
og mundi gerbreyta afkomumöguleikum hennar.
Aðeins með því að allir meðlimir launþega-
samtakanna séu einhuga og samtaka um að
hafna öllum tekjuaukningartilboðum einstakra
atvinnurekenda í formi lengds vinnutíma, leyni-
legra yfirborgana og skattsvika, er árangurs að
vænta í baráttunni fyrir hækkun tímakaupsins.
Skrifstofur verkalýðsfélaganna eða foringjar
þeirra munu aldrei ná meiri árangri en samein
að afl félagsmanna að baki þeim á hverjum
tíma segir til um. En forystan verður að sjá
um að skipuleggja baráttuna og gera markmið-
in og baráttuaðferðirnar öllum ljós, þegar í
upphafi hvers baráttuáfanga.
III
A þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá stofn
un lýðveldisins, hefur kaupmáttur tímakaups-
ins nær staðið í stað á sama tíma og sjálf kaup-
upphæðin hefur nær tífaldazt.
Mestallan þennan tíma hefur einhvers konar
vísitölu-„trygging“ verið í gildi. Sú vísitala hef-
ur þó jafnan verið svo úr lagi færð, er fram í
hefur sótt, af aðgerðum löggjafans og stjórn-
valda, með niðurgreiðslum á einstökum liðum,
takmörkunum á þeim verðhækkunum sem lnin
mælir, eða með beinum gengislækkunum, að
verðgilcfi launanna hefur stöðugt rýrnað. Á
þeim tímabilum, sem vísitölubinding kaups hef-
ur verið afnumin, hafa verkalýðssamtökin hins
vegar verið neydd með stuttu millibili til lang-
vinnrar og fórnfrekrar baráttu, sem þó hefur
jafnan tekizt að leiða til lykta með nokkurri
hækkun kaups að krónutölu.
Þeir ávinningar hafa þó jafnan hjaðnað og
orðið að engu á nokkrum mánuðum með því að
allri hækkun kaups hefur jafnan verið velt út í
verðlagið, oft fyrir beina forgöngu ríkisvalds
og bæjarfélaga með hækkun skatta og opinberr-
ar þjónustu.
Þannig hefur verkafólk endanlega verið lát-
ið borga allar kauphækkanir úr eigin vasa. Og
þannig hefur í reynd verið í gildi „sjálfvirkt
kauplœkkunarkerfi“ ekki aðeins hin síðustu ár,
lieldur allt frá stríðslokum.
Því hafa engar tryggingar reynzt gildar á
þessu tímabili, hvorki samningar, þar eð verð-
gildi þeirra hefur rýrnað sem krónuhækkunum
nemur á skömmum tíma, né heldur vísitala, sem
tengja hefur átt kaupgjaldið verðlaginu, fniá
hefur aðeins dregið úr hraða þessarar þróunar,
en ekki megnað að koma í veg fyrir Iiana.
Landsfundurinn telur því, að í framtíðinni
verði að leggja verðmæti kaupsins, kaupmáít
tímakaupsins, til grundvallar samningum. Rýrni
samningar að verðgildi með minnkun kaupmátt-
ar, séu þeir samstundis úr gildi fallnir og verka-
lýðssamtökin reiðubúin til átaka.
Aðeins með þessum hætti sé unnt að kenna
fjandsamlegu ríkisvaldi og atvinnurekendum að
virða gerða samninga, og hefja raunverulega
viðleitni til að koma á stöðugu verðlagi.
Samtök frjálslyndra og vinstri manna leggja
því til við launþegasamtökin, að í næstu samn-
ingum verði ekki samið urn annað en aukinn
kaupmátt, og séu samningar úr gildi fallnir með
rýrnun hans.
NÝ SENDING:
Loftlampar
Gólflampar
Ryksugur
Gundaofnar
RAFORKA
Glerórgötu 32 . Sími 1-22-57
EGILS-
drykkir
eru landskunn gæðavara.
GLEÐILEG JÓL!
ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON H.F.
ORÐSENDING
FRÁ ALMANNATRYGGINGAUMBOÐI
AKUREYRAR OG EYJAFJARÐARSÝSLU,
AKUREYRI
Bótagreiðslum Almannatrygginga fyrir árið 1969 lýk-
ur þriðjudaginn 30. þ. m. og er þess vænzt, að bótaþeg-
ar hafi þá vitjað bóta sinna.
Bótagreiðslur fyrir árið 1970 hefjast ekki fyrr en
fimmtudaginn 15. janúar, og þá með greiðslu elli- og
örorkulífeyris, liarnalífeyris og mæðralauna.
Þriðjudaginn 20. janúar hefjast greiðslur fjölskyldu-
bóta með 3 börnum og fleiri.
Bótagreiðslur á árinu 1970 verða að öðru leyti sein
hér segir: 10. til 15. hvers mánaðar, elli- og örorku-
lífyrir, örorkustyrkur, ekkjubætur og lífeyrir, maka-
bætur, barnalífeyrir og mæðralaun,
15. til 20. hvers mánaðar fjölskyldubætur með 3
börnum og fleiri. Fjölskyldubætur með 1 og 2 börnum
frá 21. til 25. mánuðina marz, júní og september.
Bótagreiðslur fyrir desember 1970 hefjast svo á öllum
bótum í byrjun desember og verður það auglýst nánar
hvenær þeim lýkur.
Bótaþegar eru vinsamlegasL beðnir að virða
auglýstan greiðslutíma og auðvelda þannig af-
greiðsluna.
Umboðið þakkar bótaþegum og öðrum við-
skiptavinum sínum fyrir góða samvinnu ó þessu
óri og óskor þeim öllum
GLEÐILEGRA JÓLA
OG NÝÁRS
UMBOÐSMAÐUR.
Aiig:l,vsi<) í V«krkamsiiniin«im
FRÁ PÓSTSTOFUNNI
Póststofan á Akureyri, verður
opin þriðjudaginn 16. og laug-
ardaginn 20. desember til kl. 22.
Jólapóstur sem berast á út fyr-
ir jól, verður að hafa borizt til
Reykjavíkur 16. desember og
jólapósti innanbæjar, verður að
skila í póstkassana fyrir kl. 24
20. desember.
Leiðin heim
MIÐILSFUNDIR
Guðrúnar Sigurðard.
Óskabúðin
Sími 2-11-15.
Nýkomið:
* ’ ■ i
ARABIA- |
mat-ardiskar \
1
grunnir og djúpir
kr. 62,00 stk.
Jórn- og glervörudeild
2) Verkamoðurinn
Föstudagur 12. desember 1969