Verslunarblað Íslands - 01.09.1908, Qupperneq 3

Verslunarblað Íslands - 01.09.1908, Qupperneq 3
VERZLUNARBLAÐ ISLANDS 37 um og skulum vér þá fyrst athuga hvernig ferm- ing og afferming á vörum er. Það eru eins og menn vita margar bryggjur hér í borginni, víst einar 9 eða fO, og allar hinar stærri verzlanir eiga bryggju og ilestar eiga líka uppskipunarbáta, en allur fjöldinn af kaupmönn- unum eiga hvorki bryggju né uppskipunarbát, verða þeir því að vera upp á hina komnir sem bátana eiga að koma vörum sínum í land úr skipunum. Yenjulega er bátunum röið (stundum dregnir af vélarbát) á milli skips og lands og oftast 4— 6 menn í hverjum l)át. Tekur það oft mjög langan tíma að komast fram og aftur, einkum ef noklcur vindblær er. Sé regn eða hvassviðri er ómögulegt að hafast nokkuð að, nema að eiga það á hættu aði vörurnar skemist, eða jafnvel ónýtist á leiðinni. Þegar bátarnir lenda við bryggj urnar, verður oftast að bæta fólki í þá til þess að hjálpa til að ná upp úr þeim og þá vör- unum oft og tíðum demt á sjóblauta bryggju eða þeim er strax komið upp fyrir bryggjuna og kastað þar á jörðina — en það er öllum vit- anlegt að götur og torg bæjarins eru, ol't og tíð- alt annað en þrifaleg. Oft ber það við að skip- að er upp á mörgum bryggjnm í senn og verða þá vörueigendur að leita uppi vörur sínar oft og tíðum með mikilli fyrirhöfn, og kunnugt er oss um það, að eigi kemur það ósjaldan fvrir að vörueigendur annaðhvort missa algerlega eitthvað af vörum sínum í þessum flækingi eða þó þeir finna þær, þá eru þær venjulega stórskemdar. Fiskflutningsskip verða oft að liggja hér vik- um saman því eigi er hægt að skipa fiskinum út ef nokkuð er að veðri. Að ógleymdri þeirri ógeðslegu sjón er fyrir augun ber er maður gengur hér frarn á bryggj- urnar og sér raðirnar af oft og einatf lúnum eða hálförvasa gamalmennum körlum og konum dragnast hálfuppgefið með kola- eða saltpoka á liryggnum, svo útatað af svita og óhreinindum að naumast sér mannsmynd á þvi, þá getur maður ekki annað enfundið til gremjublandinn- ar meðaumkvunar yfir því hversu sorglega langt vér erum á eftir tímanum — því forfeður vorir — steinaldarmennirnir báru það sem þeir þörfnuð- ust á hryggnum heim að kofunum sínum — þeir þektu ekki annað betra — en við. sem lifum á 20. öldinni við höfum enga afsökun. Farþegaflutningur milli skips og lands hér í höfuðstaðnum, er í sYo miklu aílagi að undrum sætir að stórtjón hefir eigi afhlotist fyrir löngu. Ekkert eftirlit með því hvort bátarnir, sem fólkið er flutt á, séu sjófærir eða ekki — og því siður með því, þótt menn ofhlaði bátana og alls ekki skift sér af þvi þótt bátarnir séu svo út- aðir af slori og öðrum óhreinindum að menn hálf eða aleyðileggi föt sín. Og þó það hafi oft- ar en einusinni komið fyrir, að menn hafi fail- ið útbyrðis við skipshliðina sökum troðnings, þá hefir oss vitanlega, engin farið fram á það, að nokkurt ettirlit væri haft með því hvernig fólks- flutningsbátar legðu að skipunnm. Yegna þess hve torveldlega gengur hér með ferming og a'fferming skipa, er það nærfelt frá- gangssök að liafa hér vöruforðahús. Þó væri slíkt ekki óhugsandi með útlendan varning — en afleiðingarnar af því, að forðabúr eru ekki hér á staðnum eru mjög margar og allar til hins verra fyrir verztunarstarf okkar. Til dæmis eru allir smákaupmenn neyddir til þess að eiga við útlenda umboðsmenn og er það ærið óhagstætt fyrir margan hvern, að verða að kosta dýrar ferðir til útlanda og það sem verst er, að oft og tíðum verða ferðirnar að litlum notum. Ber margt til þess, ókunnugleiki, vankunnátta í mál- um og 5rmislegt fleira, — að því ógleymdu, að arðurinn af verzluninni lendir að miklu levti í hjá hinnm útlendu umboðsmönnum. Þeir fiskikaupmenn hér i Reykjavik sem kaupa fisk út um landið, verða oftast nær að senda skip til þess að tína saman á höfnum sitt lítið í hvorum staðnum. Gengur oft mjög lang- ur tími til þess að smala saman svo miklu af flski að heill skipsfarmur fáist. Við þetta legst mikill kostnaður á fiskinn og þar að auki getur það oft komið fyrir að markaðurinn breytist talsvert til hins verra allan þann tíma sem skipið er í ferðinni — ef til vill marga mánuði. — Hvað strandferðirnar hér við land snertir, þá er það auðsætt, að þær geta ekki komið að fullum notum á meðan höfnin og uppskipunar- aðferðin er eins og enn þá sér stað. Vérhöfum nú reynt, auðvitað í mjög stuttu máli — að sýna fram á hversu algjörlega óvíð- unandi það fyrirkomulag er sem við eigum nú við að búa, og eg veit að margir munu veiða oss samdóma um það, að fullkomin stórskipa- höfn hér í höfuðstaðnum sé hin mesta nauðsyn, ekki einungis fyrir verzlunarlíf þessa bæjar, vöxt

x

Verslunarblað Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunarblað Íslands
https://timarit.is/publication/217

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.