Verslunarblað Íslands - 01.09.1908, Síða 7

Verslunarblað Íslands - 01.09.1908, Síða 7
VERZLUNAJKHLáÐ íslands 41 Bretland með yfir 5 mill. smál., Spánn með 43A mill. smál., og Svíþjóð með 41/2 mill. smál. lnnlendar íróttir. Aðalfnndur Gránufélagsins var haldinn 28. og 29. ágúst á Oddeyri við Eyjafjörð. Fundinn sótti stjórnarnefndin, kaupstjóri og 8 fulltrúar: 1 úr Papósdeild, 3 úr Yestdalseyrardeild og 4 úr Oddeyrardeild. 1. Lagði stjórnarnefndin fram gjörðabók og skýrði frá störfum sínum frá síðasta aðal- fundi og var það alt samþykt. 2. Lagðir voru fram reikningar frá öllum reikningshöldurum félagsins 8 að tölu, með at- hugasemdum, svörum og úrskurðum stjórnar- nefndarinnar. Sex af reikningum þessum úr- skurðaði stjórnarnefndin að fullu, en 2 voru látn- ir bíða sökum vantandi skýringa. 3. i’á var lögð fram hagskýrsla félagsins, sem sýndi, að félagið hafði tapað stór-miklu fé 1907, sem aðallega stafaði af tapi á íslenzkri vöru, sem orsakaðist að miklu leyti af pcningaþröng í útlöndum. 4. Þá var tekið til umræðu, hvort greiða skyldi rentu af hlutabréfum þetta ár, og bókað um það á þessa leið: í tilefni af því, að félag- ið hefir orðið fyrir stórskaða árið sem leið, þar sem alt verzlunarástand bæði fyrir félagið og aðra, var næstliðið ár liið lang-versta, sem kom- ið hefir í mörg ár og lánveitandi félagsins, stór- kaupmaður Holme, hefir af eigin hvötum bætt upp skaðann að nokkru með 16 þús. kr. gjöf og farið jafnframt l'ram á, að hluthafar sýndu þá tilhliðrunarsemi, að taka eigi vexti al' liluta- hréfum sínum þ. á., þá komst fundurinn að þeirri niðurstöðu, með meiri hluta atkvæða, að ekki skyldi greiða vexti af hlutabréfum Gránn- félagsins 1908. 5. Nokkur mál voru rædd, sem varðaði fé- lagið inn á við, svo sem um sölu og leigu á lóðum. 6. Kosning starfsmanna íór þannig: að lyf- sali 0. C. Thorarensen var endurkosinn í stjórn- arnefndina og varamaður í nefndina Ragnar Ól- afsson. Endurskoðunarmenn voru endurkosnir prófastur Geir Sæmundsson og þankastjóri Júlí- us Sigurðsson, og til vara Kristján bóksali Guð- mundsson. (Austri). Bergenska félagið. Eins og kunnugt er, hefir Bergenska gufuskipafélagið haldið uppi ferðum hér við land í sumar. Frá Björgvin um Færeyjar og austur og norður um land til Reykja- víkur. Ferðir þessar, sem einungis eru tilraunir, hafa geng'ið enn betur en félagið bjóst við, enda ráðgerir félagið að senda næsta ár stórt og hag- kvæmt nútíðar farþegaskip. Yerzlunin Edinborg hefir nýlega keypt verzl- un Agústs kaupmanns Flygenrings í Hafnarfirði og hefir þar þvi útibú framvegis. Sama verzlun hefir einnig keypt skipastól Geirs kaupmanns Zoéga. Fiskileysið á Austfjörðum. Mjög víða á Austur- og Norðurlandi hefir verið fiskilítið í sumar. Ástandið þar af leiðandi alls ekki glæsi- legt. — Á þeim fjörðum þar sem róðrarbátar hafa verið notaðir til veiðanna, verður þó tjónið af fiskileysinu ekki mjög tilfinnanlegt. Til dæmis á Bakkafirði, þar eru einungis róðrarbátar — enda munu flestir þar hafa fiskað fyrir kostnaði og sumir meira. Aftur á móti þar sem vélar- hátar eru nolaðir til veiðanna er öðru máli að gegna og þeir eru nú orðið mjög mikið tíðkaðir á Austfjörðum og yfirleitt kring um alt land. Vélabátaútgerðin er mjög dýr, svo að á llest- um þeim vélabátum, sem til fiskjar ganga mun kostnaðurinn við hvern róður nema frá 50—80 kr. og verður að fiskast mjög mikið til þess, að slik útgerð geti svarað tilkostnaði. Á Seyðisfirði einum var mér sagt að væru milli 40—50 véla- bátar og að mörg þúsund króna skaði mundi verða á þeim flestum. Er slíkt all-ískyggilegt á- stand, einkum nú á þessum tímum, þegar ó- mögulegt er að fá lán í bönkunum. Á Siglufirði hefir eins og undanfarin sumur verið feiki-mikill síldarafli. Mörg hundruð út- lendra fiskiskipa sópaði sildinni þar á land. Yar þar all-lífvænlegt um að litast, hefði ekki sá hængur verið á að síldin er nú svo að segja í engu verði. Þó ilt sé til þess að vita, hefir lög- regluvaldið þar í sýslunni að því er menn segja greitt þannig fyrir hinum útlendu fiskiskipum, að þau geta óátalið veitt i landhelgi. Er slíkt athæfi lítt afsakanlegt ef satt er.

x

Verslunarblað Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunarblað Íslands
https://timarit.is/publication/217

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.