Vínland - 01.02.1905, Síða 2

Vínland - 01.02.1905, Síða 2
Astand Rússa Og F ramtíðarhorfur. Eftir Andrew D. White. Atburði þá er auðvelt að rekja, sem voru fyr- boðar þeirra tíðiada, er nú hafa gerstá Kússlandi. Árið 1855 kom til ríkis Alezander II. Ilonum var þá í fersku minni hversu einræði Rússa var hnekt í Krímstríðinu. Hann var í föðurætt kominn af J binu volduga Rómanoff-kyni, en var lingerðari J maður og góðhjartaðri en faðir hans. Hann var -Svo frjálslyndur að urn hann má segja með rúttu, J að hann hafl gert ailar fær umbæturá stjórnarfari Rússa, er lionum var mögulegt að veita. En hann áttisífelt við öfluga óvini að berjast; annars vegar voru Ó3veigjanlegir íhaldsmenn, sem engu vildu breyta, en hins vegar voru óviðráðanlegir bylt- ingamenn, sem öllu vildu umturna, og sú barátta varð honum svo erflð að hann var bæði andlega.og -líkamlega að protum kominn löngu áður en sprengikúla gjöreyðandans varð honum að bana, árið 1881. Þá tók við ríkisstjórn sonur hans Alexander III. Hann var mikiil maður vexti og ramur að afli eins og forfeður hans, og einrænn harðstjóri eins og peir höfðu flestir verið. Þegar faðir hans var myrtur náðu einveldis-sinnar honum alveg á sitt vald,og notuðu súr það óhappaverk til þees að rótfesta þá skoðun hjá syninum að stjórnfrelsi gæti ekki haft aðrar afleiðingar en þær, að æsa menn til landráða og morða. Hann rak frá sér alla frjálslynda framfara menn, er verið höt'ðu lengi í ráðaneyti föður hans, meðal þeirra var Loris Melikoíf frægastur, en að æðsta ráðgjafa sínum gerði hann Pobedonostzeíf, háskólakennara frá Moscow, lærðan mann og djúpvitran, föður- lands vin mikinn en ófrjálslyndau svo úr hófl keyrði. Nú á tímum er varla uppi nokkur valds- maður, sem heflr þrengri afturhaldsskoðanir á stjórnmálum en hann, og hanu hefir bæði vit og siðferðisþrek til að framfylgja skoðunum sínum, Það er sannfæring lians að einveldið á Rússlandi sé ráðstöfun forsjónarinnar. í hansaugum er það Iiin dýrlegasta kenning að Kússland sé hið eina ríki í heimi, sem hafl varðveitt „guðdómleg rétt- indi konungdómsins“— þá hugmynd, að einvaldur stjórnari hafi vald sitt beinlínis frá drotni og eigi engum að standa reikning gerða sinna nema guði einum. Hann trúir því, að allar ífðrar þjóðir, sem þingræði hafa, hafi afneitað þessum „guðdómlegu stjórnarréttiudum“ ogséu því bláttáfram glötunar- börn. Hann hyggur að einveldið sé ráðstöfun guðs, er hafi þann tilgang að gera Rússaveldi hið voldugasta ríki í heimi, og kirkjan sé „aðal-máttar stoð ríkisins“, eins og hann oft komst að orði í viðurvist þess er þetta ritar. Maður þessi er ekki barðbrjósta í raun og veru, en af því hann heflr þessa trú, horfir hann ekki í að ofsækja, féfletta, handtaka og jafnvel drepa kaþól§ka menn, Pró- testanta, Gyðinga, Armeninga, Múhameds menn og skurðsgoðadýrkendur, eða hvern þann mann, er á einhvern hátt er hættulegur fyrir yfirráð og framfarir kirkjunnar. Hann breytti auðsjáanlega eftir beztu sannfæringu; sálarþrek hans var svo mikið að hann réði næstum einn öllu, og það var mest af hans völdum, að alt það böl, sem búið heflr um sig síðan Nikulás I. köm til ríkis, leiddi tll þeirra vandræða, sem nú eru komin i ljós. Alexander III. var lærisveinn þessa manns, og þess vegna varð hann einbeittur, einarður og hreinskilinn hrokagikkur. Pobedonostzeff hafði ekki látið sér nægja að kenna honum liversdags- legar siðferðisreglur, heldur kom hann inn lijá keisaranum hreinni og stefnufastari skoðunum á góðu siðferði en nokkur annar Rússakeisari hafði áður þekt. En hann lagaði hugarfar hins unga keisara eftir sinni eigin mynd, kendi honum að trúa þvi i blindai að einveldið væri ómentanleg blessun, er Rússum væri veitt. af guðs náð. Þegar Alexander var útlærður tír þessum skóla bar liann vaatraust til alls, sem var utan landamæra Rússaveldis, og hafði óbeit á því. Hans pólitÍ3ku skoðanir urðu æ fráhverfari þing- bundinni konungsstjórn. í trúaratriðum lét hann algerlega leiðast af þeirri frægu kenningu, að rússneska kirkjan sé „aðal-máttarstoð ríkisins“, og útbreiddi þá kenningu vægðarlaust, en tók ekk- ert tillit til annara trúarbragða flokka. Það er eitt enn, sem ekki má láta ósagt um hann. Með alla sína ráðvendni, þröngsýni og einræni, var hann hinn fyrsti Rússakeisari, siðan Pétur mikli féll frá, sem fær var nm að halda spillingu valdstjórn- arinnará Rússlandi veiulega í skefjum. Að þessu leyti bætti hann stjórnarráðið i Pétursborg, tók ráðvanda menn sér til aðstoðar, komst í veg fyrir ótal mörg svikræði,og útrýmdi allskonar lirekkja- brögðum, sem þar höfðu lengi við gengist. Þegar Alexander III. hafði með góðri sam- vizku unnið Rússlandi hið mesta ógagn, með því að hindrá og ónýta þær réttarbætur, er faðir hans hafði komið á stað, þá dó liann árið 1894, en við ríki tók eftir hann sonur hans Nikulás II. Hann var þá ungur að aldri, þýðiyndur maður og kurt- eis; talaði ensku eins vel og Englendingur og frösku engu síður en Frakki, en aðra kosti hafði haun'enga,er keisara mega prýða. Hann var fyrst og fremst að skapnaði ólíkur öllum forfeðrum sínum, er ráðið hafa ríkjum síðan á dögum Péturs mikla, að undanteknu vesalmenninu Páli keisara. Hann er lítill vexti og grannvaxinn og óhöfðing- legur í allri framkomu. Líklega hefir enginn mað- ur tekið keisaranafn með meiri óbeit á öllum stjórnarstörfum en hann liafði. Þeir, sem bezt tækifæri hafa haft til að veita honum nákvæma eftirtekt, eru á einu máli um það, að hann sé áhugalaus, fáfróðurumríkismál, þekki menn lítið, og skoðanir hans á mannfélaginu í heild sinni séu einskisvirði, en á öllum stjórnarstörfum hafi hann hina mestu ófceit, og vilji helzt engin mök eiga við nokkurn lifandi mann, nema fjölskyldu sína og fáeina vini, sem að siðferði og sálargáfum eru ekkert afbragð. Með því hann var þannjg gerður var auðvelt fyrir gömlu afturhaldsklíkuna að hafa hann ásínu valdi, og þar voru fremst í flokki Pobedonostzeff, keisaraekkjan móðir lians, og ýmsir stórhertogar, er næstir honum stóðu. Öll þau vandræði, er svo mjög höfðu vaxið á stjórnarárum föður hansurðu nú óviðráðanleg, Eystrasaltslöndin voru kúguð til að taka rússneska þjóðsiði, Gyðingar voru of- sóttir, Kínverjar voru myrtir við Amour-fljótið og víðar, Finnland var svift öllum þjóðréttindum, kirkjur voru rændar í Armeniu og Tyrkir drápu Armeninga og rændu þar ogrupluðu eins og þeim Ieizt--alt þetta komst nú fyrst í almætti sitt. Viðvíkjandi Finnlandi skal þess getið, að peir fjórir keisarar, sem ráðið höfðu ríkjum fyrir hans dag síðan það land var gert að stórhertogadæmi, höfðu allir lialdið þann eið, er þeir sórú er þeir tóku við ríkisstjórn, en unglingurþessi lét að orð- um ofsafullra og grimra ráðgjafa, svívirti skuld- binding tignar sinuar og rauf eið sinn, og með því athæfi kom hann því til leiðar að sú þjóð, sein bezt var að sér ger og drottir.hollust af öllum þjóðum í ríki hans, snérist nú gegn honum með fuilum fjandskap og hugði mest á hefndir og landráð. Það er eftirtekta vert tákn tímanna,að á Fir.nlandi er fáni æsingamanna nú hvervetna á lofti, þar sem aldrei bar áður neitt á anarkistum, níhilistum eða sóslalistum. Hið yfirstandandi stjórnarfar liefir rekið smiðs- höggið á að gera úr einvaldsliugmyndindi skrípa- mynd. Því sú hugmynd liggur til grundvallar fyrir einveldi að sá, sem er einvaldur konungur liafl þegið þá tign af guðlegri núð og sé gæddur guðdómlegri speki, svo 1 ann einn geti hugsað fyrir alla, sem búa í hinu mesta stórveldi á jarð- ríki — hundrað og fjörutíu miljónir manna af ótal- mörgum pjóðflokkum, er hver heflr sitt tungumál, trúarbrögð, þjóðstofnanir og siði. Þessi kenning er nú að engu orðin í augum allra heilskignra manna. Síðustu tíu árin lieflr þetta ætlunarverk, sem mundi hafa verið Cæsar eða Napoleon ærið nóg viðfangs, hvílt á herðum unglings eins, sem hefir minni dugnað og hæflleika til að bera, en al- ment er heimtað af afgreiðslumanni í krain- vörubúð. Af því keisarinn er sjálfur ófær til ríkisstjórn- ar, h eflr hann meðal annars reynt að koma því af sjálfum sér á aðra að gegna ýmsum mikilvægum stjórnarstöi'fum, sem þrék miklir einvaldsstjórn- endur eins og Pétur mikli eða Katrín drotning, og enda faðir hanB, liefðu ekki látið neinn draga úr höndum sör. Þegar hann liafði gert Finnlendinga sér fráhverfa sakir dáðlausrar framkomu í öllum stjórnarstörfum, þá hafði hann ongan kjark til að reyna sjálfur að ráða bót á því, en fól öll þjóðmál- efni Finna á hendur Plehve innanríkisráðgjaí'a sínum, og sendi til Finnlands Bobrikoff hers- höfðinga hinn versta harðstjóra, og gaf honum þar æðstu völd. Afleiðingarnar urðu þær að þessir þjónar hans liátignar voru báðir myrtir, og vand- ræðin uxu um allan helming. Austast í Asíu áttu Rússar í deilum, sem urðu ísjárverðar, þá afsalaðl keisarinn sér þeim hluta ríksins fyrir fult og alt að lieita mátti, seldi hann Alexieff algerlega x hendur, og gaf honum keisara vald yflr Austur- Asíu að öllu leyti nema nafninu. Alexieff varð þess brátt var að þó keisarinn sjálfur léti á sér skilja að liann væri friðuum hlyntur,þá vildu þeir, sem mestu réðu í Pétursborg—stórhertogarnir, herforingjarnir og kyenþjóðin við hirðina — ekk- ert annað en stríð. Þá sigaði Alexieff þjóðunum saman. liússar fengu að berjast, og afleiðingarn- eru öllum heimi kunnar.

x

Vínland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.