Vínland - 01.02.1905, Blaðsíða 5

Vínland - 01.02.1905, Blaðsíða 5
vorri efalaust liollast að láta livergi sjá sig. Vér tökum )>að enn fram,að til þess geta verið margar ástæður, góðar og gildar, að íslendingum mislíki ráðstafanir Dana og vilji ekki láta J>á syna sig blátt áfram í gróða- skyni. Það eitt væri næg ástæða til p>ess að hafna allri hluttiiku í syningu f>essari. En sá hugsunarháttur, sem lysir sér í u’mmælum blaðanna á íslandi um vesalingsSkrælingjana er svo fjarstæður allri menningarstefnu vorra tíma, að vér hefðum ekkitrúað f>ví aðóreyndu, að hann myndi koma svo frekjulega í ljóshjá J>eim mönnum, erteljast með leiðtogum f>jóð- ar vorrar. Vér Vestur-íslendingar erum mjög ó- fróðir um vorn eigin hag. Vér vitum að eins það, að oss líður yíir höfuð betur ár frá ári, og flestum fer fram en fáir stenda í stað, sem nokkuð reyna að komast áfram og bæta hag sinn. Vérvitum Jiað einnig að mestu fram- fararaenn vorir eru bændurnir, en framfarir eru minstar meðal Jieirra, sem lifa af dag- launavinnu í bæjum yfir höfuð að tala. Oss er p>að ennfremur kunnugt að efnahagur og öll menning bændastéttar vorrar fer mjögeft- ir J)vi hvar nylendan er,sem bændurnir byggja. Beztu hylendur vorar standa nú jaf nfætis J)eim héruðum, er bygð hafa veriö af Ameríku- mönnum frá fyistu landnámstíð, en lökustu nylendunum liefir lítið farið fram, og (>ó sum- ar Joeirra séu að tiltölu gamlar, lifa menn Jrar enn yfirleitt frumbylingslííi. En pó Jretta sé auðsætt liverjum, som augun heíir ojiin og veitir J)ví nokkra eftirtekt, J>á getur enginn gert fullnægjandi grein fvrir framförum og efnahagslífi pjóðflokks vors, J)ví engar ná- kvæmar athuganir hafa verið gerðar J>ví við- víkjandi, og engum almennum skyrslum liefir enn verið safnað, er synt geti pað svart á hvítu. „Vínland“ liefir áður farið pess á leyt að J>að væri gert, on J>að mál hefir enn engar undirtektir fengið. t>ess er heldur ekki von að neitt sé unnið í pá átt meðan enginn bið- ur sig fram til að veita því máli forstöðu. t>að er hverjum einstakling ofætlun, að tak- ast það starf á hendur nema J>jóðfiokkur vor vildi styrkja liann til J>ess og borga honum sæmileg laun fyrir starf sitt. Og ekkert fé- lag Vestur-íslendinga getur tekiðaðsér þess háttar starf nema kirkjufélagið, pví það erhið eina félag J>eirra, sem er nægilega útbreitt til þess að ná til flestra eða allra nylendu flokka vorra, og hefir til J>ess mannafla að safna skyrslum um Vestur-’ísiendinga. Fyr eða síðar verður þetta að líkindum gert, ef Vestur-íslendingar verða til lengdar sérstakur þjóðflokkur Iiér í landi, en því fyr sem á því er byrjað því meira gildi hefir J>að framvegis fyrir sögu ]>jóðflokksins. Það er J>yðingarlítið að rita landnámssögu vora, ef ekki or hirt um að halda sögu vorri áfram, og til þess þarf áreiðanleg heimildar-rit, en J>au munu verða næsta fá og ófullkomin, ef ekki verður um neitt betra að velja en J>að, sem Vestur-íslendingar liafa skrásett til J>essa. + Mrs. Sigurbjörg Jónsson. Hinn 3. þ. m. andaðist að heimili sínu í Minneota, Minn., Mrs. Sigurbjörg Jónsson, kona séra Björns B. Jónssonar eftir stutta leo-u eftir nyafstaðin barnsburð. Hún var dædd að Myrum í Skriðdal 29. sept. 1872. Foreldrar hennar voru þau Stefán Gunnars- son, sem nú er dáinn, og Anna Sigfúsdótt- ir, sem enn er á lífi og til heimilisí Winni- peg. Hún fluttist með foreldrum sínum til Ameríku árið 1870, og dvöldu þau í Nyja-íslandi í fimm ár. Síðan fluttust þau til Winnipeg, og dvaldi Sigurbjörg heitin J>ar í heimahúsum, þar til haustið 1892 að hún fór til Chicago. Var hún þar við nám á Moody’s Bible Institute, veturinn 1892—• 1893. Ilinn 22. maí 1893 giftist hún í Chieago eftirlifandi manni sínum, sem þá hafði lokið nárni við hinn lúterska presta- skóla þar í borginni. Árið 1^93—1894 var hún með manni sínum á missions ferðum hans viðsvegar umhinar íslenzku nylendur. En haustið 1894 settust þau að í Minneota og J>ar bjuggu þau síðan. E>eim hjónum varð fimm barna auðið, sem öll eru á lífi: Emil Theodor, 10 ára gamall; Anna Ste- fanía, 8 ára; Agnes, 0 ára; Ebther, 4 ára; og Sigurbjörg María, nyfædd. Öll eru J>essi börn hin mannvænlegustu. Dað er óhætt að sCgja, að aldrei hefir nokkurt mannslát í J>essari bygð íslend- inga valdið meiri sorg og söknuði en það sem hér er um að ræða. Það er ekki ein- ungis hinn eftirlifandi ekkjumaðurog börn- in, sem syrgja urnhyggjusama og göfuga konu og móður, heldur og allir, fjær og nær, sem höfðu átt því láni að fagna að þekkja hina látnu. Hún var ein af þeim konum, sem jafnan ávann sér bæði virðingu og vináttu þeirra, sem hún umgekst, og eftir því sem menn þektu hana lengur þess hærra sæti skipaði liún í hugum manna. Heimili hennar var ávalt kristilegt fyrir- myndar heimili, sem gat gefið öðrum gott dæmi til eftirbreytni. Um mörg undanfarin ár var hún forseti hvenfélags St. Páls-safn- aðar, og vann hún jafnan að öllum málum þess félags með hinurn mesta áhuga,og syndi þar afbragðs hæfileika og stjórnsemi eins og I hverju öðru, er hún hafði umsjón með. Eg sé mér ekki fært að lysa lyndisein- kennum hinnar látnu. Enn egveit að all- ir, sem þektu hana bezt eru mér samdóma í því að þeir hafi aldrei þekt göfugri konu, og við fráfall hennar hafi vorfámenni lióp- ur mist eina af sínum mikilhæfustu konum. Þetta er enn sárara er maður hugsar til þess, að hún var kona á bezta aldri, sem liefði mátt vonast eftir að ætti sitt dagsverk enn að mestu óunnið. Minning hennar mun lengi lifa í hjörtum liinna mörgu vina er nú sakna hennar. Og J>eir fáu sem voru lijá lienni, meir og minna, (>egar hún lá banaleguna, munu aldrei gleyma því [>reki og þeirri kristilegu staðfestu' og trúnaðar- trausti, sem hún syndi mitt í sínu dauða- strlði. Jarðarförin fór fram J>ann 5. þ. m. að viðstöddu miklu fjöImenni,og varhúníalla staði hin veglegasta. Séra Jón Bjarnason talaði bæði á heimili hinnar látnu og einn- ig í kirkjunni. President P. A. Mattson frá Gustavus Adolphus College talaði einn- ig í kirkjunni, á ensku. Það voru ekki einungis íslendingar, sem létu innilega í ljós hluttekning sína í þessari miklu sorg, heldur og fjölda margir aðrir.—J5. J. B. Minnlngar-or8. Vér, sem áttum J>ví láni að fagna að njóta samvinnu og leiðbeiningar vorrar göfugu fé- lagssystur, frúar Sigurbjargar Jónsson, finn- um oss skylt að minuast þess hver fyrirmynd og afbragðs leiðtogi liún var í félagi voru eins og hvcrvetna í daglegu lífi. Og jafnframt j>ví, sem vér beygjúm oss auðmjúkar undir vilja vors algóða föður, sem af vísdómi sinn- ar náðar hefir þóknast að burtkalla liana frá líkamlegri návist vorri, biðjum vér hann að græða hin djúpu hjartasár ekkjumannsins og barnanna, sem nú syrgja )át göfugrar konu og ástríkrar móður, og senda þeim sinn heil- aga huggunaranda til hughreystingar í harmi sínum. Minninghinnar látnu mun ávalt geymast í hjörtum vorum sem helgur fjársjóður, því alt líf hennar ogbreytni var sú fyrirmynd, er aldrei fyrnist, Kvenfélag St. Páls-safnadar, Minnoota, Minn.

x

Vínland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.