Vínland - 01.09.1906, Síða 4

Vínland - 01.09.1906, Síða 4
52 VÍNLAND. 5 VÍNLAND 5 Mánaðarblað. Yerð $1.00 árg. Utgefer\dur: Vínland Publishing Co. B. B. Jónsson, Manager. Ritstjóri: Th. Thordarson. Entered at the post-office at Minneota, Minn., as second-class matter. Stefnur Stjórnmála Vorra. Nú hefír lengi verið hljótt í fundarsbl- um stjórnmálavitringanna. t>eirhinirsmærri rífast auðvitað eins og vanalegt er um hreppa- pólitík og snapir í heimahögum, en stjórn- mál pjóðarinnar hafa að miklu leyti legið í þagnargildi undanfarið ár; en p>ó er nú útlit fyrir að pjóðmálaleiðtogar vorir séu búnir að fá nóg af hvíldinni og pögninni, og peir eru pegar farnir að hertjfgjast til næstu kosn- ingabardaga pó enn séu tvö ár pangað til pann atburð ber að höndum, Helzta áhugamál pjóðarinnar er nú pað, að fá reistar skorður við auðvaldi og einokun einstakra manna og félaga, svo að öllum bjóð- ist tækifæri til frjálsrar samkepni; hún krefst pess að stjórn landsins sjái svo um, að auðmenn fái ekki framvegis að njóta peirra sérréttinda, er peir nú afla sér með auðvaldi sínu, en öllum sé veitt jafnrétti í atvinnumál- um; hún vill láta sporna við pví að auðmagn landsins lendi í höndum fárra manna,en heimt- ar af stjórninni að lagfæra svo skipulag pjóð- félagsins, að jöfnuður verði á eignaráðum manna, og auðurinn verði á alpjóðarvaldi en ekki að eins fárra einstaklinga. Þetta eru pær kröfur pjóðarinnar, er nú mynda stefnu stjórnmálanna hér í landi; hún ber ekkert annað raál eins ríkt fyrir brjósti og petta, nú sem stendur; öll önnur pjóðmál eru nú smáræði í hennar augum í samanburði við pað. Hetta mál verður aðaldeiluefni stjórn- málaflokkanna, að minsta kosti til næstu kosn- inga, og að líkir.dum miklu lengur; skoðanir peirra á pví verða aðalatriðin í næstustefnu- skrám peirra, og úrlausn sú,er peirhafafram að bjóða, mun að mestu leyti ráða afdrifum peirra við næstu kosningar. Finni annarhvor flokkurinn einhverja úrlausn í pessu máli, er pjóðinni pyki heillaráð, pááhann vísan mik- inn hluta af atkvæðum allra frjálsra og sjálf- stæðra kjósenda. Skoðanir peirra tveggja manna, sem nú eru leiðtogar stjórnmálaflokkanna, eru nú pjóðkunnar, og skoðanir peirra á pessu máli ráða stefnu flokkanna. Telja má víst að Roosevelt gefi ekki kost á sér við næstu forsetakosningar, og pá verður stjórnmálaflokkur hans að útvega sér annan leiðtoga. Bryan er nú langfremstur Jeiðtogi Demókrata og líklegastur allra að verða næsta forsetaefni pess flokks; full vissa er pó enn ekki fyrir pví að svo verði. En þó svo fari að hvorugur pessara manna verði um- sækjandi forsetaembættis við næstu kosning- ar, pá ráða peir samt nú hvor um sig, að mestu leyti, skoðunum og stefnu síns flokks. Báðir vilja peir hnekkja einokunarvaldi einstakra manna og félaga, að pví leyt.i eru peir samdóma og pjóðinni samhuga; en pá greinir á um pað, hver aðferð sé til pess heppilegust. Roosevelt telur það æskilegasta ráðið að stjórnin hafi umsjónarvald með öllumiðnaðar og verzlunarfélögum, en einkum pó með járn- brautafélögum, pví að í viðskiftum peirra liggi undirrót allrar einokunar hér í landi; hann vill láta gera pað að lagaskyldu, að hvert fjárgróðafélag hér í landi gefi opinberar skýrslur og reikninga yfir öll viðskiftastörf, og lagahegning liggi við, ef nokkurt félag selur fleiri hlutabréf en svari peirri upphæð, að höfuðstóll pess sé næg trygging fyrir. En Bryan heldur pví fram, að petta ráð fullnægi ekki til pess að reisa skorður við einokunarvaldi hérlendra auðmanna. Eina ráðið sem dugi segir hann sé pað, að járn- brautir verði stjórnareign, og ef pað reynist ekki einhlítt, pá beri stjórninni einnig að ná eignarráðum yfir hverju öðru pví, sem nauð- synlegt er til almennra afnota, en jafnframt fépúfa einokunarfölaga meðan pað er í peirra höndum. En hann tekur pað skýrt fram, að hann vilji að eins láta eignaráð stjórnar hefta einokunarvaldið; Iengra vill hann ekki að pau nái, pví að pá yrði fjárhagsfyrirkomulagið sósíalisinus; en Bryan hefir enga trú á sósíal- ismus. Demókratar tóku í fyrstu mjög illa peirri tillögu Bryans, að gera járnbrautir allar að stjórnareign, og mótmæltu pví svo harðlega, að hann sá sér ekki fært að halda því fram til þrautar, og slakaði pví til við skoðanir flokks- bræðra sinna þannig, að hann kvaðst fallast á pað, að fyrstum sinn mundi vera heppilegast að stjórnin hefði að eins umsjónarvald yfir járnbrautum, meðan þjóðin sé undir pað bú- in að breyta núverandi fyrirkomulags svo, að pær getisíðar orðið stjórnareign. Meðpess- ari tilslökun hefir Bryan nálgast mjög skoð- anir Roosevelts á pvl málefni, sem nú er efst á dagskrá stjórnmálaflokkanna. En reyndar er pó undirniðri mikill mun- ur á skoðunum og stefnu þessara tveggja flokksforingja. Annar vill gera félagsauð, framleiðslu og samgöngufæri pjóðarinnar að stjórnareign, undir umráðum pólitískrar flokkstjórnar; hinn vill láta auðinn vera í höndum einstakra manna, en pó þannig, að reistar séu skorður við því, að fáeinir menn geti dregið hann undirsigað mestu leyti, svo eignir verði alment jafnari að vöxtum en nú eru pær. E>að er víst að hvorug þessi úrlausn pyk- ir pjóðinni fullnægjandi, og verði hún að sætta sig við aðra hvora við næstu kosning- ar, pá er enn óvíst hvora þeirra hún muni heldur aðhyllast. .Tollmálið er nú varla nefnt á nafn. Það er ekki gleymt að vísu, en langt frá að vera efst á blaði. Hátollavernd skoðar pjóðin nú orðið sem eitt hið helzta verndargoð einok- unar, en ekki þó hið versta; leynisamningar, mútur og flutningshlunnindi, hafa spilt sið- ferði viðskiftalífsins miklu ver en hátolla- verndunin, og eflt allan yfirgang einokunar- félaganna miltlu meira en tollverndunarlögin. Þjóðin vill losast sem fyrst undan toll lögum þeim, sem nú eru í gildi, af pví þau vernda nú orðið fátt eða ekkert annað en einokun nokkurra félaga og gróðabrögð fárra auð- manna, en í baráttu hennar gegn auðvaldi og einokun er afnám tollverndunar ekki aðalat- riðið, pað er að eins eitt meðal margraannara galla á fyrirkomulagi pjóðfélagsins, sem leið- rétta parf, e.f fjárhagsjöfnuður á eð komast í rétt horf. Sjóndeildarhringur pjóðarinnar hefir víkkað svo, að nú sér hún fyrirkomulag- ið 1 heild sinni; meðan hún einblíndi á toll- málið sá hún að eins eina hlið viðskiftalífsins, aulca-atriði, sem hvorki var hið helzta né versta mein pjóðfólagsins. Menningaráhrif Fréttablaða Fröttablöð og tímarit eru svo mörg og útbreidd orðin hjá öllum siðuðum pjóðum, að pau má nú telja með helztu menningargögn- um mannkynsins. E>eim fer alt af fjölgandi og útbreiðsla peirra eykst stöðugt; að sama skapi fara vaxandi áhrif peirra á sálarlíf fjöld- ans, sem les pau eingöngu, eða öllu öðru frem- ur að minsta kosti, og pað er fylliiega pess vert að pví sé gaumur gefin, hvort pau áhrif bæta eða skemma andlega hæfileika og sið- ferði manna. Margt hefir verið um það mál ritað og rætt og oftast hefir niðurstaðan orðið sú, að blaðamenska stjórnist fremur af löst- um en dygðum, og fréttablöð spilli pví hugs- unarhætti og siðferði lesendanna oftar en pau bæta pað. Frá pessu eru auðvitað ýmsar undantekningar í öllum löndum; hver ment- uð pjóð á nokkur fréttablöð og tímarit, sem leitast við að vera ráðvönd, og eru þaðaðöllu sjálfráðu, en hin eru pó jafnan miklu fleiri, sem sjaldan eða aldrei liafa neitt æðra augna- mið en það, að flytja pað, sem flestir vilja lesa, I peim búningi, er bezt gengur í augu, og með pví orðbragði, er mest kitlar tilfinn- ingar fjöldans. Fréttablöð taka fyrst og fremst tillit til eigin hagsmuna. Perringar halda I peim líf- inu og eftir peningum sækjast þau mest, og pað er undir viti og ráðvendni ritstjórnar og kostnaðarmanna komið, hvort blaðið beitirtil pess heiðarlegri aðferð eða ósvífni. E>au verzla með fréttir, og selja mest af peirri vöru er al- menningi líztbeztá; útbreiðsla blaðanna sýn- ir pannig hugsunarhátt lýðsins, sem kaupir pau, ogsúaðferð, er -pauhafa til pess að gylla

x

Vínland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.