Vínland - 01.09.1906, Blaðsíða 6
D4
Dauðadómur Kládíusar og
S y n þýu. „
Eftir Maurire Thompson.
Það var á ríkisárum Kommódnsar Kómverja
keisara. Kommódus keisari var einkennilegur
maður. Oft var einkar auðvelt að gerahonum til
kæfi3, en venjulega var þó miklu auðveldara að
styggja hann. Keisarinn lét sig það miklu varða,
að vera talinn vopnfimastur hermaður í Rómaborg;
en vænst af öllu þótti honum það, að vera talinn
fimastur bogamaður i veröldinni. Svo vel að sér
var hann í þeirri íþrótt, að við hátíðleg tækifæri
sýndi hann óviðjafnadega list með boganum og
(irinni. Um langa tíð hafði enginn bogamaður
dirfst að reyna við keisarann.
Svo mikið þóttist Kommódusaf virðingu þess-
ari, að hann taldi sór það meiri heiður en jafnvel
það, að vera keisari rómverska ríkisins. Það var
pví engin furða, þótt liinn ungi Kládius yrði fyrir
reiði keisarans og væri tafarlaust til dauða dæmd-
ur fyrir það, að láta í veðri vaka, að hann væri
meiri bogskytta en Kommódus keisari. En sjáif-
um Neró hefði ekki hugkvæmst að takasaklausa
stúlkuna af lífi með unnustanum.
Kládíus og hin unga brúðir hans höfðu verið
handtekin í sjáifri brúðkaupsveízlunni og verið
varpað sínu í hvora díflyssu til að bíða þar frekari
úrskurðar keisarans.
Svo var sá orðrómur látinn berast út um alla
Rómaborg, að óvanalegttr viðburður mundi eiga
sór stað eitt tiltekið kveld áhinum opinbera sýn-
ingarstað borgarinnar. Erindsrekar keisarans
höfðu unnið að því kappsamiega að auglýsa það
almenningi, að viðburður sá yrði framúrskaraudi
merkilegur. Þegar svo tiltekinn tími kom, flyktist
saman óteijandi aragrúi fólks til að horfaáhvern-
ig keisarinn fullnægði hinum voðalega dauða-
dómi.
Sjálfur sat Kommódus í háu og ríkmannlegu
hásæti liér um bil á miðju sviðinu og umliverfis
hann sátu höfðingar ríkisins og vinir keisarans.
Alt var kyrt. Hjá öllum þeim mikla mannfjölda
heyrðist hvorki stunur né hósti. En þegar minst
varir eru ieidd fram áleiksviðið ungur maður og
ung kona. Hendur þeirra beggja eru bundnar á
bak aftur. Þau eru látin ganga allan hringinn
kring um sýningargarðinn.
Ungi maðurinn er liár vexti og tignarlega
friður; hann líkist Herkúlesi að vexti en Appolós
að limabnrði. Stúlkan er smávaxin enóviðjafnan-
lega fögur. Hár hans er dökt og lirokkið, og ný-
vaxið skegg hylur efri vörina og hökuna. Hár
hennar er sem gull á lit, fellur niður að fótum
hennar og dregst í bylgjum á eftir henni þegar
hún gengur. Augu lutns eru dökkblá og stórlát-
leg; hennar augueru gráaðlitogdjúpsemí gyðju.
Þau ganga áfram eins og í leiðslu og virðast naum-
ast gera sér grein fyrir atvikunum.
Loksins var hinni löngu hringferð lokið, og
þau eru látin nema staðar á sandinum hér um bil
150 fet frá hásæti keisarans. Kommódus stendur
á fætur og mætir með þrumandi röddu:
„Sjáið þau, hinnfordæmda Kládíus og Synþíu,
Sem hann nýskeð tók sér fyrir konu! Þau eru
V í X L A N D .
dæmd til að deyja —deyja vegna hinnar ófyrir-
gefanlegu fávizku Kládíusar, svo allur Rómaborg-
ar lýður skuli vita að Kommódus rtssður einn.
Glæpurinn, sem þau deyja fyrir er voðalegur:
Kládíus hefir opinberlega lýst yfir því, að hann sé
meiri bogskytta en eg, eg sjálfur Kommódus. Eg
er keisarinn og hin óviðjafnanlega bogskytta í
Rómaborg. Hver maður, sem dirfist að efa það,
skal deyja, og konan hans deyr með lionum. Það
er úrskurðað11.
Þessi undarlega ræða var endurtekiu af köll-
urum, sem stóðu með jöfnu millibili um allaneýn-
ingargarðinn, svo hvert mannsbarn heyrði hvert
orð. Þó var eins og engum kæmi þessi heiftarfulla
ræða á óvart, því svo oft áður hafði Kommódus
fyrir litlar eða engar sakir vætt jörðina með blóði
þegna sinna. Og hvernig gat fólki, sem svo var
vantað skemta sér við hinar hryllilegustu blóðs-
útliellingar, ógnað nokkur hlutur.
Enjafn vel rómversk hjörtu komust við af því,
að horfaá liið viðkvæma sakleysi, erskein áásjónu
hinnar ungu konu, þá liún hallaði sér í orðlausri,
tárlausri angist upp að brjósti unnusta síns. Brjóst-
ið gekk upp og ofan, bifað af skelfingu, er alt í
einu gagntók hana. Kládíus beit á vörina, djarfur
og karlmannlegur, og horf'ði fast beint framundan
sér. Margir af áhorfendunum þektuhann sem ein-
hvern mesta íþróttamann sinnar tíðar og vissu að
hann var nær þvi óskeikul bogskytta. Þeir könn-
uðust lika við hann sem hugprúðan hermann,
trúfastan vin og heiðarlegan borgara.
En nú var ekki tími til að hugsa um slíkt, því
að vörmu spori var komið fram með járnbúr mik-
ið, og í því voru tvö soltin tígrisdýr. Búrið var
sett niður spölkorn framan við bandingjana.
Hungruð dýrin voru gerð hamslaus af æði með
því að smyrja grindur búrsins með fersku blóði.
Þau öskruðu og grenjuðu, og rifu ákaflega í dyrn-
ar. Hrollur og skelfing fór um alla áhorfendurna,
hrollur reiði og fyrirlitningar, því nú var það ljóst,
aðhéráttiað fremja svívirðilegt morð, og gefa
hinni ungu hetju ekkert tækifæri til að verja sig
eða sýna hreysti sína. Kommódus liorfði rólegur
á óargadýrin og sá með ánœgju geðshræringu og
óánægju fólksins. Hann þekti þegna sína og
kunni að leika á tiifinningar þeirra. Hannvarað
undirbúa leik, sem hann átti von á miklu lofi fyrir,
og sigur bans kom að svipstundu liðinni.
Pætur vesalings konunnar voru orðnir lé-
magna og hún fór smám saman að síga niður að
jörðunni. Þetta virtist fá mikið á Kládíus, sem nú
reyndi, án þess þó að líta niður fyrir sig, að styðja
hana með líkama sínum; en þrátt fyrir tilraunir
hans, hné hún niður máttvana að fótum hans.
Drættirnir í karlmannlega andlitinu hans dýpkuðu
og blóðið stöklc eitt augnablik út í kinnar hans;
en hann hræðri hvorki legg né lið, heldur stóð þar
eins og líkneski af Herkúlesi.
Alt í einu kom voðaiegt hljóð frá dýragrind-
unum, svo voðalegt að enginn getur lýst því.
Hryllilegt hungurs-öskur og tanna-gnístran og suð-
andi andardráttur heyrðist uin leið og dýrin
stukku út úr dyrunum, sem nú höfðu opnast.
Menn blátt áfram titruðu af hryllingi við það, að
sjá dauðann fá þannig herfang sitt.
---- —..... 1 s-
Á þessu seinasta augDabliki stökk konan
skyndilega á fætur og vafði sig upp að elskhuga
sínum. Hvílik ást! Þessi ást gerði dauðann veru-
lega sætan fyrir hinn unga mann. Sjáið hversu
andlit hans fölnar! Auguu tindra, óbifanlega fest
á villudýrunum, sem nú.koma þjótandi að þeim.
Þeir menn, sem annars voru vanir að horfa 4 með
stjórnlausri gleði þegar menn voru líflátnir, gátu
nú varla dregið andann af skelfingu.
Horfið eitt augnablik á þessa mynd: 50,000'
andlit, eða fleiri, stara á þessa átakanlegu sýn.
Þarna standa maðurinn og konan hjálparlaus og
yfirgefin af öllu nema hinni hræðilegu angist dauð-
ans, skjálfandi frá kvirfli til ilja. Athugið hina
ófiekkuðu fegurð og óeigingjörnu ást konunnar;
takið eftir hinu ósigrandi þreki hins unga manns.
Hugsið um hið helga heit, er þau rétt áður höfðu
unnið hvort öðru og um allar þær fögru vonir, sem
þau höfðu gert 3ér. Og nú! Sjáið óargadýrinr
sem koma hamslaus eftir bráð sinni. Þau hlaupa
hvort í kapp við annað til að rífa í sig þessa ógæfu-
sömu elskhuga. Konan er nær þeim. Hún munr
fyrr fá að kenna á klóm þeirra og tönnum. Hýrin>
glenna bióðrauð gynin og tungan lafir út úr þeim;.
sandurinn þyrlast í háa loft undan fótum þeirra.
En þei! Alt í einu heyrist frá hásæti keisar-
ans skær söngtónn, sem vel hefði getað komið frá
stæltum hörpustreng, sterklega slegnum. Á eftir-
fer livass þytur í loftinu. ManDfjöldinn dró and-
ann og horfði, og sjá! fremra dýrið stekkur hátt
upp í loftið og dettnr niður deyjandi með átakan-
lcgu kvala hljóði og blóðið fossandi úr eyrunum.
Aftur heyrðist hinn skæri tónn og þyturinn í loft-
inu og seinna dýrið dettur niður dautt eða deyj-
andi ofan á hið fyrra. Nú sást, hvernig á öllu stóð.
Keisarinn hafði sýnt það, að hann var mestur
bogamaður i heimi. Og hefði nú keisarinn látið'
staðar nema hefði alt orðið honum til sóma.
En meðan dýrin enn byltust í blóði sínu skip-
aði keisarinn að breyta til á leiksviðinu.
Og nú í fyrsta sinn bifuðust augu hins unga>
manns. Konan, sem sneri bakt sínu að dýrunumr
beið þess enn að verða rifin sundur af þeim.
Nú kom hermaður og leiddi þau nokkurskref
lengra burt frá keisaranum Hann lét þau snúa‘
hvort að öðru, en hliðar þeirra sneru að Kommé-
dusi, sem nú bjó sig undir að skjóta á ný. En áð-
ur en hann spenti bogann, kallaði hann ineð hárrit
raust:
„Sjáið! Kommódus mun senda skeyti sitt í
hiustir þeirra hvors um sig“.
Eins og áður voru orðin tekin upp> og hrópuð1
lít um alt sýningarsviðið.
Elskendurnir liorfðu j augu hvors annarskyrr
ejns og likneski, og-eins og þan væru stokkfreðin
af hinum kuldalegu aðsvifum dauðans.
Ákafi áhorfendanna komst nm á hæsta stigþeg-
ar keisarinn á ný lyfti boganum. Hver sála í öll-
um þeim manufjölda sýndist á þessu augnabliki
eyðileggingarinnar gera sér grein fyrir veikleika
lífsins en krafti dauðans.
Kommódus spentt bogann með ógnar afli, dró-
strenginn aftur að brjósti sér og hélt honum þar
eitt augnablikán þess nokkur taug eða vöðvi bif-
aðist. Augu han» voru> hörð og köld eins og stál.