Vínland - 01.09.1906, Síða 5

Vínland - 01.09.1906, Síða 5
V I N L A N D . 53 vöru sína, er vanalega samsvarandi almennri breytni í verzlun og öðrum viðskiftum. Kngin önnur f>jóð i heimi á, eins mörg fréttablöð og Bandamenn. Fyrir ári síðan var talið, að um heim allan væru gefin út um sextíu f>úsund fréttablöð, og freklega fjórði hlutinn af öllum þeim' fjölda var gefinn út í Bandaríkjunum. Nyjustu skjfrslur frá fjór- mu helztu mentaþjóðum heimsins syna tölu fréttablaða hjá hverri um sig, sem hér segir: Bandaríkin...................... 15,904 Þyzkaland........................ 3,278 Bretland hið mikla og írland...... 2,902 Frakkland......................... 2,400 Næstum sextán þúsund fréttablöð hjá -einni f>jóð, er fjöldi svo mikill að ótrúlegt má kalla. Mörg hafa blöð þessi auðvitað fáa kaupendur, einkum vikublöð í smábæjum; af þeim seljast vanalega að eins fá hundruð, oft færri en þúsund eintök. En í stórbæjum seljast vanalega ekki færri en fimtíu þúsund eintök daglega af h9]ztu fréttablöðum; en af stærstu dagblöðum selst frá hundrað til tvö hundruð þús. eintök á hverjum degi, og fáéin hafa miklu meiri útsölu en það. Mánaðarblað eitt hér í landi hefir um miljón kaupendurog tvö eða þrjú tímarit og eitt vikuiilað hafa hvort um sig hátt upp í miljón kaupenda. Þó er ekki að eins fjöldinn mikill, lieldur erstærð blaðanna engu síður eftirtektar verð. Dag- blöðin eru vanalega 12 til 16 bls., hver síða tveggja feta löng og hálftannað fetábreidd, og sunudaga útgáfurnar frá 48 til hundrað blaðsíður af sömu stærð. — Og altaf ' fjölgar blöðunum; ny blöð þjóta upp eins og gorkúl- ur á sorphaugi, helzt á kosningatímum. Skammlíf verða sum að vísu, en nógu mörg komast þó lífs af til þess að viðhalda stöð- ugri fjölgun. í borginni New York voru 29 dagblöð árið 1880; af þeim seldust samtals 765,843 eintök að meðaltali, á hverjum degi: þá voru borgarbúar rúml. 1,200 þús. svo að 3 menn hafa til jafnaðar fengið 2 eintök dag- lega. Árið 1900 voru dagblöð þar í borg- inni orðin 47 að tölu, ogrúml. tvær milj. og sex hundr. þús. eintök af þeim seldust til jafnaðar daglega, en þá voru borgarbúar að eins rúml. tvær miljónir, svo að hvort manns- barn í borginni féklt meira en eitt eintak af dagblöðum til jafnaðar á hverjum degi. Svip- uð þessu er fjölgun blaðanna í öðrum stór- borgum landsins. Dagblöð eru mest lesin í stórbæjum; þar er varla nokkur fulltíða maður, sem ekki kaupir blað á hverjum degi, margir fleiri en eitt. Vinnulyðurinn kaupir morgunblöðin, konur jafnt og karlar, og les þau á leið til vinnu sinnar í sporvögnunum, og kveldblöð- in er sjálfsagt að taka með sér þegar farið er heim frá vinnu. Auk þessa kaupir fjöldi manna þau blöð, sem koma út á öðrum tím- um dagsins; flestir verja tómstundum sínum að mestu levti til blaðalesturs. Þaðan hefir J hávaði manna mestan hlut sinnar andlegu fæðu. Fréttir eru aðalefni flestra þessara blaða. E>au keppa hvert við annað um að flytja sem flestar og mestar fréttiraf hverju sem við ber, og er að einhverju leyti frábrugðið vanalegu hversdagslífi. Það efni er nú orðið óþrjót- andi, Fréttaburður er nú takmarkalaus. Fréttasögur eiga nú þjóðbrautir um heim allan; talsímar og ritsímar flytja fram og aft- ur óteljandi sögur, sem fara þar með margfalt meiri hraða en raddir þær, er berast í lausu lofti. Aður en ritsíminn kom til sögunnar var erfitt að afia sér frétta um það, er gerðist í fjarska, en nú getur hver frétt boristásvip- stundu um heim allan. Þessar frétta-lindir eru takmarkalausar og óþrjótandi. E>ær eru lífæðar blaðanna. Frægasta fréttablað heims- ins, stórblaðið „Times“ í Lundúnum, fluttiár- ið 1800 fréttir, sem voru alls tvær miljónir og sjö hundruð þúsund orð, en árið 1900 voru allar fréttir í því blaði þrjátíu og fimm milj. orða. Hérlendum blöðum nægir ekki að flytja fjölda frétta, engu minna er undir því kom- ið, hvernig þær eru sagðar; að búa þær í þann búning, er bezt vekur eftirtekt alþyðu, J>að er hin helzta list blaðamenskunnar; þeg- ar ráðvandir hæfileikamenn æfa sig í þeirri list, J^á getur hún orðið beinn vegur til rit- snildar; en sá galli fylgir hórlendri blaða- mensku mjög alment, að hana skortir ráð- vendni í frásögn og rithætti. Blaðamenn temja sér ykjur og ósannsögli, og skreyta það með gífurlegum stóryrðum til þess að æsa tilfinningar lesendanna; þannig sljóvga þeir sínar eigin siðferðistilfinningar meira og meira, jafnframt því sem þeir spilla hugarfari lesenda sinna. E>að nægir sjaldan að fréttaritarar blaða vorra segi blátt áfram frá atburðum. E>egar þeir komast á snoðir um að einhvernstaðar hafi verið framið rán eða morð, hafi rnaður verið hengdur eða farist af hroðalegu slysi, eða uppskátt orðið um eitthvert hneykslan- legt athæfi manna, þá dugir ekki að segja frá Jjví með fáum orðum og smáum, J>eir verða að búa til úr því sögu, sem bragð er að, og sá er talinn mestur maðurinn, sem fljótastur er að færa það í stílinn. Flest blöð flytja ritgerðir um pólitík, dóma um nyjar bækur, sjónleiki og fagrar listir, og ofteru þeir dómar óvilhallirogsann- gjarnir, en oftar er þeim gefið rúm í blaðinu fyrir einhverja þóknun, — mútur frá mönnum, sem hlut eiga að máli; sérstaklega á það heima í pólitík; um hana ræða fá blöð með óblutdrægri sannfæringu; J>ar geta valdafíkn, flokksfylgi og eigingirni ráðið mestu, og oft eru drjúgustu tekjudálkar blaða þeir, sem ræða pólitík, að undanteknum auglysingum. Auglysingar eru arðmesta og ósviknasta vara margra blaða, því að um þær veit almenning- ur það, að þar flytur blaðið fyrir ákveðna borgun eins mikið skrum og líkur eru til að fólk muni trúa. Öll dagblöð flytja jafnan langt mál um knattleiki, kappreiðar og annað ,,sport“, og fjöldi manna les J>að daglega og festir það í mjpni. llitstjórnargreinar eru sjálfsagðar i hverju blaði; í merkustu blöðum landsins eru þær vanalega mikilsverðar, skyra almenn áhugamál og leiðbeina hugummanna til heil- brigðra skoðana. En miklu fleiri eru þau blöð, er flytja ritstjórnargreinar, sem ekki eru annað en þyðingarlaus J>vættingur og sniðn- ar til þess að fylla ákveðið rúm í ritstjórnar- dálkum. E>að, sem hér er sagt, á við allan fjölda fréttablaða hér í landi; einkum á það þó við dagblöðin, sem flestir lesa. Undantekningar eru að vísu ekki fáar; blöð sem láta sór ant um að vanda sem bezt efni og frágang allan, svo að J>að geti orðið lesendunum að veru- legum notum. Aragrúi af fréttum, pólitískir hleypidóm- ar, slúðursögur um náungann — helzt þó um nafnkunna menn—og auglysingar, J>að er aðalefni margra þeirra blaða, sem mest eru lesin hér í landi. Ekkert er til sparað er vak- ið geti athygli lesandans. Tröllaletur er sett efst á blaði til þess að töfra augað, og orð- bragð alt í frásögninni er til þess valið að æsa tilfinningar og halda vakandi eftirtekt. Frá öllu er svo gengið, að það kostar enga andlega áreinslu að lesa það. E>ar eru engin verkefni fyrir andann að leysa, ekkert sem skerpir skilningogdómgreind; altmiðaraðþví að vekja tilfinningar og æsa geðshræringar en ekkert er til þess gert að æfa og efla æðri hæfileilsa mannsandans. Frá svo mörgu er sagt og öllu er svo hrúgað saman, sem þó er sundurlaust og sitt úr hverri áttinni, að les- andinn getur ekki stundu lengur haldið því í skipulegri niðurröðun í huga sér. Myndirn- ar verða óljósar, ruglast og skyggja hver á aðra, svo að ekkert festist í minni. Lestrar- fíknin eykst af vananum og heimtar alt af eitt- hvað nytt, maðurinn verður æ sólgnari í nyj- ustu fréttir, og gleymir flestu eða öllu svo að segja jafnótt og það er lesið. Ekkert spillir minni manna meira en stöðugur og langvar- andi dagblaðalestur, og það er ef til vill verst- ur ókostur þeirrar iðju. E>að er oft hvíld frá andlegu erfiði og á- hyggjum daglegrar syslu að lesa stund og stund dagblöð eða önnur léttvásg rit. En þeg- ar sá lestur verður að stöðugum vana, og fátt eða ekkert annað er lesið, sem veigameira er að hugsun, þá sljóvgar það svo andlega hæfi- leika mannsins að hann verður til þess ófær að lesa til enda með eftirtekt og sér til gagns, nokkurt rit eða bók þess efnis, er útheimtir staðfasta hugsun og andlega áreynslu af hálfu lesandans. Auðvitað má telja blöðum og blaðalestri margt til gildis, og vérkönnumst við það fús- lega að það eru að eins ókostirnir — og þó ekkí nema fáir þeirra,— sem vér höfurn talið. En það eru einmitt þessir ókostir, sem yfir- gnæfa, fara mest í vöxt, og eru hér í landi— einkum þó í stórbæjum — orðnir þeim mun meiri og verri, sem blöðin eru fleiri og stærri héren hjá öðrum þjóðum.

x

Vínland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.