Voröld


Voröld - 18.06.1918, Page 7

Voröld - 18.06.1918, Page 7
Winnipeg, 18. júní, 1918. VOEÖLD. Bls. 7. Helgimyndin. 1 djúpkendum hjarta míns ættjörðin á, þá æskunnar helgustu minning, sem draumar í lotningardjúpinu sjá, en dagarnir snerta ei í kynning. Og þar mér í draumi, er dag skyggir kveld, rís dýrðin í blámyrkri nætur, við voróttuhvörfin og ármorguns eld, þá alt rís í ljósi á fætur. Mér veginn ei tefur hið volduga haf, né vestlægir skuggar frá Njólu. Á meðan eg héma veit ekkert mér af, þar upprís eg glaður mót sólu. Hér speglast mér myndin í morgunsins gljá, sem minnið í sálinni geymir. f frumlínum hennar býr frumkraftur sá, sem frumeðli lífs síns ei gleymir. Um f jörðinn eg sigli og klettana klíf og klifra upp tindana háu. Á árroðans vængjum með sólálfum svíf og syng út í heiðuna bláu. Og vormilt og hressandi heiðloftið bjart í hringöldum leikur sér smáum við fjallahringskonunga skínandi skart —að skikkjunum rauðum og bláum. Á vörðuna uppi á Sjónhól eg sezt og sé yfir dalina mína. í vestrinu Heljardalsheiðin þar sést, sem hnjúkar í blámanum skína. í vestrinu!----pangað, sem leiðin var lögð í landrými íslenzkrar heljar. Já, þaðan sem grænlenzka sagan mun sögð um sandorpnar norðurhafs skeljar. En það voru umbrot hins ókomna dags, sem ei hafði sólina litið.— Sem skildi ei minjar né muni síns hags og misti svo ástina og vitið. En allir, vor móðir, sem unna þér mest, pótt oftlega hálfir þeir sýnist, þeir gefa þér alt sem er göfgast og bezt, unz gröfinni nafn þeirra týnist. Og hinna’ er sú einasta sökin í sál: hvern sjálfan að elska sem bróður! En—var það ei, heimamenn! viðtekið mál að vera við duggarann góður?------------ Ef gæti eg kveðið með kraftinum þeim, sem kostaði óskina mína, þá kvæði eg óðara helminginn heim af hjörðinni í dalina þína. En því ekki að flytja allan hópinn í hlað frá helspám sem gjalla við eyra? Nei.—Holdsveiki aðeins af hálfum sér kvað hann Hallgrímur.—Freistaði ei meira.--------- En er þetta myndin? Já. Ei er hér neitt, sem útsýni hennar fær grandað, fyrst Vestrið og Heljardalsheiði sem eitt í hug mér og fjarsýn er blandað. pað birtist sem hilling því baksviði á, er bláhvolf í mistrinu vefur: — Sem undrin í skýjunum Angeló hjá, er áhrif því nærlæga gefur. par sé eg hinn gleymda og gráhærða son, með glöpin og reynzluna og árin, í förinni austur mót framtíðarvon, að finna aftur gæfuna og—tárin.------- Eg lít yfir sveitina Sjónhóli frá og sé hvemig litirnir skiftast. Frá módökkum lynghálsum—melunum gTá þeir mjallhvítu tindarnir lyftast. Og örnefnin vefjast þeim æfintýrs blæ, sem útsýnið dýpkar og hækkar, frá afdalabotnum og yzt frafh á sæ og umhverfið tengir og stækkar. 0g trú mín á landið af ljósinu full, hér lítur með vissunnar sjónum þann heimsveldiskraft og það hamingjugull, sem hvarvetna liggur und skónum.---------- Og eyjasund skerast frá ánni upp í fjöll, sem einstaka þveráin grefur. En lækir að mestu eiga landamerki öll —frá landnámstíð staðið það hefur. En neðan frá bökkum á bugðóttri á og bláhvítum, vatnsorfnum eyrum, við hlíðarrót bæina og húsin má sjá á hólum og brekkum og geirum. Hvert gullofna túnið með gróandans blæ, er guðspjall, sem þúsund ár skráðu. —Og áframhald lífs, er eignast þau fræ, sem aldimar liðnu ei náðu. Hver glitbreiða handmörk síns búanda ber— hvert býlið mér fljótlega sýnir: hvert tillagið, getan og arfurinn er og andinn, sem kraftana brýnir. En fegra en alt það, sem auga mitt sér í útsýn og góðviðurstómi, mér kunnugum æfisögn bæjanna ber og blikar sem æfintýrs ljómi. par baráttan háð var frá kyni til kyns og kulda og liungri oft varist, en eldurinn náði frá vini til vins og vitið ei enn hefir farist. Já, mannvitið íslenzka og alúðin sú, sem undir við samfund hvem hyllir, er íslendingssaga og íslendingstrú —sá andi sem bæina fyllir. Hver baðstofa er kongsríki’ hins andlega elds, og ísland er norræna sálin, sem gullóf í morgunkjól geisla þess kvelds, sem geymdi flest eilífðarmálin. Og þar býr mín óskifa eilífðartrú, sem altaf skín huganum mínum. Hún deyr ei í fjallið.—Hún byggir sér brú úr björtustu lífsvonum þínum. pað guðsríki fegrast mér dag eftir dag, og dimmustu nætur í vestri, eg trúglaður hlusta á hlakkandi slag. • frá hörpunni Norðursins beztri. par blundar sá draumur, sem eilífðin á í inndæla vöku að breyta. En von mín hlaut eigi frá vissu þá spá, hvað vormorgunn sá skildi heita. p. p. p. Business and Professional Cards Allir sem í þessum dálkum auglýsa eru velþektir og áreiðanlegir menn—þeir bestu sem völ er á hver [ sinni grein. LÆKNAR. Dagtals St.J. 474. Næturt. St. J. 866 Kalli sint á nótt og degi. DR. 6. GERZABEK, M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manitoba. Eyrverandi aðstoðarlæknir við hospítal í Vínarborg, Prag, og Berlin og fleiri hospítöl. Skrifstofutími í eigin hospítali, 416 —417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutími frá 9—12 f.h.; 3—4 og 7—9 e.h. Dr. B. Gerzabeks eigið hospítal 415—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- linga, sem þjást af brjóstveiki, hjart- veiki, magasjúkdómum, innýflaveiki, kvensjíkdómum, karlmannasjúkdóm- um, taugaveiklun. MYNDASTOFUR. CHICAGO ART CO. 543 Main Street, Corj James St Myndir teknar af vönduðustu tegund. Films og Plates framkallaöar og myndir prentaöar. HEILBRIGDIS STOFNANIR Keep in Perfect Health Phone G. 86S Turner’s Turkish Baths. Turkish Baths with sleeping ac- commodation. Plain Baths. Massage and Chiropody. Cor. King and Bannatyne Travellers Building Winnipeg r~~----------------------\ Sími, Main 694. H. W. HOGUE Sérfræðingur í öllu sem röddinni tilheyrir bæði í ræðu og söng. Alt læknað sem að röddinni gengur. Stam, mál- helti, raddleysi læknað með öllu. \ Ófullkomleikar raddarinnar til ræðuhalda lagfærðir. H. W. HOGUE. A. 0. U. W. Hall, 328 Smith St. Winnipeg. L________________________. BLÓMSTURSALAR W. D. HARDING BLÓMSALA Giftinga-blómvendir of sorgar- sveigir sérstaklega. 374J/2 Portage Ave. Símar: M. 4737 Heimili G. 1054 Talsími Main 3775 Dag og nótt og sunnudaga. THE “KING” FLORIST Gullfiskar, Fuglar Notiö hraöskeyta samband viö oss; blóm send hvert sem er. Vandaðasta blómgerö er sérfræöi vor. 270 Hargrave St.,- Winnipeg. New Tires and Tubes CENTRAL VULCANIZING H. A. Fraser, Prop. Expert Tire Repairing Fljót afgreiösla óbyrgst. 543 Portage Avenue Winnipeg LÖGFRÆDINGAR. ADAMSON & LINDSAY Lögfræöingar. 806 McArthur Building Winnipeg. -— . ............. iJ Phone M. 3013 ALFRED U. LEBEL Lögfræöingur 10 Banque d’Hochelaga 431 Main Street, - Winnipeg 1 - ....................... Talsími M. 3142 G. A. AXFORÐ Lögfræöingur 503 Paris Bldg. Winnipeg Si. ..11111 ——■ i ——.—■—i„■^M^ Minnist á Voröid þegaar þéi farið eftir þessum auglýsingum. Sími: M. 4963 Heimili S. 3328 A. C. JOHNSON Legir hús, selur fasteignir, útvegar eldsábyrgðir. 528 Union Bank Bldg. J. J SWANSON & CO. . Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 504 The Kensington, Cor. Portage & Smith Phone Main 2597 A. S. BARDAL 843 Sherbrooke Street Selur likkistur og annast um útfarir. Allur útbunaður hinn bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og leg- steina. Heimilis Tals - Garry 2151 Skrifstofu Tals. G. 300, 375 Lloyd’s Auto Express (áður Central Auto Express) Fluttir böglar og flutningur. Srstakt verð fyrir heildsölu flutning. Talsimi Garry 3676 H. Lloyd, eigandi Skrifstofa: 44 Adelaide, Str. Winnipeg ‘P0WDRPA1NT Nýtt mál tii notkunar inni og úti fyrir minna en hálfvirði af olíumáli, og endist helmingi lengur. Auðvelt að blanda það með vatni. pað gjörir harða húð líka sementi. Sérstaklega hentugt til þess að mála með húsveggji að innan, því auðvelt er að þvo þá á eftir. Skrif- ið eftir lita prufum og verði. Skrif- ið einnig ef þér þurfið við sement, plastur eða línsterkju. Einnig vagnhlöss af salti. McCollum Lbr. & Supply Co. MERCHANTS BANK, WINNIPEG V._____:_______________J í SKIFTUM 320 ekrur af landi; 70 ekrur ræktaðar; umgirt; fjörgra her- bergja hús, $1,500 virði. Verð $20 ekran; 50 mílur frá Winni- peg. 110 ekrur af landi; 50 ekrur ræktaðar , gott fjós; 15 mílur frá Winnipeg; skuldlaust. Verð $50 ekran. Tek aðrar eignir í skiftum, ef þær eru í Winnipeg. Hef einnig heilmikið af hújörðupi með allri ahöfn, sem ég get látið í skifturd fyrir góðar eignir ef saman kem- ur. W. L. Kiog 208 Mclntyre Block, Winnipeg GÓDUR DRENGUR 1 þetta sinn lætur Skinfaxi Filisteana hvíla sig, en minnist með lotningu ónefnds og óþekts manns, sem er eins ólíkur þeirn og ljósið myrkrinu. Fyrir fáum árum kom námspilt- ur úr sveit hingað til bæjarins. Hann var ekki við eina fjölina feldur, byrjaði á ýmsu, og breytti um, en gerðist um síðir verslunar- maður; var óheppinn í því, tapaði allmiklu á óreiðu eins nmboðssal- ans, varð gjaldþrota, sjúkur, og dó litlu síðar. Eignir voru eng- ar en skuldir um 4,000 kr. þær féllu að mestu á ýmsa ábyrgðar- menn, vandalausa menn. Bjugg- ust þeir við, sem von var, að verða að bera skaðan bótalanst. En svo átti ekki að verða. Gjaldþrota öreiginn hafði átt bróð ur, uppkominn, heima í sveitinni. Hann frótti um, livernig komið var, og ásetti sér að ganga í skarð bróður síns, lifa fyrir hann, og borga fyrir hann, uns hver einasti eyrir af skuldinni væri goldinn. Hann fer til ábyrgðarmannanna, fær að vita hve miklar skuldirnar eru og hvernig þeim er háttað; byrjar síðan á að fullnuma sig í járnsmíði og hafði lokið því á ó- trúlega stuttum tíma. því næst! gcrðist hann kyndari á gufuskipi, og sparar alt hvað hann má og greiðir jafnótt ábyrgðarmönnun- um. Járnsmíðið og veran á sjón- um voru þó ekki endatakmörk, heldur vegir áleiðis og fyrst inU í véladeild stýrimanna skólans. pangað fór nú pilturinn, vann með elju og orku og fékk að loknu prófi allvel launað starf sem vélastjóri á gufuskipi. En öll fóru launin í eina átt, í skuldina. Svo leið mánuður eftir mánuð; hvert hundraðið fylgdi öðru. Um nýárið í vetur var skuldin greidd, bróðursins hefnt. jleir menn sem þannig breyta eru gimsteinar mannfélagsins. í kyrþei og yfirlætisleysi vinna þeir stórvirki, sem enginn tekur eftir, sem fáir vilja og engir geta laun- að. þeir spyrja ekki um, hvað léttast sé, ekki um bókstaf laga og lögmáls, sem teygja má og toga í allar attir eftir óskum fari- seans. epir spyrja um anda sið- gæðisins, og fylgja boðnm hans, hve erfið sem þau reynast. Fyrir slíka menn þarf engin lög, ekkert ytra hegningarvald, sýnilegt eða ósýnilegt. Siðgæðið býr í þeim sjálfum, er ljós á þeirra vegum og lampi þeirra fóta. %\Ö eiga sem flesta menn þannig skapi farna er mest gæfa sem lilotnast getur nokkurri þjóð. —Skinfaxi. Gérið það að óbrigðulum vana að líta. yfir “Business og Profes- sional” dálkana í Voröld. það borgar sig. Efgandi: FINNUR JONSSON 'Gert Við Málvélar af öllum Tegiindum Patent lOth Nov., 1914. Patent No. 158852. W. E. GORDON. Aðalfjaðrir á byrgstar; sér- fræðingar leysa verkið af hendi. Vér sækjum vélarnar til við- gerðar og skilum þeim aftur. Pantanir í talsíma fljótt af- greiddar. Áhöld til þess að nota hvaða uppréttan hljóð- geymir sem er. Verð $1.50 Póstgjald frítt. Spyrjist fyrir um málvélarn- ar okkar. W. E. GORDON 4th Floor 168 Market St. East. Talsími Main 93. V____________________________j ii ■■■ ---- Einkaleyfi, Vörumerkí Útgáfuréttindi FETHERSTONHAUGH & Co 36-37 Canada Life Bldg. Phone M. 4439 Wínnipeg Vér getum hiklaust mælt meö Fetherstonhaug & Co. Þekkjum íslendinga sem hafa treyst þeim fyrir hugmyndum sinum og hafa þeir í alla staöi reynst þeim vel og áreiöanlegir. Sími G. 1626 Heimili S. 4211 McLEAN & CO. Electrical and Mechanical Engineers We repair: Elevators, Motors, Engines, Pumps and all other kinds of Machinery and all kinds of Machine Work Acytelene Welding 54 Prineess Street, Winnipeg IDEAL PLUMBING CO. Cor. Notre Dame & Maryland Phimbing, Gasfitting, Steam and Hot Water Heating Viögeröir fljótlega af hendi Ieystar; sanngjarnt verð. G. K. Stephenson, Garry 3493 J. G. Hinriksson, í hernum. Talsími Main 1594 GEO. CRE.ED Fur Manufacturer Seljiö, geymiö eða látiö gera við loöfötin yðar nú þegar Allskonar loöskinnaföt seld meö sumarverði. 515 Avenue Blk. 265 Portage

x

Voröld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.