Voröld


Voröld - 17.09.1918, Blaðsíða 1

Voröld - 17.09.1918, Blaðsíða 1
VOLTAIC ELECTRIC INSOLES pægilegir og heilnæmir, vama kulda og kvefi; lækna gigtarprautir, halda fótunum mátulega heitum, bæði sumar og vetur og örfa blóðrásina. Allir ættu að hafa þá. Vérð fyrir beztu tegund 50 cent parið Skýrið frá því hvaða stærð þér þurfið. PEOPLE’S SPECIALTIES CO., LTD. P.O. Box 1836 L>ept. 23 Winnipeg HEY! HEY! Sendið heyið ykkar til islenzku hey- kaupmannanna, og fáið hæSsta verS, einnig fljóta afgreiðslu. Peningar lán- aðir á "kör" send heint til okkar. Vér ábyrgjumst að gera yður &- nægða. THE NORTHERN HAY CO. 408 Chambers of Commerce Talsírr.i G. 2209. Naetur talsími S. 3247 Winnipeg, Man. 1. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 17. SEPTEMBER, 1918. NÚMER 32. AUSTURRÍKISMENN BJODA TIL FRIÐARÞINGS A LAUGARDAGINN TILKYNTI UTANRÍKIS RÁDHERRA AUSTURRÍKIS- OG UNGVERJALANDS ÖLLUM pJÓDUM BÆDI STRÍDSpJÓDUM OG HLUTLAUSUM, PYRIR HÖND STJÓRNANNA í pEIM LÖNDUM AD pÆR VÆRU REIDUBÚNAR AD MÆTA TIL FRIDARTALS. VAR FARID FRAM A AD ALLAR STRÍDSpJÓDIRNAR MÆTTU í HLUTLAUSU LANDI í pESSU SKYNI. SVENSKUR FULLTRÚI AFHENTI TILBODID í BANDARÍKJUNUM. LANSING, UTANRÍKIS RÁDHERRA, LÝSIR pVf YFIR AD HANN OG ALLIR BANDAMENN NEITI MED ÖLLU AD HLUSTA Á NOKKUR FRIDARMÁL FRÁ ÓVINUNUM. STEFJABROT um Einar listamann Jónsson, flutt í kveðjusamsæti er honum og konu hans var haldiS í Winnipeg' 14. september síðastliðinn. Mér þykir sem hefjist úr hafsins bóli í heiðbláa nálægð vor ættjarðarfjöll og Fjallkonan tignprúð á stuðlabergs stóli með stjamfjallað skautið hvítt sem mjöll. peim símlausu hugskeytum heyri’ eg ’ún beinar í hóp vom: “Eg bið ykkur fyrir hann Einar. Með virktum hún má og af kurteisi kyssa ’ann hún Kólumbía; það sæmd mér eg finn, en, böm mín, þið vitið eg má ekki missa ’ann og minnist þess jafnan að hann er dýrasti drengurinn minn.” pau hugskeyti móður oss feginleik fylla, því fjarvistum skiljum vér ást hennar bezt. Hvort mun oss ei ljúft þá að heiðra og hylla vom hjartfólginn bróður og aufúsugest, þann frömuð, er listanna megin myndir lét meitlaðar, skýrðar við sagnanna lindir, í fylkingum hefjast sem helga dóma, er heimur lista mun síðan dá, því verkin hans Einars lifa og ljóma, og ljósið frá Sökkvabekk skín á “Einbúann” austur í sjá. pví efst upp að Sökkvabekks helgum hörgum hans hugsjónir flugu og sókndjörf þrá sem hvítir fálkar að himinbjörgum, er heiðblámann fleygustu vængjum slá; en valfleyg hugsjón í þrá við þrautir og þyngstu búsifjar, ryður sér brautir; nú stendur hann eins og stuðlabjörgin og stöpull frægðar og sæmd vors lands, þvi myndimar sínar hann hjó við hörginn, er í hugsjá andans hann sá, og lifa í listverkum hans. Jón Runólfsson. KVEDJA til Einars Jónssonar frá Galtafelli Winnipeg, 14. sept. 1918. Við móðurlands fjall-brjóstin mjúk og græn, vér minnumst þín fyrst eins og drengs á bæn í sælunni sveitafriðar, með sumar á allar hliðar. Og víðsýnið heillaði huga þinn, — en Hulda með útbreiddan faðminn sinn bauð þér til huliðsheima, að hugsa þar, starfa’ og dreyma. Og altari listanna leiztu þar------- við lýsigull norrænnar menningar og íslenzku móðurmerkin, þú mótaðir listaverkin. Einn fegursta drauminn úr sjálfs þíns sál þú seiddir í Útlagans þagnar-mál, og túlkaðir tign þíns vilja á tungu sem allir skilja. Nú hefir þá löghelgast landnám þitt — listanna drotning veitt goðorð sitt einróma’ á andans þingi, íslenzkum stór-snillingi. Samt bíða þín framundan björtust lönd og brúðför um ónumda sigur-strönd, þar sem íslenzkri Ijósþrá oma útsýni heiðra morgna. Einar P. Jónsson. BANDAMENN HALDA STÖDUGT AFRAM AD HREKJA pJÓD- VERJA. BOLSHEVIKI STJÓRNIN Á f ERJUM; UPPREISTIR GEGN HENNI UM ALT LAND. SAGT ER AD KEISARA EKKJAN OG DÆTUR HENNAR HAFI VERID MYRTAR. FUNDARBOD. Fundur verður haldin á þriðjudaginn 24. september að 482% Main Stræti til þess að kjósa embættismenn í framkvæmdamefnd í frjálslynda flokkinn fyrir Winnipeg (Norður Mið og Suður). JOHN KNOTT, Forseti. C. DENOVAN, Ritari. Sóttvarnir í hernaðinum og á friðartímum Fyrirlestur eftir Stgr. Matthíasson. Prevention is better than cure.” Sagan sýnir, að þegar þjóðir hafa átt í ófriði saman, hefir venjulega sú þjóðin borið sigur úr býtuni, sem var betur mentuð. pað er haft eftir hers- höfðingjanum Moltke, að hann hati þakkað það þýzlcum skólakennurum að þjóðverjar sigruðu Frakka 1870-— 1871. Og það má vafalaust mikið þaklta það betri alþýðumentun pjóð- verja, að þeir til þessa hafa verið sig- ursælli en mótstöðumenn þeirra í ó- friðnum sem nú geysar. En pjóðver jar hafa ennfremur gert sér það fyr ljóst en aðrar þjóðir, að til þess að vígbúa herinn sem bezt, þurfti að not- færa sér allar greinir vísindanna, þiggja ráð hinna vitrustu sérfróðra manna í hvívetna, sem að hernaði laut, gera alt “að beztu manna yfir- sýn” (eins og stendur í Gamla sátt- mála). Og þá hafa þeir meðal ann- ars ekki gert sér minst far um að hag- nýta alt sem læknisvisindin gátu kent þeim nytsamlegt. 'Skal ég fara um það nokkrum orðum, af því ég hefi kynt mér það mál nokkuð. Læknar hafa verið látnir hafa eftir- lit með hverju einu, sem hermennirnir þarfnast. Hver spjör þeirra — sokk- ar, skór, jafnvel axlabönd o. fl. — alt er valið að ráði lækna af skynsamlegu viti, með því eina augnamiði, að það endist sem bezt og komi að allra beztu notum. Axlaböndin eru t. d. þannig gerð, að þau einnig geti komið að notum til að vefja utan um særðan lim til að stöðva blóðrás. Dátunum helzt ekki uppi, eins og vinnumönnum hér, að fara í einhverja búð og kaupa sér t. d. handónýtar buxur úr bómull- arvefnaði, þó ódýrar séu (þ. e. a. s. í rauninni rándýrar) og snotrar fyrsta daginn, eða bráðónýta bómullarsokka. Alt verður að vera af vissri gerð úr haldgóðri ull. svo ekki fari botnin úr buxunum, eða hælar og tær gægist strax út úr sokkunum á fyrstu her- göngunni, og séð er um, að þeir eigi nóg til skiftanna og geti farið í þurra ; sokka eftir vosbúð og hreina sokka á undan orustu. pvx vosbúð getur vald- ið kvefi og innkulsi, og so sem fær skot I fæturna og er í óhreinum sókk- um, á rneira í hættu með að fá blóð- eitrun og ígerð i sárið en sá sem er i hreinu. pess vegna eru allir látnir skifta nærklæðum á undan atlögu. óholt vatn valdið drepsóttum í hern- aði? Við skiljum nú hvei-nig í því lá, að hvað eftir annað kom það fyrir, að skæðar drepsóttir komu upp í her- búðunum fyr á öldum, þar sem fjöldi hermanna var samankominn. En þá var það skoðað ýmist sem blind örlög eða refsidómur guðs. Allir þekkjum við söguna af San- lterib Assyríukonungi, sem varð að h.r-tta umsátinni um Jei-úsalem, af því að iauðans engill kom á nóttu og sló 185,000 manns. Um það kvað Byron (en iaðir minn þýddi): Eins og laufin á vorin á gróandi grimd var hinn gunnsterlti herinn um sólar- lags stund; eins og laufin á haustin um hélaðan völl lágu heiðingjar dauðir, er sól skein á fjöll. pví að fárengill guðs kom þá nið- dimmu nótt og blés ná þyt í andlit á sofandi drótt; á hvert andlit féll hræleiftur helkalt og stirt og livert hjarta tók viðbi-agð og stóð síðan kyrt. pað er engum vafa bundið að um drepsótt hefir verið að ræða, sem feldi her Sankeribs — líklegast tauga- j veiki. Ég nefni þá veiki öðra fremui-, | af því liún hefir verið einhver versta jplágan og algengasta í öllum styrjöld- | um fyi-ri tima. Skýringuna á þvx Iþekkjum við nú. Taugaveikissótt- j kveikjan berst úr líkama sjúkling- j anna með saur og þvagi og getur j síðan lifað lengi í jarðveginum. Rign- Jingarvatn skolar henni síðan viðs- vegar, svo hún berst i neysluvatnið. pá fær drepsóttin byr undir vængi. Og fyr á tímum höfðu menn enga sér- lega varasemi, er þeir þurftu að hægja sér næri-i því livar sem þeir voxxi staddir úti, pappir þektist ekki, o: með óhreinum höndum snæddu þeir á eftir eða matbjuggu fyrir aðra, þó þeir sjálfir gengju með tauga- veikisgerla í sér. En nú er það kunn ugt orðið, að menn, sem eitt sinn hafa haft taugaveiki geta stundum gengið með gerla I sér og sýkt aðra Iengi stundum svo áratugum skiftir á eftir, einkum ef þeir eru sóðar og peir komust fljótt að raun um það, j þvo sér sjaldan um hendurnar. Sjálf- konungar og herforingjar I fornöld að j sagt hefir marga vitra menn þegar það þurfti enga smáræðis fyrirhyggju ! { fornöld rámað í að taugaveiki væri að hafa fyrir heilum her manns. Hver í rauninni alls enginn refsidómur heimilisfaðir á stói-u heimili þekkir ! reiði-a guða, heldur af ákveðnum or livað mikið þarf af hinu og þessu til ! sökum í-unnin, sem hægt væri að I að forsorga alt heimilisfólkið og j koma í veg fyrir. Einn slíkra manna j skepnurnar með. pað er þá skiljan- j hefir Móses verið. Hann, kendi Gyð- J legt, að sá, sem á að sjá um mörg þús- j ingum fjölda af heilbrigðisreglum, á- j und manna, þarf i mörg horn að líta i gætum reglum, sem gilda enn þann en of seint að hervæðast, þegar á 1 hólminn er komið. Klæðnaður þarf að vera nægur og góður, mat þurfa Jallir og hann saðsaman og hollan, en hvorki um of eða van, drykkjarvatn gott o. s. frv. En á öllu þessu urðu ýms vanhöld áður fyr. Jafnvel 1870 er sagt áð skósólar frönsku dátanna hafi bilað strax fyrstu daganna vegna þess, að þeir voru mestmegnis úr pappír. Og I lierferðum fyr á tím- um má ætla, að forsjálnin hafi ekki ætíð verið sem bezt. Tökum t. d. drykkjarvatnið. Hve oft hefir ekki dag i dag. Og þeim reglum og sið um sem hann inleiddi áttu Gyðing ar einna mest að þalcka, hve vel þeir stóðust alt það andstreymi, sem þeir áttu i. pað er senáilegast, að Móses hafi lært flest gott sem hann kunni af Egyptum, enda var menning þeirra langtum eldri og víðtækari en Gyð inga. . Eitt er vist: Móses hefir þekt hvilík hætta stafaði af óþrifnaði einkum saur og þvagi lnnan vébanda herbúðanna. 1 Deuteronomium, 23 (Framhald á 5. síðu Skarphéðinn í liðsbón * jm; 'Sí&' Sá fjmti í röS hann röskur var og Rimmugýgi sína bar; á svipinn harður, hvass og snjall, með hárið jarpt um brúna stall. Við ólgandi fjörið í tíhraustum taugum þar tindruðu neistar af valfráum augum. Um lýðfrægt svæði ljómann bar, í liðsbón gengu hetjumar. Að sókn og vöm bjó þor og þrek við þrætumálin hörð og frek. Hann Ásgrímur gekk þar í broddi til búða og bar upp sín mál fyrir höfðingja prúða. En vamargögn ei þóttu þjál í þungri sókn um vígamál, því margir grétu Goðans fall, og grimd og hefnd í brjóstum svall. En sumir þar Njálssonum vildu þó veita sitt vinfengi öragt og miðlunar leita. En löngun ein hjá öllum brann; þeir Ásgrím spurðu: hver er hann; sá fimti hér í för með þér, er frána hetjusvipinn ber; svo fölleitur, harðgjör, á háralit jarpur, að hamingju þrotinn, en mikill og skarpur? Og skjótt var svarað skýrt og snjalt, þar Skarphéðinn galt hverjum alt. Af skilning djúpum hart var hitt; þeir Hafur og Skafti fengu sitt. Hið ytra bjó þróttur með exi í hendi, en innra sá logi, er taugamar brendi. Til þorkels Háks nú lögð vai leið við liðsbón sem ei reyndist greið. f þingbúð sinni sveinum hjá hann sat þar miðjum palli á; og erindið gesta fékk andsvarið bráða: hér ei þarf að leita til styrks eða ráða. En porkell innir Asgrím frá: hver er í þínu liði sá, sem fjórir ganga fyrir hér, hann fölleitur og skarpur er; svo feiknlegur, mikill og illur í augum, með ógæfusvipinn. en þróttinn í taugum? Sig Héðinn ekki hreyfði um spönn, þar hetjan stóð og glotti um tönn. Svo mælti ’ann: “Hákur heyr þú mig, ég hefi áður spurt um þig. Að saklausum mér fær þú hrakyrðum hrúgað, sem hefir þó sjálfur hann föður þinn kúgað. Við ljósaverk að öxará þér aðeins hæfir bústjóm smá, þar ástu merar enda göm, sú erkiskömm á hvergi vöm; og nær mun þér Hákur að toga úr tönnum þær tætlur, en vasast á þingi hjá mönnum. Nú þorkell upp úr sæti sveif, og sinnið grimd og bræði hreif. “I Svíþjóð þetta sax eg bar,” hann sagði, “og margan feldi þar; \ og nú skal eg fáryrðin fljótlega gjalda, og fella þig Héðinn, á nábeðinn kalda ’ En Héðinn beið ei horskur þar, að Hák hann stökk og mælti snar: “Með öxi þessa átta mót á ís eg rann um Markarfljót; þar vóg eg práinn, og vopn eg aldrei reiddi til víga að neinum, svo það ekki meiddi. Um kosti tvo þú kjósa mátt,” svo kappinn mælti snjalt og hátt; “tak sæti, sliðra sax þitt hér, eg svírann ella klýf á þér.” Við skipan haxm porkell með skömm settist heykinn, en Skarphéðinn glotti, því hann átti leikinn. Ó, sjáðu hann Héðinn, þjóð mín þar, með þrekið, f jör og gáfurnar, og augun hvössu, hörð og snör, í hetjualdar svaðilför. Sú ættarmynd er fögur, og fullboðin öllum, í framandi löndum og konunga höllum. M. MARKÚSSON.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.