Voröld


Voröld - 17.09.1918, Blaðsíða 6

Voröld - 17.09.1918, Blaðsíða 6
Bls. 6 VORÖLD Winnipeg, 17. september, 1918. HARÐGEÐJAÐA KONAN ( SAGA EFTIR MARGRÉT DELAND. G. Amason þýddi. “Og mamma mín og pabbi eru dáin líka, sagði Davíð, drjúgur af því að vera ekki minni en hún í því, “og ég er uppeldissonur. ’ ’ “Ég á rauða skó með hvítum hnöppum,” sagði hún; og Davíð, sem ekki gat fundið neitt í eigu sinni, sem taeki skónum og flugnabitinu fram, þagn- aði og varð ólundarlegur á svipinn. pótt Ferguson væri mjög illa við hringa leigu- liða síns, fór viðkynning þeirra vaxandi. Hann þurfti að tala aftur við frú Richie viðvíkjandi glugganum í blómahúsið og ýmsu öðru. Og þótt hann ætti ávalt brýnt erindi þegar hann kom yfir um til hennar, og talaði um blómahús, og hiin talaði um að setja annan glugga á barnaherbergið, svo að uppeldissonur hennar litli gæti fengið nóg af sól- skini inn til sín, fór jafnan svo, að þau fóru að tala eitthvað um hagi sína. Frú Richie átti enga ná- komna ættingja og maðurinn hennar var dáinn fyrir þremur árum; hún hafði átt heima í St. Louis síðan en nú hafði hún flutt til Mercer til þess að geta ver- ið nær vini sínum, gömlum presti, sem átti heima í Old Chester. “Ég held að það sé eitthvað um tuttugu mílur þangað, upp með ánni, ” sagði liún. “Eg fann Davíð þar. Ég hafði mist lítínn dreng sem ég átti, og Davíð hafði mist mömmu sína, svo við áttum saman. það er rétt eins og ég ætti hann sjálf. Er það ekki satt, Davíð?” “Nei.” “Davíð! því segirðu aldrei það sem maður ætlast til? Yið þekkjum engan hér í Mercer,” hélt hún áfram, nema Elizabet. ” - ! Elizabet, sem hafði komið inn á eftir frænda sínum færði sig nær þessari móðurlegu konu og lagði kinnina við hvítu hendina hennar með fallegu hringunum. “Mér þykir vænt um að Davíð hefir einhvern til að leika sér við, ” sagði frú Riehie og leit á Eliza- betu; en Eízabet var hætt að hjúfra sig upp að henni hún var komin á fjóra fætur á gólfinu, þar stóð hún á höndum og fótum, hinum til undrunar, sem létu eins og þau tækju ekki eftir þessum skrítnu stellingum; svo læddi hún annari hendinni ofan í vasa Davíðs og dró upp úr honum glerkúlu. A augabragði var alt í uppnámi; Davíð náði kúl- unni sinni aftur, en samt ekki alveg áreynslulaust; og ekki nóg með það, hann togaði af alefli í hárið á birninum. En þegar frú Richie skarst í leikinn, aðskildi þau og bað auðmjúklega fyrirgefningar fyrir bönd Davíðs, hætti Elizabet alt í einu að hljóða; hún stóð másandi með augun full af táruxn og litli spékoppurinn á hægri kinninni á henni togn- aði svo að hann varð næstum að beinni línu. “pú ert óþekkur, Davíð,” sagði frú Richie í vandlætingarróm. “J)ú verður að biðja Elízabetu fyrirgefningar undir eins.” “Hættu! Ekki að skamma hann!! það var mér að kenna. Ég gerði það—ég tók kúluna hans! Ég—ég skal bíta mig í handlegginn, ef þu skammar Davíð !!” Elizabet ruddi þessi út úr sér. “Elízabet!” sagði frændi hennar, “ég skamm- ast mín fyrir þig.” En Elízabet kærði sig kollótta um það; hún faðmaði Davíð að sér. “Mamma þín er vond, vond! þó hún hafi hringi.” Andlit hennar varð svo afskræmt af reiði, að frú Richie leit osjalfratt undan. Elízabet sá það þagnaði alt í einu og hrökl- aðist nærri því út úr stofunni. pað var eins og að eitthvað kalt og óyfirstíganlegt legðist á milli þess- arar góðlátu konu og hins viðkvæma, skapbráða barns—eitthvað sem aldrei mundi hverfa fyr en lífið á sinn dularfulla hátt setti þær hvora í hinnar spor. Robert Ferguson og frú Richie horfðu hvort á annað. Hann var ofurlítið kýmilegur á svip, en hún alvarleg af umhugsun um geðofsann, sem hafði staðið, afmálaður á litla andlitinu. “Við hvað átti hún, þegar hún talaði um að bíta sig í handlegginn?” spurði hún þegar búið var að senda Elízabetu heim og Davíð, sem ekki vissi hvað- an á sig stóð veðrið, hafði verið sagt að fylgja henni út. “Ég held hún bíti sjáifa sig, þegar hún reiðist,” sagði frændi hennar. “Ungfrú White sagði í vetur að það væri sár blettur á handleggnum á henni af því hún biti síg svo oft. “En það gerir ekkert til,” bætti hann við og dykti af sér gleraugunum. Frú Richie varð aftur forviða. “Hún er bróð- urdóttir mín. Faðir hennar dó og arfleiddi mig að henni. ” pað var auðskilið, að honum þótti ekki neitt vænt um að hafa fengið hana í arf. ‘ Ungrú White lítur eftir henni,” hélt hann áfram og lét á sig gleraugun hægt og gætilega með báðum höndum. “Hún kallar hana lairibið sitt, en ég hefi aldrei séð barn, sem er ólíkari lambi en Elízabet litla. Ungfrú White hefir ofurlítinn skóla fyrir hana og Maitlands bömin á efra loftinu í húsinu mínu. Ungfrú White er líka kölluð kirsiberjakakan; og mér er sagt að það nafn sé svo til komið, að Elízabet þyki kirsi- berjakökur góðar og þyki líka vænt um ungfrú White. pess vegna hefir hún”---------Hann endaði setninguna með sínum vanalega hrossahlátri. Svo datt houum alt í einu nikkuð nýtt í hug. “Hvers- vegna látið þér ekki Davíð ganga í skólann hjá ungfrú White? Eg er viss um að hún gæti bætt honum við. ” “pað þætti mér mjög vænt um,” sagði frú Richie. Ferguson fékk ungfrú Wbite til að taka Davíð í skólann. Honum geðjaðist ekki að hringum frú Richie en hann hafði ekkert á móti því að hjá'.pi henni með Davíð Jitla. panig atvikaðist það að þessi fjögur börn uxu upp saman. Fjórir þræðir ófust saman í hinum mikla vef lífsins. ANNAR KAPITULI. Hinumegin við Urætið, beint á móti Maitiandi húsinu stóð þétt röð af leiguhúsum úr timbri. Sum þeirra voru bygð á staurum og var engu líkara en að þau stæðu þar á gangstöngum til að halda sér upp úr forinni í húsgörðunum, þar sem öllu ægði saman; önnur voru sigin niður og hvíldu á fúnum aursillum, þau hölluðust hvert upp að öðru eins og til stuðnings. Fyrir framan hverjar húsdyr voru hálffúnar tröppur; og fyrir neðan þær ósteinlögð gatan, sem var svört og hörð af troðningi eftir fætur svína, barna, hænsa og verkamannanna í Maitlands verksmiðjunni, þegar þurt var veður, en hálf ófær fyrir svartri forarleðju þegar rigndi. pessi hús voru nefi^ft Maitlands hverfið. pau stóðu þar arídspænis stóra, gamla húsinu, sem stóð eitt sér á bak við járngirðinguna, og það var eitthvað líkur svipur yfir þeim og menn hafa þegar þeir eru með sér meiri mönnum. Á bak við húsaröðina var autt svæði, sem var notað fyrir allskonar skran, og fyrir handan það var löng röð af svörtum reykháfum. prátt fyrir umhverfið var gamla húsið, jafnvel um það leyti sem saga þessi gerðist,enn þá tignarlegt. pað var jafn breitt og það var langt, með fjórum stórum reykháfum og löngum gluggum, sem náðu neðan frá gólfi upp undir loft. Dyra umgerðin að framan og tröppurnar voru úr hvítum marmara og undirgerðin undir gluggunum vora úr sama efni. En marmarinn var orðinn svo dökkur af margra ára reyk og rigningu að eina fegurðin, sem eftir var, í efni og lögun, sem tími og óhreinindi höfðu ekki orkað að eyðileggja. Gamall kræklóttur vafnings- viður fléttaðist um dyraumgerðina, eygðist upp undir þakið og með fram þakskegginu. Snemma á vorin blómgaðist liann, varð grænn og fjólublár. Svo sem einn vikutíma lá þessi hreini, fagri blóm- sveigur, fullur af suðandi býflugum á mjóu múr- steinunum sem höfðu verið málaðir gulir. Að utan hafði húsið tiguleik og fegurð, sem hrörnunin fékk ekki unnið á. En inni hvarf allur tígúle'iki þess innan um hversdagsblæinn og ljótleikann, sem þar ríkti. Stóra tvöfalda dagstofan sem var hægra megin við breiða innganginn, bar öll merki smekk- leysis þess tíma í húsbúnaði. Til vinstri handar avr lestrarherbergi; og það hafði frú Maitland fyrir löngu tekið fyrir svefnherbergi, vegna þess, að dyr voru á milli þess og borðstofunnar, svo að hún gat þægilega komist að skrifborðinu þegar starfs- löng^min greip hana á kvöldin eftir að vinnutíma var lokið. Með fram veggjunum í þessu herbergi voru bókaskápur, fullir af bókum, sem enginn las. Frú Maitland gat engum tíma eytt til lesturs. “Eg lifi’ ’ ’ var hún vön að segja, “ég les ekki um lífið. Aðundanteknum þessum ólesnu bókum, var ekkert eftirtektavert í herberginu, nema fáeinar smáar ljós- myndir af Blair, sem stóðu rykugar í röð á kom- móðunni; ein þeirra studdist upp við fyrstu gjöf hans til móður sinnar—ilmvatnsflöskuna ósnertu. Pegar Blair var orðinn fúlltíða maður, stóð flaskan þar kyr; hvíta leðrið, sem var bundið yfir tappann á henni var rifnað og dagataflan, sem hékk við græna flöskuhálsinn, var orðin hvítskellótt á lit. Borðstofan, sem Blair hafði verið svo ósvífinn við móður sína út af, þegar hann var átta ára, hlaut einhvern tíma að hafa verið fallegt herbergi, en á æskuárum Blairs var alt horfið, sem hafði gert hana fallega. Hvítu hálfþiljumar voru orðnar dökkar af óhreinindum, og veggjapappírinn með landslags- myndunum, sem afi hans hafði keypt á Frakklandi um 1830, var orðinn svo upplitaður að ekkert var itefr af litunum nema bláleitir og gulleitir flekkir Gólfið var bert- nema á dálitlum bletti þar sem óhreinn og upplitaður persneskur gólfdúkur huldi það. 1 öðrum enda stofunnar stóð skrifborð frú Maitlands, en í hinum endanum voru skápar með skjölum í og tvö minni skrifborð. par sátu tveir bókhaldarar yfir stórum bókum með töludálkum eða uppdráttum. Fjorir háir gluggar, með engum tjöidum fyrir voru a stofunni, og hlerarnir, sem voru fyrir þeim, voru lagðir fast upp að veggjunum, svo að bokhaldararnir, sem satu þegjandi við vinnu sína, nytu allrar þeirrar dagsbirtu sem gat smogið í gegnum reykjarloftið í Mercer. A miðju gólfinu stó.ð langt borð, sem æfinlega var fult af uppdrát.t- um og öðru tilheyrandi verksmiðju skrifstofu; en það var ekki skrifst^fuborð. pað var úr mahóni, alt orðið rispað að vísu, en átti þó við stóra hliðar- borðið, sem silfur kaffikannan og sykurkerið stóðu á, innan um bunka af bréfum og stóreflis blaða- hauga. prisvar á dag var hreinsað til á öðrum endanum á stóra borðinu og þar var morgunvefður- inn klukkan tólf og svo kvöldverðurinn að afloknu dagsverki. Borðhaldið gekk af fljótt og þegjandi; frú Maitland þagði af því hún var niðursokkinn í að þjjigsa um eitthvað annað; Nanna og Blair þögðu af því þau þorðu ekki að tala. En samt voru það þessi tvö börn, sem brugðu ofurlítið heimilislegum blæ yfir borðstofuna, sem í rauninni var þannig, að Blair litli hafði dálitla afsökun fyrir því að kalla hana “svínastíu. ” “pegar ég verð stór-” sagði Blair litli einn dag þegar kenslutímanum var lokið, “þá ætla ég að hafa blóm á borðinu, eins og mamma þín hefir, Davíð; ;þú skalt bara sjá hvort ég geri það ekki. Mér líkar vel við mömmu þína. ” “Mér líkar ekki mjög vel við hana,” sagði Elízabet; “hún horfir svo fast á mig, þegar ég verð reið.” “Mér leiðist svo óttalega heima hjá okkur, ” sagði Blair og stundi við. “Hvers vegna strýkurðu þá ekki ? ’ ’ spurði Elízabet. “pað ætla ég að gera einhverntíma þeg- ar ég hefi tíma til þess.” “Og hvert ætlarðu að fara?” spurði Davíð. Hann var frábitinn öllum loftkastalabyggingum. Elízabet var ófáanleg til að segja nokkuð ná- kvæmara um það. “Ég afræð það um leið og ég legg af stað.” “Ég held að ég strjúki líka,” sagði Blair eins og við sjálfan sig. “Við skulum gera nokkuð,” sagði Elízabet, greip hendinni um annan öklan og hoppaði nokkur spor á öðrum fæti—-“við skulum gera nokkuð, við skulum öll strjúka og gifta okkur. ” Hann horfði á liana steinhissa. Elízabet hring- snéri ^ér á tánum, fór síðan á fjórar fætur og steypti sér kollhnýs af eintómri gleði. pegar hún stóð upp aftur sagði hún: “Já, við skulum gifta okkur. ” En Blair, sem vanalega var nokkuð hikandi, þurfti góða stund til að átta sig á þessari uppástungu. pau voru búin að ætla sér að leika sér að því að “grafa hvort annað lifandi” undir gula sófanum í dagstofunni hjá frú Richie; en þessi hugmynd Elíza- betar var svo mikilvæg að þeim fanst nauðsynlegt að fela sig í “helli,” í skuggalegu skoti á bak við pálmakerið að hugsa sig um. pegar þau voru komin þangað og höfðu troðið sér inn í skotið, hvort fast upp að öðru, eins og dúf« ungar- fór Davíð, eins og hann var vanur að tala um að þau gætu ekki strokið. “Við höfum enga peninga. ” “Við gætum víst fengið eins mikla peninga og við þurfum úr peningakassanum hennar mömmu, ” sagði Blair og var á báðum áttum. “pað væri þjófnaður, ” sagði Elízabet. “pað er ekki þjófnaður að taka frá mömmu sinni,” sagði Nanna, eins og til að verja Blair. “Ég skal giftast þér, Elízabet, ” sagði Blair alt í einu ákafur. En Davíð hafði á móti því. “Eg held eg vilji heldur Elizabetu; eg er ekki viss um að eg vilji giftast Nönnu.” “pú- sagðir þó í gær að hárið á Nönnu væri lengra, ” sagði Blair. pað var dálítið farið að síga í hann. “En mér þykir liturinn á Elizabetar hári fal- legri. Nanna, hvort heldur þú að mér þætti betra að giftast þér eða Elizabetu?” “Eg held það standi alveg á sama hvernig hár- ið er litt,” sagði Nanna góðlátlega. “Og þú verður að giftast mér, Davíð; ekki getur Blair það, hann ér bróðir minn. ” “Hann er bara hálíbróðir þinn, ” leiðrétti Davíð. “pú getur annaðhvort átt Nönnu eða hætt að leika þér>” sagði Blair. “Nú, jæja, eg skal þá giftast henni, ” sagði Davíð súr á svipinn. Blair hélt áfram að bolla- leggja. pað var lafhægt. Peningarnir í peninga- kassanum yrðu víst nógir til að borga fargjaldið þeirra til—ja, hvert sem við viljum, ” sagði hann, og komst svo í hálfgert ráðaleysi. “En hvernig eigum.við að ná þeim?” “Eg skal ná þeim fyrir þig,” sagÓi Nanna hálf- hrædd. “Heldurðu ekki að þú verðir hrædd?” spurði Blair. Allir vissu að Nanna var ekki huguð. “Heyrið þið börn, um hvað eruð þið að masa þarna?” var kallað innan úr húsinu. peim varð hverft við og litu hvert á annað; en Blair herti upp hugan og kallaði til baka: “Ekki neitt!” “pér hafið líklega ekki vitað það,” sagði frú Richie brosandi við Robert Ferguson, sem kom inn í húsið í þessu að spyrja eftir Elizabetu, að blóma- húsið mitt er ofurlítill ræningjahellir. ” pað hafði myndast góður kunningsskapur milli þeirra, sem þó hafði ekki náð því að verða vinátta. Frú Riehie, sem var óframfærin, var mjög kurteis en aldrei verulega vingjarnleg, og Ferguson, með sína alvarlegu sjálfselsltu, var greiðvikinn en aldrei veglyndur. pað var börnunum að þakka- og einnig því að Ferguson var stöðugt að gefa frú Richie blóm úr garðinum sínum, að húseigandi og leiguliði sáust oft. 1 þetta skifti staldraði Ferguson við augna- blik, þótt hann væri búinn að finna Elizabetu, til þess að segja frá einhverju, sem frú Maitland hafði gjört í verksmiðjunni þá um daginn. “Hún hefir verið eina manneskjan í fjölskyldunni, sem nokkuð er varið í, síðan Jón gamli dó,” sagði hann, þegar hann var búinn með söguna; “og eftir því sem mér lízt á Blair, verður hún það víst framvegis.” “Hún er merkileg kona,” sagði frú Richie, “og hún er ástúðleg, sem er enn meira um vert. ” “Að mínu áliti er hún viðlíka ástúðleg pg gufu- ketill,” sagði hann. “Ekki svo að skilja að það sé galli á henni; þvert á móti.” Fríða konan á gulu damasksófanum við arninn roðnaði af gremju. Sannleikurinn var sá, að þessi þyrkingslegi, ákveðni maður, sem var orðinn gamall þótt hann væri ekki nema þrjátíu og sex ára, þessi magri maður með gráa hárið- sem stóð beint upp frá hrukkótta enninu og góðlegu,þunglyndislegu aug unum á bak við stóru gleraugun, þessi vingjamlegi nágranni móðgaði hana stöðugt, þótt hann að hinu leytinu væri ósár á, að gera margt fyrir hana við- víkjandi húsinu. “Hvernig get eg farið að þola hann?” spurði hún sjálfa sig stundum. Ef til vill var það vegna þess, að, þrátt fyrir framkomu hans og háð um það hvað heimurinn væri afleitur óg hina gleðisnauðu skildurækni hans gagnvart frænku sinni, leyndi það sér ekki að hann sá hvað góður drengur Davíð hennar var. Hún hugsaði um þetta og það dró úr móðguninni, sem beiskyrði hans um frú Maitland höfðu valdið! En á meðan sat góði drengurinn hennar á svikráðum á bak við pálmana í blómahúsinu. pegar svo Ferguson kallaði á Eliza- betu og sagði henni að koma heim með sér, beygði sig ofan að henni til að snotra til á henni kápuna og spurði: “Er þér nógu heitt, kisan þín?” sagði frú Richie við sjálfa sig: “Hann er vænn maður, það er aðeins framkoma hans sem er slæm. ” Ferguson leiddi litlu frænku sína með heim; en / þegar þau komu að dyrunum á húsi hans, lagði hún fyrir hann spurningu. “Ileyrðu frændi,” sagði hún, “ef maður giftir sig, verður maður þá æfinlega að vera gift ? ’ ’ Hann horfði á hana alveg forviða. “Hvað meinarðu barn?” spurði hann. “Ef maður vill ekki halda áfram að vera gift, verður maður samt að vera það?” “Hættu þessari vitleysu, ” sagði hann. “Auð- vitað verður maður að vera það.” Elizabet andvarpaði, og frændi hennar komst í hálfílt skap. Hann slepti á henn hendinni- eins og honum þætti nóg um, og hrukkurnar á enninu á honum urðu enn dýpri. Eftir kvöldverðinn kallaði hann á kenzlukonuna inn í lestrarherbergið og lít aftur hurðina. “Ungfrú White,” sagði hann, og rykti af sér nefklemmunum, “Elizabet er orðin stór telpa. Viljið þér gera svo vel og kenna henni ýmislegt sem hún þarf að læra?” “Eg skal gera það undir eins,” sagði ungfrú White. “Hvað helzt?” “Nú,” sagði Ferguson hálfvandræðalegur — “mannasiði svona yfirleitt.” Hann lét á sig gler- augun varlega úieð báðum höndum. “Elizabet spurði mig að mjög óviðeigandi spurningu rétt núna; hún spurði mig um hjónaskilnað.” “Hjónaskilnað!” hrópaði ungfrj White upp yfir sig forviða. “Eg hefi gert skildu mína í átta ár og eg er viss um að hún hefir aldrei heyrt það orð.” Hann gaf ekki fleiri skýringar en sagði önugur: “Kennið þér henni að kvenfólk verði að haga sér vel.” Blair hafði afráðið að strjúka og hann hélt fast við áform sitt með sömu ákefðinni og móður hans var eiginleg í stærri fyrirtækjum. En vegna þess að svo erfitt var að ná í peningana varð það að bíða tvo daga. Borðstofan, þar sem frú Maitland geymdi peninga sína, var mjög sjaldan tóm. pegar bókhaldaramir voru þar ekki, var eins og Harris gæti hvergi verið nema þar, eitthvað að laga til; eða þegar Harris var í eldhúsinu og Blaif dró Nönnu, sem altaf var hrædd, inn með sér, þá var móðir hans þar. Hún tók aldrei eftir honum. Stundum var hún að skrifa, stundum var hún að tala við verkstjórann og stundum að prjóna; þegar frú Maitland hafði ekki annað að gera prjónaði hún barna sokka handa trúboðsfélaginu að gefa. Einu sinni þegar Blair kom inn var hún að ganga um gólf prjónandi, og um leið var hún að hugsa um eitthvert fyrirtæki. Bandhnikillinn hafði dott-ið á gójfið og altaf raktist ofan af honum þang- að til lnin stóð í rauðri bandflækju án þess að vita. nokkuð af því. “í hvert sinn sem Blair leit inn í borðstofuna var hún þar. “Við getum aldrei gift okkur, ” sagði hann andvarpandi. Og biðin var í þann veginn að eyðileggja æfintýrið, því Davíð- sem aldrei gat ann- að en verið að brjóta heilann um alt, var stöðugt að efast um, hvort það væri gerlegt að giftast Nönnu; og Elizabet var alveg í sömu óvissunni. t “En ef mér líkaði nú illa við þig þegar við erum gift. Robert frændi segir, að þegar maður sé giftur þá geti maður ekki hætt.” “pú mundir ekki vilja hætta. Gift fólk þarf ekki að ganga í skóla.” Elizabet stundi. “En eg er ekki viss um nema eg vilji heldur giftast Davíð.” “Hann fær ekki nema tíu cent á viku, en eg fæ dollar.” “Eg held eg vilji helzt ekki giftast, ” sagði hún. “Mér, þykjir langt um skemtilegra að fara til frú Todd og kaupa ísrjóma.” pessi óvissa hafði þau áhrif á Blair að hann var enn óþolinmóðari með að ná í peninga fyrir ferðina. Einn daginn rétt eftir miðdagsverðinn stóðu hann og Nanna skjálfandi við forstofudyrnar. “Eg skal gera það,” sagði Blair og reyndi að herða upp hugann, “eg skal gera það.” Nanna ýtti sér fram. Hún þóttist aldrei vera áræðnari en hún var, nema þegar Blair átti hlut að máli; nú sagði hún djarf- lega: “Eg er eldri og eg ætti að gera það.” Hún læddist yfir gólfið og staðnæmdist í hverju spori með öndina í hálsinum til að hlusta;'ekkert bærðist nema skugginn hennar. “Talctu þá úr efstu skúffunni,” hvíslaði Blair á eftir henni; og hún stakk nauðug hendinni ofan í svarta járnkassannn og tók hadfylli sía af seðlum; svo flúðu þau bæði án þess að loka skúffunni; þau töldu peningana uppi í herberginu hennar. “Við getum ferðast í kring um jörðina,” sagði Blair frá sér numinn af fögnuði yfir því hvað miklu þau höfðu náð. En á síðustu stundu fór öll fyrirætlunin út um þúfur. Elizabet hætti við að fara. “Eg vil lieldur fara til frú Todd og fá ísrjóma,” sagði hún. “pað er betra en að gifta sig. Farðu ekki heldur Davíð. Láttu Blair og Nönnu fara, en vertu kyr hjá mér.” En Davíð lét sig ekki. “Mig langar til ag ferð- ast,” sagði hann. “Eg hefi ferðast heilmikið og mig langar til að fara kringum jörðina með Blair. ” (Framhald)

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.