Voröld - 17.09.1918, Blaðsíða 4
Sla.4
YOBÖLD.
Winnlpeg, 17. september, 1918.
kemur út á hverjum þriðjudegi.
Otgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd.
Voröld kosta $2.00 um árið I Canada, Bandaríkjunum
og á lslandi. (Borgist fyrirfram.)
Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson
Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín.
Skrifstofur: Rialto Block, 482% Main Street—Parmers Advocate
Bldg. (gengið inn frá Langside Streét)
Talsími Garry 42 52,
................. ................. ■■ »
Þættir úr sögu Lögbergs
mínir leyfa; en hálfvelgju einmitt nú í þessu allsherjar máli get ég
ekki stutt, og álít heiðri hlaðsins hnekt með því.
Samvinna mín við ráðsmann blaðsins, herra J. J. Vopna, hefir
verið hin bezta og mun ég æfinlega minnast þeirra stunda mcð,
ánægju, sem við unnum saman. Frjálslyndi yðar allra og það sjálf-
ræði sem þér hafið til þessa leyft mér við blaðið, þakka ég yður
einnig. En ég er að byrja minn stjómmálaferil hér í landi og verð
í því tilliti að sjá heiðri mínum borgið, en hann er glataður ef ég
svigna nú eins og tág í skógi eða sinustrá í vindi. Ég hefi því tekið
þá ákvörðun að berjast af alefli móti þeirri stjórn, sem ég tel versta
og hættulegasta allra stjóma fyrir sannarlegt þjóðfrelsi; en sam-
kvæmt núverandi stefnu Lögbergs hefi ég ekki tækifæri til þeirrar
baráttu, sem þörf er á. Ef Laurierstefnan vinnur, mundi ég fyrir-
verða mig fyrir það, að hafa hlaupið undan merkjum með blaðinu,
eða frá því á meðan hríðin stóð yfir og koma síðan fram þegar alt
væri um garð gengið. Ef samsteypustjórnin vinnur mundi ég telja
það skyldu mína að vera eindregið á móti henni, vegna þess að ég
hefði það á meðvitundinni að ínin hefði ekki verið kosin af óhindruð-
um vilja fólksins heldur hefði hún náð völdum með ósæmilegum
ráðum.
FYRSTI pÁTTUR.
Hér fara á eftir nokkrir þættir úr sögu blaðsins Lögberg. Nú-
verandi ritstjóri þess blaðs hefir knúið oss til þess að rita þessa þætti,
þar eð hann færðist undan því að ræða alment mál—þjóðemismá.!-
efni vor íslendinga—og fór í þess stað út á þann hála ís ójárnaður
að blanda saman við þau atriðum er snertu veru vora við Lögberg.
Fyrsti þátturinn er í sambandi við tvö bréf sem birst hafa nýlega,
annað frá Lögbergi til vor í Voröld og hitt frá oss til Lögbergs, birt
í því blaði.
Fasteignasalinn í ritstjórastólnum hefir lýst það ósannindi hvað
eftir annað að vér höfum verið reknir frá Lögbergi og farið þar vís-
vitandi með rangt mál, eins og vér höfum sannað og sýnt svart á
hvítu með bréfi frá ráðsmanni Lögbergs. En til þess að reyna að
klóra yfir ósómann, og blekkja birtir ritstjórinn (!!) hréf frá
oss er vér skrifuðum nálega mánuði áður, þar sem vér sögðum af oss
ritstjórn Lögbergs fyrir þá sök að það væri að snúast og falla frá
frjálslyndu stefnunni. Andi þessara tveggja hréfa, einkennir greini-
lega sálarlíf hvors málsaðila um sig. En eitt er það sem sumir furða
sig á: Hvernig stóð á því að Lögbergingar ráku ritstjórann mánuði
eftir að hann sagði blaðinu upp? Var þeim svo ant um að koma út
peningum sínum að þeir þess vegna borguðu honum kaup til 1. febrú-
ar 1918, þótt hann hefði sagt blaðinu upp 26. nóvember 1917"
“Ósköp eru þeir góðgjarnir” hlýtur fólkið að hugsa. En hér-
skal sagan sögð og skýrð rétt og hlutdrægnislaust:
þegar sex vikur voru til kosninga báðum vér ráðsmann Lögbergs
um frí til þess að ferðast um bygðir íslendinga og vinna á móti sam-
steypustjóminni. Hann ráðlagði oss að biðja um fríið skriflega og
það gerðum vér.
Vér höfðum verið beðnir að tala í þremur kjördæmum þar sem
íslendingar eiga heima. það var engin nýlunda fyrir oss að fá þess
konar frí frá Lögbergi; vér fórum eins að fyrir fylkiskosningamar
1914; sendum ritstjórnargreinarnar í blaðið þaðan sem vér vorum, en
E. P. Jónsson, sá um það að öðru leyti í fjarveru vorri. Eins átti
það að vera í þetta skifti.
Nú lögðum vér af stað til fundarhalda um íslenzku bygðimar.
En þegar vér komum heim aftur eftir nokkurn tíma var það tvent
sem oss þótti furðulegt. 1 fyrsta lagi hafði nafn vort verið tekið af
blaðinu sem ritstjóra og enginn settur í staðin, og í öðru lagi höfðu
þær greinar sem vér sendum blaðinu um stjórnmál ekki verið birtar.
Blaðið var sama sem dautt að því er stjórnmál snerti, þótt komið væri
fram að kosningum.
Vér fórum tafarlaust á fund ráðsmanns og spurðum hann að
ástæðum fyrir þessu hvortveggja. Hann kvaðst álíta það sann-
gjamt vor vegna að hafa ekki nafn vort á blaðinu þar sem vér værum
fjarverandi og það kynni að flytja greinar án eftirlits vors, er vér
ef til vill værum ekki samdóma. Vér létum þetta gott heita, sér-
staklega eftir að vér höfðum verið fullvissaðir um að ekkert væri
við það athugavert—engin svik í tafli og enginn leikur á bak við
tjöldin.
Ég réðist að Lögbergi til þess að halda þar fram stefnu frjáls-
lynda flokksins; mér var sagt að hjarta og sál í stefnu hans væri það
að fólkið ætti að ráða. Nú er baráttan um það hvort fólkið eigi að
ráða eða ekki.
Eg skil vel afstöðu yðar, og get sett mig í yðar spor, en sökum
þess að mér finst sem kringumstæðurnar séu að leiða yður af braut
frjálslyndu stefnunnar, get ég ekki fylgt yður lengur; ég er eins ein-
dreginn ‘liberal’ og ég var, og eins reiðubúinn til þess að fylgja Lau-
rier og nokkru sinni áður; ég verð því með þessum línum að segja af
mér ritstjórn Lögbergs af þeim ástæðum, sem að framan eru greindar.
Með þakklæti til yðar fyrir þá sanngirni, sem þér hafið sýnt mér,
yfirgef ég yður nauðugur og með beztu óskum til yðar og blaðs yðar,
en tilknúður stefnu minnar vegna og heiðurs.
Með vinsemd og virðingu
yðar einlægur
Si.g Júl. Jóhannesson.”
Jafnskjótt og vér höfðumsagt upp Lögbergi réðum vér það við
sjálfa oss að gefa út nýtt blað—eitt blað á viku fram að kosningum
til þess að byrja með, í því skyni að vinna á móti því einveldi og
ofbeldi sem oss fanst vera beitt af Bordenstjóminni með kosninga-
lögunum sælu, afnámi réttmæts borgararéttar og fleira.
Margir menn og góðir voru til þess fúsir að taka saman við oss
höndum þegar í stað í þessu skyni.
þetta barst út um allan Winnipegbæ eins og eldur í sinu, enda
var því alls ekki leynt af vorri hálfu; engin ástæða til þess.
Næsta dag eftir að vér ákváðum útkomudag nýja blaðsins er tal-
símað heim til vor frá Lögbergi og vér beðnir að koma þangað. þegar
þangað kom voru þar fyrir tveir menn úr stjórnarnefnd Lögbergs fél-
agsins—annar þeirra forseti Columbia Press og ráðsmaður Lögbergs;
þeir fóru nú fram á það við oss að vér kæmum aftur að blaðinu og
tækjum til baka uppsögn vora. Gáfum vér kost á því aðeins með
einu skilyrði, sem sé því að vér hefðum framvegis óbundnar hendur
að halda fram stefnu frjálslynda flokksins og leiðtoga hans en berjast
eindregið á móti samsteypustjórninni.
Til þess að ákveða þetta kváðust þeir verða að kalla saman
stjórnarnefndarfund. Sá fundur átti að haldast næsta sunnudag. Vér
sögðum þeim er með oss ætluðu að verða um útgáfu nýja blaðsins
hvað á seyði væri og töldum vér það næsta ólíklegt að Lögbergingar
mundu ganga að kostum þeim er vér settum; ;en aðrir þóttust þess
fullvissir að þeir mundu gera það. Og þessir menn voru í því efni
sannspárri en vér, því kl. 4 e.h. á sunnud. var oss talsímað að koma
norður á skrifstofu Lögbergs.
þegar þangað kom var oss sagt að samþykt hefði verið í einu
hljóði á fundi stjórnarnefndarinnar að boði voru og skilyrðum skyldi
tekið og vér hefðum óbundnar hendur með öllu að framgylgja af
alefli Laurier stefnunni, en vinna á móti samsteypustjórninni eins og
áður.
En þegar til hins atriðsins kom var oss sagt að greinar vo'.vir
hefðu ekki birst og blaðið hefði ekkert skift sér af stjómmálum upp
á síðkastið vegna þess að stjórnarnefnd blaðsins hefði komið sér sam-
an um að “praktiskast” væri að láta sem mins't á sér bera fram yfir
kosningamar.
Vér spurðum þá hvort blaðið hefði svikið stefnu frjálslynda
flokksins og leiðtoga hans. Vér mintum á það að stefna Lögbergs
hefði ávalt verið sú hingað til að láta sem mest til sín taka fyrir kosn-
ingar; þá væri hverri stefnu mest blaðaþörf. Vér spurðum blátt
áfram hvort það væri með öllu ákveðið að frjálslynda stefnan skyldi
útilokuð frá blaðinu.
Oss var engu svarað öðru en því sama og áður að stjómarnefnd-
in hefði komið sér saman um að “praktiskast” væri að láta sem
minst á sér bera fram yfir kosningamar. þetta skildum vér þannig
a blaðinu hefði verið tylt upp á girðinguna eins og svarta kettinum
forðum og þar ætti það að sitja malandi og sakleysislegt fram yfir
kosningamar, reiðubúið að láta fallast í faðm Bordenstjómarinnar ef
hún yrði ofan á; fylgja Laurier áfram ef hann ynni sigur. Oss geðj-
aðist ekki að þessari stefnu og því var það að vér skrifuðum bréf það
er Lögberg birti 5. september. Bréfið er skrifað heima hjá oss og
afhent ráðsmanni Lögbergs 26 nóvember, 1917.
Vegna þess að vér höfum grun um að færri séu lesendur Lög-
bergs nú en þeir voru þegar vér vorum ritstjóri þess og vegna þess að
vér vitum að Voröld er lesin af mörgum sem ekki sjá Lögberg—eða
ekki lesa það—birtum vér hér bréfið. það sýnir betur en alt annað
hversu ákveðna skoðun vér höfðum, hvað vér álitum að Lögberg
væri að gera hversu langt það var frá vorri hugsun að snúast þótt
Lögberg snerist og hversu það hrygði oss að blaðið væri með hukli
þessu að hnekkja sínum eiginn heiðri: Bréfið er þannig:
“Winnipeg, Man., 26. nóv. 1917.
Til Útgáfunefndar Lögbergs.
Háttvirtu herrar!
Eins og yður er kunnugt, stendur nú yfir meiri og alvarlegri
barátta í stjómmálum landsins en dæmi séu til áður. Frá þessum
tíma og til 17. næsta mánaðar leggja hvortveggju málsaðilar Cram
krafta sína af alefli. Eg hefi alveg ákveðna stefnu í málinu, sem
kemur í bága við þá afstöðu, sem Lögberg hefir nú. Mér skilst það
vera hvoragu megin þótt komið sé fram að kosningum. Eins og ég
hefi áður látið í Ijósi, og þér vitið, hefir það verið mér kappsmá! aó
verða áfram ritstjóri Lögbergs og vinna því það gagn sem kraftar
þetta varð að samningum, og var það 2. desember 1917, en þann
3. byrjuðum vér aftur.
þegar vér komum heim aftur og höfðum ráðist hjá Lögbergi á
ný hélt konan því fram að ekki mætti treysta Lögbergingum og að
misráðið hefði verið af oss að trúa þeim; þeir væru vissir að bregðast
og snúast aftur hvenær sem, þeir sæju sér hag í því, þeir hefðu aðeins
orðið hræddir við stofnun nýja blaðsins og ætluðu að koma í veg
fyrir það fram yfir kosningarnar með þessu móti. Sama sögðu sumir
aðrir vorra beztu vina og töldu víst að þeir mundu reka oss frá blað-
inu ef Bordenstjórnin ynni en telja sjálfum sér heiðurinn af stefnu-
festunni ef Laurier yrði sigursæll. En vér trúðum þeim ekki. Skoð-
uðum hina sem trúverðuga menn—eins og sumir þeirra eru—og kom
ekki til hugar að þeir fetuðu í fótspor þýzkalandskeisara eða svik-
ullar stjórnar í því að ganga á gerða samninga. En þar sáu aðrir
betur en vér, hafa sjálfsagt þekt þá betur.
Nú líður og bíður; vér sem ætluðum oð gefa út nýja blaðið hætt-
um við það að sjálfsögðu og var það með sátt og samlyndi allra hlut-
aðeigenda, því þeir töldu ekki þörf á nýju blaði á meðan Lögberg
héldi frjálslyndu stefnunni. Eftir þetta byrjuðum vér að skrifa
creinar í Lögberg eins ákveðnar á móti samsteypustjórninni og
>kkru sinni fyr, eins og sést á blaðinu sjálfu. En samtímis því
birtast greinar eftir Dr. Brandsson með stefnu afturhaldsstjórnar-
innar.
Vor persónuleg skoðun er sú að hér hafi verið þannig leikið á
bak við tjöldin að blaðið hafi ætlað að tryggja sér otjórnardúsu hvor
flokkurinn sem kæmist að. Ef Laurier hefði unnið, þá mátti æfinlega
benda á greinar þær sem vér höfðum skrifað og þá hefðum vér, að
líkindum verið velkominn sem ritstjóri Lögbergs áfram, þá hefðu það
engin landráð verið að fylgja Laurier stefnunni—hún var þá orðin
ofan á. Á hinn bóginn ef Bordenstjómin sigraði þá mátti altaf
benda henni á greinar Dr. Brandssonar og sýna frsm á að blaðið hefði
verið með henni og stefnu hennar, á móti landráðamanninum honum
Laurier—þá þekti enginn þann mann, fremur en Krist forðum.
Með öðrum orðum vér álítum að það hafi verið kattar aðferðin
gamla að sitja á girðingunni og detta síðan í þá sængina sem mýkri
yrði eftir kosningamar. Oss skildist nú setningin að stjómamefnd-
armennimir hefðu komið sér sama um að það væri “praktiskast” að
láta sem minst á sér bera fram yfir kosningamar. Nú fóru kosn-
ingamar eins og þær fóru, Laurier varð undir, og á einni nóttu var
hann breyttur úr trúasta syni þjóðarinnar í lúalegasta landráðamann.
Enn hvað hún er sönn setningin hans Einars Benediktssonar: “því
sekur er sá einn er tapar.”
Vér komum heim úr kosningaleiðangrimim og ætluðum að
sjálfsögðu að setjast við skrifstofu borðið að Lögbergi, samkvæmt
samningi, en oss var þá tilkynt að stjómamefndin ætlaði að halda
fund og vildi að vér yrðum á þeim fundi. Fundurinn var kallaður;
vér komum þangað og spurði þá einn nefndarmanna oss hvemig
vér ætluðum nú að stjórna Lögbergi. Svar vOrt var þetta:
“Ég ætla að fylgja frjálslyndu stefnunni, eins og ég hefi gert;
til þess var ég ráðinn að blaðinu og með öðrum skilyrðum hefði ég
aldrei tekið við ritstjórn þess.”
“Já, en hvemig ætlarðu að koma fram gagnvaH ‘Union’ stjórn-
inni?” spurði einn nefndarmanna.
“Eg ætla að segja satt og rétt og hlutdrægnislaust frá kosning-
unum,” svöruðum vér. “Ég ætla að segja hvernig og með hvaða
meðölum þær unnust á aðra hlið og töpuðust á hina. Síðan ætla
ég að láta stjómina afskiftalausa þangað til hún hefir byrjað störf
sín, svo hægt sé að dæma hana sanngjmlega; þá ætla ég að unna
henni sannmælis fyrir það er hún kann að gera vel en ávíta hana hik-
laust fyrir hitt sem hún gerir illa.”
“Nei, það dugar ekki,” svaraði einn nefndarmanna. “Blaðið
verður að fylgja stjóminni.”
“Auðvitað verður blaðið að fylgja stjóminni sem er kosin af
fólkinu,” sagði annar nefndarmanna.
“Mér finst stefna doktorsins vera einstaklega sanngjöm,” sagði
sá þriðji.
“Hefirðu nokkuð fleira að segja doktor minn?” spurði einn.
Vér svöruðum neitandi, og var oss þá kurteislega gefið í skyn að vér
gætum farið af fundinum. það létum vér ekki segja oss tvisvar.
Næsta morgun fengum vér í postinum bréfið sem vér birtum í Voröld
20. ágúst s. 1.
pess skal getið að einn maður í stjórnarnefndinni kom ekki á
þennan fund; taldi ekkert fundarefni vera; kvað sjálfsagt að vér
værum kyrrir og blaðið héldi frjálslyndu stefnunni sem fyr. Annar
maður í nefndinni átaldi harðlega samnefndarmenn sína fyrir svikin
sem liann kallaði og sem oss fanst vera réttnefni. Einn maðurinn
(Framhald á næstu síðu).
Ur bænum.
William Christjánson sem hér var
lengi og vann fyrir Gordon, Ironsides
& Fares er að flytja í hæinn aftur.
Hann hefir dvalið í Saskatoon um
nokkur ár að undanfömu.
íslendingadagsnefndin heldur fund
á föstudaginn kl. 8 e. h. á skrifstofu
Heimskringlu.
Næsta blað flytur grein um Sigur-
lánið.
Wonderland ágætt þessa viku.
Orpheum—þar er nú komandi.
Sveinn Johnson, héðan úr bænum,
lagði af stað til Toronto í dag. Hann
hefir innritast í flugherinn.
Guðmundur Johnson flytur erindi í
Skjaldborg næsta sunnudagskveld, kl.
7. Sunnudagsskóli kl. 2.
Ungfrú Margrét Sveinsson, frá Nes
P.O., kom til bæjarins 1 vikunni sem
leið og fór heimleiðis á laugardaginn.
Jón Sigurðsson I.O.D.E., halda dans
4. október næstkomandi í samkomusal
“Oddfellows” á Kennedy . stræti
Spilaborð munu næg, svo þeir sem
ekki dansa, geti einnig skemt sér. Inn-
gangur 50 cent. Agóðanum verður
varið til að kaupa jólagjafir handa
hermönnum. Islendingar eru vinsam-
legast beðnir að fjölmenna.
— 1
S. Hákonarson kom til bæjarins
snemma í síðastliðinni viku, fór aftur
til Atikokan, Ont. um helgina er leið.
Fer að vinna þar fyrir C.P.R. félagið.
Mitchell & Co., Ltd., sem hefir
verzlun sína að 486 Main str., er mjög
áreiðanleg gullmuna verzlun. Látið
þá njóta viðskifta yðar.
pAKKLÆTIS YFIRLÝSING.
Eftir að hafa dvalíð hér i Winnipeg
og notið ógleymanlegra ánægju-
stunda á meðal íslendinga sem munu
verða á meðal okkar hjartkærustu
endurminninga fyrir þær, fyrir ástúð-
ina sem við nutum, fyrir gjafirnar sem
vlð þágum, fyrir alla viðkynninguna,
þökkum við innilega.
Með kærri kveðju og beztu óskum
:til íslendinga I Winnipeg. Og sér-
staklega til íslendingadagsnefndarinn-
ar.
Winnipeg 15. september 1918.
Anna Jónsson,
Einar Jónsson.
Glaðar stundir um kveðjufund E.
Jónssonar og fyrirlestur og mynda-
isýningu Hólmfríðar Arnadóttir, biða
næsta blaðs. Sömuleiðis tvær
myndir og margt fleira sem rúm ekki
leyfði.
ISLENDINGAR FALLNIR OG
SÆRUIR.
1. J, H. Baldwin; Winnipeg, særður.
2. S. C. Goodmanson, Winnipeg,
særður.
3. B. Magnússon, Piney, veikur af
gasi.
4. S. ólafsson, Winnipeg, fallinn.
5. Thorarinn Finnbogason, Lang-
ruth, særður.
6. Kári Hannesson, Winnipeg,
særður.
7. Lieut. Frank Frederickson, Win-
nipeg, særður.
8. John Sigurðsson (frá Svigna-
skarði) Winnipeg, særður.
9. Lieut. H. Johnson, Winnipeg,
týndur.
Q>'<—»-o-—-o-a^»-o-—>.()-^^».()-«
Vér
höldum
Ij
í?
i!
í!
í!
í!
ji
ií
j
i
i
I
I
—áreiðanleik klæðaverzlun-
ar koma í ljós bæði í gæðum
og verði þeirrar vöru sem
sem hún selur.
—að hann komi fram í við-
skiftagreiðleika og betra
verki en aðrir geta leyst af
hendi; í því að biðja um
lægra verð fyrir sömu vöru.
—vér höldum að það sé æði
léleg búð þar sem ekki borgi
sig eins vel að kaupa og að
selja.
—vér höldum að þeir sem
koma inn til vor vegna aug-
lýsinga fari ekki frá oss án
þess að kaupa föt, og að þeir
komi aftur.
—vér álítum að bezta fata
auglýsing í heimi séu föt og
yfirhafnir sem vel líkar.
—að bezta spnnun fyrir
góðu peninga virði sé það að
þér munið auðveldar eftir
því sem þér keyptuð en því
sem þér borguðuð.
—að í haust séu föt hjá
STORY & STORY betur
gerð, betur mæld, en þau
hafa nokkru sinni verið áð-
ur og verðið er ekkert hærra
en þér borgið fyrir venjuleg
föt.
Hobberlin sniðin (öt
búin til eftir máli og
tilbúin til notkunnar
$25 til $60
THE HOUSE OF HOBBERLIN
LTD.
Tailors to Canadian Gentlemen
350 Portage Ave.