Voröld - 17.09.1918, Blaðsíða 5
Wínnipeg, 17. september, 1918.
VORÖLD
Bls. 5
sem, eftir því sem vér vitum bezt, vildi aldrei láta blaðið snúast, fór
dr nefndinni skömmu síðar og afsagði að vera í kjöri—líklega vegna
anna. ,
Nöfn allra mannanna hvers um sig skulum vér greina ef krafist
verður af þeim er vald hefir til. Og vilji einhver bera á móti því að
sagan sé rétt sögð getum vér svarið að hvergi er máli hallað, en
því ræður fólk hvor eiðurinn sé talinn meira virði ef aðrir vilja sverja
hið gagnstæða.
pessar síðustu kosningar verða stórt atriði í sögu Canada og sá
þáttur sem Vestur-íslendingar tóku 1 þeim verður áberandi og fjöl-
ræddur kafli í sögu þeirra; þess vegna ritum vér ítarlega um þetta
mál eftir að vér höfum verið neyddir til að lyfta tjaldinu, birtist þar
leikurinn augum íslendinga eins og hann var.
þess má geta að fyrsta blað Lögbergs sem út kom eftir að stjórn-
amefndin fékk oss til að taka við blaðinu aftur með þeim skilyrðum
sem skýrt er frá, var prentað 6. desember og flutti afsökunargrein
fyrir því að engin stjórnmálastefna hefði verið þar um tíiua; sú grein
birtist í næsta blaði Voraldar. (Framhald.)
TIL LEIDBEININGA.
1. apríl 1914 tók Sig. Júl. Jóhannesson við ritstjórn Lögbe'rgs með
þeim skilyrðum að fylgja fram skoðunum frjálslynda flokksins, sem
þá hafði tekið á stefnuskrá sína beina löggjöf, jafnréjti kvenna og
vínsölubann; en það voru mál sem hann hafði unnið að og unnað frá
barnæsku.
1. september sama ár var honum sagt upp stöðunni fyrirvara-
laust vegna tveggja greina sem hann hafði skrifað um stríðið.
1. október 1915 tók hann aftur við stjórn blaðsins og stjómaði
því stöðugt þangað til
26. nóvember 1917; þá sagði hann af sér ritstjórninni fyrir þá sök
að útgáfunefndin hafði tekið þá ákvörðun að útiloka frá blaðinu
stefnu frjálslynda flokksins.
l.desmeber 1917 réðst hann að blaðinu aftur og tók uppsögn
sína til baka með þeim skilyrðum að blaðið yrði aftur frjálslynt og
hann hefði við það óbundnar hendur.
21. desember 1917 var hann rekinn frá blaðinu fyrirvaralaust
sökum þess að hann vildi unna Bordenstjóminni sannmælis bæði í
góðu og illu, en útgáfunefndin krafðist þess að stjórninni yrði fylgt
í öllu.
í mörgum tilfellum að sækja mentun sína til útlendra mentastofnana;
en að njóta hærri mentunar í útlöndum er dýrt og ókleift fátækum
mönnum styrktarlaust og því ekki ólíklegt að einhverjum efnilegum
og framgjörnum Islendingi komi það vel að geta notið fjárhagslegra
hlunninda við eina hina fullkomnustu mentastofnun norðurlanda, há-
skólann í Kaupmannahöfn. Um það hversu vel þessum sjóðum að
öðru leyti verður varið til eflingar fyrirhugaðrar andlegrar sam-
vinnu milli landanna verður ekki sagt fyr en stofnskrá þeirra verður
samin.
Öheppilegt verður það samt að teljast að hvor háskólinn fyrir
sig skuli eiga að semja þessa stofnskrá; langt um heppilegra virðist
það mundi hafa verið að kjörin nefnd af háskólaráði beggja skólanna
hefði ynt það verk af hendi og ákveðið hvernig sjóðunum skyldi
varið, til þess að tryggja betra samræmi í fyrirkomulaginu og sjá
um að rétti livorugs landsins væri hallað.
Hið þriðja sem liggur fyrir til athugunar er kostnaðurinn. Sann-
gjarnlega virðist mega heimta það af báðum löndunum að þau hvort
í sínu lagi leggi fé fram til eflingar andlegri samvinnu þjóðanna. En
séu þær tvær miljónir króna, sem ríkissjóður á að greiða, skoðaðar
sem réttmæt skuld, sem Dönum beri að greiða Islandi fyrir andvirði
seldra konungsjarða o. s. frv. sem runnið hafði inn í ríkissjóðinn, eiga
Islendingar að standast allan kostnaðinn, sem væri mjög ósanngjamt
einkum þegar helmingurinn af þessu fé á að verða algjörlega undir
vörzlun og varðveizlu Dana sem stofnfé sérstaks háskólasjóðs hjá
þeirn sjálfum. Annars hefir mönnum aldrei komið saman um þá
fjárupphæð sem landið eigi hjá Dönum. Fimm manna nefnd (2 Is-
lendingar og 3 Danir) var sett af konungi 1861 til þess að rannsaka ^ jg*8'
þetta mál. Jóni Sigurðssyni, einum af nefndarmönnum taldist svo
til að Islnednigum bæri undir 240 þúsund krónur sem árs tillags úr
ríkissjóði, en hinir nefndarmennimir, sem voru þó ekki sammála um
upphæðina, reiknuðu þetta árs tillag sem Islandi bæri að réttu miklu
lægra. Heppilegast mundi því hafa verið, að því er virðist, að
skuldaskifti landanna hefðu verið rannsökuð af hæfum mönnum, jafn
mörgum frá hvorri þjóð með oddamanni frá hlutlausu landi og þann-
ig sanngjarnlega ákveðin sú fjárupphæð sem landinu bæri að réttu,
en skifta svo kostnaðinum af hinni fyrirhuguðu andlegu samvmnu
milli landanna með bróðurlegu tilliti til efna og gjaldþcls beggja
þjóðanna.
(Framhald)
Nokkrar hugleiðingar um frumvarpið
Eftir Séra Halldór Jónsson.
II.
Sóttvarnir í hernaðinum
(Framhald frá 1. síðu)
það er svo ráð fyrirgert í frumvarpinu að Danir annist um
strandgæzluna eins og liingað til. þetta er sjálfsagt óumflýjanlegt
þar sem landsmenn eiga sjálfir ekkert varðskip, en bráðnauðsynlegt
að geta varist yfirgangi útlendra fiskimanna sem eru æfinlega vísir
til óspekta og yfirgangs eins og f jölda mörg dæmi um landhelgisbrot,
og ójöfnuð þeirra fyrr og síðar hafa berlega sýnt,. Nægir í því efni
að benda á aðfarir útlendu botnvörpunganna sem drektu fjórum
mönnum af Hannesi Hafstein á Isafirði og fóru með annan íslenzkan
sýslumann nauðugan til Englands fyrir nokkrum árum síðan. Ilitt
er og í alla staði eðlilegt að herskip úr sjóher Dana sigli undir Dönsk-
um fána. þetta ákvæði er því samt ekki til fyrirstöðu að landsmenn
sjálfir taki að sér strandvarnir ef þeir óska. þá er ennfremur gert
ráð fyrir því að Islendingar geti ef þeir óska komið upp eigin pen-
inga sláttu. Gildi þessa atriðis liggur í þeim ágóða sem Island gæti
haft af því að búa til sína eiginn peninga í staðinn fyrir að borga
Dönum fyrir slátt hinnar gildandi peninga-myntar. Gert er einnig
ráð fyrir því að hin gildandi mynt, Danska myntin, haldist jafnt í
báðum ríkjunum.
Heyrst hafa óánægjuraddir um það ákvæði frumvarpsins að
hæstiréttur Dana skyli halda áfram að vera æðsti dómstóll í íslenzk-
um málum. En hér er þess fyrst að gæta, að Islendingar geta hve-
nær sem þeir vilja breytt þessu með einföldum lögum, með því að
stofna æðsta dómstól í landinu sjálfu, enda sýnist það illa samrým-
anlegt við stjórnarfarslegt sjálfstæði landsins að landsmenn verði að
hlýtu útlendum dómstóli um mál sín, en sem stendur eiga Islendingar
engan þann dómstól sem getur komið í staðinn fyrir Hæstarétt
Dana og þetta því sjálfsagt notað sem bráðabyrgðar ráðstöfun. Gert
er ennfremur ráð fyrir að einn Islenzkur dómari sé skipaður við
hæstaréttinn og er þetta að sjálfsögðu gert til þess að maður með
sérþekkingu á Islenzkum högum eigi þar sæti þegar sá dómstóll á um
íslenzk mál að fjalla, en atkvæða litlir yrðu þó íslendingar í rétt-
inum, því í honum eiga 24 dómarar sæti.
Fjórða grein frumvai-psins fjallar fyrst um Dansk-íslenzka
nefnd, kjöma af réttum Dönskum og íslenzkum stjórnarvöldum til
þess að semja ítarleg lög um ýms sambandsmál landanna, svo sem
póstsamband þeirra, þráð- og loftskeyta mál og vigt o. s. frv.
þó er svo ráð fyrir gert í þessari grein, að öllum skuldaskiftum
Iandanna sé lokið, með því að ríkissjóður Dana hætti að borga þau
60 þús. krónur sem hann hefir hingað til greitt landsjóði, sem vexti
af skuld þeirri er íslendingar áttu hjá Dönum, en greiði í stað þess
2 miljónir króna í eitt skifti fyrir öll. Skulu af fé þessu stofnast
tveir sjóðir sem verjist til þess að efla andlega samvinnu milli land-
anna styrkja íslenzka námsmenn, og að styðja að íslenzkri vísinda
8tarfsemi.
Hér er þrent til athugunar. Fyrst: Er andleg samvinna milli
íslendinga og Dana nauðsynleg? Annað: Er þetta heppilegasta
leiðin til slíkrar samvinnuf þriðja: Borgar Island aðeins réttan
hlutfalls kostnað af þessu fyrirtæki?
Allir rétt hugsandi menn munu fúslega við það kannast að and-
leg samvinna milli Islands og hinna norðurlandanna sé bæði sjálf-
sögð og nauðsynleg. Að efla þekkingu norðurlandabúa á tungu
vorri og bókmentum ætti að vera okkur hin ljúfasta skylda, og ef vér
ræktum hana vel mætti svo fara að færri Islenzkir rithöfundar freist-
uðust til þess að skrifa ljóð sín, leikrit og sögur á útlendum málum
en létu hina íslenzku sál birtast í sínum eðlilega búningi, íslenzkunni
—tungu feðra sinna, en létu svo aðra hafa fyrir því að snúa bókum
sínum á erlend mál. Hitt er og jafn víst að vor norræni þjóðarandi
þroskast bezt í andlegu samneyti við frændur vora, með því ag fylgj-
ast með öllu því helzta sem hjá þeim gerist og eignast með þeim, alt
það bezta sem með þeim þróast. ^
þá komum við að næstu spurningunni, hvort þetta muni reyn-
ast heppilegasta aðferðin til þess að koma slíkri andlegri samvinnu
i framkvæmd? Ef til vill hefðum við heldur kosið að allir þessir
peningar gengju til háskólans í Reykjavík. En háskóli vor, jafn
ágætur og hann mun þó vera, er alt of fátækur og fáliðaður til þess
að veita nauðsynlega mentun í öllum greinum hinna æðri vísinda,
sem búast má við að vaxandi fjöldi Islenzkra námsmanna og náms-
meyja stundi í framtíðinni, það er því auðsætt' að Islendingar verða
kap., skipar hann svo fyrir: ‘ ‘}>ú skalt
hafa afvikinn stað fyrir utan herbúð-
irnar; þangað skalt þú fara erinda
þinna; og þú skalt hafa spaða í tækj-
um þinum, og er þú þarft að setjast
niður úti, þá skalt þú grafa holu með
honum, moka þvi næst aftur yfir og
hylja saurindin.” '
pað þarf ekki að fara aftur í forn-
öld til að finna dæmi þess hve dren-
sóttir hafa lagt að velli ógrynni liðs.
peim varð hált á því, Frökkum og
Englendingum í Krímstríðinu 1855,
lá þá við sjálft að þeir heyktust á
því, ásamt Tyrkjum, að geta unnið
á Rússum í Sevastopol. Taugeveiki
og aðrar skæðar sóttir strádrápu fyrir
þeim hermennina. pá var iíka sjúkra-
hjúkrun í mesta ólagi. En þá kom til
sögunnar, eins og af himnum send,
ágæt hefðarkona ensk, Florence 'Nigh-
tingale. Hún fór þangað austur ásamt
flokki hjúkrunarkvenna, sem hún
stjórnaði, til að liðsinna fárveikum
hermönnum. Og hennar dæmi og
góðu ráðum var það að þakka, að
skipulag komst fyrst á sjúkrahjúkr-
jginklofa. pað hefir komið í ljós, að
I sumstaðar ef jarðvegurinn morandi
i af ginklofabakteríum. Hver særður
hermaður, sem útatast af mold, eins
og oft vill verða i stórskotahríðinni,
hann á á hættu að fá stifkrampa. Sem
betur fer, er hægt að koma í veg
fyrir þennan hryllilega og hannvæna
sjúkdóm með serurn, sem unnið er úr
hrossablóði, líkt og barnaveikisserum.
Pasteurstofnunin býr til þetta serum
fyrir bandamenn. Til þess fékk hún
frá frönsku stjóminni 800,000 hesta.
petta atvik út af fyrir sig gefur dá-
litla hugmynd um alla þá fyrirhöfn
og þann kostnað, sem stríðinu fylgir.*
Eitt var það, sem fljótt varð alment
umkvörtunarefni í skotgröfunum.
pað var lús. Hermennirnir urðu mor-
andi af þeim óþverra. petta hefði
nú máske þótt þolandi eftir nokkurs
tlma vana, hefði ekki böggull fylgt
skammrifi. Menn fóru að sýkjast af
útbrotataugaveiki. petta var einkum á
austurvígstöðvunum, þar sem þjóð-
verjar áttu I höggi við Rússa, og
útbrotataugaveiki er vondur gestur,
verri talsvert en venjuleg taugaveiki
og befir lengi illræmd verið á hern-
aðartímum. Danir kalla hana hung-
urtaugaveiki. pví áður héldu menn
un í hernaði, sem siðan hefir farið að hún hlytist af hunSri °S harðrétti
stöðugt batnandi. Jafnvel í stríðinu t
1870—’71 dóu fleiri hermenn á sótt-
arsæng en af sárum. Nú er hins veg-
ar skipulag allra sóttvarna i hernaði
komið í svo gott horf, að þó nú hafi
verið barist I næstum 4 ár — margar
miljónir saman — langtum, langtum
fleiri en nokkru sinni áður, þá hefir
þó enn ekki gosið upp nein drepsótt
sem ekki hafi að mestu leyti verið
stöðvuð í fæðingunni. petta er að
þakka framförum í læknisfræði, —
þakka þvi, hvað læknar kunna nú að
lengja lif manna betur en áður, með
því að koma í veg fyrir drepsóttir, en
það er meðfram að þakka því, að nú
hafa þeir sem völdin hafa betur vit
á því að nota vit læknanna og gefa
þeim völd i hendur, til að framkvæma
það sem þarf. f þessu hefir þýzka
herstjórnin gengið á undan öðrum til
fyrirmyndar. pað kom t. d. berlega í
ljós í fransk-þýzkastríðinu. Krank-
feldni var miklu minni í þýzka hern-
um, en þeim franska. Frakkar mistu
mesta sæg af sínum mönnum úr bólu-
sðtt, en pjóðverjar örfáa. En það
var af þvi að þýzku hermennirnir
voru allir bólusettir, en Frakkar ekki.
Japanar unnu frægan sigur á Rúss-
um 1904—1905. pað var mikið af því,
að þeir höfðu lært af þjóðverjum al!s
konar varúð gegn sóttum í hernaði.
pað vakti töluverða eftirtekt þá,—
þó það þyki ekki neitt tiltökumál nú,
heldur sjálfsagður hlutur — að þeir
sendu ætíð sveit af læknum á undan
hernum, til að kanna þá staði, þar
sem holt væri að tjalda eða setja nið
ur herbúðir. peir athuguðu jarðveg-
inn, hvort þur væri eða rakur, hvern-
ig háttað væri til fráfærslu, skoðuðu
vatnið með smásjá og öðrum bak-
teríurannsóknartækjum o.s. frv.
1 hernaðinum nú hefir hver her-
deild meðferðis vagna með risavöxn-
um kötlum, til að eima drykkjarvatn.
pað er talið nauðsynlegt.til að koma
í veg fyrir taugaveiki og kóleru. Jafn-
vel í skotgröfunum er vandlega séð
um burtrýmingu sorps, og salerni út-
búin sem tryggilegast. Nú er ekki
lengur látið nægja að bólusetja her-
mennina gegn bólu, heldur eru einnig
þegar þurfa þykir heilum hersveit-
hallærum. Við rannsókn læknanna
kom í Ijós, að iús og útbrotatauga-
veiki fylgdust að, og skýrðu menn
það þannig, að lúsin mundi flytja
sóttkveikjuna mann frá manni, en
sóttkveikjan hefir ekki, fundist enn,
ef til vill af því engin smásjá get-
ur stækkað hana. nógu mikið. út,-
brotataugaveikin hefir leigi verið
landlæg í Rússlandi og meðal hálf-
mentaðra þjóða i Asíu. Nú þótti ilt
að hleypa henni inn í pýzkaland. pá
var það ráð tekið, at útrýma allri
lús af hermönnum þeim, sem fengu
heimfararleyfi eða voru fluttir til
annara stöðva. En þetta var ekkert
smáræðis-fyrirtæki. pó var því kornið
í verk eftir nokkra íhugun, og þykir
nu varla í frásögur færandi, en I byrj-
uninni þóttu það býsna mikil tíðindi,
er daglega fór fram aflúsun mörg þús-
und hermanna. Læknarnir voru í
fyrstu í nokkrum vafa um, hvernig
ætti að drepa lúsina. Að vísu þekt-
ust ýms ráð, svo sem kembing og
þvottur, en nú var um að gera, að fá
handhæga, fljóta aðferð. apð voru
til ýms alþekt lúsalyf, eins og t. d.
lúsasmyrsl, súblímatedik, sabadillu-
fræ, piparmyntolia o. fl. Hermennirnir
reyndu þessi lyf, og það dró dálitið Úr
aðsókninni, en dugði ekki -til hlítar.
Bakteríufræðingar tóku málið til it-
rekaðrar yfirvegunar. í þýzkum lækn-
atímaritum hafa staðið langar grein-
ar um þessi efni. pjóðverjinn lagði
heilann í bleyti, til að finna ráð við
lúsinni. peir ræktuðu lýs bæði á
sjálfum sér og í vermireitum og not,-
' | uðu ýms ráð til að koma þeim fyrir
kattarnef. Lýsnar þoldu furðanlega
ýmislegt mótdrægt, jafnvel heljar-
kulda; en sult þoldu þær illa. Séu t.
d. lúsug föt látin ofan í kistu bg látin
liggja þar i 3 vikur, drepast allar lýs
úr hungri. En niðurstaðan varð þó
sú, að ekkert öruggara, fljótara og
hentugra ráð sé betra til að eyða lús
en suða í vatni, eða öllu heldur sjóð-
heit vatnsgufa — og það ráð hefir
verið notað á vígstöðvunum. par
hafa verið bygðir geysistórir timbur-
skálar, sem gætu rúmað mörg þúsund
hermenn. Skálanum er skift í tvent.
í fremri hluta hans afklwðast dátarnir
hverri spjör. peir fá hver sitt núm-
um gefin varnarlyf gegn öðrum sótt- er og tilheyrandi poka. par hengja
um t. d. taugaveiki og stíkrampa eða J þeir fatnað sinn og lausa muni úr vös-
um í poka. Pokinn — eða pokarnir
renna síðan á streng, sama augnablik-
ið og þeim er steypt inn í innri klef-
ann, en í sambandi við hann stendur
eimreið og streymir úr eimreiðarkatl-
inuni sjóðheit gufa inn á öll plöggin
Meðan á þessu stendur eru dátarnir
látnir jóðla sig alla í sápu, — þeir eru
rákaðir og nauðkliptir og síðan fá þeir
duglegt heitt’ steypibað, — síðan eru
þeir þurkaðir og þegar þeir opna svo
skápa sina, eru fötin og dót þeirra
komið á sinn stað og geta þeir nú
klætt sig og farið I friði, en fyrst
verða þeir þó að fá lúsarvottorð, —
þvi án þess þykja þeir ekki I húsum
hæfir heima fyrir og eru þá sendlr
til baka “til að sækja seðilinn sinn.”
Með þessum ráðum hefir tekist að
koma algerlega í veg fyrir útbreiðslu
útbrotataugaveikinnar.
pið sjáið af þessu, að það þarf
töluverða fyrirhyggju að hafa, til að
hugsa um vellíðan hermannanna, en
á því ríður, til að mega treysta þeim
í atlögunum. En hér hefi eg að eins
minst á nokkur atriði.
pað getur ekki hjá því farið, að
fillur sá aðbúnaður og öll sú ráðs-
menska og búsýsla í stórum stíl, sem
hermennirnir hafa daglega fyrir aug-
hjá þeim ýmsar
Má því segja um
þessa styrjöld, eins og marga aðra
bölvun: “fátt er svo með öllu ilt að
ekki boði nokkuð gott.”
pegar Englendingar lentu í þessum
ófriði, voru þeir í flestu alveg óvið-
búnir. peir hafa þurft, ef svo má
segja, að byrja á stafrofinu. En þeir
hafa með dugnaði komið svipuðu
skipulagi á hjá sér og því sem tiðk-
ast hefir hjá Frökkum og pjóðverj-
um. En nú eru ýmsir góðir menn* á
Englandi farnir að hugsa lengra. paö
er ekki nóg að bera einungis um-
hyggju fyrir velferð hersins, sjá her-
mönnunum fyrir nesti og nýjum skóm
og láta þá ekkert vanta til þrifnaðar
og velgengis. Heima fyrir er annar
her margfalt stærri, sem hinn er með-
fram útgenginn frá, bein af hans
beinum og hold af hans holdi. En
sá her hefir ætíð vanræktur verið og
hefir hangið á horreiminni, vafinn
skorti, heilsuleysi og löstum. pað eru
þúsundirnar hinna andlega og lík-
amlega voluðu, sem fylla ömurleg-
ustu stræti stórbæjanna. pessi her er
meira og minna hlaðinn kaunum og
klæddur tötrum. Hann eitrar frá sér,
því hann og hreysi þau, sem hann býr
í, eru hreinar gróðrarstíur fyrir lífs-
hættulegar sóttkveikjur, sem vofa yf-
ir velfeð allrar heildarinnar eins og
Danióklesar sverð.
Lengi hafa margir framfaramenn
einkum meðal lækna, séð þá hættu,
sem þjóðfélaginu stafar af þessum
vesaldarlýð og viljað úr bæta, en
þeir sem völdin hlafa, hafa lítið sint
þvi eða ekki treyst sér og haft ann-
að fyrir stafni, sem þeir héldu mik-
ilsverðara. En nú í stríðinu, þegar
skorin hefir verið upp herör um
alt land og fengist færri en þurfti
af liðsmönnum, þá hefir mörgum
orðið vonbrigði að þvi hve fáir töld-
ust hluttækir af þessum hörmunga-
her; þó höfðatalan væri nóg. En úr-
ættaðir, úttaugaðir og áfengíseitraðir
ræflar þóttu ekki vænlegir til víg-
gengis og þeir hinir sömu munu ekki
geta af sér afkvæmi ábyggileg til
landvarna framvegis. pað kemst ekki
einu sinni svo langt, að afkvæmin
komist á legg. Barnadauðinn er svo
óttalegur í fátækrahverfum stórbæj-
anna á Englandi. — Englendingar
gætu því máske með sanni sagt nú
í ófriðnum, eins og Hamdir forðum,
þegar hann megnaði ekki ásamt Sörla
bróður sínum að vinna á Jörmunreki
Af væri nú höfuðið, ef Erpur
lifði” — en Erp höfðu þeir bræður af
fólsku og fantaskap svipt fjörvi um
morguninn.
Nú sjá allir að við svo búið má
ekki standa. pað vakti eftirtekt í
parlamentinu nýlega, sem einn ráð-
herranna sagði. Hann var að tala um
fólksekluna á Englandi. Herinn þarf
stöðugt að aukast, en heima fyrir
þarf svo margt ag vinna. pess vegna
hefir þurft að flytja inn Kínverja og
Svertingja til að vinna í námum og
verksmiðjum. Og í sambandi við
þetta mælti ráðherrann (Rhonda hét
hann og var matvælaráðherra) eitt-
hvað á þessa leið: “Areiðanlegur
læknir skýrði mér frá því, að ár-
lega dæju í Lundúnaborg 50,000 ung-
börn, sem með tiltölulega hægu móti
mætti halda lífinu i og gera að nýtum
borgurum. Og hann færði góð rök
að sínu máli. pað væri i rauninni
ofur einfalt ráð sem dygði, en hefði
auðvitað töluverðan kostnað í för með
sér, og það væri: annaðhvort að taka
bömin af mæðrunum til fósturs, eða
taka mæðurnar, gefa þeim að eta og
kenna þeim að uppfóstra börnin í
stað þess að láta þær lifa sjálfala 1
örbirgð og, eins og stundum vill til,
láta þær ganga um göturnar drukkn-
ar af whisky og gefa jafnvel börnun-
um whisky í pelann til þess að fá þau
í værð.”
petta vakti mikla athygli í þing-
salnum og þessi ræða var prentuð i
öllum blöðum og mikið rómuð.
Nú, þegar Englendingar eru i
mannhraki til að geta drepið pjóð-
verjann og látið kné fylgja kviði, þá
skilst þeim það sem þeim'hefir illa
skilist áður, að þeir eiga ekki að láta
afskiftalaust; hvernig fer um smæl-
ingjana I sínu eigin landi,
Og nú, þegar ekki er horft í að
eyða mörgum þúsundum miljóna
sterlingpunda á degi hverjum til að
drepa annara þjóða menn, þás ýnist
lítið muna um þó fáeinum miljónum
króna væri varið til að bjarga sín-
um eigin börnum frá dauða.
Til þess að byrja á framkvæmd-
um í þessa átt hafa Englendingar
stofnað nýtt ráðaneyti — ministry of
health, eða heilbrigðisráðaneyti. petta
ráðaneyti á að hafa yfirumsjón með
öllum heilbrigðismálum þjóðarinnar.
pað á að taka i þjónustu sina mesta
sæg af læknum sem starfi aðallega
að því að koma I veg fyrir sjúkdóma.
öldungis eins og læknamir i hernum
vaka yfir heilbrigðisástandinu í her-
búðunum til þess að koma i veg fyrir
sjúkdóma svo að heilsuleysi hamli
ekki hermönnum þegar á hólminn
er komið,, eins þarf árvakra lækna
heima fyrir, til að vaka yfir velferð
þjóðarinnar í heild sinni. Til þessa
hafa læknarair einkum haft það staif
með höndum að lækna sjúkdóma, en
framvegis á aðalhlutverkið að vera
að koma í veg fyrir þá, ekki minst
meðal fátæklinganna, sem mest er
skeinuhætt, en það hefir meðfram
verið fyrir það, að þeir hafa ekki
haft ráð á að leita sér læknisráða
í tæka tið. En fátæklingarnir eiga
framvegis jafnvel ekki að þurfa að
leita læknis, læknirinn á að leita
þeirra, leita eftir eymdinni hvar sem
hún er, til þess að hægt verði að
bæta úr henni.
pegar ég var í London fyrir 12 ár-
um síðan, rakst ég þar á bók eftr
enskan lækni, Dr. Moore: “The
Dawn of the Health Age” (Afturelding
nýrrar heilsualdar). Ég las þessa
bókXaf því titillinn vakti forvitni
mina, og eg iðraðlst ekkert eftir, því
ég varð hrifinn af hinum róttæku og
röggsamlegu kenningum þessa starfs-
bróður, sem í þessu riti gerðist tals-
maður einmitt þeirra endurbóta í öllu
heilbrigðiseftirliti og á allri lækna-
skipun sem nú á að koma í fram-
kvæmd. — pá var þessari bók og
þessum kenningum lítill gaumur gef-
inn og’ ég sá hvergi höfundarins að
nokkru getið. En nú eru tímarnir
aðrir — nú skilja Englendingar kenn-
ingu hans og ætla að taka hana til
greina. peir hafa síðan hún kom
fram orðið talsvert klókari, þó fræðsl-
an væri dýr. peir finna til þess nú,
að gott hefði verið að eiga nú tíl
taks þúsundir ungra manna og hlut-
gengra til hernaðar af þeim sæg, sem
dó ómálga fyrir hirðuleysi og sam-
úðarleysi mannfélagsins. Og þó ekkl
sé komið I Ijós shrdlu cmiwyp bgkéj
sé komið í eins ilt efni fyrir Eng-
lendingum eins og Hamdi forðura,
hygg ég þó að mörgum þeirra verði
á að hugsa líkt og hann: “Af væri
nú höfuðið, ef Erpur lifði.”
—Lögrétta.
EKKERT fslenzkt heimili
vera án bamablaðs.
ættl að
EKKERT hjálpar eins vel til að halda
við hljómfagra málinu okkar hér
vestra; eins og skemtilegt barna
og unglinga blað.
EKKERT hefir eins góð og heilnæm
áhrif á hugsanir barna og ungl-
inga eins og góðar sögur og rit-
gerðir í blaði sem þau álíta sitt
eigið; sem þau una við og gleðjast
yfir.
EKKERT hefir skort eins tilfinnan-
lega hér á meðal Vestur-íslend-
inga eins og einmitt sérstakt
bama og unglinga blað.
pessvegna er "Sólöld” til orðin. Eng-
inn sem ann viðhaldi íslenzks
þjóðemis ætti án “Sólaldar” að
vera.
KAUPID “SÓLÖLD I DAG.
KENNARA VANTAR.
fyrir Nes skóla, South, frá 1. október
til 15. desember, 1918, og frá 1. janú-
ar, 1919 til 31. maí. Tilboðum veiTt
móttaka til 20. september, 1918. Kenn-
ari þarf að hafa annars eða þriðja
stigs mentapróf og tiltaka hve miklu
kaupi er óskað eftir.
Nes P.O., Man., 6. september, 1918.
ísleifur Helgason,
Sec.-Treas.
Business Course
er heróp nútfmans—Allir keppaat vlð
að hafa melri eða mlnni þekkingu á
verzlunarmálum.
TÆKIFÆRIN VIDA
Alataðar skortir menn og atúlkur með
reynslu og þekkingu, þó hvergl eina
og f verzlunarhúsum og á skrifstofum
GÓDAR STÖDUR BIDA
þesa sem aðeins undirbýr sig.
Marga langar til að fara á vnrzlunar-
skóla, sem eiga við erflðleika að
strfða. peim býður “Voröld”
FYRST—10 prósent afslátt af sex
mánaða námsgjaldi á einhverjum
af þremur beztu verzlunarskólunum
hér f Winnipeg.
ANNAD—pægitega borgunar skll-
mála.
pRIDJA—Tækifaeri til að vinna af
sér námsgjaldið.
SKRIFID TIL VORALDAR
petta er aðeins fyrir áskrifendur.