Voröld - 11.11.1918, Side 3
Wir.rúpcg, 12. uóvcmLfcr, 181S.
YOBÖW
Bla. S
KJÖT EDA KLAUFLAX
1 bleytuhríðarsuddaveðri hérna um
daginn sá ég Snata frá Vaðbergi vað-
andi á söxunum ofan í bæinn likt og
auðara* eftir skotálabát. Forin hviss-
aðist báða vegu undan fótum hans.
Hann bar fljótt að.
"Hvað liggur á,” kallaði ég til hans.
“pað á að stinga upp í hann Gisjúl i
dag, svö ekki komi bops úr honum
framar, og ég er á leiðinni til að
vera við,” svaraði hann. "pað verður
gert í löggæzluréttinum jöfnu báðum,
miði munda og miðju nóni,” bætti
hann óaðspurður við.
Ég þóttist vita af orðum hans að
eitthvað sögulegt stæði til, og þvi
slóst ég í för með honum og skálmuð-
um við saman til réttarmótsins. Á leið-
inni sagði hann mér frá málavöxtum,
sem ég raunar vissi áður, að úrfeldum
ýkjum hans og rangfærslum, hér um
bil á þessa leið:
JJað er alkunna, að fyrri stjórnin
setti allskonar króka á stjórnarbákn
landsins til þess að kræla fé á þeim
af alþýðu handa sér og liði sínu, vóru
fépíndir háfðar i frammi við almenn-
ing um langt skeið og allt þar til að
keyrði svo úr hófi, að almenningur
reis upp og rak stjórnina af sér með
harðri hendi. þá tóku við völdum
þeir mennirnir, sem mest og bezt
höfðu talið á ósvinnu stjórnarinnar og
jafnaðarlega lofað að taka alla fé-
króka af stjómarbákninu, óðara en
þeir væru settir að stjórn. pegar
þeir komust að gerðu þeir það samt
ekki. peir létu krókana sitja þar
sem hver var kominn, meira að segja
héldu sömu mennina við þá—líklega af
því þeim hefir þótt þeir mundu lipr-
astir i hendi og æfðir að kræla. Eina
breytingin, sem þeir gerðu, var sú að
þeir brugðu “einingar” snarvölu á
alla saman krókana, svo þeir ynni allir
saman. og eins margir og viidu í senn.
Var þess ekki lengi að bíða, að alþýða
manna varð þess vís, að hún var kom-
in frá einni plágu í aðra enn þá verri,
þó hugað hefði sér áður gott til glóð-
arinnar af stjómarskiftunum.
Einn af krókunum er hin svonefndi
kjötkrókur og er í því fólgin, að öll-
um er forboðið að selja eða hafa kjöt
á borðstólum, nema leyfi hafi fengist
til þess frá þeim manni sem settur er
við þennan krók á stjórnarbákninu.
Króknum er vitaskuld beitt svo, að
aðrir prangi ekki með kjöt en þeir
sem eru í náð háherranna. öngva
hefir þó átt að leika grárra á krók
þessum en Mörlanda, sem aldrei hafa
lagt sér til munns svínafæðu.
peim var gerður sá grikkur að
kjötbúð þeirra sem þeir em bendlaðir
við að mörlenzkum sið, var mútað
fimtán þúsund dala mútu, til þess að
hafa ekki til útsölu nema svínafæðu.
pað var látið heita gert af mann- og
föðurlandsást, að kenna þeim átið, en
var, vitaskuld, ekkert nema gróða-
hnykkur til að þröngva út vörunni.
Mörlandanum brá illa í brún við til-
breytnina i biðinni. Flestir sóru og
sárt við lögðu, að fyr skyldu þeir vera
án kjöts, en þeir legðu sér til munns
svinafæðuna úr búðinni, sumir, en þeir
vóra fáir töldu réttast að taka fæðuna
og reyna að venjast henni. pví ekki
væri í annað hús að venda, og svo
ættu menn að semja sig að sið hér-
lendra, fyrst maður væri hingað kom-
inn. í þessum vandræðum Mörland-
anna tók Gisjúl sig til, fór á fjörurnar
við kjötkróksmanninn að fá leyfi hans
til að selja Mörlöndum kjöt, og er þvi
var ekki greiðlega tekið, tók hann að
pranga með kjöt, leyfislaust opinber-
lega og launungarlaust.
pað þarf ekki frá því að segja, að
Mörlandar urðu tiltaki hans'allshugar
fegnir. peir hópuðust að útsölu hans
og verzlun hans fór dagvaxandi. Hann
var látin hlutlaus af stjórninni langa
hrið. pað er mál manna, að hún hafi
séð í gegnum fingur við hann, af því
henni sé hann ósár. Krókurinn er
sem sé 50 dala sekt fyrir hvem sem
óleyft kjötprang er haft við, svo drátt-
ur aðgerða verður dýr' og skammgóður
vermir. pað er talið að sekt ir.uni
hafa verið komin upp I hálfa miljón
dala eftir framangreindum ákvæðum,
þá er Gisjúl var boðaður með stefnu
fyrir löggæslurétt til að hlýða _ á
framsögn sakar, sókn að heyra, sjá
skjöl og skilríki i rétt lögð, til sakar
að svara og dóm að þola til hegningar
og sekta fyrir glæpsamlega yfirstöplan
Kjötprangstilskipaninnar, alls saman
eftir nánari ákvæðum dómarans þar í
réttinum. <
Pannig var nú málið vaxið.
]>egar við ltomum inn í dómsalinn,
var hann troðfullur af áhyggjjf’t .»>.n
Möriöndum og vitnayfirheyrsla oyrjuð.
Vngur maður, einavðlegur stóð i vitna-
ponvunni og sæk.,andi krúnu i vir
aó þyíga hann um það hvo.'t vann
liefði nú afhent réttinum allar ve vl.iy
arbækurnar. Viínið játti því. pá
tók sækjandi eina bókina, bað vitnið
segja réttinum yfirsögn dálkanna í
henni og lesa upp úr henni. "Kjöt,”
svaraði vitnið, og las “selt Páli Reyk-
háf $10.00, Magnúsi Shúvanski $20.00,
Transco Bildu $50.00, o. s. frv. Hann
kannaðist við að bókin væri öll saman
á svipaðan hátt og að þeir hefðu ekki
leyfi til að selja kjöt, en hann marg-
krossaði móti því að þeir hefðu selt
það, sagði að þeir hefðu selt klauflax
og ekkert nema klauflax. Sækjandi
svaraði því í forsmánarrómi, að sig
gilti einu hvað hann segði um það, því
bækur hans sýndu bezt, hvað þeir
hefðu verið að fara með. Gagnpróf-
aður áréttaði hann neitun sina um
kjötsölu, kjöt hefði ekki svo mikið
sem verið nefnt ’á nafn í búðinni við
einn eða neinn og lólki selt ekki nema
klauflax.
Verjandi lét sér vel skiljast þessi
svör; þóttist sjá hvernig i öllu lægi.
peir hefðu selt klauflax og fært klauf-
laxaviðskiftin á kjötsölubók, kvað
hann þeim það enga sök vera og lýsti
yfir þvi, að engar sannanir lægi fyr-
ir um óleyfilegt kjötprang. Hýrnaði
þá heldur en ekki yfir Mörlöndum og
stiltu þeir ekki fögnuð sinn nema fyr-
ir dómarans aðvarandi augnaráði að
geyma virðing fyrir réttinum. Sá
fögnuður stóð þó ekki lengi. Sækj-
andi kaliaði fram til yfirheyrslu Nos-
mas, sem talar eins vel mörlenzku og
engua mál. Aðspurður sagði hann að
klauflax væri alveg sama og kjöf. pað
var eins og hnífi væri stungið í Mör-
landana, svo kiknuðu þeir saman á
réttarbekkjunum. Gagn prófaður af
verjanda skýrði hann frá að orðið
klauflax væri, eftir mörlenzkum mál-
krókum, oft haft til að koma því viti
í menn að ekki væri um kjöt að ræða,
og orðið merki þá vitaskuld ekki kjöt,
heldur eitthvað annað en kjöt, eða alt
annað en kjöt. Við það lifnaði aftur
nokkuð yfir Mörlandanum og ágerð-
ist það æ meir sem meir gekk á gagn-
prófið. Nosmas var látin skýra frá
þvi að hann hefði verið sendur í land-
ráðaplaggaleit til Gisjúls. (Svei, svei
mannorðsníð! “ Atvinnurógur! ” var
þá kallað hingað og þangað í réttinum)
og engin þessháttar plögg fundist. Að-
spurður hvað komið hefði háherranum
til að hafa þessi óknytti í frammi við
Gisjúl kvaðst hann ekki vita það;
hvað hann héldi; hann kvaðst hafa
sín? meiningu um það, en engar sann-
Canada vonast eftir aS hver borgari, hvar sem hann er fæddur og
hvaðan sem hann kemur, muni hjálpa til að viðhalda frelsi og réttind-
um þeim er hann hefir orðið aðnjótandi í Canada með því að kaupa
Sigurlánsbréf.
Canada ætlast til að hver borgari landsins leggi fram sinn skerf
til að hjálpa henni í baráttunni gegn Prússnesku ofbeldi, gegn
gTimmum einvaldstjórum og gegn hervaldi.
Vegurinn til þess er að kaupa Sigurlánsbréf.
Sigurlánsbréfin eru peningamir sem Canada viðheldur her sínum,
matarframleiðslu, og stríðs útbúnaði með, og þar með veitir þjóðinni
atvinnu og velmegun.
Canada borgar öllum sem kaupa Sigurlán góða ávöxtu og borgar
út bréfið að fullu á ákveðnum tíma.
Sigurlánsbréí
Gefið út af
samvinnu
sigurlánsnefnd Canada í
við fjármálaráðherrarnn
I Canada.
anir. (I-I álur). Meðan á þessum hluta
gagnprófsius stóð, gekk sækjar.di
krúnunnar upp og ofan í sæti sínu lik-
ast því sem bulla í strokk, hann ýmist
stóð upp til hálfs eða settist aftur
niður. En þegar hér var komið,
spratt hann upp og mótmælti með
þjósti miklum málfærslu verjanda,
sem hann sagði seilast til að grugga
málið með óviðkomandi og “Illkynj-
uðum” dylgjum. Kvað sök sannaða
deginum ljósara af bókunum og dóm-
aranum ætti ekki að blandast hugur
um að vitnisburður hins unga manns
væri ekki nema undanflæmingur und-
an sökinni og hann mjög ófimlegur i
ofanálag. Krafðist hann sakborning
ídæmdan hæstu sekt tilskipanarinnar
og málkostnað.
Verjandi kinkaði kolli brosaudi;
kvaðst geta gert það til skaps stétt-
arbróður sínum að láta vera að diaga
gæruna af háherranum, hann skh-
skotraði til sinnar fyrri útlistanar og
fór málið við það í dóm.
Dómarinn sagðist verða að taka
gildan vitnisburð hins unga manns, að
þeir hefðu ekki se’t kjöt. Að visu
væri það furðu ankannalegt að færa
klauflaxviðskifti á" kjötsölubækur, eða
önnur viðskifti en kjötsölu en ekki
hlýddi að taka siíkann afkáraskap, þá
er hann kæmi fyrir, sem gilda sönn-
un fyrir kjötprangi. Nokkur tvímæli
væru á hvað klauflax væri. Innan-
handar hefði verið að eyða öllum efa
um það með þvi að leiða frumvitnin,
sem étið hefðu klauflaxinn. þeir gætu
bezt um það borið hvað þeir hefðu
étið og hvort þeir hefðu verið vélaðir í
útlátum frá búðinni Gisjúls. En fyrst
það væri ekki gert, fyrst hið opinbera
hefði ekki gefið um að leiða þá, þá
kvaðst hann geta látið sig einu um
gilda hvað klauflax væri einkum með
þvi að ekki virtist vera um klauflax
hér að tala. Eins og sökin lægi nú
fyrir, væri hún bersýnilega óþarfa
málsýfing, er bæri að vísu aftur ofan
í upphaf sitt, háherrann og frá réttin-
um.
Ég vék mér við óðara og dómarinn
slepti dómsorðinu, til að spyrja Snata
frá Vaðbergi, hvort honum skildist upp
í hvern hefði verið stungið, en hann
var þá allur á burtu. Ég veit ekki
hvenær hann fór eða hvað af framan-
greindum tiðindum hann var vitni að,
en hitt veit ég, að hann kann engai
sögur að segja í sinna eigin orða stað
af þeim ólátafögnuði, sem þessum
málalokum var tekið með af hálfu
Mörlandanna. peir tróðust að Gis-
júl til að samfagna honum og leiddu
hann úr réttinum með ópum: “Lengi
lifi Gisjúl! Lifi klauflaxinn hans!
Lifi ‘British fair play!’ Niður með há-
herrann.
Höski.
♦Auðara—nýyrði fyrir “destroyer.”
Fagnaður og þakklæti.
Fagnaður var það er konumar við
Oakview gjörðu okkur hjónunum ó-
vænta heimsókn fyrsta september, og
lýstu griðum en valdi yfir heimili okk-
ar fyrir stund. Með samfögnuði yfir
því að ég (Húsfrú Sigfússon) var ný-
lega komin heim eftir rúmra þriggja
mánaðar burtveru, á sjúkrahúsi og
undir læknis hendi. Og þá er þær
höfðu lýst yfir tilgangi sínum í vinar
og virðingar ávarpi færðu þær okkur
að gjöf borð og ruggustól og legu-
bekk, alt dýra og vandaða muni. Var
síðan gengið til gilda skála og veitt af
rausn, sem þessar konur gáfu og
framfærðu. En af undrun yfir þessu
svo óvæntu og óverðskulduðu varð
okkur hjónum frekar fátt til orða,
sem vel við átti og fórst því líkC og
drengnum sem kerling móðir hans vildi
kenna góða siðu, eiés og það að þakka
fyrir sig þegar að það við ætti. Og
i eitt skifti er hún vildi láta hana svo
gjöra en hann gjörði ekki, sagði hún í
ömurlegum róm: “Og því þakkar þú
ekki fyrir þig strákur?” “Æ, ég kann
það ekki mamma.”
Eins hlaut þessum göfuglyndu kon-
um að vekjast eftirtekt á því hvað af-
sökun drengsins varð okkur hjónum
vel til afnota. En þar sem að þessar
konur komu allar fram í einum anda
ber þeim öllum sama þakklætið frá
okkur fyrir heimsóknina og hina
höfðinglegu gjöf og síðast en ekki síst
hið innilega vinarþel, sem mestu varð-
aði, til okkar.
Oakview, 10. október 1918.
Margrét Sigfússon.
S. Sigfússon.
Lóur.
Lóan i flokkum flýgur
fjarlægist sumarból.
M. G.
Mér varð gengið út úr bænum í gær
og sá þá mesta fjölda af lóum sitja á
túnum í útjöðrum bæjarins,, og vóru
þær óvenjulega gæfar. Ég þóttist
( sjá, að það væri vottur þess, að enginn
hefði enn stygt þær með skotum. —
’ Lóan er farin að flokka sig. J>að er
!einn firsti haustboðinn hér, þegar vel
jviðrar, og aldrei sé eg þessar haust-
1 fylkingar þeirra svo, að mér kom ekki
í hug hin fagra visa séra Magnúsar
heitins Grimssonar á Mosfelli:
“Lóan í flokkum flýgur,
fjarlægist sumar.ból.”
Mörg fleiri skáld hafa ort um lóuna,
t. d. Jónas Hallgrimsson, Gísli Brynj-
ólfsson, porsteinn Erlingsson o. fl., og
kunna flestir eitthvað af þeim vísum.
Ég vildi biðja Vísi að rif ja þetta upp,
þegar lóan er að sýna á sér farar snið.
Hún hefir verið öllum börnum þessa
lands einhver hugþekkasti fugl, eins
og skáldin votta, og henni væri illa
j latmuð sumardvölin, ef hún yrði ofsótt
með skothríð að skilnaði. Láttu hana
|í friði fara, veiðimaður minn; stygðu
hana ekki þessar fáu vikur, sem hún
kann að skemta þér og mér enn. J>ú
finnur það, þegar hún er farin, að þá
“daprast hlíðar,” og þess er ekki langt
1 að bíða. — Sumarið fer að kveðja, og
; vængjaþytur hinna siðustu farfugla er
hljóðnaður og horfinn fyr en varir, þvl
1 að
"Lóan í flokkum flýgur,
fjarlægist sumar-ból.”
v. H.
Visir.
Walters Ljósmyndastofa
Frá því nú og til jóla gefum við
5x10 STÆKKAUA MYND—$5.00 VIRÐI
okkar fslenzku viðskiftavinum
MUNIÐ EFTIR MYNDASTOFUNNI
sem Islendingar hafa skift við svo árum saman.
Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave.
Talsimi Main 4725
Til fólksins meðfram
Manitobavatni að
austan.
Mér datt til hugar að vekja máls,
opinberlega á vandræðum þeim sém
menn hér í bygðum meðfram Manitoba
vatni að austan, eru í, út af læknis-
leysi. J>að er nokkuð sem ekki ætti
að ganga svo lengur, og þar sem nú
má segja að yfir manni vofi þessi um-
gangspest (hin svokallaða spánska in-
fluensa) því við henni getur maður
búist þá og þegar, þar sem hún er
orðin svo útbreidd í Winnipeg, og dag-
legur straumiir fólks þaðan í allar
áttir út um landsbygðirnar, getur því
varla hjá því farið að hún útbreiðist,
úr því lekki varð náð fyrir hana þar í
byrjuninni. Ástandið yrði því ekki
gott hér um slóðir, þar sem engin
læknir er nær en á Lundar.
Kostnaður við að fá læknir þaðan
snöggva ferð hingað norður, er eftir
því sem ég hefi heyrt nálægt $60.00,
svo það er nokkuð tilfinnanlegur kost-
naður, en þó maður sleppi þeirri hlið-
inni þá er annað verra, og það er að
ekki er nærri æfinlega hægt að fá þá
hingað vegna anna heima fyrir, og
dæmi hugsa ég hafi komið fyrir hér
um slóðir að læknir hafi komið of
seint, þar scm bjarga hefði mátt
mannslífum ef hjálp hefði verið við
hendina.
Heppilegasta aðsetur fyrir læknir
hér í bygð mundi verða Ashern, þar
er víðáttumikil bygð í allar áttir, og
brautir all góðar, svo að á bifreið má
ferðast víðast hvar. þar yrði að
sjálfsögðu meir en nóg að gjöra fyrir
læknir.
Mér hefir dottið til hugar—þar sem
tveir læknan, sitja á Lundar—að menn
ættu að reyna að fá annan þeirra til
að setjast að hér á Ashern, og borga
honum þau fasta árslaun að hann sæi
sér fært eða hag í að flytja. Bygðin
er nógu stór til þess að það ætti ekki
að verða tilfinnanlegt, ef flestir eða
allir tækju þátt í því, en ef það ekki
gæti gengið þá leyta fyrir sér víðar.
Eitthvað þarf að gjöra og það strax,
vil ég því skora á þá km mest gang-
ast fyrir opinberum málum að boða til
fundar þessu viðvíkjandi, og hjða ekki
lengur með það. Yirðingarfylst,
S. Árnason,
Silvar Bay, Man.
I
| Húdir, ull og lodskinn
X Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðslu og hæsta verði tyrir u11 og loð-
skinn, skrifið
j Frank Massin, Brandon, Man.
SKRIFID EFTIR VERDI OG ARITAN ASPJÖLDUM.
• •
S0L0LD
Drenginn þinn langar til að eign-
ast Sólöld eins og hina drengina
sem hann þekkir.
011 börn vilja eiga “Sólöld”
Stúlkuna þína langar til að eignast
Sólöld. Hún vill læra “ástkæra,
ylhýra málið.”
Sólöld kostar aðeins $1 um árið
SENDID þENNAN MIDA I DAG
VORÖLD PUBLISHING CO., LTD.
48281/2 Main St.,
Winnipeg, - Man.
Kæru herrar:—
Gerið svo vel og sendið mér blað yðar Sólöld. Hérmeð fylgir
$1.00 fyrir fyrsta ársgjaldið.
Dagsetning
Nafn
Aritan
Dragið ekki að gerast áskrifendur Sólaldar.