Voröld


Voröld - 11.11.1918, Blaðsíða 8

Voröld - 11.11.1918, Blaðsíða 8
Bls. 8. VOSOJLii Winnipeg H. nSvember, 1918. GIGTVEIKI Vér læknum öll tilfelli, þar sem lisirnir eru ekki allareiðu eydd ir, með vorum sameinuðu að- ferðum. Taugaveiklun. Vér höfum verið sérlega hepn-; ir aS lækna ýmsa taugaveikl- un; mörg tilfelli voru álitin vonlaus, sem oss hepnaðist aS; bæta og þar meS bæta mörg- um árum viö æfi þeirra sem þjáðust af gigtinni. GylliniæS Vér ábyrgjumst aS lækna til fullnustu öll tilfelli af Gyllini- æS, án hnífs eSa svæfingar. Vér bjóSum öllum gestum, sem til bæjarins koma, aS heimsækja oss. MineralSprings Sanitarium Winnipeg, Man. Ef þú getur ekki komiS, þá skrifa eftir myndabæklingi og ölium upplýsingum. Úv SBæimm Síðasta Voröld getur þess að vínsöl- um í Saskatchewan hafi verið leyft að selja vín án læknis vottorðs á meðan spánska veikin stæði yfir. En nú er búið að afturkalla það leyfi. það kom einnig til orða að leyfa slíkt hið sama í Manitoba, en það mun ekki verða gjört. par sem áður sást gleðibros eftirvæntingarinnar heyrist nú grátur og gnístran tanna. Styrkið Sigurlánið! Lt. Thordur G. Thordarson frá Gard ar, N.D., útskrifaðist við skotfimis- skóla I Fort Sill, Okla., í octóber, og er nú í Camp Funston, Kansas. Miss ólafsson, dóttir C. ólafssonar, Winnipeg, hjúkrunarkona við Pöst Field Aviation, Ft. Sill, fer bráðlega til Frakklands til að vera hjúkrunar- kona þar. Great War Veterans félagið hefir verið að reyna að undanfömu að koma á lögum er útilokuðu menn úr óvina- löndum frá ýmsri vinnu hér, en ekki tekist það enn þá. Maður sem hét J. Arosiewick er vann á Royal Alexandra gistihúsinu, datt niður lyftivélar-op á fimtudags morgunmn og beið bana af. A. Ingman Christopheison, Whon- nock B.C., særður og týndur. Réttið hjálpar hönd. Styrkið sigur lánið! Stúlku eða aldraða konu vantar á lítið og gott heimili. Gæti sofið heima hjá sér. Dag eða mánaðar kaup. Upplýsingar á skrifstofu Voraldar. LEIÐRÉTTING. pessar villur höfðu slæðst inn í kvæðið “Minningar” um Gísla sál. Ás- mundsson frá Selkirk, eftir Kristjónu Hafliðason. Eru lesendur blaðsins beðnir að athuga þetta. Annað erindi, önnur hending: “Að hjálpa þér vinur;” átti að vera “að jhlífa þér vinur. Fjórða erindi, þriðja | lína, “Allir það syrgja er imt höfðu þér;” átti að vera “Allir það syrga er ! eitthvað kyntust þér. Sjötta erindi, ; fyrstu línu, “Nú blæða að nýju mín ! sorganna sár; átti að vera, “mín fyrri ; sorga sár.” I Chas. Thorson, sem er alþektur með- al íslendinga fyrir skopmyndir sínar, j hlotnaðist sá heiður, að verða einn af þeim sem minst var opinberlega i | virðingarskyni fyrir mynd er hann dró j í sambandi við sigurlánið. FYR EN VANT ER. Voröld hafði ávalt ætlað sér að gefa út auka eintak undireins og vopnahlé kæmist á, því vér gerum ekki rá.ð fyrir að oss gefist kostur á að flvtja betri fréttir til landa vorra í þaö minsta næstu áratugina. Blaðið var tilbúið til prentunar á fimtudaginn var en vegna þess að fréttirnar virtust ekki ábyggilegar, eins og raun varð á var hætt við að prenta það. f stað aukablaðs kemur Voröld úl degi fyr en vant er. Aimennar fréttir Spanska vcikin geisar í Nome Al- aska. 300 hvítir menn liggja veikir og Eskimóar hrynja niður. G. P. Thórdarsn er nýkominn úr í mánaðar ferðalagi niður í Nýja íslandi þar sem hann var I erindum fyrir Vor- öld. Honum var framúrskarandi vel I tekið alstaðar. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson er enn vestur í Wynyard og mjög vant við- ! látinn. Hefir spanska veikin verið j þar mjög skæð eins og sjá má á and- látsfregnum sem birtast hér í blað- inu. Séra J. Sólmundsson, frá Gimli, var á ferð í bænum nýlega. Crescent Creamery félagið hefir þegar haft fjóra mjólkurlausa daga. Mun það koma sér illa á mörgum heim- ilunum. All margir smábæir í Manitoba og Saskatshewan hafa ' verið settir í nokkurskonar sóttvörn. Og er eng- um ferðamanni leyft að koma þar ná- lægt. Heyrst hefir að leikhús, kirkjur og skólar muni opnaðir aftur 18 þ.m. Lieut. Allan McLeod, frá Stone- wall, er nýlega kom heim úr stríðinu, andaðist á almennra sjúkrahúsinu úr spönszku veikinni, í vikunni sem leið. Lieut. McLeod var um 20 ára gamall; hann var 3æmdur Victoria Cross fyrir frammistöðu sína, er hann barðist við þýzkar flugvélar og svo sjálfur marg- særður, kom félaga sínum á óhultan stað. Slys vild-i til síðastliðinn Fimtudag í gleðilátunum yfir stríðsfréttunum, þó engin mjög hættuleg. Canada er bráðum búin að fá $300,000,000 til sigurlánsins. Eftir- farandi skýrslur frá fylkjunum sýna hvað hvert þeirra hefir lagt til: Ontario ...................$150,323,400 British Columbia ........... 12,922,850 Alberta ..................... 8,279,600 Saskatchewan ................ 6,610,550 Manitoba............... 17,722,150 Quebec ..................... 72,611,100 New Brunswick.......... 6,850,000 Nova Scotia ................ 13,955,100 Prince Edward Island .... 739,650 UPPREIST A pÝZKALANDI B. S. Benson, lögfræðingur, í Sel- kirk, Man., andaðist úr spönsku veik inni á fimtudagsnóttina var. Herra Benson var mjög velþektur maður á bezta aldurskeiði. Hann lét sér ant um öll almenn málefni, og hafði verið i skóla ráðinu og bæjar- stjórn í Selkirk. Við lát hans er höggvið djúpt skarð í hóp íslendinga í Selkirk. Og munu margir sakna hans og syrgja, og samhryggjast ekkj- unni og tveim börnum hans. Voröld mun geta hans nánar síðar. Nýju skáldsögurnar “Bessi gamli,” eftir Jón Trausta, og “Sambýli,” eftir E. H. Kvaran, eru nú loksins komnar hingað, eftir tveggja mánaða flæking milli New York og Winnipeg. Allir sem hafa pantað þær mega nú búast við að fá þær innan fárra daga. Voröld reyndi að fá mynd Foch’s ýíTrhershöíðingja en gat ekki fengið haiTS. fyr en of seint til að koma henni , í þetfa' númer blaðsins. YÍTr 10,000,000 hefir fallið í stríðinu. Styrkið Sigurlánið! Fólkið hvað alt vera í uppnámi á noi-ður pýzkalandi, í Kiel, Hamburg, Schleswig og Eremen, Meklenburg- Schweren og austur Prússland. Keis- arinn neitar að aegja af sér. Konur í Calgary eru að senda beiðni til Bordens þess efnis að Canada verði veitt leifi að senda konu á frið- arþing. Segja þær að eftir alt sem þær liafi lagt í sölurnar sé ekki hema réttlátt að þær taki þátt I friðar- Samningunum. 405,000 fangar hafa verið teknir frá 1. janúar til 5. nóvember: Bretar 200,000 fanga á vestur vigvöllinum; Frakkar, 140,000; Bandaríkjamenn, 50,000, g Belgir 15,000. Hjálpið drengjunum með því að styrkja sigur lánið. í vikunni sem leið tóku Union Stock- yards á móti 14,174 gripum, 5,324 svínum og 3,100 kindum og lömbum. Ætlast er til að Winnipeg leggi til 40,000,000 til sigurlánsins. Er nú komið um 22,000000. er fæddur 20. marz, 1898, að Hallson, N.D. ITann fluttist til Winnipeg með foreldrum sínum, Jóni J. Samsjmi, lög- regluþjóni, og konu hans, sem heima eiga að 273 Simcoe stræti, hér í hænum, árið 1903. Jónas var þrjú ár á Kelvin High school, eftir að hánn útskrifaðist af barnaskólanum. Tvo síðustu vetuma var hann á Manitoba university og stundaði þar verkfræði. Sumarið er leið hafði hann yfirumsjón á accorðs verki fyrir C.N.R. jámbrautarfélagið. Og hætti hann við það verk til að ganga í herþjónustu. Hann innritaðist í herinn í vor síðastliðið, og hefir til- heyrt flugdeildinn síðan, fór til Toronto þann 4. þ- m. • ' I Um helmingur af kolum sem bærinn að. W. A. Brereton, kolaumsjónar- maður segir að nóg kol muni fást í vetur. 3á talsíma stúlkur liggja veikar af spönsku veikinni. Dr. J. M. Roger, er frjálslyndi flokk- urinn útnefndi fyrir leiðtoga sinn i Suður Oxford, Ont., hefir sagt af sér. Segir hann að þar eð konur þar hafi fengið atkvæðisrétt eigi þær að ráða að nokkru leiti útvalningu á þing- mannsefni. Kona að nafni Mrs. James W. O’Brien (áður Miss Mary A. McKinn- on, frá Elmsdale, P. E. Island, var sæmd Carnegie brons medalíu fyrir að bjarga stúlku, Florence McKendrick frá drukknun. Frank L. Clark, öðru nafni A. Mor- an, var tekinn fastur í Chicago fyrir að skjóta Miss Lola Almon, hjúkrun- arkonu, og særa tvær aðrar á sjúkra- húsinu þar. ManitobaStores 346 Cumberland Ave, (60 faðma fyrir austan Central Park). GUNNL. J6HANNSON, Verzlun- arstjóri. KJÖRKAUP í pESSARI VIKU Epli til sælgætis, Epli til bökunar, rt Epli til geimslu, úrvals kassar á..t w Robin Hood Ilaframjöl, hreint, mjúkt og hvítt, 20 punda sekkur.... 1.45 MANITOBA STORIS 2 Talsímar: Garry 3063 og 3062 1 deilu er kom upp á milli Texas skógarvarða og Mexikana, þann 8. nóvember var einn Mexikanskur her- maður drepin og einn skógarvörður hvarf. Talsíma verkfallið í Saskatchewan endaði 9. nóvember. Lofar stjórnin að íhuga kauphækkun. Flug Lieut.W. G. Claxton, frá Tor- onto, hefir verið sæmdur heiðurs með- alíu fyrir frammistöðu sína. Hefir hann skotið niður þrjátíu og þrjá loft- skip á ininna en fjórum mánuðum. Plága af ormum (caterpillars) hvað vera á Englandi. Ástæðan fyrir þeim er talin sú, þegar matarskortur fór að verða átakanlegur var skotið mikið af fuglum til matar. Margir af þessum fuglum höfðu lifað á ormum og pödd- um. preskingar leyfi hermanna í M. D. 12 hefir verið frainlengt frá 15. nóv. til 1. des. vegna spönsku veikirinar. Upp til 30. sept. hafa verið búin til i Canada 68,000,000 sprengikúlur. sem hann hafði verið sér til lækninga. Með honum var dóttir hans, Guðfinna (Mrs. J. J. Stefánsson). Sigfinnur vár með fyrstu landnem- uir: í Norður Dakóta. Bjó hann þar frá því hann kom frá íslandi þar til fyrir fáum árum að hann flutti til Wynyard. Hann skylur eftir konu og tvo syni og dóttir (nú látin). Islenzkar bækur LJÓÐABÆKUR. Ætlast var til að Brandon legði fram 750,000 til sigurlánsins. Er nú komið fram, yfir þá upphæð. Hvert það pláss er fær upphæð þá eða meira en ætlast hefir verið til fær heiðurs- flagg frá landstjóranum. Brandon er fyrsti bær í vestur Canada er fær heiðursflággið. Verkamenn og hermenn hafa lokað Kiel skurðinum með því að setja her- skip þversum í hann. Sagt er að uppreistarmenn hafi algjörð yfirráð I Hamburg, Cuxhaven og Lubeck. Algjört vopnahlé hefir staðið yfir að undanfömu á ítölsku vígstöðvunum. Stjórnin í Rússlandi ætlar sjálf að fara að hafa um hönd tilbúning og sölu á Vodka (brennivlni). Kvað hún fólkið hafa nóg af hveiti þó nokkrum búshelum sé eitt í brenni- vin. Gufuskipið Chester Condeu, sem liggur við Passage Island, hefir verið yfirgefið af skipshöfninni vegna stór- sjó. Búist er við að skipið og skips farmurinn, 390,154 bushels af hveiti, muni eyðileggjast. Einn verkamaður dó og fimtán manns særðust sumt konur og börn í sprengingum er vildu til í sprengi- kúlna verkstæði, á föstudaginn var, í Port Ewen, N.Y. Fimtíu verkamenn í alt, er voru í byggingunni, þá slysið vildi til, meiddust allir meira og minna. Viðgjörð á “Hvíta Biminum,” heim- skauta skipi Vilhjálms Stefánssonar, mun kosta milli $5,000 til $6,000. Skipið er nú í St.Micheah, Alaska. Skemdist það við Barter Island, síð- astliðinn júní. Fyrir fimm til sex þúsund árum síðan bygðu Kínverjar háa múr veggi kringum boigir sínar til að úti- loka siði annara landa. Nú rífa þeir þessa garða niður og milja þá til að búa úr þeim brautir fyrir sjálfhreifi- vagna frá Ameríku, til þess að nýjir siðir geti sem hraðast verið fluttir inn í landið. /----------------------------------N Hvernig ertu tentur ? Eg vona þín vegna að þú hafir heilbrigðar tennur. En sé það ekki, þá ættir þú að láta gera við þær tafarlaust. pú verður að láta þér skiljast hve áríðandi er að draga það ekki. pað ætti ekki að þurfa að gera þér aðvart oftar en einu sinni. Vinnustofurnar mínar eru á hentugustum stað fyrir þig. Dr. C. C. Jeffrey Varfæri tannlæknirinn, upp yfir Liggets lyfjabúðinnl. Talsími G. 3030. Skrifstofutími 9 árd. til 8.30 síðd. r Halldor Methusalems Er eini Islendingur í Winnipeg sem selur Columbia hljómvél- ar og hljómplötur (records), hefur nú til sölu íslenska, Enska, Danska, Norska og Svenska söngva. Skrifið eftir verðlistum. Swan Mfg. Co. 676 Sargent Ave. Sími Sh. 971. Winnipeg. Stjórnamefndar ákvæði þann 10. ágúst gjörði það að lögum að bændur mættu ekki brenna strá sitt. Hefir það nú verið tekið til baka. pÚSUND DOLLARA SIGURLAN MUN KAUPA 200 gas hlífar, ea 200 pör af her- manna skóm, eða 450 búshel af hveiti, eða 500 stál hjálma, eða 1,000 pör af hermanna sokkum, eða 2,000 pund af sprengiefni eða 4,200 pund af osti, eða 28,000 riffil slcot, eða 56,000 skamm- byssu skot. Republican flokkurinn vann kosn- ingarnar í Bandaríkjunum. Andlátsfregnir Arthur Scheving, Mountain, N.D., andaðist nýlega úr spönsku veikinni. Var hann að ganga á hermannaskóla í North Dakota. Hann var vel þektur bæði I Mountain og Edinburgh. Hann eftirskilur konu og eitt barn. Annan nóvember andaðist Guðfinna Sigurlína, kona J. J. Stefánssonar, að heimili sínu í Wynyard. Var hún 39 ára að aldri. Er hennar sárt sakn- að af aldraði móður, tveimur bræðrum og eiginmanni. Kristín, kona Nels J. Wíum, andað- ist að heimili sínu í Wynyard, þann 3. nóvember, úr spönsku veikinni. Eft- irskilur hún son og dóttir,; aldraða móðir og eiginmann. pann 31. octóber, andaðist að heim- ili sínu í Wynyard Húsfrú Guðrún Jónsson, kona Brynjólfs Jónssonar. Syrgja hana fjórir synir tvær dætur og eiginmaður. Björn Björnson bróðir Dr. Sveins Bjötnssonar 1 Gimli, er sagður látinn úr spönsku veikinni. Pann 20. octóber andaðist liér í bænum Sigfinnur Jónsson, 68 ára að aldri Hann var á leið frá Mayo hcilsuhælinu í Rochester, Minn., þar Kvistir, eftir Sig. Júl. Jó- hannesson, í skrautbandi....$1.50 Óbundnir............... 1.00 Drottningin í Álgeirsborg—- Sigfús Blöndahl. Bundin. 1.80 Óbundin................ 1.40 Út um Völl og Velli—Krist- inn Stefánsson. Bundin . 1.75 Sjöfn—Ágúst H. Bjarnason. Bundm ....................55 Óbundin...................3f SKÁLDSÖCUR. Sálin Vaknar—Einar Iljör- leifsson Kvaran. Bundin. 1.5t Sambýli—Einar Hjörleifsson Kvaran. Bundin ... .... 2.5® Óbundin ........... 2.0» Tvær Gamlar Sögur (Sýður á Keypum og Krossinn Helgi á Kaldaðarnesi) Jón Trausti. Óbundin....... 1.2# Bessi Gamli — Jón Trausti. Óbundið......*......... 1.50 Ströndin—Gunnar Gunnars- son. Bundin.......... 2.15 Óbundin................ 1.75 Vargur í Vjeum—Gunnar Gunnarsson. Bundin...... 1.80 Morðið—Conan Doyle .........85 Dularfulla Eyjan — Jules Verne.....................30 ÝMISLEGT. Um Berklaveiki og Meðferð Hennar—Sig. Magnússon .40 Líf og Dauði—Einar Hjör- leifsson (fyrirlestrar) ....75 Fíflar—p. ]). porsteinsson....85 Austur í Blámóðu Fjalla (ferðasaga)—A. Kristjáns- son. Bundin.............. 1.75 Ritsafn Lögréttu, 1. hefti....40 “Óðinn,” 12-13 og 14 árgang, árgangurinn kostar ...... 1.00 “Lögrétta. ” Argangurinn... 2.50 BÓKAVERZLUN HJÁLMARS GÍSLASONAR Telephone St. John 724. 506 Newton Avenue, Winnipeg. Fleiri bækur væntanlegar að heiman. “ COMMONWEALTH ” HLOÐU RAUDl Mál fyrir hlöður, þök, girðingar, o.s.f. S-W Commonwealth hlöðu rauði er bjartur, vel rauð- ur litur sem auðvelt er að nota, nær yfir mikið flatar- mál, og þornar þannig að málið verður fínlegt, slétt og varanlegt. Selt í mátulega stórum könnum, allar ná þær fullu (Imperial) máli. Hví skylduð þér ekki reyna þetta mál í ár til þess að vernda hlöðurnar yðar gegn veðri og lofti. ? pér eigið mikla peninga í akuryrkju verkfærum, á- höldum, vögnum ofl. Aukið nytsemd þeirra og starfs- tíma með því að verja þau gegn ryði og eyðileggingu; gjörið það með því að nota Sherwin-Williams vagna og áhalda mál. pví lengur sem áhöldin endast, því minna kosta þau. pað er sparnaður að nota S-W kerru mál á kerrurnar og vagnana yðar og S-W bifreiðar mál á bifreiðina yðar. pað er ágætt til þess, og þér verðið ánægðir með það og auðvelt er að nota það. Litbreytingar og uppástungur um aðrar breytingar til skrauts fyrir hvaða hluta húsa yðar sem er getið þér feng- ið frá sérfræðingum vorum í þeirri grein; það kostar ekkert nema að biðja , um það. Vér höfum allar tegmndir af Sherwin Williams máli og gljákvoða. Biöjið oss um litaprufu spjald, verð og aðrar upplýsingar sem þér þurfið. Sveinn Björnsson, Gimli, Man.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.