Voröld


Voröld - 11.11.1918, Blaðsíða 5

Voröld - 11.11.1918, Blaðsíða 5
Winnipeg, 12. nóvember, 1918. VORÖLD Bls. 5 EIMREIDIN. Pess hefir áður verið getið að Eim- reiðin hafi nú skift um heimilisfang, og sé flutt heim til Reykjavíkur, einn- ig Dr. Valtýr Guðmundsson láti nú af ritstjóminni, en við. henni taki séra Magnús Jónsson, sem um eitt skeið var prestur að Garðar í Norður Dak- óta. Eigandi og útgefandi er Arsæll Árnason, bóksali í Reykjavík. Eim- reiðin hefir lengi verið kærkominn gestur á islenlk heimili; hefir mörgum þótt sá gallinn verstur hve sjaldan hún hefir verið á ferðinni. úr þessu á nú að bæta með því að gefa hana út fjór- um sinnum á ári. Fyrstu heftin eru ný komin hingað. Svo er að sjá af inngangsorðum, að hinum nýju húsbændum hafi verið >að all mikið metnaðar mál að fá heimilið flutt til ættjarðarinnar. En aftur munu lesendur líta svo á, að á litlu standi hvaðan gott kemur, og virða hana eftir innihaldi. Einum gömlum og góðum “landa” hefir hrotið þetta ljóð af munni við lesturinn: “Hér Eimreiðin fyrrum var elskuð og virt, sem Ásynja sælleg og fögur; en nú er hún homkerling frlðleika firt, svo fádæma skorpin og mögur.” Og birtist það í “íslenzku blöðunum,” Lögbergi og Heimskringlu. Hér er sjálfsagt fulllangt tilstigið á báða vegu. Verður þess að gæta að þetta er skáldskapur sem ekki á að skiljast bókstaflega. pví hvorutveg'gja er, að Eimreiðin, þó kærkomin hafi verið og vel liðin, hefir tæplega komist í goða- tölu, eins verður varla sagt um þessi fyrstu- hefti að þau sé “fádæma skorp- in og mögur,” að minsta kosti ekki á vesturheimskan mælikvarða. þó Eim- reiðin hafi jafnaðarlega verið “sæmi- lega fær,” þá munu flestir sem henni hafa fiylgt á sinni tuttugu og þriggja ára göngu kannast við það að áraskifti hafi verið að holdafarinu og sælleg heitunum. Efni þessarar nýju Eimreiðar er fjölbreitt. prjár ritgerðir, fjögur kvæði, fimm smásögur og byrjun hinn- ar sjöttu, svo einnig nokkrir ritdómar eða bóka umgetningar. Af kvæðunum er fyrst að nefna “Locksley Hall,” eftir Alfred Tenny- son, í snildar þýðingu eftir Guðm. Guð- mundssin, skáld. Ljóðelskir íslending- ar sem eigi hafa lesið kvæðið á frurn- málinu munu telja þetta mesta happa- dráttinn i bókinni, og þeim sem kvæð- ið er kunnugt áður ætti eigi síður að leika forvitni á að sjá hvernig því fer íslehzki búningurinn. pá eru þrjú kvæði eftir Guðm. O. Hagalin pau eru þýð og falleg en óíslenzk að formi og kveðandi, tíðkast þau nú mjög liin breiðu spjótin. Hinum yngri skáld- um vorum finnst auðsjáanlega ándagift sinni of mjög markaður básinn innan íslenzkra braghátta og ijóðforms. Má vel vera að þetta sé framför í listinni, þó ég kunni ekki að meta. Merkasta ritgerðin er eftir Lárus H. Bjarnason um nýja sambands laga- frumvarpið. Mjög skýrt og sann- gjarnlega ritað. Bendir hann á ýmsa galla sem honum þykir vera á því, en segir þó að báðir málspartar megi vel við una. Hinar tvær eru eftír ritstjórann, báðar læsilegar; hefir önnur þegar verið endurprentuð í Heimskringlu (“Er íslenzkt þjóðerni I veði?”). Hin segir frá valda baráttu páfa kirkjunn- ar á fyrri öldum; aðailega viðskiftum Gregoríusar VII. og Hinriks IV.; verð- ur ekki sagt að varpað sé neinum helgiblæ yfir framferði kirkjukólfanna á þeirri tið. Sögurnar eru allar þýddar og ér þó ein eftir íslenzkan höfvmd G. Gunn- arsson, en frumsamin á dönsku, eins og flestar sögur hans. Að fráskilinni sögunni “Phocas,” eftir Per Hallström, verður ekki annað ságt en að sög- urnar sé fremur léttnieti, en sem þó má vel notast með til að “viðhalda kviðnum,” eins og fjármennirnir sögðu. prjár af sögum þessum eru þýddar af ritstjóranum og verð ég að játa að ég varð fyrir allmiklum von- brigðum við lestur þeirra, svo hroð- virknisleg er þýðingin og illa af hendi leyst, að manni getur fundist það vera “íslenzku blöðin” sem maður er að lesa. Til þess að menn haldi ekki að þetta sé sagt út I loftið tek ég hér upp fáeinar málsgreinar: Frá byrjun pað eru til enn nokkur eintök af Voröld frá byrjun. Ef þig langar til að eiga blaðjð frá því það fyrst kom út þá skrifa nú þegar. Send miðan sem fylgir: Voröld Publishing Co., Ltd. 482J/2 Main St., Winnipeg. Kæru herrar:— Hér með fylgja $2 fyrir fyrsta árg. Voraldar, sem ég mælist til að fá frá byrjun. Dagsetning ....................... "Pryor, sem hatar stúlkubörn með digrum kálfum; Kore, meistarinn í aumíegum kýmnisyrðum.’* pað er auðséð af efninu að maður- inn sem talar á ekki við stúlkubörn. Hann er að bregða félaga sínum um kvensemi. Talar því ekki um “börn.” En hér er sú bót í máli að danskurinn nefnir oft “Pigebörn,” þó um vaxnar meyjar ræði. Ekki mun heldur vera hér um “hatur” að ræða, heldur óbeit, eða þ. u. 1., og enksa orðið “hate” svarar oft til þess. Ork- ar því tvímælis hvort setningin á ætt sína að rekja til dönsku eða ensku, en hún er ekki íslenzk. pegar kemur til síðari setningarinnar: “Meistarinn í aumlegum kýmnisyrðum,” þá er mjög hætt við að margur lesandi renni huga til ritstjórans sjálfs. “Fírugir dag- ar.” Já, það er víst eitt af því sem Eimreiðin vill færa lesendum sínum. “Eg hljóp eins og latur maður til vinnunnar. Og þegar ég var á miðri leið, hvað sá ég þá? Heila hersing af negrum. peir komu út.úr skóginum, beint á móti mér, eihs og þeir væru gapandi af undrun.” Rétt er nú það. Hún hlýtur að hafa verið einkennilega á sig komin þessi “heila hersing” að vera eins og hún væri gapandi, en hafa þó aftur munninn. “Ég hafði annan gluggann öpinn til þess að vera hægra um andardráttinn.” Mundu ekki flestir segja: til þess að mér væri hægra um? “Eg komst þegar í hár við þennan trúboða.” pað er algengt að taka svo til orða að: “menn lendi í hár saman” eða “fari í hár saman” ef menn fara í áflog eða illdeilur. En komast í hár við segir vist enginn nema ritstjóri Eimreiðarinnar. “SKRÆLINGJAFÉLAGIÐ" KLOFNAR pau tíðindi urðu nokkru fyrir mán- aðarmótin síðustu, að félaðið “Ðe danske Atlanterhavsoer” klofnaði, og vænta menn þess að saga þess sé þar með á enda. pað olli klofningunni, að K. Beilín, sem var einn af stjórnenduin félagsins, hafði krafist þess, að samningamál fs- lendinga og Dana yrði tekið til um- ræðu á fundi f félaginu, en hinir aðrir meðlimir stjórnarinnar aftóku það með öllu og báru því við, að félagið ætti; ekki að fást Við stjórnmál Berlín hafði það þó fram að tillaga vr r sam- þykt um það að málið skyldi rcctt, en þá sögðu meðstjórnendur hans allir af sér stjórnarstörfum. því var I haldið fram, að þeir gætu ekki sagc af j sér nema á aðalfundi, en þeir sátu við j sinn keip og lauk fundinum þannig, að j Berlíin var einn eftir i stjórninni. Vísir. MJÖLKURVERÐIÐ. pað er eins og enginn vllji úefna það opinberlega, en mæðurnar og börn- in sitja soigbitin og ráðþrota. Heim- ilisfaðirinn hefir engin ráð — og eng- in miskun hjá Magnúsi (þ. e., Mjólkur- félaginu). En verðlagsnefhdin? Er hún líka ráðþr ta, eða sefur Ímn ? Eða er hún þessu samþykk? Og kvenfélögin — mæður og til- komandi mæður! Virðist þeim þetta mál sér óviðkomandi; hafa þær engar kröfur að gerta um verndun lífs og heilsu barnanna? Ég spyr bara.— Hönd dauðans er á Ieiðinni til vögg- unnar og hungurvofan stendur að baki móðurinnar, því pyngja húsbóndans er tóm og atvinnuleysið ríður í hlaðið. Parf mjólkin að vera svona dýr, eða er þetta handahófsverð sem sett hefir vei'S(ð / úr þessu þarf verðlagsnefndin að skera, því hér er um að ræða tafl milli lífs og dauða. Og það er meira. Á hér að alast upp kynslóð van þroska og merglausra barna, vegna 6- hæfilegs verðs mjólkurinnar? Eiga mæðurnar að tærast. upp og láta börnin bljóðsjúga sig til ^dauða, vegna þess að gjaldeyrir vantar til mjólkurkaupa? Ætlar læknastéttin ekki að leggja hér orð í belg, þvi henni má þó vera kunnugast um afleiðingar mjólkurleys- isins fyrir börnin og mæðurnar. Aður en mjólkin hækkaði var hér mjólkurskortur, en sama daginn, sem hækkunin gekk í gildi, varð mjólkin meir en nóg. Gjaldþolið var ekki meira en þetta. pað sagði til sín strax. Og síðan hefir þetta haldist. Hér eru góð ráð dýr. Og að eins ein spurning enn: Er það ekki siðferðisleg skylda verðlagsnefndar að rannsaka þetta mál rækilega og setja hámarksverð á mjólkina, og leggja jafnframt fram opinberlega sönnunargögnin fyrir því verði. (Vísir). Vífill. pannig er ástandið heima á íslandi. —Og þannig er það víðar. Hvað mun móðirin hugsa hér í Winnipeg þegar mjólkur félögin ekki engöngu hækki verð mjólkurinnar heldur bregðast að koma með hana, lífsnauðsynju barns- ins síns. Yfirleitt á greinin undarlega val við mjólkur ástandið hér í þessum okkar góða bæ. VIDUR BEINT FRA VERZLUNUM VOR- U M MED STÖRSÖLU VERZL UNARVERDI. Skrifið eftir verði á viðinum komnum til yðar. Flutningsgjald greitt að þeirri stöð sem næst yður er. pér sparið ágóða milligöngu- mannsins. FARMERS LUMBER CO. 482J/2 Main Str. WINNIPEG, MAN. EKKERT íslenzkt heimili ættl að vera án barnablaðs. EKKERT hjálpar eins vel til að halda við hljómfagra málinu okkar hér vestra; eins og skemtilegt barna og unglinga blað. EKKERT hefir eins góð og heilnæm áhrif á hugsanir barna og ungl- inga eins og góðar sögur og rit- gerðir I blaði sem þau álíta sitt eigið; sem þau Una við og gleðjast yfir. EKKERT hefir skort eins tilfinnan- lega hér á meðal Vestur-fslend- inga eins og einmitt sérstakt barna og unglinga blað. pessvegna er “Sólöld” til orðin. Eng- inn sem ann viðhaldi Sslenzks þjóðernis ætti án “Sólaldar” að vera. KAUPID “SÖLÖLD I DAG. SPARIÐ SVO ÞÉR GETIÐ LÁNAÐ “pá hefði ég sagt honum upp alla söguna og tekið hann I Co. Ég er ekki í miklum efa„ um að hann hefði komið í Co.”.... Petta lætur ekki sem allra bezt í eyrum. Fleira hefði mátt tína til, en nú mun nóg komið af svo góðu. Með þessu er als elcki sagt að málið á sögunum sé alt svona. Á sumum stöðum er það sæmilega gott, og stlll- inn er dálítið “fírugúr.” En er það ekki svipað því að falla fram fyrir “Gleraugna Jón,” í stað þess að til biðja guð, ef maður brennir málfeg- urðina á altari þeirra fírugheita. Ég segi þetta vegna þess að ein sagan “Beinasta leiðin, er alvarlegs efnis, og þar gætir ekki þessara galla; þar er frá sögnin blátt áfram, og maður get- ur haft ánægju af lestrinum. Að síð- ustu skal það tekið fram að þetta er ekki ritað af neinum kala til Eimreið- arinnar, eða ritstjóra hennar. Ég varð aðeins gramur yfir þessu við lest- urinn, því áður hefir maður heldur lit- ið upp til Eimreiðarinnar I þessum sökum. Ef hinir nýju húsbændur ætlast til að liún haldi því áliti verður að vanda sig betur en hér hefir verið gert. Annars getur svo farið að hún verði “hundsuð” eða “gerð handtek- in.” - Ég hefi keypt og lesið Eimreiðina frá byrjun, og vona að eiga efrlr að kaupa hana um mörg ár enn. ’vil ég svo óska henni og útgefendunum alls hins bezta. H. G. NÆSTA STÖRBRÚIN. Blaðið fslendingur segir frá því, að næsta stórbrúin, sem gerð muni vera hér á landi, mundi verða brú á Eyja- fjarðará. Hefir landsverkfræðingur- inn verið iþar nyrðra að mæla iyrir brúarstæðinu og er jafnvel ráðgert að byrja á brúarsmíðinni á næsta sumri, ef landsstjórinn telur landssjóði það kleift. Brúna, eða brýrnar, réttara sagt, því að þær eiga að verða 5, á að byggja yfir “Vaðlana.” Verður vegurinn að þeim lagður út af Eyja- fjarðarbrautinni milli Vegamóta og Brunnár og aðalstefnan utan við Kaup- ang. Aðalbrýrnar verða 3 og hver þeirra 50—60 metra löng, en tvær minni, 15—20 metra. Er langt orðið síðan fyrst var farið að tal um brú á Eyjafjarðará, en deilt hefir verið um brúarstæðið og vafalaust vel ráðið að brúa Vaðlana en ekki ána sjálfa. Vísir. ISLENZKT FJARBÚ A . JÓTLANDI Stefán Stefánsson (Steinbach) cand. jur. í Khöfn hefir keypt jörð á Jótlandsskaga með það fyrir augum að koma þar upp íslenzku fjárbúi, er ófriðnum linnir. Álítur hann það gróðavænlegt mjög, því að íslenzkt sauðfé sé miklu verðmætara en danskt, ullin betri og kjötið ljúffengara, on, á Jótlandi gæti féð gengið sjálfala sumar og vetur. Hér hefir það verið kent, að ís- lenzk ull sé mjög léleg, en þeir hal’a þar helzt verið til frásagnar, sem hag hafa haft af því að ullarverðið h,ækk- aði ekki hér I landi. Vísir. Skipið Sophia, sem strandaði fyrir nokkru síðan hefir brotnað í tvent og afturhelmingurinn sokkið. Kafarar segja að botnin hafi liðast burtu af hafrótinu. Leifar skipsins eru nú á kletti niður í hafinu 700 feta háum. HAUST OG VETRAR WE PREPAY CHARCri TO YOUR NEAREST POST OFFICE OR STATION ON GOOD5 5HOWN ON PAGES 3TO 178 ANb ON WATCMES SHOWN ON PACES 383 TO 386 THIS CATALOGUE CANCELS ALL PREVIOUS ISSUES T. EATON C°, KAUPIÐ UR EATONS YERÐSKRANNI Þessi JOL • T r m mi' : ■!" V Þetta eru dagar sparseminnar. Ekki aS eins sparsemi í einu efni, heldur og í öllum mögulegum tilfellum. — Færri ónýtar gja. ir verSa gefhar um þessi Jól. En nota- drýgri og stæSilegri gjafir verSa nú gefnar en áSur hefir tíSkast. Þér munuS strax hugsa til EATON’S VerSskrárinnar, þá kaupa þarf jólagjafir, því aS þar eruS þér vissir aS finna bæSi nothæfar og fagrar og um leiS ódýrar vörur.—ÞaS eru margir hlutir skráSir í EATON’S VerSskránhi, sem mjög hentugir eru fyrir fjöl- skyldu ySar, og þeir hlutir munu þakksamlega þáSir, og meS endingu sinni og fegurS ávalt minna á gefandann.—Og þaS er þægilegt aS verzla í EATON’S VerSskránni. Póstspjald, penni og fáar mínútur er alt og firrir áhygjum og vanda. ReyniS þaS f ár. Ef þér hafiS ekki VerSskrá, þá sendiS eftir henni í dag. <*T. EATON C°L WiNNIPEG - CAf i

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.