Voröld - 11.11.1918, Blaðsíða 7
Winnipeg, 12. nóvember, 1918.
VOBÖLD.
Bl*. 7.
Að virða og elska ísland
Eftir pórð Tómasson, prest íHorsens.
Höfundur greinar þeirrar, sem hér
fer á eftir og er þýðing greinar, sem
danska blaðið “Hovedstaden” flutti 6.
ágúst í sumar, er eins og nafnið bendir
til íslendingur, sonur pórðar læknis
Tómassonar á Akureyri (d. 1873) en
sonar sonur séra Tómasar Sæmunds-
sonar. Hann var fæddur á Akureyri
árið 1870, en fluttist með danskri móð-
ur sinni til Danmerkur eftir lát föður
síns og hefir alið þar allan sinn aldur
Hann varð stúdent með ágætiseinkunn
1890 og kandídat í guðfræði með fyrstu
einkunn 1896 og hefir síðan 1898 verið
sóknarprestur við Klausturkirkjuna í
Horsens. Hann er í mesta áliti sem
kennimaður, enda prýðilega gáfaður og
ágætlega máli farin. Við' íslandsmál-
um hefir hann lítið gefið sig fyr en
nú síðustu árin, er hann hefir tekið að
hreyfa því opinberlega hver nauðsyn
væri á, að komist gæti á nánara sam-
vinna með íslenzkum og dönskum safn- j
aðarlýð, svo sem vikið er lítilsháttar
að í niðurlagi greinar þessarar, sem
að Öðru leyti stendur í beinu sambandi
vio framkomu sambandslaga-frum-
varpsins i sumar, og er meðfram stíluð
af ánægju höfundarins yfir því.
pegar einhver hefir mælt eitthvað
það er sjálfum manni var á
vörunum, kynni margur að líta svo
á, að þá gerði hann rétt í að láta I
sér það lvnda þegja og samsinna.
pó getur þetta á stundum reynst
erfitt. Svo getur farið, að þráin
eftir að gera heyrinkunnugt sam-
sitini sitt verði óviðráðanleg- Svo
fór mér er ég fyrir skemstu las
greinina “Stjórnmál og siðgæði” í
blaðinu “Hovedstaden” 31. júlí. Ým-
islegt af því, sem þar var dregið fram
til andmæla skoðunum Beriíns pró-
fessors á dansk-íslenzka sambands-
málinu, virtist mér rétt óvenjulega vel
mælt og snerta einmitt kjarna málsins.
1 ofanálag var þar svo kurteislega
tálað og af svo næmum skilningi á
veruleikanum að allar bókvits-kenn-
ingar mistu óviðhjálpanlega alt sitt
giidi í þessu sambar.di. pví miður er
þess naumast. að vænta, að sjálfir laga-
mennirnir, sem við stjórnmál eru riðn-
ir, fáist til að samsinna þessu og taka
upp nýja háttu í stjórnmálastarfi sínu.
En því meiri ástæða kynni að vera
til þess að undirstrika þetta hér.
1 nýnefndri grein rakst ég meðal
annars á orðin, sem ég hef gert
að fyrirsögn greinar minnar. Höf.
segir þar, að meginspurningin, sem
samningarnir beri upp sé, hvað Dani
snertir þessi “hvort danska þjóðin
vilji nú reyna að virða og elska ís-
land, hvort hin kristna danska þjóð
vilji breyta gagnvart íslenzku bræðra-
þjóðinni svo sem sómir kristinni þjóð
með lifandi ábyrgðartilfinningu.”
“Að virða og elska ísland!” Hve
hressandi að lesa slík orð úr
dönskum penna, svo skýr og svo
kröftug sem þau eru. Siíkir tónar
hafa naumast hljó'mað vor á meðal
síðan um daga Rasks og N. M. Pet-
ersens. Pað er einmitt þetta, sem
brostið hefur á í afstöðu Danmerk-
ur til þessa lands og þessarar þjóð-
ar, sem í meira en 500 ár hefir
verið stjórnað — og meira að segja
illa stjórnað — frá Kaupmannaliöfn. j
pó eru það ekki glappaskotin mörgu
af Dana hálfu á ýmsum sviðum stjórn-
mála- og viðskifalífsins, sem gert. hafa
mörgum íslendin'g svo gramt í geði til
Dana og gert áskapaða fettu þeirra
(medfödt Stejlhed) enn ósveiganlegri
gagnvart þeim. Alt þess konar geta
íslendingar fyrirgefið og öllu því
geta þeir gleymt, af því að þeir
vita og skilja, að hér er ekki ill-
um vilja til að dreifa, heldur getu-
leysi í sambandi við tímans týsku.
En hinu að þeir voru jafnan að engu
hafðir, að ekkert tillit var tekið til
þjóðernis þeirra og menjiingar og enda
að litið var niður á þá sem sjálfstakl-
inga, —- þessu veitir þjóðinni erfitt að
gleyma: því að hún er vönd að virð- |
ingu sinni og hefir — síst að ástæðu- ]
lausu — í mörgum greinum háar hug-
myndir um sjálfa sig. í þessu tilliti
heimta fslendingar fulla uppreisn og
það getur enginn láð þeim. En full
uppreisn veitist þeim einungis að sama
skapi sem þeir verða þess áskynja að
nugarþel Dana til þeirra hefir tekið að
breytast og þirtast I hvorutveggja j
j:i,fnt, virðingu og elsku.
Slík hugarþels-breyting ætti nú
síst að reynast dönsku þjóðinni um
megn. Tímarnir geta íialimast
hentugri verið í því tilliti en nú eru
þeir. Árin, sem heimsófriðurinn hef-
ir geysað, hafa í mörgu tilliti verið al-
varlegir vakningatímar — allra helzt
smáþjóðunum hlutlausu. Vér sjáum
þetta bezt hér með os3 á því, hve heil- j
brigðum yexti hugmyndin um sam- j
band og samvinnu Norðurlandaþjóð- j
anna þriggja hefir náð þessi árin síð-
ustu. Bróðursambandið með Dönum,
Norðmönnum og Svíum er í þann veg
að verða augljóst af verkunum.
pegar svo er komið er það mikill á-
vinningur, er hlýtur að vera öllum,
sem það kunna að meta, hið mesta
gleðiefni, að héðan af er fyrir þá háð-
ung loku skotið, ‘að fslandi verði
gleymt þegar talað verður og sungið
um norrænu bræðraþjóðirnar. Dönum
ætti það ekki síst að vera fagnaðar-
efni, að þetta hugsunarleysi hefir nú
fengið slíkt rothögg, að það bíður þess
aldrei bctur og danskt frjálslyndi
og göfuglyndi á sinn þátt í því.
En einnig í öðru tillliti ætti það, sem
nú er að gerast úti um heiminn, að
hafa haft skerpandi áhrif á skilning
Dana. Heimsstyrjöldin hefir hrundið
af stað blóðugum umræðum um til-
vistarheimild smáþjóðanna. En sam-
tímis hefir þetta á marga vegu orðið
smáþjóðunum sterk hvöt til að gera
sjálfum sér grein fyrir eigin mætti og
eigin verkefhum. Við íhugun þessa
skiftir það miklu hvaða pund smá-
þjóðunum er gefin og hvaða verkefni
þeim eru i hendur seld, ekkl að elns
vitsmunalega og menningarlega, held-
ur og sögulega.
Hér verður eltkí hjá því komist að
veita því eftirtekt, hvaða sögulegir
dutlungar—að ég eklti viðhafi göfugra
og anhlegra orðatiltæki — hafa mestu
þar um ráðið, að ísland skyldi lenda í
rrargra alda sambandi einmitt við
Danmörku. En hve hafa kynslóðir
liðinna tíma litið á þetta sámband
undur skammsýnum augum. pær hafa
litið á ísland og farið með það fremur
sem byrði en sem gjöf. Og þær hafa
jafnan gert sér far um að komast sem
léttast út af því að rækja þær kyldur,
sem af sambandinu leiddu. Dönum
er nú loks farið að skiljast — og sem
betur fer áður én það er um seinan og
meðan enn er hægt að bæta úr þeirri
vanrækslu — hvert tjcn þeir hafa unn-
ið íslandi með þessu og ekki að eins
því, heídur et til vill líka, þegar alls
er gætt, Danmörku sjálfrt. Verði
framhald á sambúð Danmerkur og Is-
lands — og vel að merkja sambúð sem
báðum þjóðunum er samboðin — mun
það ekki að eins geta orðið fslandi til
ómetanlegra hags'muna, heldar mun
það einnig verða til þess að stvrlda.
ððns.ku þjóðina sjélfa á marga vegu,
auka henni bæði sjálfsálit og sjálfs-
traust., pað sem nú er i undirbún-
ingi með Dönum g íslendingum er ekki
síst þess vegna svo mikilvægt fyrir
danska þjóðarkend, að það er eins
og Danmörk vaxi við það og sjóndeiid-
arhringur þjóðarinnar víkki við það.
Pví að„ göfgi smáþjóðanna fer ekki
eftir stærð landsins eða stjórnlegu
Yaldsviði ríkisins, heldur fer það eftir
djúpri einlægninnar, sem einkennir
alla afstöðu þeirra sín á milli.
pegar nú ræða er um “acf virða og
elska ísland,” þ. e. íslands þjóð, þá
mun fæstum dyljast, að orðin eru þar
sett í réttri röð að því er reynslan
sýnir. Menn verða fyr til að upp-
götva í fari íslendlnga hið virðingar-
verða en hið elskuverða. petta er
ekki hinni sögulegu afstöðu einni að
Kenna, heldur stendur þetta jafnframt
í sambandi við sjáíft þjóðeðjið svo
frábrugðið sem það er dönsku þjóðeðli.
Ekki er það heldur neinum vafa undir-
orpi, að sambúðin mun hér eftir ekki
síður en hingað til gefa margt tilefni
til árekstrer, sem einatt munu gremju
valda á báðar hliðar. En þá er jafn-
an best farið ef menn hafa lært að
meta að maklegleikum og 4\ rða þann
sem við er að skifta. Við það vakn-
ar samkendin og glæðist. Og um ís-
lendinga er nú það að segja, að margt
er það, bæði í lyndiseinkunn þeirra og
menningu, er knýr hvern þann, sem
kynnist þeim verulega, til að bera
virðingu fyrir þeim. Hvað er virð-
ingarvert ef ekki hin eldlieita ættjarð-
arast þeirra, hin beinvaxna frelsis- og
sjálfstæðisþrá þeirra, er um margar
aldir hafa átt við jafn óblíð æfikjör
að búa! Eða þá lífsþrótturinn /eins
og hann kemur fram í lífi og baráttu
þessarar örlitlu þjóðar frá þeirri
stundu, er hún fyrir rúmum manns-
aldri eignast fyrstu möguleikanna til
sjálfsforrgeðis! pví betur sem hin
danska þjóð kýnnist því sérkennilega
andans lífi, sem á sér heimilisfang úti
á þessari afskektu e>ju, er um langan
aldur hefir átt við svo mikla einangr-
un að búa, því meira hlj’tur hún að
dást að því, hvílíkum krafti þessi síð-
borna þjóð er gædd og það fram á
þennan dag. Og þá ætti hin forna
göfgi þjóðarinnar íslenzku, eins og
sögubókmentirnar liennar bera svo
fagurlega votf, að ógleymdu því hve
mikinn þátt hún hefir átt í að varð-
veita fornnorræna tungu og-1 endúr-
minningar, elcki síst að tryggja henni
heiðurssæti í meðvitund vaknaðrar og
sjálfsvitandi danskrar þjóðar að
minsta kosti jafnhliða hinum bræðra-
þjóðunum báðum tvern. í þessu sam-
bandi er g skylt að minnást þeirrar
þakkarskuldar, sem 1 vér erum í við
ungu íslenzku skáldin, sem hin síðari
árin hafa vakið svo mikla og verð-
skuldaða athygli með bóklesandi Dön-
um! Enginn 'skyidi ætla að arður-
inn af andlégri sambúð Dana, og ís-
lendinga verði ailur og eingöngu ís-
iendinga megin. Gera má að sjálf-
sögðu ráð fyrir, að það verði fleira,
sem íslendingar geta lært af Dönum,
en Danir af fslendingum. En hér er
þess velað gæta, að það sem ísland
fær frá Dönum, það geta þeir fengið
annaístaðar að. Alt öðru máli gegn-
ir um það, sem vér búumst vit að fá
frá íslandi. pað getum vér ck'kí bú
ist við að fá neins staðar að„ síst ef
það ætti fyrir oss að liggja að slitna
úr sambands-tengslunum við þes^a
merkilegu frændþjóð vora.
Með réttu hefir því verið haldið
fram úr ýmsum áttum, að nú ríði á
því að veita dönsku þjóðinni sanna og
áreiðanlega þekkingu á fslandi, hinni
fögru og mikilfengu náttúru þess, á
þjóðinni sjálfri, sögu hennar og högum.
Ilér verða háskóli og kennaraskðlSr,
lýðskólar og lærðir skólar að taka
höndum saman og leggjast öll á eitt
I þessu tilliti. Pótt ísland sé í
mörg hundruð mílna fjarlægð héðan,
þótt tunga þjóðarinnaf sé næsta ólík
tungu Dana, þá verður nú fsland að
fá að skipa það rúm, sem því ber í
meðvitund dönsku þjóðarinnar og al-
menningsáliti. pá mun elskan til
þessa lands og þjóðar og gleðin yfir
sambúðinni við hana smamsaman og
eins og af sjálfu sér lifna með Dönum
að sama skapi sem þeir læra að meta
sjálfa sig og fá rétta ást á sjálfum
sér, því að í þessu tilliti er dönsku
þjóðinni býsna ábótavant, og í þvl til-
liti er ekki hvað minst að læra aí
íslendingum.
Og svo er loks eitt, sem ég að end-
ingu verð lítilsháttar að drepa á í
greininni sém ég gat um í upphafi var
á það bent, hver skylda hinni kristnu
dönsku þjóð bæri til að breyta sem
kristinni þjóð með ábyrgðartilfinningu
kristinnar þjóðar gagnvart íslenzku
broðurþjóðinni. Ég vil hér fara enn
lengra. Ég hika ekki við að segia það
fulium fetum: Danska kirkjan, uansk-
ur safnaðarlýður verður að komast I
kristilegt systursamband við íslenzku
kirkjuna íslenzkan safnaðarlýð. petta
mun verða torskilið ýmsum hinna
dönsku og íslenzku stjórnmálamanna'
og ýmsum öðrum, er ekki eru við
stjórnmál riðnir. Slíkt kemur sízt
flatt upp á mig. En jafnsatt er það
eins fyrir því, að í safnaðarlífinu
streyma dýpstu' lífslindirnar, hinar
eilífu lífslindir flytjandi þjóðlífinu
kraft og kærleika. Og ekkert fær
sameinað tvær þjóðir jafn einlæglega
og innilega sem lifandi meðvifund
þess að vera í drotni. Ég hef á öðr-
um stað ritað ítarlegar um þetta efni.
Hér vildi ég að eins mega undirstrika,
að eins og það verður eitt helsta fram-
tíðarverkefnið að reyna að koma á
fót þjóðlegu samlífi með Dönum og
fslendingum, eins verður það framtíð-
arefni nins danslta safnaðarlýðs að
rétta systurkirkjunni íslenzku, hinum
íslenzka safnaðarlýð, höndina til
hjartanlegrar samvinnu og bæta úr
þeirri vanrækslu, sem kristnir Danir
hafa gert sig seka í öidum saman og
kynslóð eftir kynslóð, að láta þeim
verkefnum ósint, sem hinni dönsltu
kirkju bar skylda til að sinná, svo
sjálfsögð sem þau voru.
(Dr. J. H.)
(Lögrétta).
Stríð.
pegar vér höfum lesið um stríð þau
er hafa átt sér stað fyr á tímum þá
höfum vér oft hugsað um hvað hepp-
in vér höfum verið að hafa elcki lifað
I þá daga. En nú stöndum vér I þeirri
stærstu og hræðilegustu baráttu er
heimurinn hefir nokkru sinni séð.
petta stríð ér svo stórkostlegt
vegna þess að þjóðirnar sem taka þátt
I því hafa séð sér fært að safna sam-
an fleiri mönnum nú heldur en nokkr-
ar stríðsþjóðir hafa áður getað gjört,
og svo hræðilegt vegna þess að, eins
o& árin liðu, hefir fólkið mentast og
hugvit og uppfindingar aukist, hafa
því verið fundin upp hin hræðilegustu
morðtól og eitur sem mannlegum
hugsunum er hægt að hugsa sér. 1
þessu stríði falla fleiri menn heldur en
I nokkru undanförnu stríði, þó ekki
kannske tiltölulega fleiri. í öðrum
stríðum hefir verið barist þar til önnur
hliðin uppgafst, óg er það hið sama
og miðveldin eru nú að gjöra.
Margir hafa þá skoðun að þessi hild-
arleikur muni verða sá síðasti er haf-
inn verður, fólk sé búið að sjá og þola
svo mikið af hörmungum og kvölum
að aldrei oftar muni þjóðirnar láta
slíkar skelfingar dynja yfir lönd og
lýð.
Af alveg sömu ástæðu hafa aðrar
þjóðir á öðrum tímum hugsað það
sama. Fólk sem lifir ' á styrjaldar-
tímum og sér og skilur afleiðingarnar
mun ætíð hugsa svona. En munu
komandi kynslóðir gjöra hið sama?
Verður þá sú hættan mest að fólkið á
þeim tímum verði orðið svo mentað
og uppfrætt að með einni handsveifl-
an verði hægt að senda út einhvers-
konar eiturgas eða rafurmagnstrauma
er í einu vetfangi geti gjöreitt heilum
löndum og þjóðum. \
Nú fer, að öllum líkindum, í nánd
löng friðartíö. Fer því í hönd sá
tími er þjóðirnar ættu að koma saman
til að gjöra ráðstafanir fyrir framtíð-
ina. Ættu þær að koma sér saman
um að láta enga þjóð fá tækifæri til
að búa sig undir stríð. pær ættu að
sjá um að ef einhver þjóð hefir eitt-
hvert umkvörtunarefni þá yrði það sett
í gjörpardóm. Hver sú þjóð er frá
þeirri stefnu viki skyldi kallast al-
þjóðaóvinur. Ef svo liefði verið að
farið fyrir þrjátíu til fjörutíu árum
síoan og þjóðverjum ekki veijið leyft
að búa sig undir strið þá hefði ekkert
stríð veri nú.
pað er einmitt þessari stefnu er sam-
herjar eru að berjast fyrir nú og er al-
rþjóðasamband grundvallar atriði
friðarsamninganna er þeir nú bjóða
pjóðverjum. Ef að þessi hugmynd
nær fram að ganga mun engin þjóð
hafa tækifæri til að undirbúa sig
neitt til hernaðar, þar eð einn sam-
eiginlegur her, stjórnað af alþjóða-
sambandinu mun altaf tilbúin að
gjöreiða nokkrum þeim vopna verk-
smiðjum eða öðrum her útbúnaði sem
nokkur þjóð reyndi að koma á fót án
samþykkis hinna þjóðanna.
3R\
Business and Professional Cards
Alllr sem [ þessum dálkum auglýsa eru velþektir og áreiðanlegir menn—peir bestu sem völ er á hver I
sinni grein.
LÆKNAR.
Dagtals St.J. 474. Næturt. St. J. 866
Kalli sint á nótt og degi.
DR. B. GERZABEK,
M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá
London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá
Manitoba. Fyrverandi aðstoðarlaeknir
við hospítal í Vínarborg, Prag, og
Berlin og fleiri hospítöl.
Skrifstofutími í eigin hospítali, 416
—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man.
Skrifstofutími frá 9—12 f.h.; 8—4
og 7—9 e.h.
Dr. B. Gerzabeks eigið hospítal
415—417 Pritchard Ave.
Stundun og lækning valdra sjúk-
iinga, sem þjást af brjóstveíki, hjart-
veiki, magasjúkdómum, innýflaveiki,
kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm-
um, taugaveiklun.
DR. M. B. HALLDORSSON
401 BOYD BUILDING
Talsími M. 3088 Cor. Portage &Edm
Stundar sérstaklega berklaveiki og
aðra lungnasjúkdóma. Er að fixma
á skrifstofu sinni kl. 11 til 12 f.m.
og kl. 2 til 4 e.m.—Heimili að 46
Alloway Ave. Talsími Sh. 3158.
J
DR. J. STEFÁNSSON
\ 401 BOYD BUILDING
Horai Portage Ave og Edmonton St
Stundar eingöngu augna, eyrna, nef
og kverka-sjúkdóma. Er að hitta
frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 5 é.h.
Talsími Main 3088
Heimili 105 Olivia St. Tals. G. 2315
-___ '_______________________J
Talsími Main 5302
J. G. SNIDAL, L.D.S. 1
Tannlæknir
814 Somerset Block, Winnipeg
HEILBRIGDIS STOFNANIR
Keep tn Perf«ct
Health
Phone G. 868
Turner’a Turklsh
Baths.
Turkish Baths
with sleeping ac-
commodation.
Plain Baths.
Massage and
Chiropody.
Cor. King and Bannatyne
Travellers Building Winnipeg
BLÓMSTURSALAR
W. D. HARDING
BLÖMSALA
Giftinga-blómvendir of sorgar-
sveigir sérstaklega.
374J4 Portage Ave. Símar: M. 4737
Heiraili G. 1034
LÖGFRÆDINGAR.
ADAMSON & LINDSAY
Lögfræðingar.
806 McArthur Building
Winnipeg.
DR. G. D. PETERS.
Tannlaeknir.
er að hitta frá.kl. 10 árdegis til
kl. 5 síðdegis, og á mánudags, mið-
vikudags og föstudags kvöldum frá
kl. 7 til kl. 9 síðdegis.
504 Boyd Building, Winnipeg.
r
DR. Ó. STEPHENSEN
Stnndar alls ltonar lækningar.
Talsími G. 798, 615 Bannatyne
avenue.
J. J SWANSON & CO. .
Verzla með fasteignir. Sjá
um leigu á húsum. Annast
lán og eldsábyrgöir o. fl.
504 The Kensington, Cer.
Portage & Smith
Phone Main 2597
Talsími Main 3775
Dag og nótt og sunnudaga.
THE “KING” FLORIST
Gullfisltar, Fuglar
Nqtiö hraöskeyta samband viö
oss; blóm send hvert sem er.
Vandaöasta blómgerö er
sérfræöi vor.
270 Hargrave St., Winnlpeg.
New Tires and Tubes
CENTRAL VULC ANIZIN G
H. A. Fraser, Prop.
Expert Tire Repairing
Fljót afgreiösla óbyrgst.
543 Portage Avenue Winnipeg
G. J. GOODMUNDSON
Selur fasteignir.
Leigir hús og lönd.
Otvegar peninga lán.
Veitir áreiðanlegar eldsábyrgðlr
billega.
Garry 2205. 696 Simcoe Str.
Phone Sh. 2151 Heimili S. 2765
AUTO SUPPLY & ELECTRIC
CO., Ltd.
Starting & Lighting Batteries
Charged, Stored and Repaired
Speedometers of all makes
Tested and Repaired.
Tire Vuncalizing.
W. N. MacNeil, Ráösmaöur
469 Portage Ave., Winnipeg
SÉRFRÆDINGUR
VID
PHONOGRAPHS, ALLAR MAL-
VÉLAR
Eg geri ekkert annað en að gera
við hverslags málvélar sem er.
Brotnar fjaðrir, málberann og plöt-
urnar, eg geri Við það alt.
Eg Sendi aðeins færa menn þeg-
ar viðgerðirnar eru gerðar heima í
húsinu.
Alt verk ábyrgst.
W. E. GORDON
Elevator to 4th Floor, 168 Market E
4 dyr frá Pantages. Bhone M. 93
VOROLD
‘ er
LANG BESTA
FJÖLLESNASTA
og
SKEMTILEGASTA
BLAÐ
VESTUR-ÍSLENDIN GA
ELGIN MOTOR SALES CO.,
Ltd.
Elgin and Brisco Cars
Komiö og taliö við oss eöa
skrifiö oss og biðjið um verð-
skrár rrieö myndum.
Talsimi Blain 1520
417 Portage Ave., Winnipeg.
Sími: M. 4963 Heimili S. 3328
A. C. JOHNSON
Legir hús, selur fasteignir,
iitvegar eldsábyrgðir.
528 Union Bank Bldg.
Einkaleyfi, Vörumerki
Ctgáfuréttindi
FETHERSTONHAUGH & Co
36-37 Canada Life Bldg.
Phone M. 4439 Winnipeg
Vér getum hiklaust mælt með Feth-
erstonhaug & Co. pekkjum Isleend-
inga sem hafa treeyst þeim fyrir hug-
myndum sínum og hafa þeir 1 alla
staði reynst þeim vel og áreiðanlegir.
“— =il Talsími M. 3142 G. A. AXFORD Lögfræöingur 503 Paris Bldg. Winnipeg Y _ * i
J. K. SIGURDSON, L.L.B. Lögfrseðingur. 708 Sterling Bank Bldg. Sor. Portage and Smith, Winnipeg v Talsími M. 6255. k J
MYNDASTOFUR.
Talsími Garry 3286 RELIANCE ART STUDIO 816 Main Street Vandvirkir Myndasmiöir. Skrautleg mynd gefin ókeypis hverjum eim er kemur meö þessa auglýsingu. Komiö og finniS oss sem f yrst. Winnipeg, Manitoba . .....
^ Til aö fá góðar myndir, komið til oklcar. g w « sas g BURNS PHOTO STUDIO § 2 c 576 Main Street
CHICAGO ART CO. 543 Main Street, Cor. James St Myndir teknar ai’ vönduðustu tegund. Films og Plates framkallaSar og myndir prentaöar. Eigandi: FINNUR JONSSON .8,. -» . -
• «-—•« » »— •§*
A. S. BARDAL 843 Sherbrooke Street Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbunaður hinn bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og leg- steina. Heimilis Tals - Garry 2151 Skrifstofu Tals. G. 300, 375 -
JJoyd’s Aoto Express (áöur Central Auto Express) Fluttir böglar og flutningur. Srstakt verö fyrir heildsölu flutning. Talsimi Garry 3676 H. Lloyd, eigandi Skrifstofa: 44 Adelaide, Str. Winnipeg
Sími G. 1626 Heimili S. 4211 McLEAN & CO. Electrical and Mechanical Engineers We repair: Elevators, Motors, Engines, Pumps and all other kinds of Machinery í and all kinds of Machine Work Acytelene Welding 54 Princess Street, Wiimipeg — -
Kaupið Voröld
LANDAR GÓDIR
Skiftið við fyrtu íslelnsku
raltarabúðina sem stjórnað er'/
samkvæmt fulikomnum heil-
brigðisreglum. Hún er alveg
nýbyrjuð í Iroquois hótelinu,
beint á móti bæjarráðsstof-
unni. Talsími M. 1044.
lngimar Einarson.
IDEAL PLUMBING CO.
Cor. Notre Dame & Marylaná
Plumbing, Gasfitting, Steam
and Hot Water Heating
Viögeröir fljótlega af hendi
leystar; sanngjarnt verS.
G. K. Stephenson, Garry 3493
J. G. Hinriksson, í hernum.