Voröld


Voröld - 11.11.1918, Page 4

Voröld - 11.11.1918, Page 4
VORÖLD. Winnipeg 11. nóvember, 1918. kemur ót á hverjum þriðjudegi. Ctgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd. Voröld kosta $2.00 um árið i Canada, Bandaríkjunum og á íslandi. (Borgist fyrirfram.) Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín. Skrifstofur: Rialto Bloek, 482% Main Street—Farmers Advocate Bldg. (gengið inn frá Langside Street) Talsími Garry 42 52, --------- Hvað tekur við? Steini hefir verið lyft af brjóstuni miljónum manna, við fréttina er flýgur ný. um allan hinn mentaða heim- Aldrei hafa símþræðirnir flutt eins langþráða, góða eða blessunarríka frétt eins og þá er um þessar mundir berst frá strönd til strandar og landi til lands. Er fyllir hjörtun sem hafa barist ótt og títt af hræðslu, kvíða og skelfingu í þung, löng og döpur ár—fyllir þau himneskri ró og friði. Friður!—Orðið hljómar eins og töfrandi söngur í eyrum mann- anna, líkast mildu undirspili, inst inn í sálinni—ógleymanlegu, dreym- andi og ljúfu undirspili. Eftir langvinnann, þreytandi og sáran skilnað, munu aftur ást- vinir og elskendur sameinast. Eftir að vera eins og útlagar í skot- gröfum og fjarlægum löndum munu aftur synirnir, elskhugamir og eiginmennirnir koma heim, til að taka upp friðsamleg störf, og til að njóta lífsins—samverunnar meðal sinna nánustu. Friður—•! Og bóndinn mun yrkja land sitt óáreittur af morð- tólum óvinanna. Fiskimaðurinn leggja net sín án þess að óttast djöfulleg leynidufl. Verzlunarmaðurinn stunda verzlun sína, laus við að kvíða því að hungruð og hálfnakin alþýðan ráðist á eignir hans. Móðirin, faðirinn örmagna og aldurhnígin munu leggjast til hvílu þreytt að kveldi en örugg—“því þau munu ekki svift aðstoð þeirra. Konan og börnin munu brosa á móti framtíðinni því hann er heima sá sem að þeim hlúir. Æskumaðurinn mun gera ráðstafanir og vinna að settu takmarki —því nú mun ekki stríðið lengur þeyta áætlunum hans út í vindinn. Friður—! pannig má telja upp óendanlega margt sem friðurinn hefir gott í för með sér.—Ánægjuna, birtuna sem hann blessar heim- inn með, þegar loks þjóðimar fara að draga andann eðlilega og jafna sig eftir þetta ógurlegasta stríð mannkynsins. prátt fyrir það er gleðin ekki óblönduð eða himininn heiður og skýjalaus.—-Ósjálfrátt vakna ónotalegar tilfinningar, og í undirspil- inu leynast þunglyndis, spyrjandi tónar. Hvað verður um ykkur fátæku mæður? Og yltkur einstæðings munaðarieysingjsr? Eða ykkur særðu, örkunJa hermenn—sem gefið hafið alt, og ekki getið séð ykkur forsjá— ■—■? Fleiri spurningar vakna.—-Um 40,000 hermenn hafa farið frá •Winnipeg. Af þeirri tölu má búast við 30,000 til baka. Hvað verður um þá? Stöður þeirra hafa verið fyltar. Og þeir sem þær skipa að líkindum verkinu betur vaxnir, þar sem þeir hafa haft stöð- uga æfingu meðan hermennimir lágu í skotgryfjunum og vörðu land og þjóð. peim mun verða tekið vel og fagnað, um það efast enginn, en það eitt mún ekki n-æra þá og klæða.—Og mennirnir eru svo gleymnir. •,.. því hætt við að fómfýsi þeirra og skyldurækni verði skráð á sandinn, en hitt á bjargið sem snertir pyngjur þeirra sem heima sátu. Með i’rið byrjar að öllum líkindum nýtt tímabil í sögu mann- kynsirti: Konan*hefir síðasstliðin fjögur ár lagt sér á herðar mörg af erfiðisstörfum karlmannsins. Á öllum sviðum hefir hún sýnt og sannað hæfileika sína og starfsþol. Hún hefir fylt skörðin, auðu sætin sem stríðið bjó í skrifstofunum, verzlunum, verksmiðjum, <t. s. frv. Og að lokum hefir hún unnið hinn langþráða sigur—jafnrétt við karlmenn. Á Englandi, til dæmis, hefir nýlega verið samþykt að konur megi sitja á þinginu. pannig virðist því að framtíðin verði að finna veg til þess að hún og maðurinn geti unnið hlið við hlið, í stjómmálum, iðnaði og f jármálum engu síður en á heimilinu.-- Alt skipulag þjóðfélagsins er að ummyndast—gjörbreytast—hér, eigi síður en í öðrum löndum. Hermennimir og konurnar mynda nýjan, öflugan straum í mann- félaginu—straum sem hefir rutt sér farveg seinustu fjögur árin, og sem, án efá, mun hrinda af stað mörgum erfíðum málefnum. En hafi stjómin gætt skyldu sinnar, og beitt kröftum sínum til ráðstafana komandí tíma og öllum þeim mörgu og torfæru kriugum- stæða sem friði hljóta að verða samfara, þá mun þess ekki þörf að líta kvíðafullum augum á framtíðina—eða óttast það sem við tekur að stríðinu loknu. Titlar Almenn regla er það nú orðin meðal siðaðra þjóða að nota titil með mannsnöfnum í ræðu og riti- Penna sið hafa og íslendingar tekið upp. Hinn íslenzki titill karlmannsins er herra, hvort heldur raaðurinn er giftur eða ógiftur og í kvaða stÖðu sem hann er. Auð- vitað er oft einnig notaður sá titill mannsins, sem gefur til kynna hvaða starf hann stundi. Öðra máli hefir verið að gegna með ís- lenzka kvenfólkið, þar hefir kent ýmsra grasa. Hinir helstu titlar era frú, maðdama, konan, húsfrú, húsfreyja, og ógiftar konur hafa vöríð nefndar fröken, ungfrú, ungfreyja, mærin, stúlkan í umtali og áritun bréfa. pað hefir oft valdið töluverðum heilabrotum hver þessara titla ætti við, þegar um ýmsar minniháttar konur, að mann- domi, hefir verið að ræða. Á fjölmennum fundi sem haldin var í júní síðastliðnum í “Bandalagi kvenna,” í Reykjavík, var þetta mál rætt. Niðurstaðan .vjlrð, að réttast væri að allar konur eftir 15 ára aldur, giftar sem úgiftar, hefðu sama titil, og að hinn sjálfsagði titill fyrir íslenzkar konur væri frú. Tillaga var samþykt í þessa átt af fjölda helztu jkvenna höfuðstaðarins. Gegn tillöuunni voru greidd 10 atkvæði. Meðal þeirra orða, sem eru að læðast inn í málið okkar úr ensk- rnjni, eru “Miss” og “Mrs.” Hvert íslenzkt óskemt eyra finnur til úpæginda þegar þessi orð hljóma í íslenzku máli. pau eru líkust illgresi í blómbeði. Vel væri að íslenzkar konur, og karlmenn einnig, vildu ræða það á mannfundum og í blöðum, hvort það mundi ekki geta útrýmt þessum orðum úr málinu, ef, eins og systur okkar hinu- megin hafsins virðist ætla að koma sér saman um, einn að sameiginleg- ur titll væri viðtekinn í ræðu og riti fyrir allar konur, giftar og ógiftar, g þá þykist ég vita að allar yrðu sammála um, að ekki væri annar fegurri en “frú. ” Nú virðist sá aldarandi að mestu horfinn að líta beri niður á ógift kvennfólk. pað ætti því að vera ein af jafnréttiskröfum ógiftra kvenna að þær væru réttbornar til sama titils og þær giftu, á sama hátt og ógiftur karlmaður hefir sama titil og giftur maður- Hólmfríður Árnadóttir. Paradís Sjá, í fjarsýni brosir við blíð hin blessaða ókomna tíð jjegar kærleikur grundvallar guðsríki á jörð þegar grædd eru’ og bætt fyrir alþjóða mein þegar elskan um heimsfriðinn heldur vörð þegar hljóðnar hið sárbitra kvein: hrópið aldanna’ um frið,—• drottins eilífa frið,—■ er að síðustu opnar in harðlæstu hlið. Guðmundur Guðmundsson Skáldið sér í anda ókomna tímann þegar eigingirnin, valdafýsnin auðvaldið eru eins og visnuð lauf á farvegi nýrra kynslóða.—þegar bróðurþel, jöfnuður og kærleiki fær að skína eins og lífgandi sól á friðsæla, ánægða menn og konur. —pegar vopn hafa verið lögð niður og varpað frá sér eins og gamalli og leiðri endurminningu. Og í þerra stað hefir vaknað traustið á hið góða og göfuga í manneðlinu. —pegar einstaklinguiú og þjóðunum skilst það að tilhneigingar, tilfinningar og eðli þeirra er svo að segja hið sama. Og að skilda þeirra gagnvart sjálfum sér og mannfélaginu er að bæta, lífga og stilla til friðar en ekki að ræna, drepa og eyðileggja- —pegar föllnum, systrum og bræðrum og olnboga börnum heimsins er ekki varpað í kalda og dimma fangaklefa, heldur hjúkrað og hjálpað með nákvæmni og viðkvæmni góðra lækna—því þau eru sjúk af eymd og volæði og engu öðru. —pegar einn er öðrum jajn rétt hár, góður og þarfur stóllpi í samfélaginu. t —pegar háir og lágir gerast óbrotnir verkamenn í víngarði lífsins og hlúa sameiginlega að þeim aldinum eingöngu sem eru þarf- ir og hollir; svo að mannréttindin verði jafnari og lífsgleðin sannari. —pegar sannleikurinn verður viti sem lýsir fram á leið—sem birtir upp jafnvel hin dimmustu skúmaskot tilverunnar—þá en ekki fyr, verður draumsjón skáldsins að Ijúfum og heillandi veruleik, og Paradís á jörðu.....þá má með sanni kalla einlægum rómi: Draumbót u- I. Frið, frið, frið! Lækir í dölum, blómin á bölum biðja dreymandi drottinn um frið. Frið, frið, frið! f vomætur ró, um völl, yfir mó það er viðkvæði’ í lóunnar klið. Frið, frið, frið! ! í hvíslinu’ í blænum í soginu’ í sænum er það samstilt í líðandi nið. Frið, frið, frið! — þau blessunar-orð um úthöf og storð kveða’ í aldurþrá mannsandans við! II. Draumbót í dagstriti þungu, döggin á eyðimörk, — draumbót þeim elskandi, ungu, aldursvon laufgaðri björk. Draumbót í andvarpi deyjandi manns, dýpsta og heitasta löngunin hans, — draumbót hins harmþrungna, hljóða, hugarbót ráðlausra þjóða, — sólbjört skín vonin um sáttmáls-örk sigrandi friðarins góða, lyftimagn hugans, er hæst skal oss bera, heimsljósið vera, sáttmáli,’ er alla um síðir skal gera samþegna’ í heimsveldi kærleikans! III. Öld, þú sem nýborin horfir til hæða, — hæðanna ljósbjörtu’ í framsóknarþrá, láttu’ ei til ólífis bömunum blæða blóðstokknum, geigþrungnumvígvöllum á! Morgun þinn himinínn helblæjum klæddi, Hjaðningavíg urðu stórvirkin hans, eystra, þar Rússum á blóðvelli blæddi og bömunum harðfengu Árljómalands- Hljómur serafa, svíf yfir sæinn og storð: Guðs almættis orð varð efni og líf, — drottins kærleikans orð varð kraftur og líf! — Jafnvel blómin og steinnin í himneskum Ijósvaka lifir. Gleymt skal því öllu, ef sú verður síðust saknæm og grátleg þín styrjar-för kold, verðir þú kærleiks-öld, brosi þér blíðust blástjaman friðar þitt síðasta kvöld! Yoröld birtir í þessu númeri nokkur kvæði tekin úr kvæðasafni Guðm. Guðmundssonar “Friður á jörðu.” pótti oss það vel við eiga þar sem friður.og framtíðin er efst í hugum flestra. Friðarfámnn Sem Agli forðum létti, ’ er sorg í söng hann sárri’ og þungri lyfti’ í hrorra veldi, svo léttir mér, um friðarfánans stöng er fléttað hef eg sveig á julíkveldi. t Fólkvaldur heimsins frægstu’ og mestu þjóða, fyrsta eg yður kveð að sliðra brandinn! ! Veki’ yður, stjómi viljinn til hins góða, vitið og mannást göfgi bróðurandinn. Dragið upp friðarfána’ í öllum löndum! Framtíðarvonir leysið þér úr böndum! Niður með vopnin, — vigskip, herskaut, tildur, “vopnaða friðinn”:... stríð í dularklæðum! — Kjöram ei lengur skifti Skuld og Hildur! Skarið ei framar eld að heiftarglæðum! Eins og þér fyr í stríði stóðuð hæstir, standið þér nú sem friðarverðir æðstir! - Fram, fram í einni fylking! — Verðið allir friðarins herrar, drotnar miljónanna! pingsölum breytið þér í friðarhallir. þjóðbönd í kærleik tryggið stórveldanna! Jafnið þér alt sem yður ber á milli einhuga’ í drengskap, góðvild, mannvits-snilli! Hættan er engin, ef þér saman semjið samhuga’ í einu frið um veröld alla, — leggist á eitt og ofmetnaðinn hemjið, úreltu hrindið vanans goði’ af stalla. Hagurinn auðsær:... heimur betri’ og fegri, hamingjan sanna öllum vinnanlegri. pá verður jörðin yrkt af ótal höndum, áður sem til að myrða vora dæmdar, bióm verða grædd á beram eyðisöndum, búið í hag til þjóðanytja og sæmdar; ógrynni fjár, sem eyddi gæfu’ og friði, alt verður heill og menning þá að liði. Vísindi’ og listir fá sín fyrst að njóta friðarins undir björtum hlífiskildi, — þá mun þeim fjölga,’ er brautir nýjar brjóta, bágindum eyða samúð, rækt og mildi. — Heill þeim, er alheimsfriðar fánan hvíta fyrstir á jörðu við himinn blakta líta! púsundföld heill sé þeim, er fyrstir verða þjóðvalda til að helga’ hann, viðurkenna! peirra skal orðstír enginn tími skerða, yfir þeim frægðarljóminn skærast brenna! Stærri’ er og skærri stjarnan þeirra bjarta stjómkænsku Bismarcks herfrægð Bónaparta. í nafni fslands bið eg þessi blóm á beram rjóðrum gróðri leið að ryðja, og strengja minna veikan hörpuhljóm í hverri sál að friði’ og samiið styöja! Svo fljúgið vongóð litlu Ijóðin mín, og leitið sérhvers hjarU,’ er friðar biður, og opnið skuggans börnum sólarsýn við sönginn ljúfa: “Friður sé með yður!” BITAR “Alt í grænum sjó! ” mátti með sanni segja um Winnipeg á fimtudag- inn var þegar állir virtust tapa ser yfir tál fréttinni um happasæl úrslit stríðsins. Tál! Tál! _l Telegram ber það upp á fylkisstjórn- ina að hún hafi ætlað' sér að selja BúnaðarsÍLoIann, meðal annars til þess að afla sér fjár til næstu kosn- ingabaráttu. ótrúlegt. Samá blað segir að núverandi stjórnarfyrirkomulag, sé ekki hægt að þola mínútu lengur en stríðsnauð- sypjar kreijast.—Mikið rétt! Borden kvað Setla bráðlega til Eng- lands. Mun ekki hægt að semja frið án hans ráðlegginga. Canada mönn- um virðist það dcginum ljósara! ! G. H. er búin að hnoða stóra kringlu úr litla bitanum sem Vröld stakk upp I hann um daginn. Hann hlýtur að jórtra býsna ákaft þessi blessaður G. H. G. H. er að vandræðast útaf því að einhver Stephan G. skrifi í Voröld. Ljótan að þessi G. H. skúli ekki vita hver Stephan G. sé. Friður! peim kvað samt ekki frið- samt innanbrjósts sumum niður í Otta- wa—samviskan getur verið pínandi. !!IEH Kaupid gód föt! Þad borgar sig pað fyrsta sem allir vilj vita núna.er hvert fötin sé góð. pað er áreiðanlegt a það borgar sig að fá Hobbe: lin sniðin fötóz pau eru gó Föt og yfirhafnir Búin til eftir máli. $30 til $75 m THE HOUSE OF HOBBERLIN LTD. ■ jji T ailors to tiie Canadian Gentleman 350 Portage Ave.

x

Voröld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.