Voröld


Voröld - 11.11.1918, Side 6

Voröld - 11.11.1918, Side 6
Bls. • TWWTiT> Vv'inriipcg, 12. nóvember, 1218. SONGVAR á hundrað ára afmæli Landsbókasafnsins 28- ágúst 1918. Eftir porst. Gíslason. I. Kór. Hver minnishátíð helgist við þitt nafn, þú himna guð, því tímans alda safn [: það líður fram sem lofgjörð sungin þér. : | Hver dagur, ár, hver geisli himingeims, |: sem glæðir líf : | á ferð um víddir heims, : | um vilja þinn og mátt þinn boðskap ber. Og hvar sem auga unir sér við ljós og opnast fyrir geisla blöð á rós, |: er nafn þitt lofað lífsins fyrir gjöf. : [• Hver sál, hvert ljós, hvert lítið foldar blóm, |: þú lífsins guð, : j á rödd í hvelsins óm, : | sem ber þitt lof um himindjúpsins höf. Vér lifum eins og lauf og blóm og strá, sem ljós og yl frá sólu þurfa’ að fá, |: og mælum líf við morgun, dag og kvöld. : | Við tímans flóð þó titri líf og önd, ]: í trú og von : [ um nýrra heima strönd : | þér syngur dýrð í dauða hver ein öld. Kór unisono. Hér var svo fátækt fyrir hundrað árum og fáir menn, er stefndu nýja braut, og sviðinn enn í aldagömlum sárum af örbyrgð, neyðarbasli’ og hvers kyns þraut. pess vottur, að menn eygðu betri daga, er einn með fleirum stofnun þessa safns. En upphaf þess og öll þess fyrsta saga eru’ ætíð tengd við heiti Kristjáns Rafns. Hann lagði’ á ungum aldri sjálfur grunninn, til ellidaga’ að framför safnsins vann. Hann fékk að sjá, að sigurinn var unninn, — að safnið óx; þau einu laun fékk hann- En sífelt vann sá ötull afbragðsmaður af ást að verndun norræns fræðasafns. Og það er víst, að þessi geymir staður í þökk og heiðri minning Kristjáns Rafns. Sá vísir, sem hans hönd í byrjun hlúði og hann í fátækt gróðursetti þá, hann hefur vaxið, skreytst með laufaskrúði, og skal um aldir vaxa héðan frá. Hans gróðurmagn er þroski vorrar þjóðar. Hún þakkar verkið, gamli Kristján Rafn! ! því vöktu yfir vættir landsins góðar og vaka munu’, og geyma þetta safn. Sóló. pér heilögu dísir, sem lýst hafið lýð vors lands gegnum fyrri alda þrautir, hér vakið til heilla og vemdar alla tíð og vísið leiðir fram á nýjar brautir. Og geymið og varðveitið minning hvers manns, sem mentir og andans þroska glæddi, og starfslöngun vakti og þrótt hjá lýði lands, og lauk og kvist óg blóm í moldu græddi. Hinna’ önduðu sálir þær eiga hér bú og orð þeirra ná til seinni daga og lífga hjá þjpðinni á landinu trú í ljósi þínu, feðra vorra saga. i Hér eigi vort þjóðemi afl sitt og stoð. En einnig sé hverri hollri kenning hér fagnað af alhug, sem færir oss boð um framsókn nýrra krafta’ í heimsins menning. Hér lifi til fræðanna’ og listanna þrá og lærdóma,’ er mentir heimsins kenna, —sú löngun, er keppir að ljómanum frá þeim logum vits, er hæst og fegurst brenna. Gef, drottinn, með frelsi og fullræði vor í framsókn og menning þessu landi. En feðranna tunga og fomaldar þor í frægð og gengi alla tíma standi. Kór- pú lærdómsmenta ljúfa sól, þú lista’ og fræða bjarta sól, send ljós þitt yfir land! Og fasta ást við eyna bind þú eygló meðan gyllir tind, í hlíðum kveður ljóð sín lind og lögur óð við sand! III. Kór. Við framtíð þína, foldin kæra, vér festum, böm þín von og trú, og viljum öll þér eitthvað færa til auðnu’ og gagns, svo blómgist þú. peir öldnu tindar fagni fleyi með flagg þitt nýtt við sigluhún, og lít þú upp mót ungum degi með æskuroða’ á fjallabrún! ! ♦ Kom nýrra tíma sigursunna með signing yfir dauðra val, og blessa hvem þann blómarunna, er bæta foldar sárin skal! Lát, drottinn, sól þíns dýrðarljóma þeim dranga sundra,’ er myrkvar tíð, og snerta milda’ og helga hljóma hvem hjartastreng frá foldar lýð! Nú skarar falla’ á fótskör þína og fóma höndum við þinn stól: 6, lát á ný um löndin skína þá lengi þráðu friðar sól! Lát háska stríðs og hörmum linna, hin haturþrungnu rofna ský af krafti guðdómsgeisla þinna, er græði jörð og blessi’ á ný! ‘péi' þyí i uv/ v ci*ra,J ’sagði Elízabet, hissa. “Mér stendur alveg á sama,” stamaði Davíð, “auðvitað stendur mér alveg á sama. Eg bara vissi ekki að þér litist vel á Blair, svo ég—ég átti ekki von á því.” Elízabet vissi ekki hvað liún átti að segja. “Mér datt ekki í hug að þér þætti það verra, Davíð. Mér þykir vænst um þig af öllum piltum, sem ég þekki, en nú, fyrst ég er trúlofuð Blair, verð ég að láta mér þykja vænst um hann. ” “Já, það er rétt,” samþykti Davíð. Svo rauk hún út úr herberginu og nærri því ruddi um vesalings gömlu ungfrú White, sem “skyldu” sinnar vegna hafði staðið á hleri við dyrnar. Hún fór upp á loft og kenslukonan hálfdauð af hræðslu á eftir henni. “Lambið mitt, þú ofhitnar og svo færðu kvef. pegar ég var ung þá þótti það ókvenlegt að tala svona. Og hann frændi þinn elskulegur, hann ætlar ekki að vera strangur, hann’ ’--- “Frændi minn elskulegur! Sá er nú elskuleg- ur! Hann móðgaði mig. Hann hæddist að móð “Mér þykir fjarskalega vænt um þig Davíð, og ur minni!” Hún hljóp um leið og hún sagði þetta hefði ég bara vitað.— En það er svo gaman að vera trúlofuð. Mér er ómögulegt að hætta við það. Ég yrði þá að fá honum aftur hringinn. pað var sorg- arkeimur í röddinni, og hún þrýsti hendinni að brjóstini á sér þar sem hringurnn var, og vesalings Davíð fylgdi hreyfingu handarinnar með augunum. “pað gerir ekkert til.” Elízabetu lá við gráti. Hún lét höfuðið hníga á öxlina á honum- “pví sagðirðu ekkert ? Hvernig gat ég vitað það ? En hvað þú ert heimskur, Dav- íð! Ef ég hefði vitað^ að þér stæði ekki alveg á sama, þá hefi ég alveg eins viljað trúlofast’’ Hún þagnaði alt í einu og settist upp. Hún bar hendina upp að hálslíninu á treyjunni eins og til að ganga úr skugga um að hún væri vel hnept. Nú, SJÖUNDI KAPITULI. Engum nema Davíð datt í hug að líta alvarlega þetta unggæðislega ástaræfintýri, jafnvel ekki hlutaðeigendunum sjálfum—sízt af öllum Elízabetu. Davíð sá hana ekki nokkra næstu daga nema endrum og eins út um gluggann á svefnherberginu sínu, þegar hún var úti í garðinum að hjálpa frænda sínum. Davíð var farinn að raka sig í laumi og úthelti blóði sínu við þá leynilegu athöfn, til þess að sýna öðrum og sanna, að hann væri orð- inn fulltíða maður. Hann kærði sig ekki um að sjá hana. Hann var í rauninni barnslegri en við mátti búast eftir aldri þessi hreinskilni seytján ára piltur, en þrátt fyrir æskuna tók hann sér þetta nærri. Hann eltist mikið fyrstu vikuna á eftir, svaf illa og varð fölur í framan undir freknunum; fóstra hans fór að tala um að hann væri að missa matarlySt. pegar hún spurði hann að hvað gengi að honum, svaraði hann dauflega: “Ekki neitt pau voru mjög nánir vinir, en nú var að byrja tíma- bil, sem allar mæður, er syni eiga, kannast við— tímabil þagnar og óframfæmi. Svo var það einn dag skömmu eftir þetta, að Elízabet sá hann í hlið- inu á veggnum milli húsanna; hún var að tína blóm í garðinum og kallaði til hans að koma yfir um eins fljótt og hann gæti komist. pegar hann kom sýnd- ist henni hann vera eitthvað svo undarlegur; hann sagði ekki orð en hún masaði í sífellu. Hún tók í hendina á honum, hljóp með hann inn í laufskálann og lét hann setjast niður á bekk við hliðina á sér. “Hvar hefirðu verið allan þennan tíma!” Hef- irðu heyrt það, Davíð?” “Heyrt um þig og Blair, býst, ég við að þú eigir við?” sagði hann. Hann horfði ekki á hana, en starði á sólargeisla, sem féll í gegnum gat á lauf- skálaþakinu, hvíldi á vínberjaklasa, er var dökk- leitur af sóti, og rendi sér svo á ská ofan á blómin í keltu Elízabetar. “Já, ” sagði Elízabet, ” er það ekki skemtileg- asta, sem þú hefir nokkurn tíma heyirt ? Ég skal sýna þér nokkuð.” Hún gægðist út til að vita hvort nokkur sæi þau. “pað er óttalega mikið leyndarmál, ” sagði hún, og augun leiftruðu. Hún þreifaði í barm sér og dró þaðan hring, sem hékk á svörtu silkibandi, sem hún hafði brugðið um háls- inn; svo hallaði hún sér að honum, svo að hann gæti betur séð hringinn. “Eg geymi hann hér svo að ungfrú White sjái hann ekki,” hvíslaði hún; líttu bara á.” Davíð leit snöggvast á hann, svo leit hann und- an. Elízabet faldi hringinn aftur í barmi sér. “Er hann ekki fjarskalega fallegur? petta er trúlofun- arhringurinn minn. Ég er svo óttalega glöð. ” Davíð þagði. “Hvað er þetta, Davíð, þér stendur alveg á sama um þetta!” “Hvað, nei, mér stendur ekki á sama. Hann tók ber úr vínberjaklasanum, þurkaði af því buxnaskálminni sinni og át það. “petta er þó svei mér súrt á bragðið, ” sagði hann og kreisti aftur augun. “pér—þér fellur illa að ég er trúlofuð, ” sagði Elízabet með hægð og horfði á hann ásakandi aug- um, sem voru full af tárum. pú ert slæmur að gleðjast ekki yfir því með mér. pað er ekki svo lítið fyrir stúlku að vera trúlofuð og eiga hring. ” “Hringurinn er íallegur, ” stamaði Davíð út úr sér. “Fallegur! pó það væri nú! Hann kostaði fimtíu dollara, sagði Blair. En hvað gengur að þér Davíð? Ertu óánægður með það að ég er trúlof- uð?” “pað gerir ekkert til, ” sagði hann og leit und- an. pað stóð enn vatn í augunum á honum eftir súra vínberið; en honum fanst hann sarnt sjá hring- inn þar sem hann lá falinn í barmi hennar; honum ætlaði að verða ilt; ilmurinn af blómunum varð alt í einu of sterkur. Hann fór að horfa á eina dúfuna, sem kom inn í laufskálann. Dúfan stóð kyr og horfði á þau, sem á bekknum sátu, og flögraði síðan aftur út í garðinn. í fyrsta skifti síðan þau höfðu sést forðuðust augu hennar að mæta augum hans. “pað getur vel ver- ið að ég þurfi að hjálpa ungfrú White með eitthvað,” sagði hún og stóð upp og fór. Davíð sat eftir í þungu skapi í laufskálanum og át súr vínber. petta var í síðasta skifti sem Elízabet lagði höfuðið óboð- in á öxlina á pilti. Viku seinna trúði hún ungfrú White fyrir þessu mikla leyndarmáli, en fögnuður hennar var ekki orðinn eins mikill yfir því. Hún var nú búin að fá gullnistið frá frænda sínum, svo að hringurinn var ekki eini skrautgripurinn, sem hún átti; þar að auk fanst henni einhvern vegin minna í það varið að vera trúlofuð síðan hún hafði talað við Davíð. Samt fanst ungfrú White það vera skylda sín að láta Ferguson vita hvað fyrir hefði komið. Ilún spurði hann þess vegna að, hvort honuni hefði nokkum tíma komið til hugar, að Blair væri að hugsa um Elízabetu. “Hugsa um hana? Nú, hvað meinið þér?” sagði hann og leit upp frá blöðunum, sem hann var að lesa með vandræðasvip á andlitinu. “Ég gæti ávalt skyldu minnar og ég sé margt,” sagði ungfrú White; mig skyldi ekki furða þó að einhver samdráttur ætti sér stað á milli þeirra. ” Henni fanst óviðeigandi að segja meira en þetta- “Ástamál! Og það á hennar aldri. Eg vil hreint ekki hafa það ! ’ ’ sagði Ferguson. Gamlí hræðslusvipurinn varð enn skýrari á andlitinu á honum; hræðslan um að “lífið mundi leika á hann í annað sinn, ” blandaðist svo saman við umönnun hans fyrir barninu, að hann gat ekki séð neitt skop- legt við frásögu ungfrú White. Hann gat ekki um annað hugsað en að Elízabet mundi á einhvem hátt verða sér til vonbrigða. “Sendið hana til mín, ” sagði hann. “Ef ég mætti gefa bendingu,” sagði vesalings ungfrú White, hálf hrædd, þá langar mig til að segja, að það væri bezt að fara að henni með góðu, vegna þess að”----- “Með góðu?” sagði Ferguson og kipti í svarta silkibandið, sem var í nefklemmunum svo að þær duttu af nefinu á honum. “Hefi ég nokkurn tíma verið öðravísi en góður? Eg tala við hana í lestr- arherberginu í kvöld. ” Ungfrú White sagði ekki meira en hún hugs- aði með sjálfri sér: “Ef hann verður mjög strang- ur við hana þá er bágt að vita hvað hún tekur fyrir. En Ferguson ætlaði sér ekki að vera strangur; og alt gekk rólega fyrst þegar hann fór að tala við frænku sína. Hann sagði henni blátt áfram mein- ingu sína, en ávítaði hana ekki. Blair og hún væru bæði alt of ung til þess að vera trúlofuð. “Hættu alveg að hugsa um það,” skipaði hann. Elízabet var raunaleg á svipinn, en hún sagði ekki orð á móti þessari skipun frænda síns- Sam- hygðarleysi Davíðs hafði tekið mest æfintýrablæinn af trúlofuninni. pað var rétt þegar hann var að enda, að hún stóðst ekki lengur mátið. “Og mundu nú að ég vil ekki að þú hagir þér eins og flón, Elízabet. ” “Mér finst það ekki vera nein flónska þó að maður sé ástfanginn, frændi. “Ástfanginn! Hvaða vit ætli að þú hafir á því? pú ert bara heimskur krakki.” “Ég er enginn krakki; og Blair þykir vænt um mig. ’ ’ “Blair er ungur og heimskur alveg eins og þú Og þó að þið væruð eldri en þið eruð, þá dytti mér ekki í hug að leyfa það. Hann er eigingjarn og veit ekki hvað hann vill og”----- “pað er ljótt af þér,” greip Elízabet fram^í “að tala illa um Blair, þegar hann heyrir ekki til. pað er ekki rétt. ” Frændi hennar varð orðlaus í bili; svo ávítaði r hann hana harðlega- Elízabet varð hvítari og hvítari í framan pg drættimir í kringum munninn urðu stríðari. “Eg vildi óska að ég ætti ekki heima hjá þér. Ég vildi að móðir mín væri lifandi. Hún mundi vera góð við mig!” “Móðir þin,” sagði Fergtlson, og háðið sem lá í orðunum, án þess að hann vissi af því, var eins og svipuhögg á hana. Hún reiddist afskaplega; hún gTenjaði, eins hátt og hún gat, að hún hataði hann, að hún elskaði móður sína, og að hún skyldi giftast Blair undir eins og hún væri nógu gömul til þess. að mynd af frænda hennar, sem stóð í umgerð á kom- móðu í herberginu, og sló með hnefanum af Öllu afli á glerið. Glerið brotnaði og blóðið lagaði úr skurðinum á hendinni ofan á myndina. Ungfrú White fór að gráta. “Ó; góða reyndu að stjórna sjálfri þér, eða þú gerir eitthvað óttalegt einhvern tíma.” Tilraunir hennar að stilla reiði Elízabetar voru eins og fuglskvak á móti þrumu- veðri. Elízabet, sem var að reyna að stöðva blóð- rásina með vasaklútnum sínum virti hana ekki svars íreiði sinni. Seinna, náttúrlega, kom iðrunin; hún iðraðist æfinlega; en ekki af því að hún hefði reiðst, það var svo alvanalegt fyrir hana, heldur af því að hún hefði sýnt mynd frænda síns óvirðingu. Um nóttina, þegar allir voru háttaðir, læddist hún niður stigann með ljós í hendinni og inn í lestrarherberg- ið. Á arinhillunni stóð mynd af henni sjálfri. Hún tók 'hana úr umgjörðinni, reif hana í smá tætlur og tróð tætlurnar undir fótunum- Svo tók hún af sér nistið, sem frændi hennar hafði gefið henni—það var ofur óbrotið, sett með blágrænum steinum og perl- um. Hún kysti það og horfði í kringum sig. Hvar átti hún að láta það? 1 öskuna? Nei, þar gæti vinnukonan fundið það. Alt í einu datt henni í hug að láta það í stóra, djúpa blekbyttu, sem frændi liennar átti. pað var óttalegt að þurfa að sverta perlurnar og bláu steinana; en það var rétt. Hún hafði móðgað frænda sinn með því að óska að hún þyrfti ekki að eiga heima hjá honum og með því að skemma myndina af honum. Hún lét nistið falla ofan í byttuna, sem stúð við fæturnar á dálitlu eir- með bleki. líkneski af Sókratesi,. sem var útslett Hún horfði á nistið síga ofan í þessa svörtu gröf. “Eg er fegin að ég gerði það,” sagði hún. Henni fanst hún hafa létt þungri byrði af samvizku sinni. Ferguson tók ekki eftir því að myndin af henni var horfin, og hann deif ekki pennanum nógu djúpt í blekið til að finna perlur; ekki skildi hann heldur hvernig á stóð, að hún hafði bundið um hendina; en gömlu áhyggjurnar út af henni komu aftur. Móðir hennar hafði varið hið ósæmilega ástaræfintýri sitt með allri þeirri ákefð, sem eigingjörnum konum er eiginlega, og honum fanst vörn vesalings litlu Elíza- betar fyrir Blair vera alveg af sama tægi. Hann var svo áhyggjufullur út af þessu, að honum datt í hug að taka það til bragðs, sem var í rauninni mjög óskynsamlegt; hann hugsaði sér að vara frú Mait- land við þessu heimskulega ástaræfintýri barnanna. Næsta dag fór hann inn í skrifstofu hennar í verksmiðjunni til að tala við hana. par var alt á flugferð. Hann mætti einum undirverkstjórannm í dyrunum, sem kom út lúpulegur eins og baiinn hundur- Hann hafði roðnað upp í hársrætur und- an orðum verkveitanda síns. Dyrnar höfðu verið opnar og frú Maitland hafði talað all-hátt, svo að allir, sem fyrir framan voru, gátu heyrt. Hún bauð Ferguson að fá sér sæti og sagðist tala við hann bráðum, og svo rauk hún fram fyrir. Fyrir framan voru margir sem biðu eftir að’ tala við hana. Óðar en hún kðm þangað var eins og allir vöknuðu af svefnmóki og biðu með eftir- væntingu. Hún var eins og stormbylur, sem feykir í burt öllu rusli, sem fyrir honum verður og skilur ekkert eftir nema það sem er traust og stöðugt. Hún þreif umslag af dreng og á meðan hún var að opna það las hún nafnspjald vörubjóðs, sem stóð undr- andi yfir hamförum hennar. “Nei, nei, þið voruð einum og hálfum af hundraði hærri en Heintz. pið hafið skift við vig svo lengi, að þið hélduð að ég mundi—ég blanda aldrei saman verzlun og vináttu.” Hún stóð kyr nógu lengi til þess að renna augunum yfir uppdrátt af nýrri uppfyndingu og fleygja hon- um aftur í hugvitsmanninn áður en hann gat byrjað að koma með skýringar. “Neij'ég vil hreint ekki sinna því.—Steypa það fyrir yður?—Já, ég skal steypa hvað sem er fyrir hvern sem er.—Hvað, John- son vill fá að vita hvar hann eigi að fá mót í stað- inn fyrir það sem bro.tnaði í gær?—Segðu Johnson að ég borgi honum kaup fyrir að ráða fram úr því sjálfur. Eg hefi engan tíma að gera það sem hann á að gera, ég hefi nóg að gera sjálf. Fergu- son,” kallaði hún um leið og hún kom brunandi inn í innri skrifstofuna, “hvað er með leirinn sem kom í gær?” Hún settist niður og hlustaði með ná- kvæmnri eftirtekt á langar og flóknar skýringar við- víkjandi bræðslu úr vissri tegund af járnleir, sem hafði komið í verksmiðjuna. Svo alt í einú byrj- aði hún að skipa fyrir- Ferguson skrifaði fyrirskipanir hennar niður eins hratt og hann gat; hann brosti af ánægju yfir dugnaðinum. Hann var eins ómótstæðilegur og ó- vorkunnlátur og blint náttúruafl. ILún gat ekki, þessi kona, hægt á sér, til að taka tillit til nokkurs mannlegs veikleika; hún var engu líkari en\stóru stálmeitlunum í verksmiðjunni; sem hefðu höggvið höfuð af mönnum með sömu nákvæmni og þeir hjuggu sundur járnbúta, af því að það var ætlunar- verk þeirra að höggva. Hún verður ekki lengi að binda enda á þetta barnalega„ástaræfintýri Blairs hugsaði Ferguson með sér. (Framhald)

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.