Voröld - 11.02.1919, Qupperneq 6
Bls. 6
VORÖLD.
Winnipeg, 11. febrúar, 1919
Úr bréfum til Voraldar
ALTAF FER pEIM FRAMM
Síðasta Voröld segir okkur þau
tíðindi að J. J. Bildfell hafi stefnt
Voraldar útgáfufélaginu og rit-
stjóra hennar fyrir það stóra brot
að einhver hafi brosað að Bild-
fell. pað fer nú að verða nokkuð
vandlifað í henni veröld ef maður
má ekki brosa. Auðvitað er þetta
alveg samhljóða öllu sem kemur
frá auðfélags klíkum og þeirra tól-
um. Alþýðunni er skipað að vinna
baki brotnu til þess að þeir hafi
nóg til að fita sjálfa sig á, svo er
henni skipað í stríð svo að auð-
kífingarnir séu óhultir í sínum rík
mannlegu höllum; svo skamta þeir
henni það sem hún þarf að borða;
hún má sem sé ekki borða nema
það sem auðvaldinu sýnist, þó að
alþýðan sjálf framleiði alt og ef
rétt er skoðað eigi alt sem í land-
inu lifir og hrærist. En svo segja
þeir henni að steinþegja, annars
skuli þeir setja hvert mannsbarn
í tugthúsið og svo kemur nú það
sæla og það eina sem gat borið
vitni um að alþýðan væri skynber-
andi skepnur, nú kemur eitt áhald
auðkýfinga með þá meistaralegu
uppástungu að sekta fáeina al-
þýðumenn um tíu þúsund dali fyr-
ir það að hann hafði grun um að
þeir hefðu brosað að sér. Jón Bild-
fell er nú búinn að gera sig að svo
bjálfalegu flóni að tæplega er
hægt að hlæja að honum.
En við skulum muna að hann er
ritstjóri Lögbergs og að Lögberg
hefir síðan hann tók við því verið
sorphaugur Vestur Islenzkrar
blaðamensku. Fyrir rúmu ári
síðan sveik það frjálslynda flokk-
inn og gekk í lið með fjandmönn-
um alþýðunnar. Síðan hefir það
farið með blekkingar og ósannindi
í staðinn fyrir að uppfræða fólkið
og gefa því vinsamlegar banding-
ar. Við skulum muna hvað sárfc
okkur þótti að eiga ekkert blað
sem við gátum treyst um síðustu
kosningar. Við skulum muna að
það var Dr. S. J. Jóhannesson sem
þá með hjálp ötulla og góðra
manna brauzt í því að koma Vor-
öld á fót. Ef við ekki munum
þetta og styðjum nú fyrirtækið
með ráði og dug, þá eigum við
sannarlega skilið að verða leik-
soppár þeirra sem reyndu af frem-
sta megni að gera okkur jafna
skynlausu skepnunum.
En Voraldarbörn, við skulum
hvorki láta taka frá okkur mál
vort né bros. Við skulum hiklaust
halda máli voru fram hver sem í
hlut á og við skulum hlæja hjart-
anlega og hátt að hinum pólitíska
vindhana honum Bildfell; við er-
um nógu margir og nógu ríkir til
þess að stöðva þann vitleysislega
málsóknagogg. Munum, að mörg
hönd vinnur létt verk ef við leggj-
um saman þá getur Voi'öld grætt
stórfé og fylgi á þessu uppþoti
Bildfells og svo skulum við hlæja
hátt og lengi að honum vesalings
spéhrædda Bildfell; svo hátt að
undir taki í hinni dularfullu Col-
umbia byggingu; svo hátt að það
þrengi sér inn í sálu hinna þýzk-
lyndu íbúa hennar, sérstaklega
ritstjórann sem situr ogndofa yfir
kaupenda lista Lögbergs sem
styttist daglega hvernig sem rit-
stjóri ilskast.
Með vinsemd og virðingu til all-
ra kaupenda Voraldar. Munið
eftir honum spéhrædda Bildfell,
ha, Ha, HA!
Virðingarfylst,
Gísli Einarson.
Nes P. 0., Man.
Kæri ritstjóri Voraldar:
Hjartans þökk fyrir jólablaðið
og Voröld í heild sinni.
Jólablaðið var hreinasta afbragð
pað bar af öllum jólablöðum sem
út. hafa komið nú í 30 ár af íslenz-
ku blöðunum eins og gull af eyri.
Vinsamlegast,
J. J. Húnberg
Calgary, 20 jan. 1919
Kæru herrar:
Fréttir verða fáar. Tíðin hefir
verið ágæt hér það sem komið er
af vetrinum svo elztu menn muna
ekki annan eins vetur. Atvinna
hefir verið nóg og góð alt að þessu
og kaupgald hátt; en svo eru allar
nauðsynja vörur sem verkamaður-
inn þarfnast fyrir í afarháu verði,
svo góða kaupsins gætir minna.
Nú er samt farið að minka um
vinnu og atvinnulausum mönnum
að fjölga að mun.
íslendingar eru fáir hér i borg-
inni; einar átta fjölskyidur ak
íslenzkar, fáeinir einhleypir menn
og nokkrar konur giftar annara
þjóða mönnum. Allir hafa land-
ar vinnu að því eg frekast veit.
Spanska veikin hefir gengið hér
sem annarstaðar og orðið býsna
mannskæð; en enginn landi hér
hefir dáið úr henni, en flestir hafa
þeir fengið hana að meira eða
minna leyti.
Vegna fólksfræðar höfum við
landar engan íslenzkan félagskap
meðal okkar og engir af ykkar
leiðandi mönnum að austan
lieimsækja okkur eða hafa
nokkra við dvöl hér þó þeir fari
hér um vestur og að vestan; vita
máske tæplega að Islendingar séu
búsettir hér. Vestur-íslenzku viku
blöðin eru öll keypt og lesin hér
og hefir Voröld flesta kaupendur.
Landar fylgjast vel með í almenn-
um málum, en skiftir eru þeir í
skoðunum.
Liberals sem fylgja Laurier
stefnunni í pólítík héldu hér fjöl-
ment þing undanfarna viku og
voru viðstaddir flestir ráðherrar
fylkisins og mörg önnur stórmenr.i
Helztu gjörðir þingsins sérðu að
sjálfsögðu í blöðum hér að vestan.
Geta má þess að glímukappinn
íslenzki Jóhonnes Jósefsson sýnir
afrek sín í einu leikhúsi borgar-
innar í dag og tvo næstu daga.
Fieira hefi eg ekki til að tína
upp að sinni. Eg legg hér með
2 dali sem borgun fyrir næsta ár-
gang Voraldar og óska henni og
Hecla Press Ltdí góðs gengis og
vaxandi vinsælda.
þinn einlægur,
D. Johnson.
góðir og göfugir íslendingar
þessu, en þegar neyðin er mest er
hjá.pin næst, og nú hafa margir
hrundið af stokkunum blaði sem
nú með einstakri einurð berst
fyrir oss fyrir frelsinu okkar
fræga og forna, sem sumir sýnast
nú vera búnir að gleyma og glata.
Já, þúsundfaldar þakkir vil eg
gjalda og þúsund óskir mínar
fylgi ykkur og blaðinu ykkar og
okkar að það verði sönn leiðar-
stjarna til réttlætis og umbóta.
pinn einlægur,
J. M.
Elfros, Sask., 2. feb. 1919
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson:
Kæri ritstjóri:
Eg sendi þér með þessum línum
I greinarstúf sem eg ætla að biðja
þig að ljá rúm í blaði þínu Voröld
ef þú álítur hann þess virði að
bvrta hann. Voröld er eina blað-
ið sem eg kaupi og sem eg mun
kaupa og styðja þegar eg hefi
hentugleika til þess.
Mér líkar stefna hennar sem
flokksblað vel, og finn að hún er
okkur nauðsynleg, svo lengi sem
við viðhöldum blöðum á þeim
grundvelli.
Héðan úr þessu bygðarlagi er
mjög fátt fregnbært, nema ein-
muna vetrarblíða það sem af er,
ög mjög lítið um “Flú” Stór
partur hér í kring sem hún hefir
enli látið afskiftalausan, og eg
vona að svo verði í framtíð.
Félagslíf hér er yfirleitt í kalda
koli og býst eg við að slíkt eigi
rætur sínar að rekja til veikinnar
sem er enn siðloða fyrir vestan
okkur og austan, þó í litlum stíl,
sem betur fer.
Fleira ekki markvert að þessu
sinni.
Virðingarfylst.
Halli
ÚR NÝJA ÍSLANDI
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson
Kæri vin:
Beztu þakkir fyrir Voröld og öll
gullkornin sem hún færir okkur
það væri sannarlega ! dimt yfir
Vestur-íslenzka blaða heiminum
núna ef að Voröld hefði ekki kom-
ið til skjalanna, enda er hún keypt
og lesin á hverju einasta heimili
hér um slóðir og sumstaðar fleiri
en eitt eintak. Eg held mér sé ó-
hætt að fullyrða að Voröld hafi
næstum því eins mikla útbreiðslu j
hér í kring eins og bæði gömlu
blöðin, Lögberg og Heimskringla
til samans; þó býst eg við að kaup
endum þeirra muni fremur fara
fækkandi framvegis eða að minsta
kosti heyri eg nokkuð marga ráð-
gera að hætta að kaupa þau, finst
það tæplega borga sig, enda býst
eg við að Lögberg reki nú smíða-
höggið á það núna. Allir kaup-
endur Voraldar halda áfram að
kauþa hana; okkur finst við ekki
mega missa hana, ekki svo að
skilja að eg álíti -Voröld alfull-
komna fremur en annað í heimí
þessum, en hún er þþ lang bezta og
skemtilegasta íslenzka blaðið hér
vestan hafs. Sumum finst hún
nokkuð hvefsin með köflum og vil
eg ekkert fara að forsvara hana
fyrir því. Aldrei heyrði eg menn
hlæja neitt að ádeilu greinunum til
ritstjóra Lögbergs, kannske ekki
alveg örgrant að einstöku maður
hafi aðeins brosað í kampinn, en
nú hlæja allir hátt síðan kæruat-
riðin í máþihöfðun J. J. Bildfell’s
komu fram í dagsljósið.
Nú langar mig að spyrja einnar
spumingar: Máske þú getir frætt
mig um það ritstjóri góður, ef t.d.
meinlaust bros getur verið tíu þús-
und dala virði. Hvað mörg þús-
und dala virði mundi þá þessi
hlátur geta verið, og á hvers kost-
nað verður það dæmt?
Karl Forvitni.
I
Framnes, Man. 2. feb, 1919
Heiðraði herra:
Beztu þakkir fyrir síðastliðinn
árgang blaðsins, og eg vona að
blaðið haldi áfram stefnu sinni,
hvað sem á móti llæs, þó óvinir
liennar, sem tyjgja auðvaldi os,
kúgun vilji hana ur sögunni s m
fyrst.
Fasteignasaíinn og hans fylgi-
fiskar munu finna það út, að dýr-
keypt verður þeim að eyðileggja
blað þeirra, sem vilja hrinda af sér
þrældómsokinu þó þeir séu fátækir
og smáir.
Með beztu óskum.
B. Johnson Hornfjöið
Ebor, Man. 8. jan. 1919
Herra ritstjóri Voraldar:
Hér með sendi eg þér $2.00 borg
un fyrir næsta árgang Voraldar.
það er með sannri ánægju að eg
votta þér mitt innilegasta þakk-
læti fyrir það sem út er komið af
Voröld, því nú er þörfin brýn að
vinna af öllum mætti að lagfæra
alt það ódæma, já, alt það himin-
hrópandi ranglæti sem við erum
umkringdir af, og hefir verið
skapað í skjóli við stríðið undir
vemdarvæng þessara. ódyggu
stjórhar, og brenn af sorg og
gromj’i að ti! þes-v;, ódæðis hafi
hjálpað blöð sem eru á íslen'd.u
máli eg sem vér höfum hjálpað ti'
að Jnoskast. Ókjör okkar hér í
Canada nú eru svo átakanleg að
engimi maður sem fæddur er af
frjálsri móður getur lifað un.iir
KAUPIÐ S0LÖLD!
Stórþing Norðmanna hefir sent
Alþingi Islandi svo hljóðandi
skeyti: ‘ ‘ Stórþing Norðmanna
flytur íslenzku þjóðinni samfagn-
aðar kveðju og sínar innilegustu
hamingjuóskir í tilefni af fengnu
fullveldi. ’ ’
Rannsókn hefir staðið yfir um
það hver sé fæðingardagur Alb-
erts Thorvaldsens; er kbmist að
þeirri niðurstöðu að hann sé fædd
ur 17. nóv. 1770 og að 150 ára af-
mæli hans verði því haldið haustið
1920.
Vísir er nýkominn til 18. janúar.
þar er frá því skýrt (eftir Fróni)
að fnllveldi íslands kosti þjóðina
um 80,000 kr. á ári. Efu í því tald-
ar 50,000 á borð með konungi; 12-
000 til utanríkisstjórnarinnar, og
viðlíka upphæð til íslenzkra skrif-
stofunnar í Kaupmánnah.
Látin er í Reykjavík Jónína
þórðardóttir, kona Eymundar
Steinssonar.
Einmunatíð og hlaðafli á íslandi
Taugaveiki hefir gert vart við
sig á stöku stað í Reykjavík.
Sagt að “Laitdið” “Fréttir” og
“Norðurland” séu að hætta að
koma út.
Verkamannakaup er ákveðið í
Reykjavík 90 aurar um klukku-
tímann fyrir dagvinnu og 1,15 fyr-
ir næturvinnu.
Blaðið “Vestri” á ísafirði er
hætt að koma út, og sömuleiðis
“þjóðólfur”
Ástkæra, ylhýra málið,
allri rödd fegra.
^ —Jónas Hallgrímsson.
Mæður og feður eru börnin ykkar að glata föðurarfinum—móð-
urmálinu? Er þeim að deyja á vörum ástkæra, ylhýra málið, allri
rödd fegra.
Og hverjum er um að kenna ?
Er það ekki náttúrunnar eðli að barnið mæli það mál sem það
nau’ist við af vörum foreldra sinna—sem því þykir fagurt-? Og
hvað er fegurra en sumar gömlu, góðu vísumar íslenzku sem þú sjálf-
ur iærðir á móðurknjám----? Sólöld mun leytast við að vekja ein-
mitt þetta, löngun og fegurðar tilfinningu bama og unglinga gagn-
vart helgidómi þeirra—móður málinil, föður arfinurm
Sólöld mun koma eins og bjartur geisli inn í heimilið—tvisvar
í mánuði.
Skrifa þig fyrir Sóiöld í dag. Aðeins $1.00 á ári.
þar sem síðustu verzlunarskýrsl
ur vorar, sem nú eru í þann veginn
að koma út, eru fyrir árið 1915,
getum vér eigi af þeim séð hversu
viðskiftunum við önnur lönd liefir
verið háttað síðustu árin. En
hingað hefir borist útdráttur úr
verzlunarskýrslum Bandaríkjanna
cr sýnir verzlun þeirra við íslend’
inga fram að miðju þessu ári 1918.
Tölur þær er hér fara á eftir sýna
hve mikið héfir verið flutt héðan
til Bandaríkjanna (innflutningur)
og hve mikið hefir verið flutt það-
an hingað til lands (útflutningur)
Að því er ártölur snertir skal það
tekið fram, að lúiðað er við fjár-
hags árið, sem er frá .. júlí til 30.
júní (t.d. 1918 er 1. 1917—30 júní
1918)
Innfl. $ Útfl. $
1908 56,774 22,908
1909 63,210 28,982
1910 140,231 3,106
1911 53 5,999
1912' 30,077 18,968
1913 99,125 33,977
1914 86,813 15,855
1915 83,866 183,140
1916 56,273 151,447
1917 443,359 1,003,564
1918 930,000 1,807,000
Fyrir ófriðinn voru viðskifti
vor við Bandaríkin mjög lítil og
óstöðug. Hélzt það ástand einnig
fyrstu ófriðárárin, en svo verðui’
gagngerð breyting tvö síðustu ár-
in, er bæði inn- og útflutningur
vex afskaplega mikið. Við sam-
anburð á tölum þeim, sem hér eru
tilgreindar, verður þó að gæta þess
að verðmagnið hefir aukist mikið
meii en vörumagnið. Árið 1918
(þ.e. 1. júlí 1917—30. júní 1918)
hafa Bandaríliin flutt inn vörur
héðan fyrir 0.9 milj. dollara eða
um 3.2 milj. kr.—það er verð var-
anna þar í höfn. Sama ár hafa
Bandaríkin flutt út vörur hingað
til lands fyrir 1.8 mi!j. dollara eða
um 6.3 milj. kr. Er það verð var-
anna í Bandaríkjunum, en heim-
fluttar má áætla að þær kosti um
8 milj. kr. Vörur þær sem fluttar
vorn út frá Bandaríkjunum til ís-
lands, voru árið 1917 (um vöru-
tegundir er ekki fyrir hendi skýrs-
la fyrir árið 1918).
Maísmjöl...............$ 42,379
Völsuð hafragrjón.........120,019
Haframjöl .............:.... 275
Hveiti....................293,975
Bifreiðar...................5,134
Kol....................... 11,812
jKoparþráður............... 23,723
I Vefnaðarvörur...........154,850
iSaumavéiar.................6,637
Járn- og stálvörur ........40,274
l'Leður....................36,677
. Skófatnaður..............68,864
| Kjöt og önnur matvæli
(aðall. úr dj'raríkinu).132,184
iSteinolía................ 48,825
Srnumingsolía .............21,080
i Bensín ...................6,633
Pappír og pappírsvörur .....4,563
Sápa...........:............3,167
i Sykur...................196,161
í Tóbak.....................6,157
(Versl. tíð)
Norðurlönd
Danmörk: Nefnd hefi verið skip-
uð í sameiníngu frá Danmörk,
Svíþjóð og Noregi til þess að koma
fram með tillögur viðvíkjandi
hlutlausum löndum, er lagðar
verði fyrir friðarþingið í París.
1 nefndinni eru þessir:
Frá Danmörk: Herluf Zahle utan-
ríkismála ráðherra; I. Elan ráð-
herra og T. Neergaard, þjóðþing-
maður. Fyrir Noreg: Hagerup
ráðherra; Joachim Greig útgerðar
maður og B. Lange aðal skrifstofu
stjóri. Fyrir Svíþjóð: Marks von
Ewerlöf, sendiherra í Vínarborg
Nefndimar hafa haldið fundi svo
að seðja daglega frá því í nóvemb-
er og hafa komið sér saman um öll |
aðal atriðin sem ætlast er til að
hlutlausu þjóðirnar leggi fram fyr
ir friðarþingið. Aðallega er þar
fjallað um hið fyrirhugaða al-
þjóða samband. þar er það lagt
til að allsherjar sættanefnd eða
gerðardómur skeri úr -öllum mál-
um milli þjóða á sama hátt og nú
er gert milli einstaklinga, að
stofnað sé alþjóða þing þar sem
fulltrúar mæti frá öllum þjóðum
til þess kjömir af fólkinu og ræði
þar alþjóða mál og ráði þeim til
lykta; sömuleiðis á þetta alþjóða
þing að beita sér á móti öllu því!
er miðað geti til þess að ala upp
stríðslanda eða mæla honum bót.
Seglskipið “Kasper” fórst í nóv |
ember mánuði nálægt Færeyjum.'
Sex af skipsverjum komust upp á
litla eyju og voru þar í 15 daga
þangað til þeim var bjargað af
skipi sem fram hjá sigldi. þrjá
fyrstu dagana höfðu þeir ekkert |
til viðurværis nema þrjá fugla;!
eftir það náðu þeir í þrjár kindur
og slátruðu þeim sér til matar.
Mennirnir voru mjög aðfram
komnir af vosbúð og kulda.
Pólitiken skýrir frá því að jarð-
ir í Danmörku séu mjög að lækka
í verði.
Nýlega hafði einhver brotist inn
í dómkirkjuna í Randers og stolið
þaðan ljósahjálmunum.
Danir hafa ákveðið að byggja
þakklætis og minnismerki í tilefni
af því að þeir komust hjá þeim
hörmungum að lenda í stríðinu. A
það að verða kirkja sem ákveið er
að rejsa.
Á Sjálandi voru hjón sem áttu
ellefu börn; bóndinn veiktist af
spönsku sýkinni og dó; konan var
veik en hafði fótavist; bömin
veiktust öll og móðinin var alein
að gæta þeirra. Loksins varð hún
sjálf svo veik að hún lagðist einn-
ig og var um enga hjálp að ræða
svo dögum skifti þangað til ná-
granna kona kom þar af hendingu
annars hefði öll fjölskyldan dáið.
Stórkostlegt fyrirtæki hafa Dan
ir á prjónunum. það er hvorki
meira né minna en ag breyta Jót-
lándsheiðunum í ræktað og arð-
berandi land. þriggja manna
nefnd starfar að því og virðist út-
lit gott og fyrirtækið framkvæm-
anlegt.
II. Oftenfeld, Sjálands biskup,
hefir sent hirðisbréf til presta og
annara leiðandi manna, þar sem
hann minnist stríðsins og flytur
Guði þakkir fyrir það að hafa
verndað Dani frá bölvun þess og
eyðilegging. Biskupinn óskar þess
að framtíðin beri í skauti sínu
betri og bróðurlegri samvinnu
milli Dana og Islendinga en verið
hafi.
Jafnaðarmenn í Danmörku eru
í undirbúningi með það að koma á
stjórn þar í landi með því fyrir-
komulagi sem þeir prédika.
í Hjörring héraði hefir bóndi
sem Lauritz Christensen heitir
fundið steinhvelfingu í jörð; eru
þar í margir fagrir munir, sérstak-
lega allskonar ker. Er álitið að
þetta sé frá steinöldinni.
Svíþjóð.
I svenskum blöðum er mikið
rætt um friðarþingið og framtíðar
fyrirkomulag heimsins. Svíar
fara mjög hörðum orðum um þær
tiltektir að Norðurlönd skyldu
vera útilokuð frá því heimsþingi,
sem á rökstólúm sitji til þess að
semja nýja stefnu er heiminum í
heild sinni skuli stjórnað eftir.
Telja blöðin það gjörræði að viss-
ar þjóðir taki sér það vald sakir
þess að þær séu nógu sterkar til
þess að þær einar skuli ráða al-
þjóða fyrirkomulaginu eða semja
nokkurskonar alþjóða grundvall-
arlög, í stað þess að kalla þar all-
ar þjóðir. “Að bjóða Norður-
landa þjóðunum á þetta þing var
sjálfsögð skylda,” segir Svenska
Dagbladet. “En að neita þeim
um það þegar þess var krafist, það
er óafsakanlegt. ” Og sama blað
segir enn fremur: “það er ekki
laust við að gamlar menningar-
þjóðir, eins og Norðurlandaþjóð-
irnar, ypti öxlum við því að t. d.
Panama, Honduras og Haiti skipi
friðarþingið og semji framtíðar
alþjóða stefnuskrá, en þær séu úti-
lokaðar. Að þetta eigi að vera í
þóknunarskyni fyrir það að hinar
þjóðirnar hafi veitt þjónustu sína
í stríðinu eins og komist hefir ver-
ið að orði. pað er engin virðing
málspörtum og engin afsökun.
Blaðið “Social Demokraten”
segir: “Útlit er fyrir að frið-
arþingið hagi þannig til að stór-
þjóðirnar ráði þar öllu, en hinar
smærri verði með þögn og þolin-
mæði að beygja sig úndir ákvarð-
anir þeirra. ‘ Svenska Dagbladet ’
segir síðar frá því að Norðurlanda
þjóðirnar hafi gert ákveðnar kröf-
ur um það að fá að senda fulltrúa
á friðarþingið, en því hafi ekki
verið svo mikið sem svarað. Legg-
ur blaðið það till að nefnd sem
Norðurlanda þjóðirnar höfðu skip
að til þess að gera tillögur um ak
þjóðasambandið geri niðurstöðu
sína opinbera til þess að heimurinn
viti um afstöðu þeirra og stefnu í
þessu máli sem jafnt snerti allar
heimsins þjóðir.
Frjálslynda blaðið í Svíþjóö
“Dagens Nyheter” birtir grein 11
janúar sem segir meðal annars:
“Hásætisræða Gustafs konungs í
dag skýrði frá því að Svíþjóð óski
eftir að taka þátt í tilbúningi
þeirrar alþjóðastjórnarskrár sem
nú verði samin og hafa tillögurétt
í því nýja fyrirkomulagi sem verið
er að mynda. Hingað til hafi ekk-
ert svar fengist við þeirri ósk og
sama sé að segja um systurríki
Svíþjóðar. “Svo lítur út,” segir
konungurinn, “að hlutlausu Ipnd-
in séu flokkuð út af fyrir sig af
sigurvegurum á heimsþinginu, þó
þeir setji þau að vísu skör hærra
en hina yfirunnu óvini sína.”
Voröld og Sólöld
Hérmeð birtist listi af útsölumönnum “Yoraldar” í ýmsum bygð-
um íslendinga, og eru áskrifendur bfaðanna “Sólöld” og “Yoröld.'
vinsamlega beðnir að snúa sér til þeirra.
Vér munum bæta við þennan lista nöfnum fleiri góðra stuðniug
manna vorra, áður en langt líður til-að gera áskrifendum sem hægast
fyrir.
Gestur Oddleifsson.......................Arborg, Man.
Hrólfur Sigurðsson................. Arnes, Man.
G. O. Einarson.....................Bifrost, Man.
J. P. ísdal........................Blaine, Wash
S. Loptson...................Churehbridge, Sask.
S. G. Johnson...............Cypress River, Man.
Jón Jónsson, frá Mýri.....................Dafoe, Sask.
O. Thorlacius...................Dolly Bay, Man.
Ungfrú prúða Jackson.....................Elfros, Sask.
Jón Einarson................:..Foam Lake, Sask.
Tryggvi Ingjaldson......................Framnes, Man.
Sveinn Bjömsson......................... Gimli, Man.
J. J. Anderson........................ Glenboro, Man.
M. M. Magnusson................'....Hnausa, Man.
Jón Jónsson frá Mýii ............Kandahar, Sask.
T. F. Björnsson........................Kristnes, Sask.
J. Olafson...............................Leslie, Sask.
Sveinn Johnson ................ Lundar, Man.
Jónas J. Ilunford..............Markerville, Alta.
Grímur Laxdal .................. Mozart, Sask.
Ingvar Goodman ............roint Roberts, Wash.
Gísli EinarSson........................Riverton, Man.
Clemens Jónason ............... Selkirk, Man.
Th. Anderson..............So. Bellingham, Wash.
Snorri Jónsson.........................Tantallbn, Sask.
- Gisli Johnson.................The Narrows, Man.
Wm. Anderson, 1456 Argyle Place, Vancouver, B. C.
J. Ásg. J. Lindal, 3412 “S” St...Victoria, P>. C.
.Björn I. Sigvaldason......................Vidir, Man.
Finnbogi Hjalmarson..........Winnipegosis, Man
Asgeir I. Blöndal.................Wynyard, Sask