Voröld - 18.02.1919, Blaðsíða 4

Voröld - 18.02.1919, Blaðsíða 4
Bls. 4 VORÖLD. Winnipeg, 18. febrúar, 1919 Björt framtíð! Ársfundur “Hecla Press’’ og “Voraldar” var haldinn 12. og 13. þ.m. eins og auglýst hafði verið. Á fundinn komu fulltrúar og sam- hygðarmenn fyrirtækjanna úr öllum áttum. Var áhuginn svo mikill að það út af fyrir sig sýnir hugarfar fólksins yfir höfuð. Maður sem svo er heilsu farinn að hann hefir verið viö rúmið um langan tíma kom á fundinn langar leiðir, og annar sem svo er settur að hann varö að ganga tólf mílur til þess að komast á járnbrautarstöð. Fáeinir menn höfðu haldiö því fram, að undanförnu, lielzt hér í bænum, að rétt væri að fylgja Norrisflokknum að málum, en sú hálfvelgjustefna var með öllu kveðin niöur á fundinum, enda gæti það ekki komið til nokkurra mála að þeir sem stungu grundvallar at- riði sanníar fólkssjórnar í hjartastaö fyrir fáeinum mánuðum geti orðið vinir fólksins og frelsisins aðeins með því að hafa bráðarbyrgö- ar fataskifti. Almennur fundur var haldinn að kveldi þess 12. í Goodtemplara húsinu. Voru þar 'rædd landsmál yfir höfuð og sú stefna Voraldar sem hún hefir fylgt talin rétt og sjálfsögð. Tólf manns fluttu þar ræður og sagðist vel. Arngrímur Johnson, forseti félagsins stýrði fundinum og hélt alllanga ræðu frjálsmannlega og heilbrigða í alla staði eins og hans var von og vísa. Er hann, og hefir ávalt verið, einn hinna öruggustu málsvara verkamanna stéttarinnar. A fundinum voru menn af öllum flokkum; háttstandandi lúterskir menn og Uní- tarar; allir sameinaðir um þau mál sem Voröld berst fyrir. Vér vissum það áður að menn eru eindregnir þeirrar stefnu úti á landinu að hvorki sé mönnum trúandi í sambandi né fylki sem svíku í fyrra þegar mest á reyndi, en vér héldum tæplega að alvaran og ákveðnin væru á eins háu stigi og þessir fundir sýndu; er það allólíkt því sem stundum heyrist hjá sumum hinna hálfvolgu bæjarmanna. Að afloknum almenna fundinum bauð félagið öllum fulltrúum og nokkrum vinum inn á Vífilstaði; var þar sezt að borðum og fram- borið skyr og rjómi, kaffi og pönnukökur að gömlum og góðum ís- lenzkum siö. Var þar margt talað yfir borðum og miklar vonir látnar í ljósi um framtíð félagsins. Var það mál allra að skemtilegri eða uppbyggilegri kveldstund lieföu þeir ekki átt um langan tíma og mundu þeir lengi hafa hana í minnum. þessir voru kosnir í stjórnarnefnd félagsins til næsta árs: Thorsteinn Oddson, formaður; J. G. Hjaltalín, ritari; J. H. John- son, varaformaður; séra Albert Kristjánsson; Guðmundur Fjeldsted frá Gimli; Björn Sigvaldason frá Vídi; Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá Kandahar (fjærverandi); Halldór Jóhannesson; Sig. Júl. Jóhann* esson. Ráðsmaður félagsins var endurkosinn J. G. Hjaltalín og Voraldar menn kusu Sig. Júl. Jóhannesson aftur sem ritstjóra. Var eftirfar- andi yfirlýsing samþykt í einu hljóði viövíkjandi stefnu blaðsins: “Fundurinn lýsir velþóknan sinni og ánægju yfir starfsemi og þátttöku Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar við Voröld á síðastliðnu ári, og vottar honum þakklæti sitt fyrir þá djörfung, ósérplægni, dugnað og f jölhæfni sem hann hefir sýnt í þarfir blaðsins og frjálslyndrar stefnu. Einnig lýsir hann yfir aö stefna blaðsins verði frjálslynd sem hingað til, og að blaðið haldi áfram að vera óháð blað bænda og verkamanna’ Saga félagsins var sögö frá byrjun; ofsóknir þær sem það hefði orðið fyrir frá vissum mönnum á vissum stöðum; sömuleiðis var lýst þeim almennum undirtektum og þeim. mikla stuðningi sem félagið hefði notið úti um allar bygðir Islendinga, og voru allir einhuga um það að aldrei hefði nokkurt fyrirtæki náð jafnmiklum þroska á jafn- stuttum tíma. Var sérstaklega beint athygli manna að því að hér heftSu menn alment úr öllum flokkum tekið höndum saman. Jtetta sannaði það og sýndi að hér væri um eitthvað mikilsvert og alvarlegt að ræða. þegar blaðiö hóf göngu sína var alt óvíst og hefði sá verið talinn viti sínu fjær sem spáð hefði að eftir árið stæði það jöfnföstum fótum og nú er raun á orðin. þeir menn sem hug og þrek og manndáð höfðu til þess að beita sér fyrir málefnið í byrjun eiga-miklar þakkir skilið og íslenzk alþýða mun ekki gleyma nöfnum þeirra. Hagur félagsins stóð betur en dæmi séu til um nokkurt sams- konar félag eftir jafnstuttan tíma og verður prentuö fjárhagsskýrsla send öllum styrktarmönnum. „ Verkamenn og Vinnulaun Verkamenn héldu fund í Toronto á föstudaginn þar sem þeir ákváðu að krefjast þess af þinginu þegar það kæmi saman í Ottawa að lög verði samþykt er ákveði lengsta vinnutíma 40 klukkustundir á viku og lægsta kaup $5 á dag. þetta segja þeir að gæti oröið til þess að ráða bót á atvinnuleysinu. Gideon Robertson úr öldunga- ráðinu var þar staddur; varaði hann verkamenn við því að fara of hart í sakimar; kvað hann af því geta leitt að engu yrði til leiðar komið. Hann flutti langa ræðu um fyrirætlanir stjómarinnar í því skyni að veita atvinnu. Kvaö hann hana ætla að verja til þess $240- 000,000 og væri það nægilegt til þess að veita 134,000 manns atvinnu í sex mánuði, fyrir $4 á dag; það sagði hann að væri sanngjarnt kaup (ekki samt fyrir sjálfan hann) Svarið hreinskilnislega. Með því að skiftar virðast skoðanir um það hvernig skilja eigi yfirlýsing þá um trúmála samning kirkjufélagsins og TjaldbúSarsafn- aðar er birtur var í öllum íslenzku blöðunum síðast, rita eg þessar fáu línur. Sumir skilja yfirlýsinguna þannig: Að kirkjufélagið slaki til og slái af fyrverandi óskeikulleika kenningum sínum og trúarjátning, og fallist á, eða færist nær stefnu sér Friðriks J. Bergmanns, eða hinnar svokölluðu nýju gúðfræði. Aðrir halda því fram, að kirkjufélagið hafi í engu slakað til, haldi fast við sínar gömlu skoðanir og játningar. Af þessum ástæðum leyfi eg mér í allri einlægni að beina eftir farandi spurningum tli nefndarmanna sem undir samninginn skrif- uðu, fyrir hönd kirkjufélagsis: 1. —Var það tilgangur þeirra og meining að í nokkru væri með yfirlýsingunni slegið af trúarjátning kirkjufélagsins að því er snertir óskeikulleika allrar biblíunnar samkvæmt hinum gamla skilningi, og bókstaflegum, takmarkalausum innblástri? 2. —Ef svo var, í hverju er þá afslátturinn fólginn? Hvaða atriði til dæmis eru það sem kirkjufélagið gengur inn á að sleppa? þessum spurningum vona eg að hinir þrír leiðandi prestar kirkju- félagsins svari bróðurlega krókalaust.og kristilega, bæði vegna fólks- ins í kirkjufélaginu og Tjaldbúðinni, sem heldur fram mismunandi skoðun, og hefir mismunandi skilning á samþyktinni. þegar um samning er að ræða á kristilegum gi’undvelli, er það áríðandi og sjálfsagt að alt sé hreint og skýrt svo ekki sé um að villast. E. þorbergsson. Vínbann Mikill viðbúnaður er um allan hinn svokallaða mentaða heim í þá átt að koma á algerðu vínbanni um allan heim. Bannmenn í Bandaríkjunum hafa sent nefnd á friðarþingiö og ætla að krefjast þess að svo verði um hnútana búið þegar algengt bann sé á komið í Bandaríkjunum—sem verður 1920— að þá leyfist ekki öörum ríkjum að senda þangað áfengiseitur fremur en það væri leyfilegt að flytja tæringar- eða taugaveikis sóttkveikjur. Einn, aðalleiötogi bann- manna syðra sem W. Johnson heitir hefir sett upp skrifstofu í Lund- únaborg til þess að vinna að algerðu banni og ætla þeir aS koma upp þesskonar skrifstofu í öllum stórbofum heimsins og vinna að alþjóða vínbanni. Eins og frá hefir verið skýrt í Voröld strengdi Bryan þess heit fyrir nokkrum árum að Bandaríkin skyldu hafa fengið algert vínbann öll árið 1920. þetta er sama sem trygt og verður til minn- ingar um- það lialdið alþjóðastórtúkuþing í Minneapolis það ár meö mikilli viðhöfn. Hér í Canada er verið að vinna að því að koma á algerðu banni; bændafélögin hafa samþykt það á stefnuskrá sinni sömuleiðis mörg verkamannafélög (þótt önnur séu því andstæð) og einnig frjálslyndi flokkurinn. Brennivínsmenn eru að færast í aukana og hafa víst hugsað sér aö gera snarpa árás til þess að koma óvininum til valda aftur; ætla þeir að reyna að nota hermennina sem tól sín í því skyni en það mishepnast, því þeir hafa þegar lýst því yfir í stórhópum að stríðið hefði unnist fyr ef ekki hefði áfengisnautn hamlað og að það hefði aldrei unnist ef vínbann hefði ekki verið eins alment og það var þeir heimta því hver á fætur öðrum algert bann framvegis. Samt sem áður er áríðandi að vera á verði og hafa vakandi auga á líkkistu hins nýdauða óvinar til þess að hann sjái sér ekkert færi á að ganga aftur og gera spjöll á ný. þegar stórstúlcuþingið sem haldið er þessa dagana, er afstaðið verður byrjað á ritgcrðum í ölluin blöðum sem fást til að flytja þær nm þetta mál; vér vitum að hörð orusta er í nánd og öll bindindisöf! eru að sameina sig í úrslita orustu sem nái yfir allan heim og hætti ekki fyr en sigur er fenginn. Móðir, Kona, meyja. Konur eru að vakna; eftir hina löngu nótt kúgunar og undirok- uuar hafa þær byrjað að nudda Gýrurnar úr augum sér. Verka- kcpur hafa luynuað voldugf fe'fg hér í Winnipeg og b, :tir rú IleU < Armstrong sem kjörin hefir vevið forstöðukona; enda var hún sú fyrsta og fremsta í stofnun félagsins. þetta félag héit fund í v'k- unni sem leið og var þar ákveðið að taka höndian sat an við öll þau öfl í landinu sem framför og frjálslyndi irnna. þarf tæplega að efast um að hér fylgi hugur máli. Frú Armstrong er náfrænka Sir Wilfrid Lauriers og kona George Armstrongs jafnaðarmanna leiðtoga hér í bænum. Vonumst vér eftir að geta flutt þýðangarmiklar fréttir af þessu félagi öðruhvoru. - Annaö félag hefir einnig verið stofnað meðal kvenna hér í landi. Er það fyrir alla Canada og hélt allsherjarfund að Hotel-Alexandra í Winnipeg á föstudaginn. Forstöðukona félagsins var kjörin frú Murphy frá Edmonton; vara forstöðukona frú Todd frá Toronto; aðra varaforstöðukonu á að kjósa síðar frá Quebee, ritari félagsins var kosin ungfrú Elize Campbell frá Nýja Skotlandi og í meöstjórnar nefnd frú Dayton frá Manitoba; frú Blackwood Wileman frá British Columbia; viðskiftaritari frú Price frá Calgary. Hermenn Vorir W. D. Moore formaður verzlunarmanna samkundunar í Winnipeg fékk skeyti á föstudaginn frá C. C. Ramsey, skeytastjóra í Portland Maine; skýrði hann frá því að stór hópur heimkominna hermanna hefði lent þar og væri þeim tekið með kostum og kynjum. Fagnaöar samkoma var þeim haldin og þeim sýnt frábært bróðurþel. Moore símaði til Ramsey’s og bað hann að birta hjartans þakk- læti í Portland blööunum frá Canadamönnum. Voröld gat þess nýlega að hermennirnir heyrðu til verkamönnum og bændum. Reynt hefir verið að halda bændum sér og verkamönn- um sér. Nú átti að reyna að setja hermennina á móti báðum. En þeir hafa þegar ákveðið að verða tengihlekkurinn milli þessara tveggja flokka og mynda þannig einn voldugan flokk sameiginlegan. Skólamálið Nýmæli eru á ferðum í skólamálum landsins; verið er aö revna < •’i eyðilegga alla litlu skólana og sameina þá í stórskóia hér og þar. Hugmyndin er sú að fylkinu verði skift niður í stórar spildur með einum skóla; allir smáskólar seldir og afnumdir. Af þessu leiðir margt sem ekki er skoðað á yfirborðinu. Með því er eðlilegt það samband og sú samúð sem átti sér stað milli kennara og foreldra; með því eru skólamálin tekin úr höndum þeirra sem til skólanna borga og komið í hendur fárra manna sem stjórnin getur haft í sinni hendi og undir sínum áhrifum. Með því er úr gildi numið það sjálfstæði og frelsi sem hvert þjóarbrot hefir út af fyrir sig og til þess er ekki kominn tími enn að minsta kosti. Með því tapa foreldrarnir að öllu leyti áhrifum sínum á skólann, þar sem þau hætta að umgangast kennarána, nema aðeins fáir menn þar sem þéttbygðast er. Með því er sá ókostur innleiddur að fjölda barna er hringað saman í kenslustofurnar og kenslan veröur óhjákvæmilega lélegri. Með því er það óhjákvæmilegt að flytja verður börnin í helkulda á vetrum langar leiðir og heilsu þeirra þannig stofnað í stórkostlega hættu. J)etta cr alvarlegt atriði; heihan er fyrir öllu og þaö að gera tilraun til þess að veikja heils i l>ar í nna er ískjggilegt. þ.uia nýja fyrirkomulag |>ýMr það að va x u.ust er borið til bændaAiti á iandinu alment til þess að íá'öa sjálfir skó'eniálum sínum; þetta fyric omulng miðar í þá áttina að ijarlægja -I élauiííin þjóðstjórnar hugir.vudinni, og færa þau nær einveldis hugxivu '.. Með þessu fyrirko... 'igi <r <l v?ð sundrung milli ý æra liér- aða og staöa þar sen hver togar til sín án tillits til heildarhageins. þing’ verður haldið hér í bænum 25, 26, og 27 þ. m. til þess að ræða þetta mál; þar verða margir íslenzkir kennarar og skólaráðsmenn; þeir ættu aö beita áhrifum sínum á móti þessu fyrirhugaða skóla- fyrirkomulagi. Foreldrar! Gætið heilsu barnanna yðar; langar ferðir á vetrum eru hættulegar fyrir líf þeirra og heilsu. Munið eftir þessu og mót- mælið á skóla fulltrúaþinginu. Skólamálið BITAR Fyrir fáeinum mánuðum var Laurier “forsprakki” nokkurra uppreistar- og landráðamanna eftir því sem Winnipeg blöðin héldu fram.— Nú er hann einn mesti og fullkomnasti stjórnmála- maður brezka ríkisins, samkvæmt dómi þessara sömu blaða—Gott er að deyja? Lögberg þykist vera ósammála samsteypustjórninni öðruhvoru— stjórninni sem bjargaði þessu landi eftir þess eiginn dómi—ætli það sé farið að finna á sér veðra- breytingar í stjórnmálum?—betra aö vera nógu snemma til búinn að yfirgefa Bordenstjómina ef hún kynni að bíða ósigur næst. “Komin er lykt í koppinn minn kemst hann sem á norðan” sagði kerlingin. Stefna Lauriers var beint á móti öllum frelsis hugsjónum þessa lands og stórhættuleg frelsi alls mannkynsins eftir því sem Lög- berg segir. UM pJÓÐERNISMÁLIÐ Hvort er betra að láta íslenzk- una veslast útaf sem skrípamynd, eða láta hana hverfa úr þessu landi innan skamms, eins og aSrar tungur þurfa að líkindum að gjöra til heilla fyrir landið í heild sinni? þessi spurning vaknaði 1 huga mínum þegar eg sá orðskrípið í einu íslenzka blaðinu í Winnipeg “ hjartabrotinn ” Lifi íslenzkan okkar sem lengst og hreinust, en ekki sem hálf- reittur fugl, því betur væri hún horfin ef hún á að verða lík fær- eyísku eða öðru ekki betra. peir, sem berjast vilja fyrir við- haldi málsins verða að sýna gott eftirdæmi í að vanda það. paö ætti að vera heitasta áhugamál jafnframt viðhaldi tungunnar. þjóðrækinn. þJÓÐRÆKNISFUNDUR verður haldinn í Wynyard á Dreamland leikhúsinu 27. þ. m. Sækið fundin Yatnabygðarbúar. (þessi auglýsing var Voröld send með símskeyti) EG VIL KAUPA tvö til þrjú vagnhlöss af góðum hvítfisk og Pick;; líka dálítið af rauðum “Sucker” nýjum úr vatn- inu. Helgi Einarson SKULDARGLEÐI 1. marz fer fram kappræða í stúkunni Skuld; tveir á hvora hlið Ágætis hljómleikur og dans. Spil- að á spil af þeim sem ekki dansa. Iástaverk verður þar til þess að kappa um og fær það hver sá er samstæða tölu dregur. þessi hlut ur er yfirborð á sessuver búið til úr 357 blómhnöppum, einkarfag- urt; er verkið gert af heimkomn- um íslenzkum hermanni. Nánar næst.—Flýtið yður að fá miða svo þér hafið tækifæri á listaverkinu. Til Sveins Símonarsonar ViS sæinn þar sem sunna rís, um sár þín kveður gamli fossinn, hin ljúfa og" trygga ljóðadýs, þér léttir einatt þunga krossinn. R. J. Davíðson g—»q«mb»-04—»-o tnam o-«m^o-«—»-o-—»<>«— | Hann fór á líf(leave) \ \ c Hann fann að þreytti þrek og dug, \ viJ þjóðverja að glíma, 1 og fór á líf með heit í hug, í c að hafa góðan tíma. C 1 En daufleg honum varð sú vist, j og völd að beiskum tárum, c hann datt á líf, og laskaðist, i og liggiur nú í sárum. c 1 o Mig fýsir mjög atf fara á líf, og ferðast ýmsar leiðir, en eg vil heldur ekkert líf en eitthvert líf sem meiðir. 1 í j B. P.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.