Voröld - 22.04.1919, Blaðsíða 2

Voröld - 22.04.1919, Blaðsíða 2
Bla. 2 VORÖLD. Winnipeg, 22. apríl, 1919 Þjóðernismálið EINAR OG ÁRNI pjóðemis hreifingin er nú rædd með miklu fjöri í íslenzku Winni- peg blöðunum. Flestar raddirnav sem fram að þessum tíma hafa bii'öt eru hreifingunni hlintar, and stæðar raddir hafa komiö fi'u u tvær og eiga höfundar þeirra eins mikin.i rétt til að láta álit sitt í ljósi, eins og þeir sem hreifingunni eru n-eðmæltir. pessir tveir eru þeir hra. Fiinar H. Johnson í Span- ish Fork Utah »g hra. Árni S. Mýr- dal, Point Robcrts, Wash. Eg hefi vænst eftir athugasemdum við greinar þeirra frá mér pennafær ari mönnum, ef til vill eru þær á leiðinni; máske verða komnar ú áður en þessar línur k°ma fyrir al- mennings sjónir. Grein hra. E. H. Johnsons birtist í Heimskringlu 12. marz, en Árna S. Mýrdals í Heimskringlu 26. marz. pó að báðir þessir herrar séu efalaust mér vitrari, einkanlega sá síðartaldi, þá langar mig með góð- fúsu leyfi ritstjóra Voraldar að gjöra við þær fáeinar at- hugasemdir. Hra. E- H. Johnson álítur að stofnun Islenzks þjóð- ræknis félags sé ‘‘alveg ónauðsyn- leg” pað er undir því komið frá hvaða sjónarmiði það er skoðað. Ef gengið er út frá því að alt sem maður getur komist af án, sé ó- nauðsynlegt, get eg samsint.Ein- ari, en ef álitið er að alt sem er til nppbyggingar andlega eða líkam- lega sé nauðsynlegt þá er þessi hreifing einhver sú allra nauðsyn- legasta sem vestur íslendingar hafa haft með höndum. ef það nær að dafna og nær tilgangi sínum; hvort það getur lifað lengi eða fær miklu afkastað, verður tíminn að leiða í ljós. Ekki fæ eg séð að það félag sen þjóðverjar stoxnuðu sín á meðal gat ekki þrifist, þoli nokkurn sam- jöfnuð við íslenzka félagsmyndun Ástæðan fyrir því að þjóðverjar urðu að uppleysa félag sitt var sú að þjóðverjar voru í stríði við Bandaríkin. Meinar hra. E. H. Johnson að halda því fram að skeð geti að ís- land segi Bandaríkjunum stríð á hendur einn góðan veðurdag ? Er það það sem hann er að dylgja yf- ir í grein sinni að eitthvað óheið- arlegt hljóti að felast á bak við gervinafn hra. þjóðrækins að hann muni hugsa sér að gjörast Islenzk- ur herforingi óg taka Bandaríkin herskildi ? Allbrosleg hugmynd er það að Islenzkan tilheyri ís- landi einu. Nei, minn heiðraði Johnson, tungumálið tilheyrir ekki landinu, lieldur fólkinu sem lært hefir að tala, lesa og skrifa málið, livar í heiminum sem þeir kunna að hafa tekið bólfestu. Hra. John- son hyggur að landar vorir á ís- landi mundu ekki leyfa útlending- um sem kynnu að hafa gjörst borg arar íslands að hafa slíkt félag og kenna tungumál sitt á Islandi. pað vill nú einmitt svo vel til að ein- mitt þær þjóðir sem hann nefnir, n.l. Frakkar og pjóðverjar höfðu á undan stríðinu kenslu í tungu- málum sínum á íslandi á sinn eig- inn kostnað sem var með þökkum þegið af íslenzku þjóðinni. Mér finst hra. Árni Mýrdal mis- skilja hugmyndina þar sem hann er að mótmæla því að vér séum að “einangra oss” pað er alls ekki tilgangurinn; hér á enginn einang- run að eiga sér stað. pað er jafn- vel gert ráð fyrir að annara þjóð- ar menn geti f engið inngöngu í fél- agið ef þeirsýna viðleytni gagn- vart íslenzku þjóðinni og íslandi. Tortrygni sú, sem nú á sér stað í Bandaríkj. gagnvart útlendingum sem er bein afleiðing af hinu nýaf- staðna veraldarstríði á sér von- andi ekki langan aldur. Og það þó að einhver þjóðmálaskúmur með tómt höfuð og fulla vasa af pen- ingum hafi komið með svo vitlausa uppástungu °g ósamboðna ment- aðri þjóð að útiloka öll útlend tungumál fré hérlendum skólum. Rússum og Prússum var að verð ugu harðlega hallmælt af menning ar þjóðum heimsins fjrrir að þrön- gva þeim sem undir þá voru gefnir til að afleggja sitt eigið tungumál en taka upp mál yfirdrottnara sinna; ætti þá Bandaríkjaþjóðin, þessi mikla menningarþjóð, að sigla í kjölfar þeirra. Mundi hún líða slík lög? Nei, hún mundi steypa slíkum löggjöfum af stóli með vanvirðu að maklegleikum við fyrsta tækifæri. Jóns Bjarnasonar skóli, lestrar- félögin íslenzku og íslenzku blöðin eru góð hjálp til viðhalds íslenzki þjóðerni svo langt sem þau ná, og mundu ná míklu betur tilgangi sínum ef þau hefðu almennan Is- lenzkan félagsskap á bak við sig. En að því er kennslu í íslenzku snertir er Jóns Bjarnasonar skóli langt frá því að vera nægur. Hvað margir ætli hafi tækifæri til að hagnýta sér hann af þeim sem á Kyrrahafsströndinni eða í Utah, eða öðrum héröðum fjárliggjandi Winnipeg? Að segja það að Jóns Bjarnasonar skóli nægi til við- halds íslenzkri tungu í Ameríku. væri sama og að segja að þið íWin nipeg og þar í kring, getið haldið við íslenzkunni hjá ykkur, við sem í fjarlægð við ykkur búum, viljum ekkert hafa méð hana að sýsla. Hver er það á meðal vor Islend- inga sem ekki mundi ótilkvaddur við hvert tækifæri víðfrægja land vort og þjóð eftir fremsta megni? “Enginn” segir Mýrdal. pax*na greinir okkur nú fyrst á fyrir al- vöru. pví er ekki að leyna, að nokkrir eru þeir á meðal þjóðarbrots v°rs sem fóru með litla ánægju af ætt- jörðinni, hafa því lítið gott um landið og þjóðina að segja skoða því alt sem ísl. er í gegnum kol svört bölsýnis gleraugu. Aðrir sem annað hvort hafa farið ungir af ættjörðinni eða eru fæddir í þessu landi vita því lítið um ísland nenxa það sem þeir hafa fengið að vita í gegnum aðra, mismunandi franx- sett, geta þessvegna ekki gefið hér lendum meðborgurum vorum rétta hugmynd um land voi*t og þjóð, þó fegnir vildu. pjóðernisfélagið á að miða til þess að þessar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til meðborgara vorra af öðrum þjóðflokkum geti fengist svo þeir geti fengið á oss rétta þekkingu og vii’t oss fyrir það sem vér erum. Islendingum austan hafs og vestan stendur það báðum jafn nærri, að minni hyggju. “Eg veit að flestir landar hér, vilja gjörast góðir b°rgarar, eh til þess þurfa þeir að kynna sér sögu landsins, stjórnarfar þess og grund vallarlög. ’ ’ Já, nú fer okkur að koma betur saman. pað er sjálfsagt fyrir okkur að vinna að því af alefli, og verður víst eitt af því sem fél- agið setur á dagskrá sína- Um andlega auðlegð eða dreng- skap Íslendinga eða Bandarilcja- manna ætla eg ekki að deila við hra. Mýrdal; hé heldur að útskýra fyrir honum hvaðan þeim er sú andlega auðlegð komin. Hann veit meira um það en eg . því hann er að kunnugra manna sögn einn hinna fróðustu íslendinga vestan hafs, en þó hann viti það, þá er al- menningur litlu nær, því ha .1, eins og sumir aðrir af vorum vitru og sjálfmentuðu íslendingum l.’gg- u á vísdómi sínum eins og orniur á gulli, og er það mikill skaði fyrir alþjóð manna. Ef hann vi’.di nú vera svo góður og gefa almenn- ingi skýringu á þeirri miklu and- legu auðlegð sem Bandaríkjaþjóð- in hefir til brunns að bera, ]’á mundu fleiri en eg vera honum mjög þakklátir. En svo eg víkji aftur að því s. m sagt hefir verið um útlend tungu- mál í þessu landi. Hvað er tá’m- LOD SKINN SéRSTAKT VERÐ A GÖDUM VOR-ROTTUM Skinn, Ull, Seneca rætur. Sendið öll ykkar skinn til okkar, og þér getið reitt yður á sanngjama miðlun. Hæðsta verð og umsvifa- lausa borgun. Skrifið eftir verðlista. B. Levinson & Bros. 281—283 Alexxander Ave. Winnipeg að Bandaríkjaþjóðin lenti í ófriði við Miðveldi Evrópu að útskúfa málum þeii*ra úr landinu? Og ekki einungis málum óvinanna, heldur öllum málum útlendum að undantekinni enskunni. pað minn- ir mann á það óyndis úrræði sem Vilhjálmur fyrverandi pýzkalands keirari tók upp á þegar hann fór að sökkva öllum slcipum sem um höfin fóru og hann náði til, hvaða þjóð sem þau tilheyrðu. Setjum nú svo að Bandaríkjaþjóðin hefði farið í stríðið á hlið með pjóð- verjum; hefði þá ekki verið sjálf- sagt að útslcúfa enskunni og setja þýzkuna í hennar stað? Eða setj- um svo að þessi makalausa uppá stuxxga um útskúfun allra útlendra tungumála, yrði að lögum og setj- um svo að seinna meir lenti Eng- lendingum og Bandaríkjamönnum í ófriði, hvor á móti öðrum—sem eg bið guð að forða oss frá að verði—og setjum svo að eg yx*ði ekki bænheyrður; væri þá ekki landráð að nota enskuna í þessu landi. ? Líklega, því enskan til- heyrir Englandi — hamingjan hjálpi oss — hvað á þá til bragða að taka, Ekki er gott að þjóðin sé mállaus. Eina ráðið verður þá að fara að tína saman þessar fáu hræður sem eftir eru af Indíánum og gjöra þá að skólakennurum til að kenna innlenda nxálið. En getur nú nokkur hætta staf- að hérlendri þjóð eða enslcri tungu af félags hreifingu vorri? Eru nokkrar líkur til að íslenzkan ryðji enskunni úr öndvegissæti og setjist sjálf í það ? Nei, svo góðar vonir gjörir enginn maður sér sem er fullviti. pað getur vel verið að félagið þrífist ekki. eða nái ekki tilgangi sínum; ef" til vill kafnar það í fæðingunni. En það verður ekki mótspyrna hérlendra meðborgara vorra, sem verður því að fjörlesti, heldur vort eigið ósamkomulag, sem svo sorglega oft hefir verið þrándur í götu vorra félags og vel- ferðar mála. Lyndiseinkunnir vorar eru svo breytilegar; hugsjónir vorar svo margvíslegar- Einn stefnir í þessa áttina, anrxar í hina. Sumir fara of hart og verða því of langt á undan, aðrir fara og hægt og fylgjast því ekki með. Svo oss gengur því svo ex*fitt að verða hver öðrum samferða. Eg fæ ekki séð að þó vér höfum þennan félagsskap á meðal vor að þátítaka vor í hérlendum félags- skap og þjóðlífi þurfi að vei*a neitt minni fyrir það. Sjálfsagt er að hagnýta sér öll þau gæði andleg og líkamleg sem þetta mikla framtíð- arland vort hefir að bjóða, með öllu leyfilegu móti, og koma fram til gagns og nytsemdar fyrir land bg líð sjálfum oss og öðrum til uppbyggingar og þjóð vorri til sóma. par sem hra. Mýrdal minnist ó vögguland vorra frægu foi*feðra, minnir hann mig á sjálfan sig sem góða og umhyggjusama móður. grein hans minnir mig á dúsuna sem hún stingur upp í barnið sitt (Vestur-íslendinga) til að svæfa það. Eg á eftir að svara einni spurn- ingu Einars. “Er hægt að lög- gilda svona lagað félag?” Auð- vitað eru aðrir færari til að svara þar til en eg. En eg sé ekki neitt því til fyrirstöðu; mætti eins vel löggilda það eins og t.d. íslenzka kirkjufélagið og Islenzku prent- félögin. porgils Ásmundsson sjálfstjóni er ekki eitthvað sem segja má um eins og blöðin hafa eftir Taft nýlega um Monroe kenn inguna. þar sem hann segir að hxxn væri fyrirtaks góð ef nokkur lifandi maður hefði minstu hug- mynd um hvað hún þýddi. Sigfús segir að gufuskipaferð- irnar nxilli íslands og New Yoi’k sem haldið hafi verið uppi af Eim- skipafélaginu íslenzka og sem f jölda margir Islendingar hér í landi eigi hluti í verði ekki reglu- legar hér eftir og að Gullfoss komi síðustu áætluiiarferð til New York í byrjun maí. petta er fyrir þá á- stæðu að Island hefir svo lítið af vörum að flytja nema vissan lxluta ársins, og yrði því skipin að vera tóm eða næstum því aðra leiðina; en það mundi valdá miklum slcaða. Eimslcipafélagið ætlar samt að halda áfram ferðum milli Islands Oig Danmerkur. Sigfús segir að kol hafi verið seld í Ileykjavík fyrir $100 smálestin. STJARNAN. Til Styrktar-manna- Hecla Press Ltd’s Vér höfum að lolcum fengið leyfi til ag gefa hluta- bréf í félaginu. Og mun öllum sem borgað hafa að fullu styrktar- gjald sitt, sent hluta-bréfið, innan mjög skams tíma. Vér vildum vinsamlegast mælast til að allir þeir sem óborgað eiga af Styrktar-fé sínu, sendi það inn svo fljótt sem unt er. pað flýtir fyrir greiðri út- sendingu á hlutabréfunum. að með orðunum “útlend mál” og “útlendingar. ”? Er það ekki fólk sem flutt hefir inn í landið xxr öðrum löndum og hefir flutt mál- ið með sér ? Samanstendur nú ekki Bandaríkaþjóðin þjóðemis- lega af mismunandi þjóðflokkum sem flutst hafa inn í landið? Hefir ekki enskan orðið viðtekin sem þjóðmál þessa land fyrir hefð af þeirri ástæðu að Englendingar stjórnuðu landinu á meðan það var að byggjast af hvítum mönn- um.? En þeir sem undirski’ifuðu frelsisskrá Bandaríkjanna hafa líklega ekki verið komnir á nógu hátt menningarstig til að útskúfa enskunni úr landinu þegar frelsis- stríðinu lauk, og viðhalda inn- lenda málinu, (Indíánamálinu). Er nú ekki heimskulegt að af því • • TIL SOLU Gott hús á góðum stað f vestur- hluta Winnipegbæjar. Mundi mjög þægilegt fyrir fremur litla fjöl- skyldu. VORÖLD VÍSAR Á íslending-ur ætlar að stunda bún- aðarvísindi í Bandaríkjunum. Eftirfarandi grein hefir Eggert (Erlendsson í Graíton, klipt úr blaðinu “American” og góðfús- lega sent Voröld: Sigfús Björnsson frá Reykjavík á íslandi kom til Minneota, Minn. 23. marz. Hann kom þangað beina leið frá New York þar sem hann hefir dvalið um sjö mánaða tíma. pessi ungi maður er sonur Dr- Guð mundar Björnssonar, landlæknis á íslandi; manns sem betur og meira er þektur hjá þjóð sinni en nokkur annar núlifandi maður. Annar sonur læknisins kom v-estur í fyrra og er nú að læra rafmagnsfræði við háskólann í Wisconsin. Sigfús Björnsson hugsar sér að vera um tíma úti í sveit og hefir herra Ámi Eggertsson, verzlunar- fulltrúi stjórnarinnar á Islandi, samið svo um að liann verði við búnaðarstörf hjá A. S. Josephs- syni nálægt Minneota. Sigfús hefir frá mörgu sögulegu að segja frá ættlandi sínu og sér- staklega viðvíkjandi ásigkomu- laginu þar á meðan stríðið stóð yf- ir. Saga hans um ofríkis yfirráð Ey.glendinga á Islandi ávalt síðan stríðið hófst, er slík að það virðist tæplega réttlætanlegt eða sam- rýmanlegt við nokkrar sjálfstjóm- ar hugmyndir; það er að segja ef Svo heitir ársfjórðungsrit gefið út af Sjöndadags Aðventistum, og er ritstjóri þess séra Davíð Guð- brandsson, norskur maður serh tal- ar og ritar íslenzka tungu betur en margir Islendingar. Hann hefir lært mál vort við háskólann í Reykjavík. petta rit er að mörgu leyti ágætlega úr garði gert; það flytur margar og vandaðar mynd- ii*, er prentað á ágætan pappír og bii*tir ritgerðir og fróðleik um alls- konar siðbetrandi efni og mannúð-. armál- Einn kaflinn í ritinu heit- ir “Arineldurinn” og í þeim kafla birtist síðast eftirfarandi saga sem oss þykir þess virði að hún sé lesin af sem flestum- því hún flytxxr djúpar kenningar. Sorgarheimili Eftir norskan pjóðkirkjuprest. Eg mun aldrei gleyma þeirri heimsókn — hinni leiðinlegustu sem eg nokkurn tíma gerði. Kof- inn var lítill og lágur og stóð hátt. uppi í fjallshliðinni. í gluggunum voru fáar rúður eftir, og í götin höfðu þeir látið tuskur í staðinn fyrir gler. pað leit út eins og moldarþakið og allur kofinn mundi hrynja þá og þegar. Eg vissi að eigandinn hafði verið drykkjumaður mikill og að hann hafði átt stóra bújörð í bygðinni og þar að auki verið skipstjóri; en hin síðustu árin hafði hann vegna drykkjuskaparins sokkið ofan í fá tækt. Konan hans hafði séð til mín og kom þess vegna út til að taka á móti mér. Hún sagði mér að koma mín myndi aðeins vekja gremju hjá manninum, þrátt fyrír viðvörunina fór eg inn í kofann. í stofunni bar alt vott um hina mestu fátækt. Eg gekk að rúminu og heilsaði honum. “Jæja, svo þarna höfum við prestinn ’ ’ sagði hann. * ‘ Og ætlar hann nú að búa mig undir dauð- ann eða gjöra eitthvað því um líkt get eg ímyndað mér. ? ’ ’ “Já, það er einmitt þessvegna, að eg kom.” ‘ * pað er nokkuð langt að ganga upp hingað, ekki satt? pungur gangur. Ilvers vegna eruð þér eklci í hempunni og hvíta kragan- um? 1 henni hefðuð þér átt að vera. ’ ’ ‘ ‘Hvers vegna ert þú svo önugur við mig?” spurði eg. “önugur! Er eg önugur? Nei, það mundi vera synd að vera ön- ugur við prestinn, sem prédikar svo fallegt. Já, eg hefi heyrt til yðar- Eg man eftir að þér einu- sinni prédikuðuð um að hjálpa aumingjunum, er það ekki þannig að það stendur skrifað? Vita- skuld! Og þá'sérstaklega gagn- vart méi*. Kainsagði: “A eg að gæta bróður míns ? ’—stendur ekki (þannig? En auðvitað má ekki heimfæra þau orð upp á yður?” “Hættu nú þessu og láttu okkur koma til baka til þín.” “Til mín? Já, eg veit að eg verð að deyja, og eg veit að eg verð að deyja sem drykkjumaður og verða glataður að eilífu. pér skiljið að eg veit það er ákveðið. Og nú ætla eg að spyrja yður um eitt. Trúið þér biblíunni?” “Já, eg trúi biblíunni. ” “En hvers vegna breyttuð þér ekki eftir henni, bæði þér og hinir, sem segjast trúa á biblíuna?” “Bx*eytum vér ekki eftir henni? ‘‘pér prédikið um kærleika og iniskunsemi og alt þetta. Og svo prédikið þér um drykkjuskap og eilífa glötun. Hefðuð þér trúað á þetta- hefðuð þér vafalaust gjöx*t eitthvað til að hjálpa öðrum eins aumingjum og mér — ekki satt?” “Enginn getur sagt annað en að eg hafi prédikað Guðs orð hreint og skýrt.” (Fiiamliald á 6. síðu) KOL! KOL ! Vér getum afgreitt fljótt og vel bæði HÖRÐ og LIN kol. Beztu tegundir. Ef þér hafið ekki byrgt yður upp nú þegar, þá komið og sjáið oss. Vér getum gert yður ánægða. Talsími Garry 2620 D.D.Wood & Sons Ltd. Office og Yards: Ross Ave., homi Arlington Str. NÁIÐ I DOLLARANA Oss vantar allar tegundir af loðskinnum, og vér borgum hæðsta verð fyrir. Verðlistar og spjöld fyrir nöfn ykkar ókeypis. Skrifið eftir yðar nú. H. YEWDALL, Rádsmadur 273 Alexander Avenue, - - - Winnipeg. Albert Herskovits & Son, 44-50 W. 28th St., New York Oity. The Clearing House of the Fur Trade. References: Any Bank or Mercantile Agency. London. Paris. Moscow. Ton af þœgindum ROSEDALE KOL óvidjafnanleg ad gædum. fyrir ofna og eldavélar THOS. JACKSON & SONS Húsasmíða-byrgðir, kol og við. Skrifstofa 370 Colony St. Tals. Sh. 62-63-64 GILLINIÆÐAR VALDA MÖRGUM SJOKDÖMUM pú getur helt ofan f þlg öllum meðölum sem hægt er að kaupa; —eða þú getur látlð skera þig og tæta allan I sundur elns og þér sýn- tst— —Og samt losnar þú aldrei við þá ájúkdóma sem af gilliniæðum stafa FYR EN pÆR ERU LÆKNAÐAR. (Sönnunin fyrir þessu er sú að ekkert sem þú hefir reynt hefir læknað þig til fulls) ER ANNARS NOKKUR pöRF A AÐ SEGJA pÉR pETTA VÉR LÆKNUM til fulls hvem ein- asta mann sem hefir GILLINIÆÐ og til vor Ieltar hvort sem veikin er t láu stigi eða lagi langvarandi eða skammvinn. Vér læknum með VEIKUM RAFMAGNSSTRAUMUM eða ef þér læknist ekki þá þurfið þér ekki að borga eltt einasta cent. Aðrir sjúkdómar eru einnig Iknaðir án meðala. Ef þér getið ekki komið þá skrifið. Axli sem vaxa af útkynjaðri giilinl- «ð þegar þær blæða ekki eru þær | kallaðar blindar gilliniæðar; þegar þær blæða öðruhvonl, eru þær kall- aðar blæðandi eða opnar. —Orðabók Websetrs DRS. Nefuið Voröld. AXTELL & THOMAS 503 Mc Greevy Block — Dept. Vor Láttu ekki Sigurláns Bréf fyrir hálfvirdi. Ef þú verður að selja þau þá sendu mér þau eða komdu með þau; trygðu bréfið sem þau eru send í. Eg læt þig hafa fult verð fyrir þau í peningum. Skrifið á ensku. J. B. MARTIN 704 Mclntyre Block, Winnipeg. (í viðskiftafélagi Winnipegborgar)

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.