Voröld - 22.04.1919, Blaðsíða 5

Voröld - 22.04.1919, Blaðsíða 5
Winnipeg, 22. apríl, 1919 VORÖLD. Bls. 5 Mirinisvarðamálið íslenzku blaðanna æfinlega, ásamt konum þeirra, verið boðið—sem heiðursgestum—með þeirri von að þeir á eftir skrifuðu greinilega um leikinn í blöðunum. Hvað hefir svo skeð? 1 síðasta blaði var sá sannleikur staðhæfður, í sambandi við bygg- ingu minnisvarða yfir fallna íslenzka hermenn, að ekkert það gæti réttilega talist minnisvarði sem reist kynni að ve'rða í eigingjörnum tilgangi til sérstakra hagsmuna fyrir núlifandi kynslóð og þær sem á eftir koma. Svo sem stofnanir þær sem nauðsynlegar eru til þess að mæta sífeldlega áfallandi þörfum ungdóms, elli eða armæðu, og sem hver vel skipuð sveit þarf að eiga, starfrækja. og viðhálda sjálfri sér til vemdar; til uppeldis unglingum, ellihrumum til umönnunar, sjúk- um til lækninga og fætækum til styrktar. Slíkar stofnanir eru rétt- mætlega sjálfsagðar og stofnun þeirra og viðhald á að hvíla á gjald- þoli þjóðarinnar. En allar slíkar stofnanir eru með öllu óskyldar liinu nýafstaðna mikla stríði og eiga ekkert skylt við það. petta grundvallar atriði er svo einfalt í eðli sínu og svo auðskilið öllu heilbrigð hugsandi fólki að það ætti að vera óþarft að orðlengja um það, og svo mikið er víst að Winnipeg Islendingum hefir frá því fynsta skilist það. pessvegna hafa þeir með atkvæðagreiðslu á al- mennum málfundum um þetta atriði tjáð sig samþykka stefnu minnis- varðafélagsins; að reistur sé varði úr steini og málmi og með því auka ákvæði að listamaðurinn íslenzki Einar Jónsson sé fenginn til að gera 'hann. Við þessar atkvæðagreiðslur sem og allar íhuganir málsins mun það hafa legið djúpt í meðvitund landa vorra hér í borg: 1. Að það hefir jafnan á liðnum öldum svo skoðað að varðar gerðir af grjóti eða málmi eða hvortveggju þessu, væru allra ástæðna vegna það eina sem nothæft væri til þess að votta með því þá virðingu vel-unnan og þakklætistilfinningu sem veki og viðhaldi í hugum komandi kynslóða, viðurkenningu þess sem vel hefir verið í haginn búið fyrir þær. 2. Að íslenzka þjóðin befir í þessu átt sammerkt með öðrum þjóðum. pess vegna hefir fyrir löngu síðan verið reist upp á Austur- velli í Reykjavík á íslandi myndastytta af Albert Thorvaldsen, víð- frægasta listamanni sem kominn er af íslenzkum stofni. pað var lengi eina listaverkið sem til var í landinu. petta listaverk var þar til þess reist að hver kynslóð fratm af annari skuli um ókominn aldur hafa í minni þennan mikla snilling og þá sæmd og nytsemd sem hann vann landi sínu með æfistarfi sínu. 3. pegar íslenzka þjóðin fyrir nokkrum árum tókst í fang með almennum samskotum anstan hafs og vestan, að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda henni sívakandi í hugum landsins barna um aldir fram, svo þau skyldu vita um verk það hið mikla sem hann vann landi sínu og þjóð til varanlegra hagsmuna, þá var það einróma talið rétt og sjálfsagt að gera minnisvarðann úr málmi og steini og það var gjört. 4. Að bygging barnahælis, sem ýmsir telja hæfilegast til við- halds og sæmdar minningu vorra föllnu hermanna, sé alls ekki og geti ekki sgoðast að neinu leyti skylt minningunni um þá, af ýmsum ástæð- um sem ekki virðist þarft að greina nákvæmlega frá frekar en þegar hefir verið gert í fyrri greinum um minnisvarðamálið. 5. Að hverskyns annað líknarhæli sem reist kynni að verða sé háð sömu andmælum sem barnahælishugmyndin og að þau andmæli styðjist við svo gild og auðsæ rök að þau verði á engan hátt hrakin. 6. Að stofnun ýmiskonar sjóða sem nota megi á sínum tíma til þess að hrinda í framkvæmd einhverskonar fyrirtækjum sem þeir sem þá kunna að lifa, telji sér haganleg eða jafnvel nauðsynleg og sem þá yrðu að stofnsetjast og starfrækjast án noklturs tillits til þess hvort þetta nýafstaðna stríð hefði komið fyrir-eða ekki, geti ekki með nokk- urri réttsýni kallast minnisvarði yfir fallna hermenn vora, eða í minn- ingu um þá. Allar slíkar stofnanir eru eingöngu minnismerki þeirra þarfa eða nauðsynja sem þær eru reistar til að bæta úr eða að full- nægja, eftir þáverandi atvikum. 7. Sáma er að segja um gripa- eða listasafn. pað á ekki og getur í insta eðli sínu ekki átt neitt samband við nýafstaðið alheims stríð eða þátttöku íslendinga og fall í því. pau listaverk sem íslend- ingar hafa framleitt fyrir stríðið verða að sjálfsögðu ekki talin af- leiðing þess. pau listaverk sem þeir kunna að framleiða í framtíðinni verða einnig jafn fjarskyld hinu nýafstaðna stríði og þátttöku og sjálfefóm Islendinga í því—að einu einasta listaverki undanteknu— minnisvarðanum fyrirhugaða, sem ætlast er til að gerður verði af myndhöggvara Einari Jónssyni, sem nú má heita orðinn heimsfræg- ur fyrir íþróttar fullkomnun sína. Sá minnisvarði, ef þjóðflokkur vor hér í álfu reynist fús til þess að fá hann reistann, verður eingöngu afleiðing stríðsins; skuldbundinn því með minningunni sem honum er ætlað að halda vakandi í vitund Islendinga og afkomenda þeirra hér í álfu á ókomnum tímum um þá hraustu drengi og liugprúðu af vorru kyni í þessari heimsálfu sem af fúsum vilja herjuðu með öðrum sam- borgurum sínum til verndar og frelsis sínu nýja fósturlandi og lögðu fram líf sitt til þess að tryggja þeim réttmæta málstað sigur, og sem nú hvílast undir litlu hvítu krossunum sem reistir hafa verið á leg- stæði þeirra, þar sem þeir féllu á Frakklandi og í Belgíu. Minnlsvarða félagið vonar og óskar þess að landar vorir hér í álfu fái sem fyrst komið auga á þá sannreynd að enginn sann-nefndur minnisvarði getur reistur orðið til sæmdar vorum föllnu hetjum sem að nokkru leyti er eða verður háður eigingjörnum hagsmuna hugsjón- um núlifandi og komandi kynslóða. par til sá sannleikur er viður- kendur getur sannur minnisvarði, með þeirri þýðingu sem hann— •sem slíkur—verður að hafa, ekki orðið reistur. Meira síðar. B. L. Baldwinson Vanaíega hafa þeir náðar samlega smeigt því fram af sér að minnast á leikinn til ills eða góðs; þeim fanst það ekki þess virði; þeir höfðu nógu öðru að sinna, þeir þurftu að skamma liver annan duglega í næstu blöðunum, svo. fólkið gæti séð og dæmt sjálft hver þeirra væri bezt máli farinn. Og.svo lá fyrir svo mikið aðsent, sem átti að vera búið að prenta fyrir löngu; full skúffa af kvæðum, önnur af frétta- bréfum; svo voru ótal ferðamenn í bænum og blöðin máttu til að flytja nöfn þeirra allra, sumir komnir—alla leið frá Selkirk!—þessar og margar fleiri ástæður hafa að líkindum orsakað það að ritstjórar vorir gleymdu leiklistinni. En hafi hér út af brugðið og þeir eittlivað um leildna skrifað, þá var það auðsjáanlega gjört í kæruleysi, kastað að því liöndum, aðeins minst á einstölm leikanda í sambandi við hlutverk lians, en vanalega kastað fit í loftið:—“einn,lék vel, annar lék illa, þriðji lék þaðanaf ver”—án tillits til nokkurs og án allra skýringa helming af leikendum vanalega slept, ekki minst á þá. Um að gera að hafa ritdóminn eins fáorðann og mögulegt er. NOTIÐ ‘LAXCARIN’ vid meltingarleisi BREGST ALDREI Leiklist. Um mörg ár hefi eg tekið eftir því, og fundist það undarlegt, hvað lítillri dómgreind og kurteisi sumir blaðamennirnir íslenzku hér á meðal vor, hafa á að skipa, þegar um viss atriði eða málefni er að ræða; eg vil hér taka til dæmis ‘‘leiklistina ” 1 hvert sinni sem einhver flokkur manna eða félög meðal vor Is- lendinga í þessum bæ, hafa tekið sig til og komið á stað íslenzkum sjónleik, með því augnamiði, fyrst og fremst, að glæða og viðhalda þjóðræknis meðvitund í hugum fólks vors hér; í öðru lagi, og ávalt undantekningailaust, til styrktar einhverju göfugu málefni. Fólkið sem lék bafði æfinlega lagt mikið á sig, algjörlega endurgjaldslaust; vakað fram á nætur, viku eftir viku við æfingar; en þegar svo að leik- urinn hefir verið tilbúinn að sýnast almenningi, þá hefir ritstjórum Eg man það glögt að heima á Islandi gjörðu ritstjórar blaðanna sér alt far um að hlúa að og glæða áhuga og skilning fólks fyrir leik- listinni; þeir álitu hana eitt af því uppbyggilegasta og hollasta sem var að fæðast með yngri kynslóðinni, og aldrei var svo nokkur sjón- leikur sýndur að ekki væri um hann skrifaður greinilegur ritdómur af þeim ritstjóra, sem átti kost. á að vera áhorfandi, og það á þann liátt að uppbyggilegt var til lesturs bæði fyrir leikendurna og aðra úti ffá; þeir tóku leikritið, sem um var að ræða í hvert sinni, alt til yfir- vegunnar, leituðust við að skilja hlutverk hverrar persónu í anda skáldsins, og benda svo hverjum leikanda fyrir sig á hvenær og í hverju honum hefði verið ábóta vant og eins hvar honum hefði tekist vel; alt með hlýjum orðum og vinsamlegum bendingum, og ávalt með sterkri hvöt um að halda áfram, því auðsjáanlega ætti leiklistin fram- tíð í vændum meðal Islendinga, ekld síður en annara þjóða. Á þessum umliðna vetri hafa tvö íslenzk félög hér í bænum látið leika tvo sjónleiki á íslenzku, fyrst kvennfélagið “Dorkas” “Æfin- týri á gönguför” og síðar Goodtemplarar “Skugga Svein” Leikirnir voru leiknir fyrir fullu húsi, sá fyrri þrisvar, og sá síðari f jórum sinn- um og í eitt skifti urðu sextíu manns að hverfa frá, gátu ekki komist inn. Hvað sögðu svo blöðin okkar íslenzku um þessa leiki? Um Æfintýrið ságði Heimskringla ekki eitt orð, og Voröld ekki eitt orð; Lögberg mintist lítilsháttar á sumar persónurnar, sagði að þær hefðu leilcið vek hvatti til þess að hér yrði stofnað leikfélag með Islending um, lofaði greinilegri ritdómi um Æfintýrið í næsta blaði, en þann rit- dóm hefi eg ekki séð. Kannske hann komi enn í næsta blaði! Um leikinn Skugga Svein fór Lögberg líkum orðum, mintist að- eins á fáa af leikendunum, en hafði þó vinsamleg orð í garð þeirra, sem minst var á, en yfir höfuð var sá ritdómur ógreinilegur og algjör- lega óábyggilegur fyrir fólk, sem ekki átti kost á að sjá leikinn, ekki hefir sést eitt orð um leikinn í Voröld, og hefir það blað komið út tvisvar síðan hann var leikinn í síðasta sinn. 1 Heimskringlu, dag- settri þriðja apríl, þ.á. má á fyrstu síðu lesa ritdóm, eða réttara sagt sleggjudóm um leikinn Skugga Svein, og kórónar hann alla þá höfuð lokleysu sem eg minnist til að hafa lesið um slík atriði. par segir meðal annars: ‘ ‘ Skugga Sveinn var öllu líkari f jaður skrýddum Ind- íána foiúngja, en íslenzkum útilegumanni” Já, skrautlegir hafa þeir verið Indíána foringjarnir, sem ritstjóri Heimskringlu hefir séð! í leikritinu er það skýrt tekið fram að Skugga Sveinn sé grá- skeggjaður gaur með lirafns fjaðrir upp úr hausnum, og er því ekk- ert um þann búning að villast. Hér hafði hann bara tvær fjaðrir, og er engin hætta á að Indíánar hefðu villst á honum og foringja sínum hefðu þeir séð liann. Að öðru leyti álítur ritstjórinn persónu þá vel leikna með köflum, án þess að gjöra nokkra grein fyrir í hverju þetta vel sé fólgið, ekki bendir hann á eina setningu sem hann hann hafi sagt, og ekki neina hreifingu sem hann hafi gjört, til sönnunar, en gaf í skyn að með köflum lxafi hann ckki leikið vel, og hafi ekki verið nógu dimmraddaður. Larenzíus. sýslumaður segir hann að hafl verið leikinn svo eðlilega, sem leikandinn hefði gengt því starfi í mörg ár, því leitast ekki ritstjórinn við að skýra í hverju þessi eðlilegheit voru fólgin; við þekkjum svo marga. sem sitja í embættum ár eftir ár og eru þó starfinu á engan hátt vexnir, eru þvert á móti óliæfir í alla staði. Sigurður í J ‘al segir hann ve! leikinn án allrar skýrir.gar; Ásta iSTii darlega vel leikiií, er þó viðvaiiingiir ,• Gver.dui smali er þannig sýndur af Bjarna UU'rnssyni leikara (með breyttu letri) “að oss virVst hann öllu líkari ‘'clovvn” viS hérlendar dýrasýningar, en ís- lenzkum smala” líé» er ritstjórino að sýna fólki fvarn á að viðvæn- i.ngurinn hafi leikið -snildarlega en “lo.ikarinn” hafi vak.ð hneigsli Teð því að leika "liown” Kemar þó mcð þá athugasemd að austur ísle.: zkan smala ’iafi l.ann aldroi séð Mikil er ,.ú dómg æind sem •ýsir sér í þessu! S •:-na, þegar ritstjorinn hefir le -ið leikrftið, verð- ur l.ann óefað í standi til að sýna i hverju það er óeðlilegt að Smala- Gvendur líkist “clown” Með skarpskygni sinni sá hann það fyrir- fram að Óskar Sigu %.son mundi leika þrjár perscnur af jragðs vel, Guddu, Galdra Héðin Geir kota karl. pau atriði fanst lionum því pkki þurfa frekari il. -Lringu. pao liefði þó kannske verið sanngjarn- ara gagnvart Guðmundi Jóhannssyni prentara, 1 < m lék Gs-.r bónda, að Uns hefði vcrvð gctið í þess j sambandi, svo gefur þtð óhollar hugmyndir um hinn fyrrnefnda að hann hafi komið fram á leiksviðið í Lv'imur persónum ‘ onn, en wið þó ein í og s-atni tnaður í háðum. (her hefir ritstjóricu ekki fylg-.t sem !,«>- mcð. Pk’.ega setið á slæm- un stað í húsinu) En einkennilogt e það úr því li.rn sá nú a!i.*.n leihmn með sínnm "Vt.turheims augum, ; c. Skugga Svoin eint q/ Indíám foringja Smala Cvtnd eins og “clow i’ að honum skvldi þá eliki sýnast Grasa Gudda vora Galicíu kerling. því Ausitur-ísienzk'i kerlingu hefir liann uggíaust í.ldrei séð! Síðar kemst hann svo að orði • “Ögmundur var ekki vel leikinn og Haraldur þaðanaf ver” Hér sýnir hitstjórinn blátt áfi’am ruddalegan dónaskap gagnvart þessum persónum. og almennri blaða- kurteysi stungið undir stól. Ilann sér svo sein elckert athugavert við ]->að þó hann setji ónotablett á þessa leikeudui' í augurn lesenda blaðs- irxs. Mundi ritstjóranum finnast það réttlátt, ef einbver, setn hefir ráð á prentvél og svertu, léti prenta á sérstök blöð og útbýtá meðat tvö þúsund manna án nokkurar skýringar þessi orð: ‘ ‘ Olafur Tryggvi stendur lélega í stöðu ainni, en ritstjóri Heimskringlu þaðan af ver.” Fimm af persónum leiksins minnist liann elcki á, þ.e. Iietil, Jón sterka, Margréti, og stúdentana, Helga og Grím, og höfðu þó sumir af þessum leikendum stór hlutvérk, og sýna sig í gegnum allan leikinn frá byi’jun lil enda. Svo að segja öllum líður stund- um illa eftir máltíðir. Sérstak- lega þegar margir réttir lxafa ver- ið á borðum og allir vilja keppast við að borða, en fara lengra en maginn þolir. Sumir kal!a þetta einfalt melt- ingarleysi; aðrir kalla það alvar- legt meltingarleysi; en aðrir kalla það magakvef. En hvað sem það er kallað, hversu mörg meðul sem þér hafið reynt, þá batnar þetta svo að segja á augabragði og æfin- lega með því að taka Laxcarin þrisvar á dag. Laxcarin eyðir taf arlaixst magasúi’num og fæðurotn- un sem er orsök að meltingarleysi í níu tilfellum af tíu, og á þann liátt hjálpar meðalið maganum til þess að vinna eðlilega þessa vinnu. Pú skalt gæta að þú fáir reglulegt Laxcai’in og er því öruggast að skrifa til umboðsmannanna, vegna þess að margir búa til líkingu Lax- carins sökum ágætis þess. Laxcariu er einnig ágætt við andremnn, tungúskóf, robum, brjóstsviða, höfuðverk, magagasi, hægðarleysi og allskonar melting- arleysi. Laxcarin veldur engum þrautum né velgju; vinnur þægi- lega, hreinsar innýflin, styrkir magann og iifrma. Með öðrum 'orðum: það gei'ir þig að nýjum manni og bregst, aldrei Jobn Lefkovits, 331 West Hamp ton E. E. Pittsbui’gh Pa. segir: “Eg get vottað það að Laxcar- in töflur eru undraverðar. ’ ’— Margir aðrir segja það sama. Hikaðu ekki við að reyna Lax- carin. pað hefir bætt öðrmn og vafalaust vcitir það þér mikla bót. Sendu eftir því í dag. Vissara er að fá nóg, sex öskjur fyrir fimm dali, vegna þess að vér getum ekki ábyrgst. að sinna öll- um pöntunum um leið og þær lvoma vegna þess hve eftirspurnin er mikil. Einar öskjur kosta einn dal. Sendið peninga í ábyrgðar- bréfi eða ávísun til: Laxcarin Products Co., Dept. 17 Pittsburgh, Pa. Á öðrum stað í þessum makalausa ritdómi segir: “að allir hafi leikið vel og alt farið vel fram” par er því hver mótsögnin við aðra og ekkert samræmi í neinu. Nú er svo ástatt iLt’ðal okkar Vcstui’-lslendinga að af ófta fyrir því að nóðurmál vort og beztu þjóðar einkenni vor, glatist innan skamms, og sogist inn í hringiðu hérlendra strauma, þá hefir nú risið her þjóðræknis alda, sem berst um allar Islenzkar bygðii’, með því mai’kmiði að vekja áhuga þjóðar vorrar bæði Austau hafs og Vestan, í komandi tíð, fyrir varðveizlu á öllu því bezta og göfugasta sem í Is- lendings eðlið hefir verið spunnið, og fyrir varðveizlu tungu voi’i’ar hér í landi. Og fyrir hrjóst þeirrar fylkingar, sem nú styður að þeim málum, hafa ritstjórar íslenzku blaðanna hér beitt sér, og þakkir eiga þeir skilið fyrir það, en margir og sterkir mega þætitiniir til að vera, sem spunnir eru í þá megin taug, sem tryggja skal móður máli okkar bólfestu, hér meðal hinnar yngri kynslóðar. Eiixn bezti og sterkasti þátturinn í þær landfestar, er einmitt sá að hér sé nxeð áhug haldið uppi íslenzkum sjónleikum á hverjum vetri hingað til hefir leiklistinni meðal okkar Vestur-íslendinga enginn sómi verið sýndur, ekkei't lyfti- afl eða stuðning hefir hxxn fengið frá okkar leiðandi mönnum, og er þó hér um það málefni að ræða senx ekki getur haft aixnað en lxoll áhrif á þjóðlíf vort. Eg hefi tekið eftir því að margt af okkar yngra fólki, sem livorki er lesandi eða skrifandi eða talandi á íslenzka tungu, sækir flest alla þá sjónleika, sem hér eni sýndir á íslenzku, og hefir það ætíð látið vel yfir. Við það hefir það komist í nánara samband við al-íslenzkan hugsnnarhátt og siði, og heyrt málið hreinna og betur talað, en vana- lega á sér stað, og við það fengið hlýrri hug til íslands og Isleixdinga yfirleitt. Mér dettur í hug að nú væri æskilegt að mynda leikfélag í sam- bandi við hið nýstofnaða allsherjar Islendingafélags í Vesturheinxi. Eg er sannfærður um að það bæri góðan árangur til vorra þjóðræknis þrifa. Winnipeg, 14-4-19 H. Fœreyskar Þjóðsögur Sig. Júl. Jóhaixnesson þýddi. IV. ROTTUMÁLIÐ 1 gamla daga var svi mikið af rot.tum á Færeyjum að eixgurn var vært þeirra vegna. Vildi það til einhverju sinni að íslendingur noklc- ur kom þangað, sem var rammgöldróttur. Tóku þeir sig þá saman allir íbxxarnir á Norðurey og Austurey og leituðu í’áða íslendingsins gegn ágangi rottanna. Hann lét tilleiðast að veita þeim lið gegn því að hann fengi einn uxa frá hverjum bónda að launum. petta sam- þyktu þeir allir. Að því búnu stefndi íslendingui'inn saman öllum rottunum á eyjunni, nngum og gömlum. Komu þær fyrirhafixarlítið, allar nema ein gömul og fax’lama rotta sem tæpast gat skriðið. Ekki hætti hann þó fyr en hún kom einnig: “ Viljið þið nú allir standa við Loforð ykkar svikalaust?” spurði íslendingurinn þegar allar rotturn- ar voru saman komnar á einn stað. Norðureyjumenn játtu því allir einum rómi, en Austureyjarmenn vildn bregða orð sín. Kváðust þeir uú sjálfir auðveldlega geta ráðið niðurlögun á rottunum þar sem þær vænx allar komnar á einn stað. pá sagði Isleixdingixrinn: “Fari nú hver rotta í sína bolu, þær sem heixna eiga í Austurey, en Norðureyjarrottur verði liér kyrrar.’ Og jafnskjótt sem orðin voru mælt þutu allar Austureyjarrotturnar ixver í sína holu. Er enn þann dag í dag svo mikill rottugangur í Axxsturey að oft verða vandræði af, en í Norðurey sést aldrei rotta. V. ÚTBURÐURINN í BRÓKUNUM HANS PÍSLA. Einbverju sinni var griðkona í Ónagerði, sem var prestsetrið á Víðareiði. Ilún varð þunguð, en vildi leyna. Fyrirfór bún barni sínu og bar það út í lynd. Fátækur húskarl var einnig á prestsetrinu. Var bann nefndur Písli og tók griðkonan brækur er lxann áttx og vafði utan um bamið; í íðan gróf lxxxn það. Nokkru síðar giftist hún og var lxaldni f jölmenn veizla og mikil glaðværð á ferðum. Á meðan brúðardansinn stóð yfir kom útburðurinn inn í danssalinn, var bann í brókum vinnumannsins, dansaði með fólkinu og söng: “Hún marnxna mín býr sig í glit og gull eg geng nú í dansinn í tötrum og ull. og hálfgleymdu sögunni lxvísla í hálfbrókum af b num Písla. ’ ’ Um leið og útburðurinn slepti seinasta orðinu staðnæmdist hann beint frammi fyrir móður sinni; leið lxún í ómeginn og var þar með brúðkaupsgleðinni lokið. k.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.