Voröld - 22.04.1919, Page 6

Voröld - 22.04.1919, Page 6
Bls. 6 VORÖLD. Winnipeg, 22. apríl, 1919 “Sér grefur gröf þó grafi” pað er undarlegt- hvað ofeinn getur leitt nienn langt- í sumum köstunum vaða þeir inn á frið- helga staði, sem mannvit og mann- göfgi hafa viðurkent að verðleik- um. það er ckki þeim að þakka þó að ekki hljótist tjón af. þeir eiga þar við ofurefli að etja. Alt sem þeir geta og gera, er að skilja eftir spor þar inni, öðrum til skap- raunar, og sjálfum sér til langvar- andi minkunnar. 1 þessu hefir Árni Sveinsson gert sig sekan þegar hann þrammar inn í skáld höll Stephans G. Stephans- sonar. Um skáldskap Stephans þarf ekki að fjölyrða. Hún hefir feng- ið sína dóma hjá mönnum, sem standa Árna Sv.einssyni mikið framar að smekkvísi og menning- argildi — að honum ólöstuðum. pað þarf meir en heila “legion” af Ámum til þess að skerða eitt hár á hennar höfði, hvað mikil geð vonska sem hleypur í þá, svo að til raun Á.S. í því efni hefir enga þýð- ingu. En allar tilraunir hafa einhverja þýðingu. Tilraun Á. S. hefir öf- uga þýðingu við það sem ætlað var Tilgangur Á. S. var að ófrægja Stephan, en árangurinn af þeim tilgangi er sá, að Á- S. flettir sjálf- an sig klæðum, og sýnir svo átak- anlega andlega nekt, að margir horfa hissa og spyrja hátt og í hljóði: Er þetta hæfileikamaður- inn Ámi Sveinsson. ? Um svarið þarf ekki að efast. það stendur svart á hvítu í Lög- bergi sem út kom 13. marz, s.l. En hvað segir svo Ámi Sveins- son. ? Hann segir meðal annars að þjóð vor hafi svo að segja borið Stephan G. Stephansson á hönd- sér og sæmt hann heiðursgjöfum. En hvere vegna hefir hún gert það? Vegna þess að hann hefir brugðið upp blysi sem lýst hefir inn í Madíns höll sannleikans, lífs- spekinnar og mannúðarinnar. pó að þjóðin beri hann á hönd <. n sér og sæmi hann heiðursgjöfum, þá er það ekki borgun, heldur við- urkenning. Slík gáfa verður aldrei borguð með þessa heims gæðum. Stephan G. Stephansson stendur ekki í neinni þakklætisskuld við íslenzku þjóðina þó að Á. S. finn- ist það- því að hann segir: ”að í þakklætisskyni kasti Stephan saur á minning hinna ósérplægnu her- manna með illgimislegum orðum og klúrum ríthætti.” Takið eftir hvað falleg orð hann notar! Eru þau ekki prúðmenni samboðin? Hefir A. S. ekki lesið ljóðmæli Stephans G- Stcphanssonar, eða hefir hann ekkert skilið í þeim? Hefði hann lesið þau og skilið þau, þá hefði hann aldrei skrifað grein- ina í Lögberg — það er eg viss um. Nú langar mig til þess að segja Áma nokkuð í bróðerni, sem skift- ir miklu máli. Og hann má vera viss um að það er sannleikur. Stephan G. Stephánsson er há- krístnasti íslendingurinn—í þe;sa orðs sannasta skilningi—sem opin- berlega hefir látið til sín heyra hér Vestan hafs. Menn verða að hafa það hugfas't, að með þessu meina eg ekfei kristindóminn eins og hann er kominn í höndum klerka og kirkju—heldur kjarna hans. Prostgreipar misskilnings og þröngsýni eru sterkar—þær virð- ast smella utan um skynsemi sann- ra manna nú eins og handjárn um hendur fanga. Slíkar frostgreip- ar ná ekki haldi á Stephani G. Stephanssyni. Eldur anda hans þíðir þær jafnharðan. Hann er frjáls. Hann getur gengið upp á fjallið þar sem konungur sannleikans birtir þeim sem þangað komast, hvernig líf mannanna þarf að vera —og getur verið, svo að það verði þeim ekki til kvalar og menningu mannsandans til eyðileggingar- En þegar hann kemur niður til hi’.na aftur sem húka í hömlum frostgreipanna, sjá þeir strax að hann er ekki af þeirra sauðahúsi. Og þeir æpa að honum. þegar hann segir þeim að sann- leikurinn geri þá frjálsa, hata þeir hann. pá er það sem Stephán kveður ádeilukvæði á öfuga menn- ing. En á bak við beiskju þeirra, vakir eldheit réttlætis tilfinning umbótamannsins. Hefir Á. S. tek- ið eftir kvæðinu um Jesús frá Nas- áret ? í því er þessi vísa: " ‘ Minn guð hví yfirgafetu mig!” frá gröf hans hljómar kring um þig jer sérðu heift og hjátrii lancls sig hópa undir náfnið hans.” það fyrsta sem manni dettur í hug, þegar maður les þessa vísu, og ótal margt fleira í sama anda eftir Stephan er það, að hann er ekki barn þessr.rar blóðþyrstu ald- ar- heldur langt á undan henni Og þá verður auðráðin sú gáta, hvers vegna hann er á móti minn- isvarða yfir hermennina. Minnis- varði yfir íslenzka hermenn, verð- ur herdýrðinni meira til vegsemd- ar, en hinum ungu saklausu mönn- um, sem fórnað var á altari hennar feökum synda þeirra eldri. Fátt hefir verið lofað meir en herdýrðin. Og þó virðist sagan staðfesta þann einfalda sannleik, ‘ ‘ að sá sem vegur með sverði, mun fyrir sverði falla” — ef ekki í beinni merkingu skilið, þá óbeinni. Og það lögmál virðist gilda, hvern ig sem málstaðurinn cr. þessvegna sagði frelsarinn Pétri að sliðra sverð sitt, og hefir þó sverð aldrei verið reitt í réttlátari tilgangi. Herdýrðin er flægð í fög.'i skinni. Gamlar sögur segja frá yndis- fríðum konum sem komu í hallir konunga. Konungamir stóðust ekki fegurð þeirra og gerðu þær að drotningum sínum. Á nótt- unni foru þær á fætur þegar menn þeirra sváfu til þess að éta menn- þá voru þær í sínu rétta eðli og öllum ófreskjum argari. Stephan G. Stephansson hefir séð herdýrðina í sínu rétta eðli. Hann hefir harmað alla sem henni hafa orðið að bráð, jafnt vini sem óvini. Fyrir það hefir hann ver- ið kallaður þýzksinnaður og ann- að eins eða verra. Eg býst við að Á. sannfærist ekki af þessu, en ráða vil eg honum til þess, að beita kröftunum við önn- ur viðfangsefni en þau að ráðast á boðbera helgra hugsjóiia. það er sagt að Gottskálk biskup hinn grimmi hafi eina nótt komið upp úr gröf sinni á Hólum og les- ið upp úr ‘‘bók máttarins” (Rauð- skinnu) en blöðin undust saman og hrundu niður í gröfina eins og aska. Sömu örlög' bíða þess afls sem beitt er gegn sönnum skáldskap— ‘ ‘ því guð er sá sem talar skáldsins raust. ’ ’ Að endingu vil eg minna Á. S. á það, þegar hann svarar þessu—eg býst við að hann taki því ekki með þögn—að þeir sem vita að þeir eru smáir, geta stundum orðið ó- þægir þeim sem þykjast stærri en þeir eru. þetta er viðvörun. 21. marz, 1919. Jónas Stefánsson frá Kaldbak. Út í bláinn! Sá sem vill dylja andstæði hugs- ana sinna við skoðanir fjöldans, verður að sjálfeögðu. annaðhvort að þegja eða samsinna; beygja sig undir annara vilja. þetta hefir verið, er og verður ófrávíkjanlegt skilyrði til samkomulags. Nú eru tilfinningar manna í skoðunum mismunandi heilbrigð- ar, er því mikill vandi að úrskurða hver hefir heilbrigðasta og sann- gjarnasta skoðun á hinu og þessu ,málefni, varðar þá miklu hvort málefnið er mikils eða lítils virði í áhrifalegum skilningi. Eg sem þetta skrífa hefi oft orð- ið þess var að mínar skoðanir hafa ekki ávalt verið samrýmanlegar skoðunum meirihlutans, í einu og öðru. Eg hefi stundum verið að hugsa að eg yrði kallaður sérvitr- ingur ef eg léti í ljósi skoðanir mínar og hefir sú grunsemd oft haldið mér í þögn og hlutleysi í ýmsum málum, enda hygg eg það ekki einsdæmi, einkum meðal ó- mentaðra manna, en afleiðingar þess geta valdið framfaraleysi á ýmsum sviðum mannfélagsins. þetta er eitt af því sem þarf að komast í betra ástand, ef bræðra- lag í samvinnu á sér nokkra heilla ríka tilveru. Með öðrum orðum, ætti hverjum manni að vera veitt hindrunarlaust, tækifæri að láta í ljósi skoðun sína í hverju því máli er snertir heill og hagsæld þjóð- félagsins. það vottar stundum fyrir því, að einn þykist öðrum meyri að manngildi, af mentun og fleiru, en það gefir enga vissu fyrir sjálf- stæðari né heilbrigðari dómgreind í öllum efnum, heldur en hjá þeim sem lærra sýnast standa í mann- félaginu. þegar eg las hina velstíluðu rit- stjórnar grein Lögbergs 3. apríl, “ íslendingafélagið nýja” þá rifj- uðust upp hjá mér ýmsar hugleið- ingar sem áttu fyrstu tilveru sína á þeim fundi. og eitt af þeim var nafn félagsins. Eg gekk út strax að því vísu að margan mætti finna er ekki líkaði nafnmyndun þess, þó það næði samþykt fundar- ins. Mér líkaði nafnið ekki af gildri ástæðu. Hún er sú að orðið íslendingafélag, ber ekki með sér hina minstu merkingu um í hverri meiningu það var aðallega stofnað sem að sjálfsögðu hefði átt að vera, ef hugur fylgdi máli; fór með það eins og mörg fljótfærnis- verk, sem kepst er við að koma af án vandvirkni. Áður en eg fer fleiri orðum um þetta atriði hins nýstofnaða félags, skal hér skýrt tekið fram að það sem eg minnist á er gjört með þeim eina ásetningi að vekja athugun manna á því smáa, ekki síður í framtíðinni, en talls ekki í neinum óhollum tilgangi. Við vitum að nafni félagsins muni ekki verða breytt á nálægum tíma hvað illa sem það kann að geðjast hlut- aðeigendum.* En úr því eg fór að hreifa þessu atriði, þá vil eg minnast þeirra nafnbreytingar sem eg vakti litla hreyfingu á áður en þetta íslend- inga félags nafn varð að fundar samþykt, af því rrtér líkaði nafnið ekki. Kvaðst eg lengi hafa hugs- að um nafn félagsins, og hefði mér hugkvæmst að nefna það ‘ þjóð- ræk|H»sfélag” án þess þó að gera tillögU um breytingu. Mér findist það eiga betur við- pá birtist sá ónota agni á því að það var óþægi legt í enskri þýðingu, og með sjálf um mér hélt eg það væri ekki nauðsynlegt að þýða það á ensku, öðruv.ísi en gjört mundi verða með skýringum á tilgangi og starfeviði þess félags sem að sjálfeögðu bar að gjöra um leið og beðið yrði um löglegan tilveru réétt þess. Var svo gengið hiklaust til at- kvæða um nafn félagsins og hlaut það meirihluta greiddra atkvæða, en mikill hluti fundarmanna greiddi ekki atkvæði, hvorki með eða móti. Til merkis um áhuga þann er eg bar í þessu þjóðemismáli. skal þess getið eg hafði meðferðis á fund inum frumteikning af einkenni eð- ur merki fyrir þjóðræknis félagið, »sem nú er nefnt alsherjar íslend- inga félag, er eg sýndi nokkrum mönnum utan fundar, og gjörði til raunir til að koma því máli inn á dagskrá fundarins, en þar vanst ekki tími til, auk margs annars sem óklárt var þegar fundi var slitið. Merkið hafði eg hugsað með hjartalögun á því íslenka og Cana- díska fánana; dag og ártal full- veldis íslands, félagsnafnið dag og ártal stofnfundar þess. Svona ein- kenni fanst mér sýna cott um 'forna trygð og jafnframt nútíðar (verustað ásamt rikis hollustu sem skyldan krefði. En þar sem eg sénu votta fyrir í blöðunum kann að koma fyrir breyting á nafni þessa félags, þá þykist eg vita að manni og konu verði gefið tækifæri til hugmynda um annað nafn, sem bæri með sér keim af grundvallar atriðum féi- agsskaparins. pað er langt frá að eg álíti mig ö'ðrum snjallari í þessu né öðru; málshátturinn segir “bet* ur sjá augu en auga.” 14. apríl, 1919. Guðbr. Jörundsson *Nafnið hefir þegar verið breytt á þann hátt er höfundur stakk upp á —ritstj. pAKKLÆTI Við undirskrifaðar viljum með þessum línum láta í ljósi okkar innilegasta þakklæti til allra þeirra mörgu mannvina sem á einn eða annan hátt veittu hjálp og að- stoð ungfrú Rósu Pétursson í veik- indum hennar og dauða stríði. Sérstaklega viljum við nefna þau hciðurs hjón Stefán Anderson á Leslie og konu hans; Th. Sæm- undsson í Winnipeg og konu hans; sem mest og bczt hjálpuðu henni- Einnig stúkunni “Skuld” nr. 34 sem tók að sér útförina. j Húðir, ull og loðskinn Ef þú óskar eftlr fljótri afgre<8slu og haesta verSI ryrir ull og loð- skinn, skrifiS I I Frank Massin, Brandon, Man. j | SKRIFID EFTIR VERDI OG ARITAN ASPJÖLDUM. j Gjörist þér grein fyrir því að þú eyðir nytsömum árum ef þú þjáist af Gigt, S31 iii5lti, tta ircjgasjílirvm. Lífið er hverjum þeim manni, eða hverri þeirri konu byrði í stað blessunar sem á við einhvern þessara sjúkdóma að stríða. Hví skyldir þú halda áfram að vera píslavottur þegar ekki þarf nema örstuttan tíma á heilsuhæli til þess að koma þér í gott lag og veita þér aftur alla eðlilega lífsgleði? Hlutverk vort er ekki einungis það að lækna, heldur einnig til þess að styrkja líkamann til þess að hann geti veitt sjúkdómum mótstöðu. GIGT er crfiðar sjúkdómur viður- Öllu þessu góða fólki biðjum við guð að launa af ríkdómi sinnar náðar. þeirra kærleiksverk. Bergrós Christianson móður systir hinnar látnu. Mrs. S. Soffoníason Sorgarheimili (niðurlag frá 2. síðu) “Sunnudagíi formiðdaginn, já— í stólnum. Eg man eftir að þér lögðuð út af hinni sjöttu bæn — um freistingu og því um líkt. pér töluðuð um hve sælli menn yrðu (og betri við það að kynnast verki drottins—Hvers vegna nem- ið þér ekki freistingarnar í burtu, ef þér á annað borð trúið því, sem þér sjálfir prédikið ? En bæði þér og hinir svokölluðu kristnu vitið svo ’vel hvað það er sem hefir freistað mín. En hvað hafið þér gjört til að frelsa mig frá freist- ingu ? ’ ’ “En þú verður að muna eftir því að maðurinn hefir frjálsan vilja, og að þú þurfir alls ekki að verða drykkjumaður. ” “Hvaða bull, prestur! Ef þessi frjálsi vilji, sem þér nefnið, hefði verið nægilegur, hvers vegna þurf- iið þér þá að vara fólk við freisting unni? Svona er það ekki, en eg ætla að segja yður frá hvernig fór fyrir mér svo eg varð drykkjumað ur. Faðir og móðir mín kendu mér að drekka — það gjörðu þau. Og seinna meir þegar eg kom út í heiminn, þá gjörðu vinir mínir hið sama. Og þegar sú stúlka, sem nú er konan mín, var trúlofuð mér, var hún mér aldrei svo elskurík og góð eins og þegar eg var hálf- drukkinn, Og í brúðkaupinu var nægilegur forði bæði af bjór og víni, og auðvitað var bæði prestur og försöngvari, og hinir svoköll- uðu kristnu þar því eg sat á stórri bújörð og átti þar að auki skipið. peir drukku allir sem einn maður •—sumir drjúgan sopa, aðrir minna en drekka gerðu þeir allir- Og eftir það—voru ekki svo að segja allir að elta mig til þess að fá sér fí staupið? eignar; við henni þarf sér- staka umönnun og athygli— en vér getum læknað þig. SYKURSÝKI | er voðaleg veiki, sem læknar 5 hafa oft verið ráðalausir með I árum saman. Vér álítum að s vér höfum nýjustu og beztu aðferð til þess að lækna þessa veiki—beztu aðferð sem vís | indin þekkja. ! Vér höfum stærstu og bezt útbúna heilbrigðisstofnun í A Canada og hina einu sem þar er til með reglulegum málmvatna- uppsprettum. | DR. CARSCALLEN, RESTHOLM WINNIPEG, MAN. j i The Mineral Springs Sanitarium J|)«»0«»()«»()«»()«»()«»()«»()«»()«»()«»(HH»0«»0(Hi! ! Ábyggileg Ljós og Aflgjafi Vér ábyrgjumst yður varanlega og óslitna þjónustu Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jafnt fyrir VERKSMIÐJ- UR sem HEIMILI. Talsími Main 9580. CONTRACT DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúinn að finna yður að máli og gefa yður kostnaðaráætlun. Winnipeg Electric Railway Co A. W. McLIMONT, General Manager. Mi«a»0'«a»'0. Eg sigldi til prándheims, Björg- vinjar og Kristíaníu, og hvert sem eg fór var nógur bjór og vín. Er það ekki rétt? Og voru það ekki hinir svokölluðu kristnu, sem ráku þessar verzlanir? Nú ligg eg hérna sem deyjandi drykkjumað- ur, niðurbeygður og fátækur. Allir sem eg hefi verið saman með hafa eins og kepst við að gjöra mig það sem eg er nú orðinn. peir kendu mér að drekka og gjörðu mig (drukkinn. peir uppörfuðu mig til að drekka og drukku með mér. peir seldu mér áfengi eins lengi og eg gat borgað. Hinir svokölluðu kristnu voru einnig með. Hver var það sem reyndi að koma mér til að hætta að drekka? Hver var það af öllum þeim, sem þektu breiskleika minn, er reyndi að koma freistingunni í burtu úr lífs- braut minni? Eg man ekki eftir neinum. En að prédika, það gátu þeir — prédika um það sem þeir ekki v ildu gera sjálfir. Hvaða óttaleg hræsni! En biblíunni sögðust þeir trúa.—Vitaskuld! En “blóð bróður þins—hvernig stend- urþað? “Blóð bróður þíns hróp- ar” er það eklri rétt? peir hafa myrt mig án saka. Myrt mig, já! Farið þér heim prestur! Eg ætla eklri að hlusta á yður Og mundu nú eftir að ‘blóð bróður þíns hróp- ar’ pað verður yður til bölvunar. Hérna deyr aðeins aumingja dryk- kjumaður í fátækt og neyð—mað- ur, sem hinir svokölluðu kristnu sáu dag frá degi fara ofan spill- ingar brekkuna, en þeir gjörðu ekki hina minstu tilraun til að bjarga honum, en ‘‘blóð bróður þíns hrópar, ” verið þér vissir um það. En nú langar mig til að hafa ró. ” Eg varð að fara, en aldrei hefi eg verið svo þungur í skapi eins og eg var á þeirri heimleið. Hve órímileg og ýkjufull sem á- kæra gamla mannsins kann að (vera hafði hún þó mikin sannleika að geyma. Eg vildi að það hefði ekki verið þannig! Hve sekir er- um vér ekki? Hyaða ábýrgð ber- um vér ekki? Eg heimsótti þenn- Jan mann oftar en einu sinni meðan hann lá banaleguna, en hann tók aldrei sinnaskiftum eftir því sem menn geta séð. Hve oft kbmu mér til hugar þessi orð sem vér finnum hjá spámanninum Esekiel 33:6: ‘ ‘ pá verður þeim hinum sama burt svift fyrir sjálfe hans misgjörð, en blóð hans vil eg krefja af hendi varðmannsins. ’ ’ Já, þannig var ritað í dagbók hins gamla prests. S. Ellingsen. Walters Ljosmyndastofa Frá þvf nú og til Jóla gefum við 5x10 STÆKKAUA MYND—$5.00 V IRÐI okkar fslenzku vlðskiftavlnum MUNIÐ EFTIR MYNDASTOFUNNI sem fslendingar hafa skíft vi8 svo árum saman. Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave. Talsimi Main 4725 Þið hinir ungu sem erud framgjarnir Undirbúið ykkur fyrir takmarkalaus verzlunar tækifærl. pið sem eruð fljót til — þið sem stigið greiðlega og undirbúið ykkur, munið njóta bezt velgegni endurreisnar timans í nálægri framtíð. pið munuð þá geta uppfylt hin nákvæmu störf og reksturs fyrirætlanir verzlunarhúsunna. Ráðstafið því að byrja nám ykkar hér— Nœsta mánudag pessi skóli beinir öllum tíma sínum og kröftum til að fullkomna ungt . fólk í verzlunarstörfum; og fæst sérstaklega við alt sem lýtur að viðskiftalífinu. Kenslu stofurnar eru stórar, bjartar og loftgóðar, og kenslunni mjög vel tilhagað, undir yfirsjón ágætra kennara, alt fyrir komulag þannig að hver einstakur nemandi getl notið sem best af. Eini vegurinn til að þú gætir fullkomlega virt otarf skólans er að sjá hann I fullum starfa. Vér vildum mælast til að þér heimsæktir oss á hvaða tíma sem er. En ef þér sk'yldi ekki hægt að heimsækja oss, þá skrifaðu eða símaðu eftir upplýsingmm. Skrifið eða hafið tal af D. F. Ferguson, skólastjóra. Success Business College Ltd. Cor. Portage Ave. and Edmonton St. (beint á móti Boyd byggingunnl) Phone Main 1664—1665 Om yommmommmommmo'^mommmo-m^mtx t-omm-ommm-oi White & Manahan, Ltd. 1882—Stofnsett fýrir 36 árum—1918 Okkar Nýju Vor-föt og ýfir-frakkar eru komin—Seinka ekki að velja þér þín. Verð og gæði eru óvanalega góð og eftir nýjasta móði. BLÁ OG GRÁ SERGE FÖT sem vér ábyrgjumst $25 — $30 — $35 — til — $45 | I ! i I , v .________ I White & Manahan, Ltd. í 500 MAIN STREET t-omamom^mo-mmo-mmommommmommmommmommmo-t ►«a

x

Voröld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.