Voröld - 22.04.1919, Blaðsíða 7

Voröld - 22.04.1919, Blaðsíða 7
Winnipeg, 22. apríl, 1919 VOKÖLD. Bla. 7 “Kæra Elizabet:—Eg er viss um að frændi þinn er mér samdóma um að arfurinn þinn getur aldrei orðið mín eign, þó að þú gæfir mér hann. Eg get ekki átt hann með réttu, hvað sem hver segir. Og hann dygði ekki handa olckur í tvö ár. Eins og út- litið er nú, er ekki líklegt að eg verði þá farinn að hafa nokkrar tekjur, sem um munar. Mér þykir slæmt að þér er farið að leiðast að bíða, en eg get ekki fallist á að þú gerir nokkuð sem væri óhyggi- legt. þar að auki gæti eg ekki borið neina virðingu fyrir sjálfum mér, ef eg lifði á þínum eignum- það er nógu hart fyrir mig að fóstra mín hefir þurft að hafa annan eins letidrjól og eg er í eftirdragi, þar sem að réttu lagi eg ætti að vera farinn að sjá fyrir ykkur báðum. Eg er viss um að þegar þú hugsar um þetta betur, þá mundirðu skammast þín fyrir mig ef eg bæði frænda þinn um að hjálpa mér, með því að leyfa mér að giftaát þér nú. Eg mundi skamm- ast mín fyrir það sjálfur, hvað sem öðru líður. Ham- ingjan má vita hvenær eg kemst nokkuð áfram. pað væri alveg eins gott að þú sæir nú strax að eg er ræfill- Eg hefi litla von um að þetta lagist nokkurn tíma, og eg sé að þú ert vonlítil líka. Eg lai þér það ekki, það veit hamingjan. Eg veit að þér finst þetta ógurlega langur tími, sem við'verðum að bíða, en mér finst hann samt lengri en þér. Eg elslca þig, mér er ómögulegt að segja þér hvað mikið eg elska þig. Eg get ekki komið orðum að því eins og þú, en þú veizt að eg elska þig—og samt finst mér stundum það vera rangt gert af mér að giftast þér.” þegar Elizabet kom hlaupandi niður tröppurn- ar fyrir framan húsið, kom liún auga á bréf í böggl- inum, sem liún þekti undir eins, og var búin að ná því áður en pósturinn gat fengið hemii það. “Yður stendur víst á sama livort þér fáið bessi bréf frá rhiladelphiu eða ekki,” sagði bréfberinn með gletnisbrosi. “Mér stendur náttúrlega alveg á sama um þau,” svaraði hún, og bréfberinn þrammaði af stað bros- andi af því að sjá gleðina, sem skein út úr andlitinu á henni. þegar hún kom inn í húsið með bréfið í hendinni, faðmaði hún gömlu ungfrri White aö sér. “Bréfið er komið!” hrópaði hún. “Við giftum ol k- ur á afmwlisdaginn minn! ’ ’ “Hvernig á eg að hafa alt tilbúið í tíma, lambið mitt?” sagði ungfrú White. Elizabet beið ekki eftir að heyra meira um það. Hún hljóp upp í her- bergið sitt. Hún opnaði bréfið .......... Hún sá ekki síð- ustu línurnar; þær fyrstu voru að brenna sig inn í sál hennar. Hún braut bréfið hægt saman og stakk því aftur í umslagið. Roðinn hvarf smám saman af kinnum hennar; augun voru dauf, smám saman færð- ist einhver glampi í þau og svo var alt í einu sem eldur brynni úr þeim. “Honum þykir slæmt að eg er þreytt á að bíða. ” Henni fanst sem heit alda risi upp í brjósti sér og færðist um sig alla; hærrra og hærra reis hún; líkt og liafalda, þangað til hún átti erfitt með að ná andanum og hrópaði með hásri rödd: ‘‘Ef eg hugsa um það, þá mun eg skammast mín. Einmitt það- Oæti ekki borið virðingu fyrir sjálfum sér. Hvað skyldi minni sjálfsvirðingu líða?” Og aldan reis stöðugt hærra og hærra, þangað til henni fanst hún ætla að kafna. Hún þreif með hendinni um kverk- amar á sér og krefti síðan hnefana. “Hann getur ekki látið mig giftast sér! Honum finst biðin vera löng fyrir sig, en sættir sig við hana! Eg hefi and- stygð á honum! Eg gæti drepið hann—rifið hann í sundur! Hvað skrifaði eg honum? Bað hann að koma og taka mig. En liann kærir sig ekki um mig. Nanna veit að eg bað hann að koma. og ungfrú White og frændi vita það. Og þau hljóta að sjá að hann vill mig ekki. Hvernig gat eg sagt honum öðru vísi að eg vildi að hann kæmi og tæki mig? Eg verð að drepa hann. Eg verð að drepa sjálfa mig — ” Hún var viti sínu fjær og vissi ekki hvað liún var að segja. Henni fanst eittlivað rautt vefjast fyrir augum sér og hún var náföl í framan. Hún gekk fram og aftur um gólfið, opnaði bréfið aftur og leit yfir orðin “Hans,” sagði hún og hló hátt, “eg sagði honum að eg væri hans; eg hlýt að hafa verið vitlaus, þegar eg skrifaði það. Eg skal liugsa um það, hugsa um það — hann þarf ekki að vera hræddur um að eg geri það ekki. <3, eg gæti drepið sjálfa mig! Og eg sagði rétt áðan að við — ” hún gat ekki sagt orðið. Hún stóð kyr og dró ótt andann. Geðæsingin var svo afskapleg og það leið svo langur tími frá því að hún byrjaði og þangað til hún fór að réna, að hún þoldi hana ekki. Hana svimaði og henni sýndist grá þoka fylla hei’bergið, svo hneig hun mattlaus niður a gólfið. þegai' hún opnaði augun aftur var þokan horfin, en hún átti bágt með að hreyfa sig- “Hvar er eg?” sagði hxxn hátt. “Hvað gengur að mér?” Svo mxindi hún óljóst eftir bréfinu frá Davíð. “Eg reiddist svo að það leið yfir mig,” sagði hún utan við sig og hálf liissa. Of- urlitla stund fann hún ekki til neins. Hún var hvorki reið né hrygg. En svo var eins og að aldan, sem hafði fjargað út, risi aftur; en íxú var hún köld. Hún liugsaði með sér, að hún skyldi skrifa Davíð og segja. honum að hún væri búin að hugsa sig um, og að hvorki peningarnir né hún sjálf væri hans né kæmi honum nokkuð við framar. Hann skyldi ekki þurfa að gei-a sér áhyggjur út af því að liún væri áhyggjufull. Hvílík öi’ugleg flónska og framhleypni að fara að segja honurn, að hann þyrfti ekki annað en að koma og sækja sig, og hann hafði sagt að hún væri orðin þreytt af að bíða. það var óþolandi. “Hans” hafði hún sagt “með líkama og sál.” Hún sá orðin eins og þau stóðu skrifuð á pappírnum; og hún liafði kýst þau. Ilana langaði mest til að geta rifið í sundur sinn eiginn líkama, sem hún hafði boðið þess- um manni, er hafnaði honum. “Hans!” Blygðun- arroðiixn brann í andliti hennar svo að hún varð að lialda höndunum fyrir andlitinu til að kæla það. Sú tilfinning, sem hafði verið fjax’st heixni, þegar hxxn skrifaði bréfið, varð nú óþolandi. Eftir nokkra stund stóð hún á fætur og staul- aðist með veikunx burðum að stól; lxxxn var föl og máttfarin. Reiðieldurinn var brunninn-út, eix í hon- um hafði bi’unnið það sem dýrmætast var. “ Eg skal skrifa honunx á morgun, ’ ’ hxxgsaði hún. það yrði öðru vísi bréf í þetta skifti, og það skyldi koma við hann- Ilún fann til ofurlítillar ánægju við umhugsunina um það. En það væri ekki nóg, ekki nóg. Hún óskaði þess að hún gæti látið hann deyja, eins og hxxn var sjálf að deyja. En hún gat ekki skrifað enixþá. Hún varð veik af því að hugsa um að taka sér penna í hönd og miixnast þess sem hún hafði skrifað þremur dögum áður. í stað þess að ski’ifa vildi hún fara út og ganga eitthvað, ganga lengi og hugsa um, hvernig hún gæti hefnt sín á hon- um — hvernig hún gæti drepið liann! Hvert átti lxún að fara? það gerði ekkert til, bara eitthvað út, eitthvað þangað sem enginix gæti talað við hana. Hvernig gæti hún talað við nokkurn maixn framar? Hvernig gæti hún talað við ungfrú White, sem nú sat íxiði’i í borðstofunni og var að hugsa um undir- búninginn fyrir giftinguna; eða við Nönnu, sem vissi að liún hafði beðið Davíð að koma; eða við Blair, sem nxundi gizka á — liún mxxndi alt í einu eftir að hún var í’eið við hamx> en hvers vegna, jú, nú rnundi hún það og það var eins og henni létti mikið við það. Hvað senx öllu öðru leið var Blair þó niaður, lxaixn gat elskað. Henni flaug í hug, að sú stúlka, senx Blair elskaði, gæti látið ást sína í 'ljós án þess að þurfa að blygðast sín. Hún fór í yfirhöfn og lét á sig liatt. Um leið og hún leit í spegilinn sagði hún við sjálfa sig: “Eg hefi illan svip á andlitinu, rétt eins og það kæmi henni sjálfri ekkert við og að lxúxx væx’i að taka eftir þessu á einhvei’jum öðrum. Hún lét ýmislegt smá- dót í tösku og svo leit hún í peningabudduna sína til að gánga úr skugga um að hún lxefði nóga pen- inga til að vera einlxversstaðar yfir nóttina. Henni x ax’ ekki ljost hvar það ætti að vei’a, en hxin vildi koma,st í bux-tu frá öllum. þegar hún kom ofan í forstofuna, kallaði hún til ungfrú White og sagði henni, að hún ætlaði út, En það er rétt bráðum konxinn tími til að borða, lambið mitt,” Kallaðu ungfrú White innan úr stofunni; Og eg má til með að tala við þig um giftingardaginn. ’ ’ “Eg — eg vei’ð að fara og finna Nönnu,” sagði Elizabet og reyndi að láta sem minst heyrast á rödd- inni, að nokkuð gengi að sér. Henni datt í hug að hún skyldi fara til Nönnu seinna og segja henni að hún hefði sagt Davíð upp ■ það væri þó betra en ekk- ert að gera það. þxi ætlar þá að boi’ða með henni, ” sagði ung- f™ White og gægðist fram í forstofuna. “Jæja, segðu henni áð koma lxingað seinna í dag, svo að við getuiii talað sanxan allar- það er svo mai’gt. sem þarf að hugsa um fram að giftingai’deginum. “Giftingardeginum!” sagði Elizabet, við sjálfa sig um leið og hún opnaði hurðina. “Eg kenx ekki lxeim fyr en á nxorgun. ” ‘‘Æ, góða mín,” sagði ungfrú White, “eg má til að spyrja þig að svo mörgu fyrir brúðkaupið. Svo fór húri að hugsa um það sem nær hendi var. Ei’tu búin að láta °fan í töskuna þína? Hefirðu nóga hreina vasaklúta. Varaðu þig nú að þú fáir ekki kvef, og spurðu Nönnu að hvað margar teskeið- ar hxxn geti lánað okkur.” Ilurðin skall aftur. Elizabetu fanst senx hún mundi aldrei fi’amar geta litið framan í ungfrú White. Henni fanst að hún hlyti að deyja, ef hún gæti ekki umflxiið þetta tal um giftinguna, Hún varð fegin að losna við ungfrú White. Hún varð að fara eittlivað þangað sem hún gat verið ein. Hún gekk spjölkorn aður en henni kom til liugar hvert hún ætti að halda. þá mundi hún eftir gistilnisinu uppi með ánni. Hún þyrfti tvær heilar klukkustund- ir til að komast þangað, og- á meðan gæti hún hugsað urn alt þetta í næði. Hún ætlaði að hugsa um livern- ig hxin ætti að bjai’ga sjálfsvirðingu sinni og um það, hvernig hún ætti að hefna sín á Davíð Richie. Já’ hún skyldi ganga alla leið þangað. “Elizabet,” sagði einhver rétt fyrir aftan hana- Hxin snéx’i sér við og sá að það var Blaii’. þau stóðu og hoi’fðu hvort á annað og hvort um sig vorkendi hinu. Blair var fölur í framan, en hún var ennþá fölari, nenxa rétt fyrir neðan augun, sem nú tindi’uðu, þar voi’u tveir rauðir blettir. (Framhald) Business and Professional Cards Allir «em t þessum dálkum auglýsa eru velþektir og áreiðanlegir menn—peir bestu sem vSI er á hvsr I sinni grein. BLÓMSTUESALAR. Talsími Main 3775 Dag og nótt og sunnudaga. THE “KING” FLORIST Gullfiskar, Fuglar Notið hraðskeyta samband viB oss; blóm send hvert sem er. VandaBasta blómgerS er sérfræöi vor. 270 Hargrave St., Winnipeg. Núnings-lœkningar eftir vísindalegum reglum Fyrir konur og menn Svenskir rafmagnsgeislar lækna gigt, magasjúkdóma og veiki sem orsakast af taugaveiklun og ófull- kominni blóðrás. Árangur ágætui’. Sérfræðingur við sjúkdóma í hár- sverði. McMILLAN hjukrunarkona Suite 2, 470 MAIN STREET Sími Garry 2454 Ljósmyndir og Stœkkadar Myndir af mikilli list gerðar fyrir sann- gjarnt verð The Rembrandt Studio 314 BIRK’S BLDG. WINNIPEG Inngangur á Smith stræti, Talsími M. 1962 W. MeQueen, forstöðumaður 0)4 <o Vér höfum mörg hús, bæði með öllum þægindum og nokkr um þægindum. Gjafverð. Finn- ið oss áður en þér kaupið. Spyrjist einnig fyrir hjá oss ef þér viljið kaupa góð lönd. CAMPBELL & SCHADEK 311 Mclntyre Bloclc Talsími Main 5068-5069 Gjöx’iðsvo vel að nefna blaðið “Voröld” þegar þér skrifið. 's,- 75c t EINNI SAMSETTRI REIKN- INGSBÖK Meðnafninu þrystu t 23 karot gulI- stöfum. Til þess að koma nafni voru enn þá vlðar þekt, jafnframt þvi augn- armiði að ná í fleiri viðsklftavlni ger um vér þetta Merkllega tilboð, þar sem vér bjðð um fallega leðurbðk með samsettum relkn- Ings eyðublöðum elns og hér er sýnt með nafni elgandans þrýstu I 33 karot gullstöfum. petta er fullkomin samsett _____ bók sem eV nothæf I sjö- I ISBbÍs^SS fö!<íum tilgangi: 1. sern ZSkasaÍI 60(JD«Ststór vasi tll þcss að geyma reikinga; 2. ann- ar vasi fyrir spjöld og seðla; 3 þriðji vasi fyrir áví'-anir; 4. vasi fyrir ýmis- lcg skjöl; 5. stuttur meðvasi með loku fyrir fi-Imerki; 6. spjald til einkennis með plássi fyrir mynd þína eða ástvina þinna; 7. almanak með mánaðardögum. Einkennisspjaldið og mánaðardagur- Inn sjást í gegn um gagnsæja hlíf. Stærð alls 3x3% þuml. Verð 75c. Nafnið I einni linu, 25c aukaverð fyrir hverja aulca línu. Fæst einnig sérlega vandað fyrir $1.25. tvær línur $1.5t. Skrautmunabók og útsæðisskrá ðkeyp- Is með hverri pöntun. ALVIN SALES CO. Cept. 90, P. O Box 56, Winnipeg, Man. Gjöríst áskrifandi VORALDAR í dag! BIFREIÐAR. ELGIN MOTOR SALES CO., Ltd. Elgin and Brisco Cars KomiS og taliS við oss eöa skrifiö oss og biöjiö um ver6- skrár meö myndum. Talsimi Main 1J20 417 Portage Ave., Winnipeg. New Tires and Tubeg CENTRAL VULCANIZING H. A. Fraser, Prop. Expert Tire Repairing Fljót afgreiösla óbyrgst. 543 Portage Avenue Winnipeg Phone Sh. 2151 Heimili S. 2765 AUTO SUPPLY & ELECTRIC CO., Ltd. Starting & Lighting Batteries Charged, Stored and Repaired Speedometers of all makea Tested and Repaired. Tire Vuncalizing. W. N. MaeNeik Ráösmaöur 469 Portage Ave., Winnipeg Einkaleyfi, Vörumerki Útgáfuréttindi FETHERSTONHAUGH & Co 36-37 Canada Life Bldg.. Phone M. 4439 Winnipeg _____________________ Vér getum hiklaust mælt með Foth- erstonhaug Jt Co. pekkjum fsleend- lnga sem hafa treeyst þelm fyrir hug-! myndum slnum og bafa þelr f alla staðl reynst þeim vel og árelðanlegir LÖGFRÆÐINGAR ADAMSON & LINDSAT Lögfræöingar. 806 McArthur Building Winnipeg. r J. K. SIGURDSON, L.L.B. Lögfræðingur. 708 Steriing Bank Bldg. Sof. Portage and Smith, Winnipeg Talsími M. 6255. ^---------------------------------- Phone M. 3013 ALFRED U. LEBEL Lögfiæðingur 10 Banque d’Hochelaga 431 Main Street, - Winnipeg MYNDASTOFUR. Talsími Garry 3286 RELIANCE ART STUDIO 616 Main Street Vandvirkir Myndasmiöir. Skrautleg mynd gefin ókeypls hverjum eim er kemur meö þesaa auglýsingu. Komiö og finniö oss sem fyrst. Winnipeg, Manitoba FASTEIGNASALAR. J. J. SWANSON & Co- Verzla mef fasteignir. SJá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgöir o. fl. 808 PARIS BLDG. Winnipeg Phone Main 2597 Sími: M. 4963 Heimili S. 3328 A. C. JOHNSON Legir hús, selur fasteignir, útvegar eldsábyrgíir. 528 Union Bank Bldg. O. J. GOODMUNDSON 8olur faatelgnlr. Lelglr húa og I8nd. Otvegar penlnga lán. Veitlr árelðanlegar eldeábyrgBlr blllega. Garry 2205. 696 Simooa 8tr. A. S. BARDAL 843 Sherbrooke Streat Selur likkistur og annast um útfarir. Allur útbunaöur hhm bezti. Ennfremur selur hana allskonar minnisvaröa og leg- steina. Helmilis Tals - Garry 2151 Skrifstofu Tals. G. 309, 378 LÆKNAR. Dagtala St.J. 474. Næturt. St. J. IN Kalll Blnt á nótt og degi. DR. B. GERZABEK, M.H.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá Lendon, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manltoba. Fyrverandl aSateSarlmknlr rlS hospltal I Vinarborg, Prag, eg Berlln og fleirl hoapltöl. Skrifatofutlmi I eigln hospIUU, 415 —41T Prltebard Are., Winnipeg, Skrifetofutimi frá 9—12 f.k.; og 7—9 e.h. Dr. B. Qerzabeke eiglS heapital 415—417 Pritohard Ave. Stundun og læknlng valdra ajúk- Unga, sam þjáat af brjóstveiki, hjarb velki, magaajúkdómum, innýflaveikl, kvensjúkdómum, karlmannasjúkdém- um, taugaveiklun. IDEAL PLUMBING CO. Cor. Notre Dame & Maryland Plumbing, Gasfitting, Steam and Hot Water Heating Viögeröir fljótlega af hendi leystar; sanngjarnt verC. G. K. Stephenson, Garry 3498 J. G. Hinriksson, í hernum. Stofnað 18663. Talaiml G. 1871 pegar þér ætlið að kaupa ArelS- anlegt úr þá komið og flnnið osa. Vér gefum skrlfaða ábyrgC me8 öllu aem keypt er af oss. Mitchell & Co., Ltd. Glmstelnakaupmenn I Stórum 8máum 8t(l. •fl 486 Maln 8tr. Wlnnlpeg. DR. M. B. HALLDORSSON ' 401 BOYD BUILDINQ Talafml M. 3088 Cor. Portage AEdm Stundar sérstaklega berklaveiki og aðra lungnasjúkdóma. Er að finna & skrlfstofu sinni ki. 11 tll 12 f.m. og kl. 2 til 4 e.m.—Heimili aS 40 Alloway Ave. Talsiml Sh. 3158. v.- N DR. J. STEFANSSON 401 BOYD BUILDING Homi Portage Ave og Edmontoa St Stundar elngöngu augna, eyma, nef og kverka-sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 tll 6 e.h. Talsfml Main 3088 HelmUl 106 Olivia St. Tals. Q. 2111 Talsími Main 5302 J. G. SNIDAL, L.D.8. Tannlæknir 614 Somerset Block, Winnipeg DR. 6. STEPHENSEN Stundar alls konar lækningar. Talsimi G. 798, 615 Baimatyne avenue. DR. B. LENNOX Foot Specialist (heimkominn liermaður) Corns removed by Painless Method 290 Portage Ave. Suite 1 Phone M. 2747

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.