Þjóðhvellur - 14.11.1908, Blaðsíða 1

Þjóðhvellur - 14.11.1908, Blaðsíða 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAt) TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 24 REYKJAVÍK, lé. NÓV. 1908. I, 4. ársfj. Jóhíinn Ármann Jónasson, nrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. Jóníit;m Porsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. Safnaðarfundur var haldinn hér í Bárubúð á laugar- daginn var; var þar strjálingur fólks saman kominn, konur og karlar. A fundinum var það aðallega tvent, sem gert var: sem sé samþykl, að afnema söngsveit þá, er sungið hef'ur í dóm- kirkjunni undanfarin ár, og svo, að söfnuðurinn kysi sér annan prest í viðbót, með þeim sem nú er, og verða því hér eftirleiðis tveir fastir prestar við dómkirkjuna. Verður nú brauð- inu »slegið upp«, sem kallað er, og guðfræðingum vorum gefinn kostur á að sækja um hnossið. — Afnám söng- sveitarinnar hefur vakið hið mesta um- tal og töluverða gremju í bænum, sem vonlegt er, því dómkirkjusöngurinn hefur verið rómaður að maklegleikum, og ef til vill átt mestan þáttinn í því, að söfnuðurinn heí'ur ekki tvístrast meir en orðið er, enda hafa margir jafnvel komist svo að orði, að söngur- inn væri hið eina, er tengdi þá kirkj- unni, og væri þess valdandi, að þeir sæktu hana. Peir sem aðallega töluðu gegn því, að hafa söngfiokkinn, með þeirri þókn- uii, er hann íór fram á, voru þeir kapparnir Kristján Svíakonsúll og Gísli búfræðingur. Sá fyrnefndi lét sér ekki nægja að mæla gegn söngsveitinni og þóknun þeirri, er hún áskildi sér, ein- ungis með það fyrir augum, að söfn- uðurinn gæti ckki lagt á sig þann út- gjaldaauka, heldur þóknaðist honum að varpa til hennar smánaryrðum að skilnaði.fyrir vel unnið starf, ogvar það Kristjáni líkt, en auðvitað gersamlega rangt af honum, að hefna sin þannig á söngsveitinni, eða þó öllu heldur kirkjunni, þótt »missiónin« helti hon- um út úr safnaðarnefndinni síðast, — en lögmál náttúru sinnar hefur hann ekki getað brotíð i þetta sinn, og þvi þótt drengilegra að jafna á söngsveit- inni, með styrk nokkurra sinna manna, með því að afhrópa hana — söfnuðin- um til greinilegrar minkunar. Dómkirkjan, sem fyrirmyndarkirkja, getur ekki verið þekt fyrir annað, en hafa æfðan og viðunanlegan söngflokk í þjónustu sinni, og það sæmir henni engan veginn að taka Pétur og Pál eða hina og aðra óæfða utan af götunni, í það og það skiitið, upp á söngpall sinn, til aðstoðar við messur. Það væri ekki til fyrirmyndar, heldur greinileg afturför, sem ekki á að viðgangast. Eins og nú standa sakir, stendurfrí- kirkjan miklu framar en dómkirkjan hvað þetta snertir, því hún hefur fasta söngmenn og borgar hverjum 50 kr. um árið, og eru þar þó ekki haldnar nema rúmar 50 messur árið yfir, en dómkirkjan, sem telur yfir hundrað um árið, hefur borgað sínu söngfólki 50—60 kr., hverjum manni, eðalæplega það, ef tillit er tekið til þess.aðsöng- fólkið hefur stundum sjálí't orðið að safna fé upp í laun sín, með því að halda söngskemtun; en slíka ómynd hefur frí- kirkjan ekki látið um sig spyrjast. — Af þessu sjá menn, að fríkirkjan hefur staðið miklu framar í þessu efni hing- að til, hvað þá heldur nú, þegar þjóð- kirkjumenn hér hafa nú sparkað i söngflokk sinn, og visað honum á bug, með fyrirlitningu, eins og raun varð á, á þessum safnaðarfundi. Borsari. Andatrúar-öryggi I Moltó: Hvað þurfum vér nú framar vitnanna við? Hefur ekki andi hins lifanda manns í Rang- árþingi birst þeim á samkomu í Bolungar- vik? Halelúja! Nú er heldur en ekki farinn að fær- ast miðaldabragur á andatrúarhetjurn- ar reykvísku. Eins og sagan segir, að C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, ReykJavUc. Pósthólf A. 31. Telefón 10. Tetzel svndakvittunarsali hafi ierð- ast um Suðurlönd, á dögum Leós páí'a X., og selt fólki fyrirgefningu syndanna fyrir peninga, eins segir sag- an nú, að tveir andatrúar-berserkir hafi gengið eins og grenjandi ljón um Vesturland, inn á hvern fjörð og vík, og selt aðgang að andasýningum(l) fyrir 5 krónur á nef! Hvort þeir muni vera að öngla saman fé á þennan hátt til þess að reisa nýja og veglega anda- trúarkirkju hér í Vík, Iíkt og Tctzel gerði til Péturskirkjunnar í Róm, það veit maður ckki, — en eitthvað liggur nú við og eitthvað hlýtur að standa til, úr þvi iarið er að s\'na þessi »meistarastykki« hverjum sem hafa vill á Vesturlandi. Og ósennilegt, að þeir séu að »trekkja upp« fátæka, en for- vitna náunga, án þess að hafa ein- hverja »stór-spekúlasjón« í höfðinu. -¦ En hví sýna ekki þessir vísindamenn annað eins og þetta hér i Víkinni? Ég hefði haldið, að hér væri þó akuriendi í'yrir þessi undraverk, —hér hafa þeir lika svo lengi sáð til ávaxta úr and- anna heimi. Og hví skyldu þeir ekki vilja unna sem flestum Vikverjum þess að sjá og frelsast? Eða cru þeir verri menn en Vestfirðingar? Kosningarnar fóru þó eins hér eins og þar — svo ó- hætt er það þess vegna. — Ekki getur sagan um, hversu margir vestfirskir hafi frelsast á ferðalagi þessara mátt- ugu Messíasa Reykjavikurbæjar, en fjárhagslega hvað árangurinn hafa orð- ið feikimikill.— En aðalrúsínan í> þessu ferðalagi er sú, þar sem segir, að á anda- sýningu í Bolungarvík, haíi þeim birst andi Pórðar alþm. í Hala!, sem sagður var látinn hér á dögunum, en reyndist lygi; — hafi bæði presturinn og mið- illinn staðið stórhrifnir og steinilostn- ir að særing þessari lokinni, og þá er ekki að eí'ast um útlit áhorfendanna. Mér er sem cg sjái augu þeirra Bol- víkinganna, er undrin sáu. En á leið- inni suður, fréttu þeir, presturinn og Afgreiðsla ))Þjóðhvells« er á Rergstaðastræti 19.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.