Þjóðhvellur - 01.03.1909, Síða 4

Þjóðhvellur - 01.03.1909, Síða 4
104 Þjöðhvellur Pétur Brynjólfsson, Ijósmyndari, Hveríisgötu. Reykjavik. Telefón 76 ÞJÓÐHV. kostar io a. nr., borgast ut í hönd. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg- staðastr. 19. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd/ veitir hann viðtöku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerð- um og kemur þeim til ritstj. blaðsíns. A Bergst.str. 19 geta menn fengið blaðið keypt alla tíma dags. ritstjóri »Lögréttu«, Sigfús Eymundsson bóksali, Arinbjörn bókbindari o. fl. — svæsnustu mótstöðumenn hans í poli- tík. — — Þegar hann kom heim og hafði lesið skjalið, kvað vonin hafa hætt að svella — og hjartað orðið jafnvel löngunar- og fagnaðarsnautt —- — utanstefna var honum skipuð og vinum hans tveim, — pvert ofan í Gamla sáttmála — þvi nú skyldi hann koma og fallast i faðm „dönsku mömmu“ og standa þar fyrir máli sínu — gagn- vart augliti hans hátignar. — — Vonin brann! — Vonin rannl — »Skildi hann komast lifs af—«, sögðu sumir degi síðar. Gizur. Pólitiskir molar. Poka-pólitík. Marga poka úttroðna, segja menn hafa farið með „Sterling", samferða forsetun- um, af „Þjóðólfi" og „ísafold", sem leggjast kvað eiga fyrir konung og ríkisþing, er þeir koma út forsetar þingsins okkar. — Það verður því svei mér ekki hörgull á sönnunum frá hálfu okkar manna, er hún sezt á rökstóla, ráðstefnan sú. En skyldi Knud Berlin ekki klóra sér bak við eyr- að, þegar innihald pokanna verður af- hjúpað? A pöllumim. Við síðdegisræðurnar á sprengidags- kvöld, er vanti’austsyfirlýsingin var rædd, voru áheyrendapallar neðri deildar ærið þéttskipaðir; menn muna því, hver sá var, er þá tók fyrstur til máls. Þegar ræðu- maður sá var að síga á seinni hluta ræðu sinnar, mælti áheyrandi nokkur, næst grindunum, við sessunaut sinn: „Hvenær skyldi karl d..........fara að hætta þessari svívirðilegu hræsnisræðu sinni og þreytast á að pæla framan í okk- ur rykinu; það er mál komið fyrir hann að segja amen". „O, hann hættir ekki það h . . . . fyrr en þjóðin er orðin steinblind og skríður á fjórum fótum", svaraði sessunauturinn og marg-bölvaði svo hástöfum, að nærstaddir fengu hóstakast. Nú eru spádómarnir um forsetaförina farnir að ganga fjöllunum hærra, og brjóta þeir bág hver við annan, sem von er, meðan engin veit neítt. — Nokkrir milli- flokkamenn, sem þykjast flestum öðrum framsýnni, fullyrða, að forsetarnir muni koma aftur verri en sneyptir, jafnvel bogn- ir og bilaðir á sál og samvizku, flytjandi með sér boðskap um þingrof og nýjar kosningar, og ráðherra vali frestað, þang- að til að þeim loknum. Þsssi spádómur er afarsennilegur og verðskuldar almenna eftirtekt. Kl. 12 á sunnudaginn var fóru for- setarnir út um borð í „Sterling", áleiðis „niður“. Mikill mannfjöldi heiðraði þá at- höfn með því að horfa á eftir þessum „óskabörnum" sínum. Þótti það jafnvel ágæt skemtun — enda í fyrsta skifti og líklega síðasta, sem alþingi sýnir pólitískt kossa-kast undir berum himni — fyrir fólkið. 13 æjar-molar. AndatrHarmannna-,,(lelerí 11111“ er farið að stinga sér niður í bænum ; það kvað helst byrja, er dag fer að lengja. Birtan á víst illa við þá manntegund. Niðnrjöfnunariiefnilin hefur nú lokið við að jafna niður gjöldum á náungann, og er það, að Þjóðhv. hyggju, eitthvert stórgallaðasta starf og syndug- asta, sem sögúr fara af hér sunnanland nú um tíma. Loftgrip úi* bænum. Á götunni: Sjálfstœðismaðurinn: Fjandi hart var pað af ráðherranum, að vilja ekki legg.ía Þa^ til við kongipn, að þingi yrði frestað meðan forselarnir íara utan. Heimastjórnarm.: Frestað? Hann sér pað, maðurinn, eins og allir aðrir, að best er illu af að Jjúka sem fyrst. Þjóðhvellur — Þjóðviljinn. í. maður: Hver er munurinn á Þjóðhvelli og Þjóðviljanum? 2. maður: Munurinn er geflnn: Þjóð- viljinn er gjarnast tvöfaldur, en Þjóð- hvellur einfaldur. Fógetafulltrúi (í r ttinum); »Nú ætla ég að lesa upp nöfn allra hinna naf'n- greindu vitna, og þau sem hér eru stödd geri svo vel og segi »/d« hátt og greinilega, en hin segi »nei« á sama h átt—«. Dóttirin: »Gefðu mér, góði pabbi, fyrir einu slifsi núna; það kostar ein- ar 3 krónur«. Faðirin (sem er skógari); »Hvaða bull; ég hef enga peninga; þú kemst af án þess, Lína. Móðir þin var ekki svona pjötluð í klæðaburði í sínu ungdæmi, eins og þú ert, skal ég segja þér, Dóttirin: »Nei — en einmitt þess vegna eignaðist hún ekki nema sléttan og einfaldan skógara«. I barnaskólanum. Kennarinn (í náttúrufræðistíma); »Jæja, drengur; hvaða fugl er hrafninn?« Gvendur litli: »Söngfugl«. Kennarinn: »Alls ekki; eða hvað ltemur til, að þú segir aðra eins böl- vaða vitleysu og þetta, strákur?« Gvendur litli: »Pabbi segir altaf, að hún mamma syngi alveg eins og hrafn!« Skrítin tímaáætlun. Fgrstiskrifari: Hvaða dagur er í dag? Annar skrifari: Eftir skegginu á mér að dæma hlýtur það að vera föstu- dagur. Fgrsti skrifari: Eiginlega meinti ég hver dagur mánaðarins væri í dag? Annar skrifari: Eftir buddunni minni að dæma hlýtur það að vera tuttugasti og níundi. Skritla úr dönskum barnaskóla. Presturinn (að spyrja börnin); »Jæja, Jón litli, hvaða maður var nú Abra- liam?« Jón litli (sem á ríkisþingsmann fyrir föður); »Hannvar meinhægur maður, en pólitiskur vindhani«. Presturinn: »Nú-ú, og hvernig getur þér dottið það í hug, drengur minn?« Jón litli: »Af því hann sagði viðLot: Far þú til hægri þá fer ég til vinstri, og farir þú til vinstri, þá fer ég til hægri!« (Danir kalla hægrimenn »höfre«, en vinstrimenn »venstre«). Þingmenn þeir, og aðrir, sem heima eiga utan Reykjavíkur, geta fengið Þjóð- hvell frá byrjun fyrir 2 kr. 60 au. (26 blöð). Aðeins 30 eintök éftir. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðhvellur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.