Elding - 28.04.1901, Blaðsíða 2
74
ELDIN Gr.
lengra líður frá. Nemendunum
lærist að skilja hve mikið gott
samlífið hefur í för með sér og
um leið að taka tillit hver til ann-
ars innbyrðis.
Það er oft furðanlegt að sjá
þá hreytingu, sem lærisveinarnir
geta tekið á einum vetri. Þeir
koma margir hverjir á skólann
niðurlútir og hoknir í herðum,
hálfsofandi og draugslegir á svip-
inn. En þegar þeir fara burt
aftur er farið að réttast úr krypp-
nnni, hreyfingarnar eru orðnar
hvatlegar og fjörlegar, svipurinn
hýr og upplitsdjarfur og augun
horfa fram á við fast og hiklaust.
Það eru andans sterku og djúpu
áhrif, sem hafa eins og kastað
hjarma yfir svipinn, og það eru
líkamsæfingarnar, sem hafa rétt
úr kryppunni. (Frh).
Utan úr heimi.
Khöfn 15. apríl 1901.
Búar og Bretar. Sama þófið enn
syðra þar. 6. apríl tók Seheeper,
foringi Búa, flokk enskra riddara til
fanga. — Litlu síðar náði Plumer
ofursti Pietersburg á sitt vald. Búar
veittu þar lítið viðnáin og voru 60
þeirra höndum teknir; einnig tóku
Englendingar þar 2 eimreiðir og 39
járnhrautarvagna að herfangi. — Um
sama leyti lenti þeim saman nálægt
Smithfield. Þar voru 16 Búar hönd-
um teknir.
Enn hittust tvær herdeildir 10
mílur fyrir norðan Aberdeen. Eng-
lendingar voru 100, en Búar miklu
liðfleiri. Eptir drengilega vörn voru
Englendingar teknir höndum, nema
25 er undan komust á flótta. — Loks
fóru Búar halloka fyrir Bretum þann
11. þ. m. Náðu Englendingar þá 80
Búum og 8 vögnum.
Fyrir stuttu var það altalað, að
de Wet væri mjög veiklaður orðinn
á geðsmununum. Nú er það borið
til baka og fullyrt, að hann vilji
engum friðarkostum taka.
Svo er að sjá sem enska stjórnin
viti ekki neitt um neina friðarsamn-
inga milli Botha hershöfðingja og
Kitchener lávarðar.
Krúger forseti Búa hefur ákveð-
ið að takast ferð á hendur til Ame-
ríku og leggja af stað frá Rotter-
dam 31. maí.
Kína og stórveldin. Snemma í
þessum mánuði tilkynnti stjórnin í
Kína B/ússum, að hún sjái sér ekki
fært að undirskrifa samningana um
Mandschúríið; nú stæðu yfir hinir
hættumestu tímar, sem komið hefðu
yfir hið kínverska keisaraveldi, og
með því að það væri hennar ósk
að njóta vináttu allra þjóða, þáværi
henni ómögulegt, að veita nokkurri
einstakri nokkur einkaréttindi, þvert
ofan í mómæli hinna annara. Rússa-
stjórn læzt taka öllu rólega; hafa
þeir haft góð orð um, að vilja gefa
eptir með kröíur sínar og láta Jap-
ana hafa óbundnar hendur á Kóreu,
til þess að friður megi haldast. Að
öðru leyti kveðst hún vilja sjá hverju
fram vindur.
Um þessar mundir sló í harðan
bardaga milli Kínverja og Rússa i
suðurhluta Mandschúríisins. Biðu
hvorirtveggja nokkurt tjón, Kínverjar
þó meira.
Hershöíðingjar stórveldanna hafa
átt fund með sér í Kína og komið
sér saman um, að liðsaflinn skuli
íærður niður. Þó skulu framvegis
sett 6000 manna, til þess að gæta
járnbrautarinnar milli Peking og
Shanhaikwan. Auk þess skulu 200
hermanna hafa aðsetur í Peking.
Kínverjar hafa nýlega hafið upp-
reist í Mongolíinu og Shensi. Sá
sem ræður fyrir uppreistarmönnunum
heitir Tung-Fuh-Siang; er mælt að
hann ráði yfir 11 þús. vel vígra
manna. Stjórninni stendur ótti mik-
ill af uppreistinni.
10. þ. m. var þýzkur kapteinn,
Bartsch að nafni, myrtur með skoti
í grennd við sumarhöllina í Peking.
Allt það fémæti, er hann hafði á
sór var ósnert, svo eigi hefur hann
verið myrtur til fjár. Morðinginn
er ófundinn.
Um 1100 milljónir króna telja
menn að stórveldin muni krefjast af
Kína í skaðabætur. Englendingar
vilja hafa 6 milljónir punda sterling;
Rússar treysta sér þó eigi til að
geta tekið við svo litlu.
Nú hafa Bandamenn komið fram
með þá tillögu, að Kína greiði að
eins 200 miljónir dollara í skaða-
bætur og skuli þær skiptast jafnt á
milli stórveldanna. Að öðrum kosti
vilja þeir leggja málið undir úrskurð
gjörðardómsins í Haag.
Danmörk. Nú er orðið hlýtt í
veðri, en nokkuð dimmt yfir optast
nær.
Ráðaneytið Sehested, sem sumir
kalla: ,,Vér sitjurn!11, þykir bera nafn
með réttu. Eptir allar vaDtrausts
yfirlýsingarnar frá þjóðþinginu fyrir
stuttu, ósigurinn við síðustu þing-
kosningar og ýms axarsköpt, er
það hefur gert, bjuggjust menn við
að nú færi að losna um það, en enn
þá situr það við sinn keip.
Rússland. Fyrverandi hermála-
ráðgjafi, Wannowski, er nú orðinn
kennslumálaráðgjafi Rússa. Hann
er um áttrætt, en þrátt fyrir það
vænta menn góðs af honum.
Keisarinn hefur nýlega fengið
bréf frá Leo Tolstoi, þar sem liann
skorar á hann að nema úr gildi lög
þau, er leyfa ofsóknir gegn mönnum
íýrir trúarskoðauir þeirra. Bréfið er
skrifað blátt áfram og einarðlega.
Þar standa meðal annars þessi orði
„Jeg tel það helga skyldu mína, að
opna augu yðar fyrir hinum fáráðlegu
og óttalegu grimmdarverkum, sem
framin eru í yðar nafni“. Eigi sézt
á bréfinu, hve nær það er skrifað, en
ætla má, að það hafi verið um síð-
ustu áramót, er Tolstoi lá hættulega
veikur.
Prakkland. Um páskaleytið var
mikið um dýrðir í Toulon og Nizza,,
er ítalski flotinn skyldi haimsækja
franska flotann, sem lá í Toulon..
Þar láu þá nokkur rússnesk herskip,.
en er það fréttist, að ítalska flotans
væri von þangað, var þeim boðið að
halda brott. Að eins einn bryndreki
og Torpedóbátur urðu eptir. Hefur
blöðunum orðið tíðrætt um það, hvers-
vegna Rússar hafi verið kallaðir burt
frá Toulon. Tilgáturnar eru margar,.
en einna sennilegust virðist sú, er
þýzka blaðið „Vossische Zeitung“-
setur fram. Hún er á þá leið, að
vegna vináttusambands þess, er teng-
ir Rússa og Frakka, hefði mátt bú-
ast við, að viðurvist rússneska flot-
ans hefði kastað skugga á hinn í-
talska og þannig orðið til þess að
kæla vináttuna milli Rússa ogítala..
Hins vegar er eigi ólíklegt, að Þjóð-
verjum heíði fátt um fundist, ef
Rússar hefðu tekið þátt í hátíðahöld-
unum með Frökkum og ítölum.
Franska blaðið „Gaulois11 segir, að
sendiherra Frakklands í Róm hafi
ráðið því, að rússneski flotinu var
kallaður burt frá Toulon.
Loubet forseti var sjálfur staddur
við hátíðahöldin og var honum hver-
vetna fagnað af lýðnum. Hann komtil
Nizza 8. þ. m. Hólt hann ræðu fyrir