Elding


Elding - 28.04.1901, Page 3

Elding - 28.04.1901, Page 3
ELDING. 75 borginni; taldi liana Erakklandi til sóma og fór um hana fleiri fögrum orðum. Skömmu síðar hélt hann k- samt ráðherrum og öðru stórmenni til grafar Gambetta og óskaði við það tækifæri, að þinginu mætti inn- an skamms þóknast að gjöra ráð- stöfun til þess, að lík hans yrði flutt til Pantheon. Eússnesku herskipin, sem, eins og .áður er getið, héldu hurt frá Toulon, komu til móts við Loubet til Nizza þann 9. Sjóliðsforingi Birilew var fyrir þeim og færði forseta kveðju keisarans, sem Loúbet þakkaði með ræðu fyrir keisarahjónunum, Euss- landi og flota þess. Erá Nizza hélt forsetinn til Toulon og var honum þar fagnað, meðal annars af hertog- anum af Genua, sem var fyrirliði ítalska flotans þar. Töluðust þeir við einslega 20. mín. og því næst sæmdi hertoginn forsetann með An- nunziataorðunni. Loubet þakkaði fyrir heimsóknina og heiðurinn með ræðu fyrir minni Ítalíukonungs og •drotningar hans, hertogans, flotans og ítölsku þjóðarinnar. Pranskiflot- inn átti enn fremur að fagna heim- sókn af hálfu spænska flotans. Þakk- ^aði forsetinn hana á líkan hátt og hinar aðrar heimsóknir. Birilew og hertoginn af Genúa fengu háðir stórkross heiðursfylking- arinnar að launum fyrir frammistöðu sína. Ítalía. ítölsk flotadeild hefur í liyggju að heimsækja England innan skamms, annaðhvort í Southampton eða Portsmouth, til þess að endur- gjalda heimsókn enska flotans fyrir tveim árum siðan. I greud við þorpið Cancello, skamt frá Caserta, hafa menn nú fundið :rústir af gömlum hæ með mikilfeng- legum skrauthýsum. í rústum þess- um eru þegar fundin forkunnarfögur súlnahöfuð og marmaralíkneski eitt með frygverskri húu. Spánn og Pórtúgal. Vegna und- aní'araudi óeyrða voru hinar kirkju- legu skrúðgöngur, sem vant er að halda í páskavikunni, bannaður í ■Granada og víðar. I Paramos, eigi langt frá Oporto, urðu enn róstur miklar milli múnka og leikra manna þann 10. þ. m. Múnkar hófu skothríð á lýðinn, en hann svaraði með grjótkasti. Nokkr- ir menn voru teknir fastir. Loks var gjörð tilraun til að kveikja í Jesúsklaustrinu í Oveiro í Portugal, en það mistókst. Svarti dauði. 3. þ. m. er skrifað frá Kap, að 315 manna hafi fengið þar veikina. 107 voru þá látnir, þar af voru 22 Evrópumenn. Veik- innar hefur einnig orðið vart í Alex- andríu. Peningafölsun. Svenskur maður, Emil Róbert að nafni, var tekinn fastur í New York 10. þ. m. fyrir seðlafölsun. Hjá honum fundust plötur til þess að stimpla raeð svenska 50 króna seðla, danska 100 króna seðla og 50 punda seðla fyrir Skot- lands banka. Eréttst hefur, að manninum hafi tekizt að svipta sig lifi í fangelsinu. Mannalát. Nýdáinn er í Stokk- hólmi ívar Hallström, einn af hinum merkari tónskáldum Svía. Heimspekispróf. Landar vorir, Ágúst H. Bjarnason og Guðmundur Einnhogason, luku prófi í heimspeki í fyrra dag, háðir með lofsorði. Kviksetning á Indlandi, Á 1000-ára sýningunni í Bódapest 1896 léku 2 indverskir ölmusumunkar ýmsar listir. Ein af brellum þeirra vnr só, að þeir dáleiddu hvor annan á víxl og láu í dvala vikn eða hálfsmánaðar tíma undir glerkassa. 2 nafnkunnir vís- indamenn voru á böttunum í kring um þá til að athuga breytingar þær, er lík- amir þeirra tækju meðan þeir láu í dval- anum. Einn góðan veðurdag kom held- ur en ekki rugl á reikninginn. Verð- irnir komu í opna Bkjöldu þar sem ann- ar munkurinn var skriðinn undan gler- kasBanum og var að háma í sig mat. Þessi áþreifanlegu undanbrögð urðu til þess, að fæstir vildu lengur tróa því að þeir ölmusumunkar hefðu nokkurn tíma til verið á Indlandi, sem hefðu látið kvik- setja sig, og risið upp ór gröfinni að nokkrum tíma liðnum heilir heilsu, þótt það sé fuilsannað með órækum vottum. Þessir indversku ölmusumunkar lífa einkennilegu lífi. Deir álíta það aðal- skilyrði lifsins að bóa sig undir eilífa hvíld eða eilífan Bvefn, án þess að þurfa að lifna við aftur og lifa nýju lífi í nýrri mynd, eins og almenningur gerir eftir tróarkreddum þeirra. Hið eina óbrigðula meðal til að ná þessn takmarki álíta þeir það, að festa hugann eingöngu við eitthvað fast ákveðið, sína eigin innstu persónu, veru guðs eða eitthvað í þá áttina. Til þess nú að létta undir með hugsuninni, hafa þeir búið sér til ýmsar kreddur. Deir æfa sig í að halda líkamanum í ákveðnum stellingum, teija andardráttinnog festa augun á ákveðnum stað, t. d. nefbroddinnm eða naflanum. Degar mikið er að þessu gert, færist smámsaman doði eða meðvitundarleysi yfir líkamann, sem á endanum getur leitt til dauða. Dessar tróarkredduæfingar eru þvi í raun og veru ekki annað en dáleiðsla, sem þeir beita við sjálfa sig í staðinn fyrir aðra. í byrjun 18. aldar eru þegar farnar að ganga sögur af indverskum hreinlífis- mönnum, sem létu grafa sig og láu 9—10 dægur í gröfinui án þess að neyta matar eða drykkjar eða kreyfa likam- ann; Ijós og loft komst inn til þeirra gegnum litið op. Seinna meir kvað svo ramt að, að þeir létu grafa sig í poka eða lokaðri kistu, án þess að nokkurt loft kæmist að. Hvað sem nó þessum sögusöguum líður, þá er hitt víst, að í kringum 1880 lék maður nokkur að nafni Harid&B þessa list hvað eftir annað í Lahore í Radsjputáná. Hann var orð- inn svo leikinn í dáleiðsluæfingunum, að hann í 40 daga gat stilt lífshræring- ar sínar og legið í gröfinni eins og nár. Um þennan mann er það sannað með órækum vottum, að hann lét kviksetja sig 4 sinnum og lá í gröfinni 8, 10, 30 og 40 daga samflaytt í hvert skifti, og þar gátu ekki verið nein brögð i tafli. í það skiftið sem hann Iá 3 dægur í gröfinni, stóð alveg sérstaklega á kvik- setningunni, og var þvi svo háttað, sem hér segir. Dað var í Konkon árið 1828. Einn góðan veðurdag kom indverskur embætt- ismaður nokkur og klerkur til ka6tala- höfðingjans brezka og bað fyrir hönd „eins af hinum helgu löndum sinum“ leyfis til að láta kviksetja sig i 9dægur innan horbóðatakmarkanna, og bar því við, að með því móti væri fyrir það girt, að nokkur brögð væru í tafli. Kastalahöfðinginn gaf hikandi samþykki sitt og áskildi sér að mega sjálfur vera við til að sporna við því að nokkrar vélar væru hafðar i frarnmi. Dví næst var dýrlingurinn úti á bersvæði, og i viðurvist alt að þósund indverskra manna, vafinn inn í ábreiðu af úlfalda- hári og lagður niður i djúpa gröf af venjulegri stærð. Yoru siðan settir

x

Elding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.