Umferð - 01.02.1958, Blaðsíða 3

Umferð - 01.02.1958, Blaðsíða 3
UMTERÐ 3 Jonmáll Eins og venja er, pegar nýtt blað eða tímarit hefur göngu sína, þykir oss nú hlýða að láta örfá orð fylgja þessu litla riti úr hlaöi. Bindindisfélag ökumanna er eina félagið hérlendis, sem samkvæmt lög- um sínum starfar sem umferöarfélag fyrst og fremst, þ. e. hefur þaö mark og miö, aö vinna aö endurbótum á öllum sviöum umferöar, einkum á landi. Umferöarmálin eru mjög ört vaxandi vandi víöast hvar í heiminum, og sumstaöar svo mjög, að heita má að umferöin, og ýmsar úrlausnir í sambandi viö hana, séu beinlinis mál dagsins. Er ísland þar ekki undan- skiliö. Má jafnvel kveöa svo sterkt aö oröi, aö óvíöa sé vandinn meiri aö tiltölu en sumstaöar hér á landi. ÞaÖ sýnist því ekki aö ófyrirsynju, aö hefja útgáfu lítils tímarits, sem fjalli fyrst og fremst um umferðarmál, enda mun þetta tímarit vera, sem stendur, þaö eina hér á landi, er fjállar aöal- lega um þá hluti. Vér höfum sagt, aö umferðarmálin séu málefni dagsins. ÞaÖ hefur líka veriö sagt um Bind- indisfélög ökumanna, aö þau vœru „félög dagsins“ um heim allan. Þetta er ekki óeðlilegt. Mönnum er aö skilj- ast œ betur, aö félög þessi taka ein- mitt á umferöarmálunum eins og þarf aö gera, þ. e. á þann hátt, aö fá fólk til að gera kröfur til sjálfs sín fyrst og fremst. Einmitt þetta hlýtur œtíö aö veröa fyrsta og aöálskylda meölima Bindindisfélaga ökumanna, sú sem erf- iöust er, en um leiö áhrifamest. Þaö má segja, aö rauöi þráöurinn í lög- um þessara félaga sé: Aktu vel og haltu áfram aö læra að aka œ bet- ur og betur. Vertu öörum fyrirmynd á öllum sviðum umferöar og geröu stœrstu kröfurnar til sjálfs þín. Gerðu þér grein fyrir því, aö hver, sem hlýö- ir dag hvern hinum ströngu félags- lögum B.F.Ö. mun veröa ánægöari meö sjálfan sig og hamingjusamari eftir en áöur. Bindindisfélög ökumanna úti um heim veita félögum sínum merkilega þjónustu á ýmsum sviöum, annað- hvort ókeypis eða við mjög vœgu gjaldi. Auk ódýrra bílatrygginga, sér- fræöiþjónustu ýmiskonar, kennslu og skólunar, námskeiöa, skipulagningar ódýrra feröalaga o. fl., gefa þau út tímarit, sum mjög stór og fullkomin, um umferöarmál. Tímarit þessi eru látin félögum ókeypis í té. Útgáfa þessarra tímarita er mjög sterkur þátt- ur í starfsemi félaganna. Þau auka áhugann, gefa mönnum tækifæri til aö koma fram hugmyndum sínum á réttum vettvangi, fræöa og skemmta. Þau eru nauösynleg málgögn félags- starfseminnar. Sama mun veröa uppi á teningnum hér á landi. Þetta litla tímarit, sem nú er aö Margs er að gæta við kaup og sölu bifreiða, er menn gera sér ekki al- mennt grein fyrir, og hefur margur rasað um ráð fram í þeim efnum. Hér á eftir verður nú leitazt við að benda mönnum á nokkur mikilsverð atriði, er hver maður skyldi hafa í huga, ef hann hyggur á að kaupa eða selja bifreið. Ef þér ætlið að kaupa bifreið, þá kynnið yður fyrst og fremst, eins og framast er unnt, ástand bifreiðarinn- ar og látið seljanda tilgreina það sem nákvæmast í afsalinu. — Það er einnig í þágu heiðarlegs seljanda, að þessa sé vel gætt. Riftunar- og skaðabótamál út af bifreiðakaupum eru oft mjög erfið viðfangs. Það er því jafnan bezt að hafa allt á hreinu um þetta atriði í upphafi. 1 afsali fyrir bifreið skal jafnan til- greina nafn bæði seljanda og kaup- anda. Varast ber umfram allt hin svo- nefndu „opnu afsöl“, sem óhlutvandir braskarar hafa fundið upp. Þau eru hefja göngu sína, mun veröa meö lík- um svip og tímarit bræörafélaganna á Noröurlöndum, þ. e. ræöa umferöar- mál, fræöa og skemmta. Það mun ekki skipta sér af stjórnmálum, en segja meiningu sína, hver sem í hlut á. Vit- anlega veröur þessi byrjun nú aöeins í mjög smáum stíl, eins og eölilegt er. Fátt eitt verður hcégt aö birta í þessu fyrsta eða næstu tölublööum af því, sem nauösynlegt og gaman væri aö birta. En þaö stendur til bóta siöar meir, einkum ef oss tekst aö stœkka blaöiö: Aöalatriöiö er þó að byrja, því hálfnaö er verk þá hafiö er. Hugmyndin er aö blaöiö veröi fyrst um sinn ársfjóröungsrit. Búast má þó við því, að þaö komi ekki svo oft út á þessu fyrsta ári. Munum vér svo ekki hafa þessi inn- gangsorö fleiri, en láta „UmferÖ“ sjálfa um aö tala máli sínu. með öllu ólögleg og geta með engu móti þjónað heiðarlegum tilgangi. Rétt er að afla sér veðbókarvott- orðs, áður en gengið er frá kaupum á bifreið, því að það er mjög algengt að veðskuldum sé þinglýst á einkennis- númer bifreiða. Ekki eru þau þó ó- yggjandi heimildir, því að bifreið er lausafé og skapa þvi þinglesin veð- bönd á bifreið engan öruggan rétt, eins og þegar um fasteign er að ræða. Þá er og þess að gæta, að veðbókar- vottorð sýnir aldrei áfallinn og ó- greiddan bifreiðaskatt. Um hann má fá upplýsingar hjá viðkomandi lög- reglustjóra og í Reykjavík hjá toll- stjóranum. Þá getur einnig hvílt lög- veð á bifreiðinni, vegna skaðabóta- skyldu skv. bifreiðalögunum, þótt ekki komi það fram i veðbókarvottorði. Enn er og þess að gæta, að þinglesin veð- skuld á bifreið getur vikið fyrir opin- berum gjöldum, sem tryggð hafa verið með lögtaki eða fjárnámi í bifreiðinni. Hér í Reykjavlk er það mjög algengt, &enediht S. ídjarllind heraðsddmsldgmaður: IMOKKUR ORÐ ifffi haup or/ söiu á bitrciðuwn

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.