Umferð - 01.02.1958, Blaðsíða 10

Umferð - 01.02.1958, Blaðsíða 10
10 UMFERÐ AÐALÞIi\G NX.A.T. /95 7 Dagana 14. og 15. júní 1957 var háð aðalþing N.U.A.T. (Samband bindind- isfélaga ökumanna á Norðurlöndum) í Helsinki. Félagasambönd Norður- landanna allra, Noregs, Sviþjóðar, Finnlands, Danmerkur og Islands höfðu sent þangað fulltrúa sína. Fyrir B.F.Ö. var mættur Ásbjörn Stefáns- son, ritari félagsins. Nýstofnað var í Finnlandi sérstakt ökumannafélag sænskra manna þar í landi, og var upptaka þess í sambandið samþykkt á þinginu. Erindi þau, sem lögð voru fram, rædd og samþykkt á þinginu, voru bæði mörg og merkileg. Starfsskýrsl- ur einstakra félaga, sem lagðar voru fram, sýndu, að unnið hafði verið alls- staðar vel og sumsstaðar bæði af kappi og forsjá. Vegna rúmleysis, verður mjög lítið hægt að skýra hér frá samþykktum og ályktunum þessa þings, enda þótt um það mætti skrifa langt mál. Verð- ur hér aðeins drepið á örfá atriði: Ákveðið var, að stjórn N.U.A.T. legði fyrir framkvæmdaráð þess að gera nýjar tillögur um leiðir til sameigin- legrar norrænnar lagasetningar varð- andi akstur undir áhrifum áfengis. Þá var og ákveðið, að fela félags- samtökum hinna ýmsu norrænu landa að vekja athygli hlutaðeigandi heil- brigðisyflrvalda á óheppilegum áhrif- um nokkurra mikið notaðra lyfja á ökuhæfni manna. Ennfremur var ákveðið að leggja til við ríkisstjórnir norrænu landanna, að þær beindu því til lögregluyfir- valda sinna að taka upp á ný almenna notkun „drunkometer", og gefa lög- reglumönnum umboð og hvetja þá til að nota áhald þetta í daglegri gæzlu, hvenær sem grunur félli á ökumann, að hann væri undir áfengisáhrifum. Þá taldi þingið, að tími væri kom- inn til að setja á stofn norræna um- ferðarstofnun, sem m. a. hefði með höndum sameiginlega gerð á allskon- ar áróðursgögnum fyrir hin einstöku félög, rannsóknir varðandi umferð o. m. fl. Komu í þessu sambandi til um- ræðu hinar merkilegu rannsóknir, sem Norræna skurðlæknasambandið hefur látið gera undanfarið, og að full ástæða væri til að halda svipuðu verki áfram. Unglingastarfsemin var mikið á dagskrá, og hefur verið unnið mikið starf á því sviði, einkum í Svíþjóð og Noregi. Var ákveðið að koma á reglulegum fundum leiðtoga þessarrar starfsemi, heimsóknum unglinga landa í milli, koma á samstarfs- og vina- hópum (sbr. norræna vinabæi) o. fl.. Þá var og ennfremur ákveðið að at- huga möguleika á því að koma á sam- norrænum æskulýðsdegi. Fjölmörg önnur mál voru rædd og afgreidd á þiginu, en eigi verður hægt að skýra nánar frá því hér. I stjórn N.U.A.T. voru kjönir til næstu tveggja ára þessir menn: For- seti: Ragnar Horn, hæstaréttarlög- WARSZAWA - Bílasmiðjurnar liggja rétt utan við höfuðborg Póllands og hafa 15 þús- undir manna í þjónustu sinni. Þetta er ný gerð, snotur bíll, þægi- legur, skemmtilegur í akstri, liggur vel, bæði á beygjum og á slæmum vegi. Rúmur fyrir 5 manns, en getur vel tekið 6. Sæti þægileg. Sterkur, ryð- frítt stál í dyraþrepum, svampgúmmi undir gólfmottum. Ágæt upphitun, maður í Osló; aðalritari (framkvæmda- stjóri): Rune Andreasson, forstjóri, Stokkhólmi, og Gunnar Nelker, for- stjóri, Stokkhólmi (allir endurkjörnir). Ennfremur hlutu kosningu þeir: Váinö Kuusijárvi, forstjóri, Helsinki, Sigurd Johansen, skrifstofustjóri, Skien og C. W. Carlsson, forstjóri, Stokkhólmi. Þá var og ákveðið að M.A.F. í Danmörku tilnefndi einn mann síðar. Næsta þing var ákveðið í Stokkhólmi um haustið 1959 (nýr þingtími) og mjög var rætt um að halda þingið 1961 hér í Reykjavík. Autoilijain Raittiusliitto (Bindindis- félag ökumanna) í Finnlandi sá um alla fyrirgreiðslu og móttökur í Hels- inki. Voru þær með ágætum og á sum- um sviðum ógleymanlega hrífandi. — Fulltrúi B.F.Ö. var borinn á höndum samstarfsmanna og vina frá því að hann lenti á Fornebu við Osló og þar til að hann fór aftur upp í flugvél á sama stað á leið heim yfir hafið. þægilegur og sterkur bíll vatnskassatjald. Rafmagnsþurrkur með tveim hraðastillingum. Véltækni: Hreyfill 4 strokka, vatns- kældur. Rafkerfi 12 v. Gír 3/1 sýn- króniseruð á 2. og 3. Kúpling vanaleg diskkúpling. Lengd milli öxla 2,7 m. Barðar 600x16. Mesta lengd 4,665 m. Mesta breidd 1,695 m. Hæð 1,64 m. Hæð frá jörðu 21,0 cm. Þungi 1260 kg.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.