Umferð - 01.02.1958, Blaðsíða 6

Umferð - 01.02.1958, Blaðsíða 6
6 UMFERÐ TAUNUS 17 M. heldur en ef við værum á næst lægra gíri og benzínið aðeins hálfa leið niður eða svo. Á hágírinu „píndum“ við benzínið brann ekki til fulls, heldur eyddist til einskis, eða öllu heldur til verra en einskis. Láttu þér semja vel við hreyfilinn í bíl þínum. Þú átt að heyra og finna strax og þarf að skipta. Að „pína“ bíl“ er það sama fyrir hreyfil hans eins og það væri fyrir þig að aka þungri kerru á vegi, sem t. d. græn- sápa hefði verið borin á. Það er engin von að hreyfillinn launi manni vel illa meðferð. Gættu þess líka að ,þeyta‘ hreyfilinn sem minnst, einkum aldrei, sé hann mjög kaldur (ræsing í frosti) eða vagninn í kyrrstöðu. Lærðu að nota gírinn rétt, svo að hreyfillinn geti jafnan unnið við þau skilyrði, sem honum eru hentugust. Því miður eru margir ökumenn svo skapi farnir, að þeir ,,nenna“ varla að skipta gírum, enda þótt þeir oft, ýmissa hluta vegna, hafi orðið að kaupa bíla, sem sannarlega þyrftu þess með. Hentugast væri fyrir þessa menn að eiga bíla, sem gerðu þetta allt saman fyrir þá. „Hugsaðu þér bara, hann er kominn alla leið hingað upp og er ennþá á 50 km.“ Góður ökumað- ur svarar: „Bjáni, þú átt ekki skilið að eiga góðan bíl.“ Að lokum má drepa á það, að sé bill píndur svo mjög, að hann fari að rykkja, fer að mæða á fleiru en hreyfl- inum. Það má líka hafa það i huga, að t. d. gír og drif eru dýr. Hér er sagður mjög góður bíll á ferðinni; skemmtilegur í akstri, vinn- ur prýðilega, liggur vel, amerískur í útliti, lengri og breiðari en Taunus 15 M; fyrir 5 manns. Bil á milli hjóla hefur vei'ið aukið um 5 cm. Aftur- sæti er 15 cm breiðara og framsæti 7 cm breiðara en í Taunus 15. Hreyfillinn hefur 67 hk„ 4 strokka. Öll 3 gírin synkroniseruð. Fæst líka fjórgíraður og með sjálfvirkri kúpl- ingu. Mikil áherzla er lögð á öryggisút- búnað (stýri, dyr, mælaborð o. f 1.). Véltækni: Barðar 590x13, slöngu- lausir. Lengd milli öxla 2,604 m. Mesta lengd 4,375 m. Mesta breidd 1,670 m. Hæð 1,5 m. Þyngd 1016 kg. Burðar- þungi 384 kg. Benzíneyðsla 9,211. Mesti hraði 125 km. Geymir 45 1.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.