Umferð - 01.02.1958, Page 7
UMFERÐ
7
(Jafgarcf i3rieín, Jiol.:
GECN
IMFERÐARSLYSIIM
Flestir munu sammála um að þétt-
býli bæja og borga hafi marga kosti
í för með sér fram yfir dreifbýlið í
sveiíínni, en fyrir ibúana hefur þétt-
býlið einnig nokkra galla, m. a. galla,
sem borgararnir eru rækilega minnt-
ir á í blöðum og útvaipi í frásögnum
af sorglegum umferðarslysum.
Umferðarslysin hafa í huga almenn-
ings sérstaklega sorglegan blæ. Ef til
vill er það vegna þess, að þessi tegund
slysa ætti ekki að vera eins óviðráðan-
leg og mörg önnur slys, t. d. þau, sem
stafa af hamförum vinds og sjávar.
Umferðarslysin eru öðrum slysum
fremur: ,,búin til“, sett á svið af mönn-
unum sjálfum og þau eru glöggt dæmi
um það, hve oft mönnum yfirsést og
hve smávægilegar yfirsjónir geta haft
hryllilegar afleiðingar. Enginn sezt
undir stýri með þann ásetning að
valda slysi.
Hinir eru margir, sem haga akstri
sínum þannig, að svo virðist sem
þeim sé öldungis sama þótt af hon-
um hljótist slys, limlesting eða dauði.
Hvað er hægt að gera til þess að
vekja sinnuleysingja til meðvitundar
um ábyrgð þeirra í umferðinni?
Sú skoðun mun nokkuð útbreidd að
áhrifaríkasta ráðið sé að þyngja refs-
ingar og beita ökuleyfissviptingu i rík-
ara mæli en nú er gert. Það ráð hef-
ur ríkisvaldið eitt í hendi sér.
Umferðarnefnd Reykjavíkur er
samkvæmt samþykkt bæjarráðs frá 3.
marz 1955 meðal annars ætlað að vinna
að því ,,að tryggja fyllsta öryggi í um-
ferðinni og varna slysum.“
Á s.l. hausti lét nefndin til skarar
skríða á sérstökum vettvangi þessa
starfs. Með samvinnu við Bindindis-
félag ökumanna (B.F.Ö.), Félag ísl.
bifreiðaeigenda (F.I.B.), Slysavarna-
félag Islands og bifreiðatryggingaíé-
lögin í Reykjavík, var gerð tveggja
vikna atrenna að umferðarslysum,
ölvun við akstur o. fl.
B.F.Ö. og Slysavarnarfélagið sáu
að mestu leyti um síðari vikuna. Voru
þá umferðarmyndir Sýndar sem auka-
myndir í þrem kvikmyndahúsum í
bænum, fréttaaukar um umferðarmál,
einn frá hvoru félagi, erindi og leik-
þáttur í útvarpi sérstaklega samið
fyrir B.F.Ö. og flutt af þessu tilefni,
blaðagreinar daglega um áhrif áfengis
við akstur og gildi þess að aka skin-
samlega, sýning ö ryggistækja við akst-
ur o. fl. o. fl.
Samvinna Umferðarnefndar og fyrr-
greindra aðila var með ágætum og
var mikið starf leyst af hendi á
skömmum tíma meðan þetta tímabil
stóð yfir.
Um hitt má svo endalaust deila,
hvort viðleitni þessara aðila hafi borið
þann árangur, sem vonazt var til.
Haustið er mikil slysa árstíð, öku-
menn verða að breyta aksturshætti
sínum og skerpa athyglina. Gangandi
fólk fær iðulega slagviðri, hálku og
myrkur við að stríða sem allt dregur
athyglina frá hættunni af ökutækjun-
um. Bif reiðum og gangandi fólki f jölg-
ar ár frá ári og hættan vex að sama
skapi.
Þótt árangur af slysavarnarstarf-
semi almennt verði sjaldnast sannað-
ur með tölum er þó enginn vafi á gildi
hennar. Sama má segja um hvers
konar viðleitni til þess að draga úr
umferðarslysum. Ég lít því svo á, að
umferðarvikurnar síðastliðið haust
hafi verið spor í rétta átt og starvfsem-
ina, sem þá var hafin, þurfi að
efla. Ég fagna því, að B.F.Ö. hefur
í vaxandi mæli látið til sín taka um
þessi mál. Á því sviði eru næg við-
fangsefni og verðug hverjum þeim fé-
lagsskap, sem vill láta gott af sér
leiða, meðlimum sínum og þjóðfélag-
inu öllu til farsældar.
Reykjavík 18. 1. 1958.
Valgarð Briem.
r-----------------------------------------------------s\