Alþýðublaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 1
» IBUÐAVERÐ FER ENN HÆKKANDI, EN LÓÐASKORTUR ER FRAMUNDAN MH) 44. árg. — Sunnudagur 5. Janúar 1964 — 3. tbl. WWWWWMWWMMWW* Þessi mynd var tekin fyr- ir skönunu af Nornagesti, en þá lá hann I höfn hér í Reykjavík og var að taka ís. Þetta er einkar fallegur bát- ur, 265 tonn og' var eftir- tektarvert hve hreinlegur hann var og vel um hann gengið. (Ljósm.: J. Vilberg) ÓTTAZT ER UM FÆREYSKAN BAT MEÐ 25 MANNA AHÖFN Reykjavík 4. jan. — AG Nú er óttazt um færeyskan bát, Níi?rnagest, sem var að veiðum vestur við Jökul rétt fyrir áramót- in, en lagði af stað áleiðis til Þórshafnar aðfaranótt gamlárs- dags. Síðast heyrðist í bátnum um kl. 10 á nýársdagskvöld, en liann var þá staddur 20 mílur austur af Vestmannaeyjum. Hafði hann samband við annan færeyskan bát, Grím Kamban. Þá sagði skipstjór- inn á Nornagesti, Thorvald Andrea sen, að veðuir værj vdnt, þeir væru orðnir á eftir áætlun og myndu líklega fara beint til Grimsby þar sem báturiun átti að selja. IÁ gamlárskvöld hafði Nornagestur samband við Þórs- bafnarradíó, og var þá í slæmu veðri út af Eyrarbakka, en þá var allt í lagi- Nornagestur liefur að undan- förnu verið við línuveiðar hér við Suðurland. Átti liann nú að fnra söluferð til Gritnsby, en á- kveðið var að hann kæmi við í Þórshöfn á leiðinni út. Ef bátur- inn hefði farið beint, eins og Andr easen gat um að þeir myndu lik- lega gera, hefði hann átt að vera kominn til Grimsby fyrir einum sólarhring. Nornagestur er frá Þórshöfn, 265 tonn, byggður úr stáli í Frakk l*ndi árið 1961. Eigandi hans er Thorvald Andreasen, en hann er jafnframt skipstjóri. Blaðið hafði í gær samband við fréttaritara sinn í Færeyjum, Halldór Jóhanns son. Hann sagði, að menn vonuðu þar, að ekkert hefði komið fyrir bátinn, en að talstöðin hefði bil- að og þeim seinkað á leiðinni. Á bátnum eru 25 skipverjar, og m.a- er sonur skipstjórans um borð. í dag voru skip fyrir sunnan og suðaustan land beðin að svipast Hin nýja Cloudmaster- flugvél Flugfélags íslands kom til Reykjavíkur um kl. hálf fimm í gær. Við koin- una var henni gefið nafnið Sólfaxi, en það nafn bar flug vélin, sem brann á Græn- landi fyrr í vetur. Flugstjóri í þessari fyrstu ferð var Jó- hannes Snorrason og við komuna á Reykjavíkurflug- völl afhenti frú Margrét Johnson honum blómvönd. Þessi nýja vél er keypt af SAS-flugfélaginu og hefuir farið fram á henni gagngerð skoðun og endurbætur- Hún hefur einkennisstafina TF- FIP og verður notuð í áætl- unar- og Grænlandsflug. Þetta er önnur Cloudmaster vél Flugfélagsins. um eftir bátnum. Flugvélar frá varnarliðinu fóru af stað til leitar Björn Pálsson, sem þurfti í Framh. á 13. síðu Reykjavík, 3. jan., GG. FLESTUM ber saman um, að verðlag á íbúðum og húsum hafi farið stórhækkandi á s. 1. ári, og skki virðist neitt benda til lækk- ■mar enn sem komið er. Blaðið bafði í dag tal af manni, sem gerði allítarlega könnun á þess- um málum nýlega og má vera, að flest þau atriði, sem valda hinu háa verði á húsnæði komi fram í því viðtali, og skal það því rakið hér lítillega. Fyrst er þá til að taka, að mað urinn skoðaði hús, uppsteypt en án miðstöðvar, hurða eða glers Það var rúmir 400 rúmetrar að stærð, flatarmálið um 160 fer-- metrar. Húsið var á mjög góðum stað í nágrenni Reykjavíkur. Verð ið var rúm hálf milljón fyrir hús- ið eins og það stóð, en talið er, að þriðjungur verðs sé kominn í hús í slíku ástandi. Maðurinn fékk þær upplýsingar hjá fagmanni, sem hann spurði um raunveru- legt verð húss af þessari stærð, að sá, sem byggt hefði, mundi vera búinn að setja um eða yfir 200 þúsundir í hússkrokkinn. Nokkuð þykkt smurt þar. Fyrrgreindur fagmaður benti viðmælanda blaðsins á það, að eina leiðin til að losna við að greiða svo og svo mörg þúsund í gróða til þeirra, sem steypa upp hús og selja, væri að fá lóð og byggja sjálfur. Maðurinn fór því strax í að kanna möguleikana á að fá lóð. Hjá Reykjavíkurborg fékk hann þær upplýsingar, að næsta úthlut un lóða yrði í Fossvoginum, en unnið mun vera að skipulagningu hans um þessar mundir, m. a. með tilliti til þeirra uppdrátta, sem komu fram í verðlaunasamkeppn- inni um árið. Varla mun vera um að ræða lóðir í Fossvogi á næst- unni, því að vinna við ræsið mikla er nýhafin og á að taka tvii ár. Framh. á 13. síðu FYRSTU LÍNU- BÁTARNIR FRÁ EYJUM BYRJAÐIR Vestmannaeyjum, 4. jan. Ss - GO FYRSTU línubátarnir réru héðan í gærkvöldi, það voru þeir Stíg- andi og Sæbjörg. Þeir munu hafa farið austur eftir, en líklega ekki mjög langt því að spáin var slæm. Hér eru nú einir 15 síldarbátar aðkomnir auk heimabátanna og þeir voru að tinast út í morgun. Þeir róa austur í Meðallandsbugt, en þar varð síðast síldar vart. Air France og KLM lækka LONDON 4.1 (NTB-Reuter). Flugfélögin Air France og KLM sem er hollenzkt, munu lækka far gjöld sín á Atlantshafsleiðum frá 1. apríl á sama hátt og önnur stór flugfélög, að því er tilkynnt var í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.