Alþýðublaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 7
Þetta er húsið sem viö bxium í, suðursvalirnar.
Húsið er á kafi í skógi. Sum
trén gnæfa 4—5 m upp fyrir flatt
i þakið.\Vafningsviðir liggja upp að
svölunum. Fyrir því hefur nokk-
i ur umræða orðið um það, hvort
slöngur geti kómizt upp ó svalirn-
ar. Án efa geta trjásnákar hrunið
úr greinunum niður á svalirnar,
og þótt þeir séu meinlausir með
öllu, eru þeir ekki sérlega geð-
felldir. Við höfum fengið eina
slíka opinbera heimsókn af hálfu
nöðrukynsins upp á eldhússval-
irnar.
Annars er allt morandi í slöng-
um hér í kring, ein tegundin hátt
í fimm fet á lengd. Þær eru í litl-
metum hjá öllum nema einu
dýri, mangoose, en mangoose er
lítið, loðið rándýr á stærð við kött,
vinalegt við menn, enda vinsælt
hjá þeim, því að það er frægt
i fyrir það, að ef það kemur auga á
S slöngu, þá er sú slanga dauða-
■ dæmd.
■' Gekko heitir annað dýr, líkist
tófu, og spangólar í skóginum um
nætur, einkum þegar fullur er
máni. Því er minna um menn gef-
ið.
í trjánum er aragrúi af fuglum,
sumum skrautlegum óg söngnum
mjög. Þar á meðal eru smávaxnar
| ★ Aðalstöf*in í Keflavík =
I var stofnuð fyrir réttum ;
| fimmtón árum að því skýrt I
| ^er frá í Faxa. Þá voru 12 =
i bifreiðastjórar á stöðinni en =
| eru nú fmmtíu og einn. |
| Fyrsta árið greiddi AðalstöO |
| in um 40 þús. kr. í vinnu- |
| laun, en starfsliðið var þá |
i tyær stúlkur. Starfslið, utan |
1 bifreiðastjóra er nú um 20 ji
| manns og árið 1963 mun fyr- li
= irtækið hafa greitt um tvær f
1 milljónir í vinnulaun Fyrsta =
= árið seldi Aðalstöðin h.f. á- li
1' líka mikið benzín og fyrir- II
| tækð selur nú á 2-3 vikum. s
^uiiiiitiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiur
3
Adyar, Madras, 20. nóv.
HÉR í hitabeltinu lifir maður í
nánara sambýli við dýraríkið held
ur en á hinum svölu norðurslóðum
.— hvort sem maður vill eða ekki.
Gróskan og fjölbreytnin er stór
kostleg, hvert sem auga er rennt,
«f ekki skortir vætu, því vatnið er
nokkurn ,veginn sama og lífið.
Yfirráðasvæði dýraríkisins er
stórt, ekki bara víðáttumikið, held
ur líka þykkt. A þann veginn nær
það neðan úr moldinni og jafn-
langt upp og skógurinn teygir sig.
Þar tekur heiðríkjan við — ann-
ar heimur.
Öll virðast dýrin eiga það fyrir
sér, að verða að lokum étin — af
einhverjum.
Flugur og skorkvikindi af hin-
um fjölbreytilegustu tegundum
eru næsta áleitin. Þau eru alls
staðar á sveimi í andrúmsloftinu.
Jafnvel ekki örgrannt um, að þau
vilji lauma sér ofan í grautardisk-
:inn, eins og kölski í flugulíki hjá
Sæmundi klerki í Odda, og er það
ekki lítill. grikkur við heiðarlegan
grænmetisneytanda. Ekki skal ég
fullyrða nema eitthvað af slíkri
dýrafæðu hafi komizt ofan í mig,
er löngu hættur að súta þá smá-
muni, tel allt í lagi meðan ég ét
flugurnar, en þær ekki mig.
Daglegt líf hér, eins og að
líkum lætur, töluvert frábrugðið
því, sem gerist í Evrópu, eink-
um norðarlega. Munurínn er þó
mest á yfirborðinu. Menn fá t. d.
kvef hér eins og heima og ganga
þá með eitthvað um hálsinn, en
munurinn er bara sá, að hér er það
talin næg ástæða fyrir kvefi, ef
hitinn fer niður fyrir 30 stig í
skugga. Kalsarigning liindrar nett
menni í að fara á mannamót. En á
hinn bóginn sofa menn hinir ró-
legustu úti á svölum í brjáluðum
þrumuvcðrum og ganga berfættir
í grasinu, ón þess að biðja fyrir
sér, þótt allir viti, að þar er allt
morandi í slöngum og sporðdrek-
um.
Við búum á efri hæð í húsi, sem
kvað hafa verið byggt fyrir hinn
víðkunna J. Krishnamurti. íbúð-
in er aðallega stór stofa með rúðu-
lausum gluggum á þrem hliðum,
en járnrimlum og tréhlerum í
staðinn, ef maður vill loka að sér.
Þá er stórt svefnherbergi, litið
herbergi, eldliús, búr og tvö bað-
herbergi. Allt í kring eru stórar
svalir, yfirbyggðar að miklu, til
varnar gegn hinu ofsalega hita-
beltisregni og brennheitri sólinni.
Enginn gangur er í íbúðinni nema
svalirar, og gengið um þær milli
stofu og eldhúss. Þetta er heppí-
leg húsaskipan. Dragsúgur þykir
kostur. Ef ekki er hreyfing ó loft-
inu, myglar allt, einkum leður-
vörur og silkiföt.
Indlandspistlar f rá
Sigvalda Hjálmarssyni
tegundir, t. d. klæðskcrinn, sem er
lítið stærri en fiðrindi. Hann
saumar saman poka úr blöðum
trjánna, og hengir þannig héim-
ili sitt fram á tæpustu greinar.
Mannfólkið skiptir deginum í
fernt, fyrri og seinnipart dags,
nótt og hádegi, en þá skulu menn
fá sér blund.
Fyrsta mánuðinn sváfum við úti
á svölum við hina fjölbreyttu tón-
list hitabeltisnæturinnar. En við
flúðum inn nótt eina, er gerði svo
magnað þrumuveður, að það var
um tíma meira bjart en dimmt. —
Við sofum undir moskitóneti,
enda hefðum við annars nóg að
gera að þurrka framan úr okkur
skorkvikindin. Ofan á manni er
Framh. á 10. síðu
Bodeg og Elfa lesa í Alþýðublaðinu á suðursvölunum.
★ Stgurður Thoroddsen, [; ,
verkfræðingur, flutti í nóv- =
ember erindi á fundi í Verk [;
íræðingafélagi íslands um |
fiskvegi eða fiskstiga- Er- |
indið er birt í 4. hefti tíma- »
rits Verkfræðingafélagsins j[
ásamt allmörgum skýringar j;
myndum. jj
★ Globus h.f. hefur sótt j;
um leyfi til að byggja verzl- jj
unar- og skrifstofuhus úr jj
steini á lóðmni nr 5 við |
Lágmúla. Stærð fyrirhug- [
aðs húss= 1628,9 ferm.,13027 [f
rúmmetrar. §
★ Kristýán Siggeirsson h-f. |
hefur sótt um leyfi til að [L
byggja sexlyft verzlunar- [
og iðnaðarhús á lóðinni nr. jr
7 við Lágmúla. Stærð fyrir- j[
hugaðs húss: 2437,6 ferm., I
19.200 rúmm. |
★ Bræðurnir Onnsson hafa f
sótt um leyfi til að hyggja |
sexlyft iðnaðar- og verzlun- s
arhús á lóðinni nr. 9 við s
Lágmúla. Stærð fyrirhug- |
aðs húss: 1813,6 ferm., 14925 |
rúmmetrai'
★ Þorkell Sigurðsson Laug =
arnesvegi 80 og . Þórarinn 5
Ingimundarson hafa fengið =
j leyfi til að mega standa ,fyr =
j ir byggingum í Reykjavík |
} sem húsasmiðir. |
j ★ Guðmundur Björnsson =
j og Pálmi Rögnvaldsson hafa =
j Cengið löggildingu, sem raf- |
j magnsvirkjar við lágspennu =
j veitur á orkusvæði rafmagns |
j veitunnar. §
j ★ Húsráð Templarahall |
I ar Reykjavíkur hefur sótt |
i um 250 þús. kr. styrk til |
j box’garinnar til smíði Templ |
j arahailar. |
I ★ Byggingarnefnd Iðn- |
j skólans í Reykjavík hefur |
I sótt um tveggja millj. kr. |
j byggingarstyrk til skólans. |
| ★ Skógræktarfélag Reykja |
| víkur hefur sótt um 1.4 £
| millj- kr, fjárveitingu frá'" |
1 borginni til framkvæmda í' |
Heiðmörk. |
= ■' ar
11111 Mtiituim 111111 tiiiiiiiimiiiiiiiiiMiniiiiiiix'.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 5. janúar 1964 7