Alþýðublaðið - 05.01.1964, Side 8
Símon, Bjarni og Jón as g>angra til keppni.
í þessari grein er rætt
við Símon Sigurjónsson og
Bjama Guðjónsson, um
fyrsíu þátttöku íslenzkra
barþjóna í aJþjóðlegu bar-
þjónamóti.
Mót þetta var haldið a
Íalíu 12.-15. nóv. s. I. Þeir
félagar létu mjög vel af
för sinni á fyrrgreint mót,
en auk þeirra tók Jónas
Runólfsson þátt í keppn-
inni.
Við fórum héðan með flugvél frá
Flugfélagi íslands til Kaupmanna-
hafnar, með viðkomu í Glasgow.
í Kaupmannahöfn voru mættir
allir fulltrúar Norðurlandaþjóð-
anna, sem þátt tóku í keppninni,
og urðu samferða til ítaliu, en
þar var mótið haldið þetta árið.
Það mót, sem hér er átt við, er
haldið árlega af alþjóðasamtök-
um barþjóna, en ísland var nú
þátttakandi í fyrsta sinn, sem full
gildur meðlimur á þessu móti.
Á flugvellinum í Mílanó tóku
á móti okkur fulltrúar frá ítölsku
barþjónasamtökunum og fluttu
þeir okkur í eigin farartækjum á
hótelið þar sem okkur var valinn
staður. Um eftirmiðdaginn vorum
við í boði hjá Martini-Vermout
og um kvöldið í boði Campari fyr-
irtækisins, í móttökusal þess, sem
er á 17. hæð í 2.0 hæða skýskafa.
Þá sátum við kvöldverðarboð
Camparifyrirtækisins fram á nótt.
Strax í býtið morguninn eftir
fórum við til mótsstaðarins, en
hann var borgin Saint Vicent sem
stendur í ítölsku ölpunum. Mótið
var sett þann sama dag og stóð í
5 daga og hófst kl- 9 hvern morg-
un.
Þátttakendur voru 54 frá 17 lönd
um. Frá íslandi vorum við 3;
Símon Sigurjónsson frá Nausti,
Bjarni Guðjónsson frá Klúbbnum
og Jónas Runólfsson frá Sjálf-
stæðishúsinu á Akureyri. Auk þess
var eiginkona Símonar, Esther
Guðmundsdóttir með í ferðinni.
Mótið var sett 12. nóvember og
stóð til 15. nóvember. Bjarni var
sá eini sem komst í aðra umferð
en umferðirnar eru 4 í kokkteil-
keppninni. í félagakeppninni var
ísland númer 14 í röðinni-
Stóra húsið er Hótel BiIIa, en þar bjuggu þátttakendur. í húsinu til hægri fór mótið fram.
Kokkteilkeppnina vann ítalinn
Pietro Cuccoli, en kokkteill hans
heitir Roberto. Kokkteillinn hlýt-
ur þess vegna titilinn „sá bezti
ársins 1963.“ Hér er uppskriftin
af þeim kokkteil: Vá Vodka — 1/3
Cherry Heering — lá Cinzano dry
— 2 dropar bitter Campari — 2
dropar Creme de banan — appel-
sínubörkur og sítrónubörkur. Þess
mætti geta til gamans að kokkteill
Jónasar vakti talsv. ath., en í hann
er notað íslenzkt hvannarótar-
brennivín. Sá kokkteill heitir
Norðurljós (Northern light). Kokk
Bjarni í keppni.
teill Bjarna heitir ísjökull (Glac-
ier) og kokkteill Símonar, Aurora.
Kokkteilar eru persónulegar
uppfinningar og komist þeir í um-
ferð á mótum sem þessum, fá þeir
viðurkenningu. Þá viðurkenningu
má bera við melódíur sem Stef
viðurkennir. Möguleikarnir á kokk
teilbúningi eru óþrjótandi og
mætti líkja þeim við taflleiki,
hvað það snertir- Að komast fram
arlega í þessa keppni þykir mikil
upphefð bæði fyrir keppendur og
þau fyrirtæki sem standa að þeim
víntegundum sem kokkteilar
þeirra byggjast á.
Þess má geta að vínfyrirtækið
Cinanzo kostaði alla keppendur
á þetta mót, en sá siður tíðkast
að vínfyrirtæki sem og fleiri til
að- mynda flugfélög, sjái sér hag
í því að bera kostnað af mótum
þessum enda er það mikil auglýs
ing fyrir þau.
Einnig gefa ýms fyrirtæki bik-
ara og aðra verðlaunagripi og
mun ekki vera vöntun á slíkum
gripum, frekar fyrningar.
Næsta haust verður mótið 'hald
ið í Edinborg, en árið 1965 verður
það haldið í Brasilíu og er þegar
búið að tryggja 30% ferðakostn-
aðar.
Núverandi formaður sam^ak-
anna er ítalinn Angelo Zola, en
hann var kjörinn á síðasta móti.
Fyrirennari hans var Kurt Sör-
ensen frá Danmörku, en hann hef
ur verið íslenzkum barþjónum
mikil stoð og stytta, og átti m.a
stóran þátt í að gera okkur kleift
að ganga í alþjóðasamtökin.
Samband íslenzkra barþjóna
var stofnað sl. vor og eru meðlim
ir þess 18- Meðal skilyrða til að
geta gerzt fullgildur meðlimur er
m.a. að hafa starfað sem barþjónn
í eitt ár samfleytt.
Það má segja að þetta mót á
Ítalíu liafi verið með afburðum
glæsilegt og jafnvel of glæsilegt
þar sem erfitt verður að halda ann
að sem nálgast þetta, hvað glæsi-
brag snertir. Þetta má þó ekki
skilja , em kvörtun lieldur mættu
mótin vera haldin í meiri bræðra-
lagsanda.
Þetta er tólfta árið sem niót
þessi eru haldin og hafa þau gert
mikið gagn, m.a. til að kynna
starfsaðferðir barþjóna í hinum
ýmsu löndum, sem og þær kokk-
teiluppskriftir, sem barþjónarnir
koma með á mótin. Þetta er í
þiiðja sinn sem við sendum full
trúa, en í fyrsta sinn sem full-
gilda meðlimi alþjóðasamtakanna-
Mót þessi hafa einnig stuðlað
að skiptum á barþjórium milli
landa. Erlendis eru slík skipti
mjög algeng, en ekki hefur ennþá
komið til þeirra hérlendis. Hins
vegar er ekkert þeim til fyrir-
stöðu hafi einhverjir áhuga á þeim
Samtökin munu veita alla þá að-
stoð og fyrirgreiðslu sem nauðsyn
leg er.
Stefna samtakanna er að fá sem
flestar þjóðir sem meðlimi og
öðlast skilning sem flestra þjóða
á gildi þeirra.
Samtökin eru ópólitísk og með~
limum þeirra bannað að skipta
sér af henni í starfi. Ennfremur
er þeim bannað að taka þátt í
launabaráttu undir þeirra rqerkj-
um. Þau stuðla að aukinni mennt
un barþjóna og kunnáttu í starfi.
Þátttaka íslendinga í mótum
þessum mun án efa verða þeim
til mikillar uppörfunar og, auk-
ins þroska,-
Þess má geta að við fengum bik
ar fyrir að vera fulltrúar norðlæg
ustu keppnisþjóðarinnar og sem
viðurkenningarvott fyrir fyrstu
þátttöku íslenzku samtakanna.
Norðurlöndin hafa oft verið
framarlega í mótum þessum og
voru Svíar til dæmis sigurvegarar
í félagakeppninni núna en ítali
í einrtaklingskeppninni eins og
fyrr segir. Árið 1961 var mótið
haldið í Noregi en þá sigruðu Norð
menn.
Kokkteilarnir eru dæmdir eft
ir bragð, en dómnefndin er skip-
uð 5 alþjóðlegum dómurum.
Starfandi ed yfirdómnefnd sem á
frýja má til, ef þess gerist þörf.
Þegar mótinu lauk, var oksur
boðið til hádegisverðar til Cin-
3 5. janúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ