Alþýðublaðið - 05.01.1964, Qupperneq 10
/ SAMBÚÐ
Framh. af bls 7
eitt hvítt lak. ÞaS er stundum of
mikið.
í trjánum hefst við óskaplegur
fjöldi af hröfnum og krákum, sem
má heita sama fjölskyldan allt
saman. Upphefur þessi kór ferleg-
an samsöng hálfri stundu fyrir
sólris, og verður engum manni
svefnsamt eftir það.
Fyrstu vikurnar keypti ég rán-
dýra buffalómjólk af karli nokkr-
um, og barði hann að dyrum öllu
fyrr en hrafnarnir byrjuðu söng-
inn. Hann kunni ekkert í ensku
nema gúddmorrning, og' ef ég
reyndi að tala við hann, svaraði
hann bara: „Subramaniam”, en
það var nafnið á manni þeim, sem
útvegaði mér þessi viðskipti.
Borðstofan er úti á svölum.
• Matseðill, hádegismatur, 20.
nóv.: Soðið heilhveiti, kartöflur
með einhverju fremur góðu kryddi
(alltof sjaldan), gular baunir,
mauksoðnar, bragðlaust grænmet-
isgutl, óétandi kryddlaust, en
kryddið eins og logandi eldur, súr-
mjólk, ágæt en dýr. Með henni
höfum við banana, sem eru hund-
ódýrir. Allt er þetta fengið á ind-
versku matsölunni néma bananar.
— Á kvöldin er kappkostað að
halla sér að norðurálfu kosti.
A meðan við mötumst, biða 5-6
lirafnar á svalahandriðinu eftir
því að fá sinn skerf. En snarboru-
legir íkornar skjótast til og frá í
sömu erindagerðum. Þeir eru allra
kvikinda vinsælastir, fara í elt-
ingaleik um svalirnar, þrír og
fjórir í einu, þjóta upp eftir þak-
rennunum og hanga utan í vímet-
inu fyrir búrglugganUm, setjast
svo á rófu sína og horfa varfærn-
islega í kringum sig.
Önnur dýrategund, fremur vel
melin eru fornaldarskrímslin, eðl-
umar. Þessar sem hafast við und-
ir þakinu á norðursvölunum, eru
að vísu ekki lengri en 10 cm, en
úti í garðinum eru aðrar tegund-
. ir, sem geta orðið hálfur annar
metri á lengd. Eðlur hafa þá nátt-
úru að taka lit af umhverfi sínu.
Á hvítum vegg mega þær heita
hvítar, en á dökkum sperrunum
eru þær nærri svartar. Þær fara
1 vísindaleiðangra um íbúðina,
læðast upp eftir veggjum og neð-
an á þökum, þær eru í bandalagi
við manninn að útrýma flugum og
skorkvikindum og þrífast vel á
því.
Þegar skyggir, koma ýmsir ó-
boðnir gestir inn í stofuna: skraut-
leg fiðrildi og bjöllur í risaútgáf-
um, smáfuglar og leðurblökur, sem
stundum setjast að næturlangt
uppi undir þakinu.
Þegar menn vilja þalda „partí”
hér, er farið með stóla og mottur
út á svalir eða upp á þak.
Það er langbezt uppi á þakinu.
Uppi á þakinu er annar Iieimur.
í stórskógarlöndum er tilveran
á tveimur hæðum.
Niðri á jörðinni ganga menn
eftir stígum og dýr trítla í grasi.
Allir horfa upp á milli trjánna á
sólina og stjörnurnar.
En í hæð við trjátoppana, tæp-
lega eða r''«*Iega, eru húsaþökin.
Þar er heiðríkjan, ríki arnarins,
„liin bláa himinlygna”, svo að
beitt sé orðavali Guðmundar á
Sandi- Þar, á efri hæðinni, sér út
yfir hið grófa flos, myndað af
grænum skógi. Það getur minnt á
mishæðótt land, þegar farið er að
húma.
Þar uppi er tilveran þögul og
víð. Hæstu trén stinga kollunum
tígulega upp í nóttina. Þótt niðri
á efri hæð hússins sé drungalegt
og mollurakt, og megnan þef beri
manni fyrir vit af hraðrotnandi
jarðvegi, er svalt og ferskt uppi á
efri hæð tilverunnar.
Við förum stundum á kvöldin
með strámottur upp á þakið, leggj
umst niður og störum út í óendan
leikann. Baddv og Elfa tilheyra
rómantisku stefnunni og unna
mánaskini. Ég kvs mánalausar
nætur. Mér finnst tunglið vera
eins oe hávaðasamur unglingur
samanborið við hinn þögla og ó-
bifanlega virðuleik stjarnanna í
hásal næturinnar. Ég horfi oft til
austurs og virði fyrir mér Síríus
og fiósakonumar briár í Örion,
Aldebaran og Sjöstirnið.
Stiörnuhrap.
Og lítil leifturfluga svífur eins
og álfur um toppinn á furutrénu
við húshornið. viðkunnanlegasta
skorkvikindi hér um slóðir, óásjá-
Iegast allra í b.iörtu, en lýsir eins
og engill í dimmu. grænleitur ljós-
deoill, sem sveiflast milli grein-
anna.
Hugsanatengsl leiða mig að vísu
úr Locklev höll eftir Tennyson í
bvðingu Guðmundar Guðmunds-
sonar:
Oft á kvöldin sé ég sindra
Siöstirnið við miúkleit ský,
eins og leifturflugna fjöldi
flæktur silfurmöskvum í.
í norðri er daufur bjarmi á
ský.iabakka frá liósum borgarinn-
ar. En allt háhvolfið er blátært
eins og um frostheiða nótt fyrir
norðan.
Undarlegt, hve það er stutt upp
til stiarnanna.
Undarlegt, hve það er langt nið-
ur á jörðina.
Framhald af bls. 4
manna og fært honum minningar-
gjafir.
Það hafa margir orðið til þess
að leggja hönd á plóginn til þess
að viðhalda starfi fríkirkjusafnað-
arins á þessum liðnu árum og
væri gaman að geta nafna margra”
þeirra bæði karla og kvenna, en
þess er ekki kostur hér. En þó vil
ég ekki ljúka við þessar línur svo
að ég minnist ekki tveggja manna
er mjög hafa komið þar við sögu-
Jón Þórðarson frá Hliði tók við
formennsku safnaðarstjórnarinn-
ar á' öðru starfsári safnaðarins
og gegndi þvi á meðan heiisa
hans leyfði og svo var hann með-
hjálpari og umsjónarmaður kirkj-
unnar allt til þess að kraftar hans
biluðu. Hann unni mjög þessari
kirkju og fórnaði kröftum sínum
fyrir hana.
Hinn maffurinn er Guðmundur
Einarsson trésmiðameistari. Hann
var einn af stofnendum safnaffar-
ins og hefur komið mjög við sögu
þar. Hann var einn af þeim er
beittu sér fyrir byggingu kirkj-
unnar í upphafi og það hafa eng
ar breytingar farið fram á kirkj-
unni síðan svo að hann hafi ekki
verið með í ráðum og lagt þar
hönd á plóginn og tekiff lítið gjald
fyrir. Þessum félögum svo og öll-
um er lagt hafa lið til eflingar
og til að breyta og prýða kirkjuna
á liðnum árum eru færðar þakkir
á þessum merku tímamótum. í
kirkjunni starfar nú 16 manna
blandaffur kór og er organisti frú :
María Gísladóttir Neumann.
Færðu kórfélagar kirkjunni á
sl- ári kyrtla að gjöf sem söng-
fólkið klæðist við allar kirkjuleg-
ar athafnir.
Meðhjálpari er Kristinn J. Magn
ússon málarameistari, og er hann
einnig umsjónarmaður kirkjunn-
Safnaðarstjórnina skipa nu:
Guðjón Magnúason skósmiða-
meistari og er hann formaður
safnaffarstjórnar og hefur verið
í sl. 25 ár. Affrir í stjórn eru Jón
Sigurgeirsson fulltrúi gjaldkeri,
Jónas Sveins.on forstjóri varafor-
maðm’, og Guðjón Jónsson Kaup-
maður varagjaldkeri.
Hálf öld er liðin síðan klukkur
þessarar kirkju kölluðu menn og
konur til tiffa í fyrsta sinn.
Þær kalla ennþá unga og gamla
til húss Drottins og gera framvegis
um ókomin ár.
Gisli Sigurgeirssos.
Nýjasta bók
Ármanns
Ármann Kr. Einarsson rithöfund
þarf ekki að kynna fyrir lesend-
um, svo vel er hann þekktur fyrir
barna- og unglingabækur sínar.
Þessi nýja bók Ármanns, Óli og
Maggi í ræningjahöndum, er hrif
andi og ævintýraleg drengjasaga
Söguefnið er dálítið nýstárlegt, en
þarna er sagt frá gæzlu varp-
stöffva í eyju í nágrenni Reykja-
víkur, og öprúttnum eggjaræn-
ingjum, sem einskis svífast í átök
um við drengina, sem eiga að
gæta varpstöðvanna. Drengirnir
Óli og Maggi eru kjarkmiklir og
ráðsnjallir, og ekki er eg í nein-
um vafa um það, að margir hafa
gaman af að lesa um ævintýri
þeirra Óla og Magga og baráttu
þeirra gegn ræningjunum.
Ármann Kr. Einarsson er nú
einn þekktasti liöfundur barna- og
unglingabóka á íslandi, en liróður
hans er ekki aðeins bundinn við
íslenzka le endur, því að í Nor-
egi kom út á þe'ssu ári ajötta bók
Ármanns í norskri þýðingu og
ívær bækur hans hafa komið út
í Danmörku-
HÖfuðkostur við bækur Ar-
manns eru: ævintýralegir atburðir
fjölbreytt söguefni og lífleg írá-
sögn — en þó fyrst og fremst
drengilegar og dugmiklar söguper-
sónur, sem hvorki bogna eða
blikna, þótt syrti í álinn.
Árnabækur Ármanns vöktu ó-
skipta athygli á sínum tíma og er
því lesendahópurinn að bókum
Ármanns ærið fjölmennur, þótt
vitanlega séu börn og unglingar
þar í stórum meirihluta enda bæk
urnar fyrir þá lesendur skrifaðar.
Bókaforlag Odds Björnssonar á
Akureyri hefur gefið bókina út,
eins og fleiri bækur Ármanns. Er
bókin á allan hátt hin snyrtileg-
asta.
Stefán Jónsson, námsstjóri.
IVIiHiveggjar-
pictsir frá
Plötusteypunni
Sími 35785.
Sölumaffur Matthías
Bflasalan BÍLLINN 1
Höfðatúni 2
helu* hílinn.
AlþýðublaðiB
vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif-
enda í þessum hverfum:
Hverfisgötu Kleppshoit
Lindargötu Skjólunum
Rauðararholti IVIelunum
Laugateig Tjamargötu
Laufásveg
Afgreiðsla Alþýðublaðsins
Stmi 14 900
10 5. janúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ