Alþýðublaðið - 02.02.1964, Blaðsíða 4
STÓRSIGUR KAUNDAS
FLOKKUR Kenneths Kaundas,
United. National Independence
'Farty (UNIP) vann yfirburöarsig-
nr í kosningunum í Norður-Rlio
desíu á dögunum eins og við hafði
Verið búizt. Kaundas er nú 39 ára
Igamall trúboðssonur, getur nú
myndað afríska ríkisstjórn og búið
fand sitt undir óskorað sjálfstæði.
Kaunda hefur látið í ljós von
uim, að landið fái sjálfstæði í októ
ber n.k. Þá verður landið kallað
iZambia, þ.e. landið norðan árinn-
-ar Zambesi.
í kosningunum á dögunum. börð
\ist Afríkumenn um <85 þingsæti
af 75. Samkvæmt lögum var mönn
tbl. af
Eimreiðinni
ÞRIÐJA hefti 69. árgangs Eim-
reiðarinnar er komið út. Það er
Þe'ptember-desember heíti 1963,
en ritstjóri er Ingólfur Kristjáns-
fson.
Af efni blaðsins má nefna grein
arnar „Skopkrýningin hjá Piia-
tusi“ eftir séra Jakob Jónsson.
„íslenzkt sjónvarp" pftir Benedikt
Gröndal, „Eimskipafélag íslands
50 ára“ eftir ritstjórann. „Sumar-
dagur á Sognsæ“ einnig eftir Ing-
<ðlf Kristjánsson, „Að hofi Geirs
goða“ eftir Ólaf Þorvaldsson og
„Fyrir handan furðugættir“ eft-
ir Sigurð Helgason. Smásögur
eru í þessu hefíi eftir Sigurjón
Jónsson, Vivian Connel og Pál
V. G. Kolka, ljóð eftir séra Sig-
virð Eir.arsson, Kára Tryggvason,
Ricchard Beck og þýdd ljóð eftir
Maxwell Bodenheim, auk þess
TLeikhúspistill eftir Loft Guð-
♦mundsson, bókafregnir, ritsjá o.
£1. smágreinar.
ÍAFLFELAG
OLAFSVIK
um af evrópskum ættum tryggð
tíu þingsæti. Kaunda beitti sömu
aðferð og Nyerere í Tanganyika
og hafði Evrópumenn, sem vin-
veittir eru Afríkumönnum, í fram
KASTLIÓS
Reykjavík, 29. jan. — IIP.
HINN 26. jan. sl. var stofnað
‘raflfclag Ólafsvíkur. Stofnendur
voru 25. Mikill áhugi er á skák í
Ólafsvík, en þar hefur tilfinnan-
Hega vantað félag og samastað fyr-
it skákáhugamenn. Kirkjusandur
fef. hefur lánað T.Ó. matstofu sína
iil skákæfinga á hverju sunnu-
4agskvöldi frá kl. 20-24.
Stjórn T.Ó. skipa: Skúli Bene-
diktsson, formaður, Ottó Árna-
^on, varaformaður, Jafet Sigurðs-
h°n, ritari, Þorkell Jónsson, gjald
♦ýeri og Þórketill Sigurðsson á-
"lialdavörður.
Að loknum stofnfundi var haldið
^ taðskákmót. Þátttakendur voru
3 S. Úrslit urðu þau, að efstur varð
. hfet Sigurðsson með 11 vinninga
-< g næstir urðu Hálfdan Ingi Jen-
én og Ingimar Albertsson með 10
r inninga livor, Gunnar Gunnars-
íápn með 9 vinninga og Ottó Árna-
* )n með 8 vinninga.
boði. Honum tókst þetta ekki
■nema að nokkru leyti, en að -öðru
leyti var sigurinn svo mikill, að
meirihlucinn er mjög traustur.
SJÁLFKJÖRNIU.
Flokkur andstæðinga Kaundas,
African Congre.s (ANC) bauð ekkj
fram í 24 kjördæmum. Frambjóð
endur UNIP í þessum kjördæm-
um voru því sjáifkjörnir. Auk
þess gengu fimm frambjóðendur
ANC í UNIP í kosningabaráttunni
Þegar fyrir lágu úrslit í 60 kjör
dæmum Afríkumanna hafði UNIP
tryggt sér 51 þingsæti og ANC 9.
Hvúir menn kusu menn af eigin
kynþætti, en kosningaþátttakan
sýnir, að þeir hafa að mestu
lagt árar í bát og óttast nú að
missa þau þingsæti, sem þeir enn
hafa, við næstu kosningar.
STAÐA NKUMBULAS.
UNIP var stofnaður 1960 a£
nokkrum foringjum ANC, en
Kaunda hafði verið aðalritari
þcss dlokks. Þeir höfðu stofnað
nýjan flokk 1958, en sá fíokkur
var bannaður. Þessir sömu for-
ingjar stoínuðu þá UNIP. Um
þetta leyti var Kaunda í fangelsi
en hann var ta'.inn sjálfkjörinn
leiðtogi og tók við stjórninni um
leið og honum var sleppt úr haldi
UNIP varð brátt stór flokkur
undir forystu áliugasamra, ungra
manna. ANC, sem var undir for-
ystu Harry Nkumbula, sem var
nokkuð eldrj að árum, missti
fyigi. Nkumbula var fylgjandi ná
inni samvinnu við hvíta menn og
í næstsíðustu kosningum var stað-
hæft, að hann hefði þegið fé frá
sjáifum Sir Roy Welensky og Tsh
ombe forseta í Katanga.
Vegna kosningaskipulagsins
fékk Nkumbula fimm þingsæti og
komst í oddaaðstöðu á þingi. Hann
hefur því gegnt þýðingarmikiu
hlutverki í stjórnmálum þar sem
UNIP og ANC urðu að mynda sam
steypustjórn.
Nú virðist ANC orðinn flokkur
vis.rra æitflokka í suðurhéraði
landsins. Nkumbula hefur lítið lát
ið að sér kveða að undanförnu og
iítið bar á lionum í kosningabar-
áttunni.
FJÁRFESTINGAR
Eitt helzta barátiumál UNIP
hefur verið upplausn Mið-Afríku-
rikjasambandsins. Það var stofn-
að 1953 og leyst upp um áramót-
in. Þar með hefur leiðin verið
rudd til óskoraðs pólitísks sjálf-
stæðis og yfirráða yfir liinum
miklu náttúruauðiindum landsins
blökkumönnum til lianda.
Norður-Rhodesia var ríkasta
Iandið í ríkjasambandinu. Þótt hin
ir 70 þúsund hvítu íbúar berðust
lengi gegn upplausn ríkjasam-
bandsins höfðu kaupsýslumenn
gert sér grein fyrir því á síðari ár
um að baráttan var vonl. og þeir
| hafa lagt í miklar fjárfestingar í
Norður-Rhodesiu.
Það eru koparnámurnar í norð-
urhluta landsins, skammt frá
landamærum Katanga, sem ger-
ir landið auðugt samanborið við
mörg nágrannaríki. Þar hafa er-
lend fyrirtæki grætt stórfé, sem
þeir hafa tekið úr landi. Afríku-
menn vilja binda enda. á þetta og
peningarnir munu koma að góð-
um notum í ríkiskassa hins nýja
ríkis.
IIÆTTULEG STARFSEMI.
En kQparnámurnar munu valda
Kaunda vandræðum. Þar staría
um 3 þús. hvítir námuverkamenn,
en ahs eru starísmenn námanna
35 þúsund. Hvítu verkamennimir
hafa beztu störfin, stjórna vinnu-
tækjum, eru. verkstjórar o.s.frv.
Þeir hafa sérstakt verkalýðsfélag
og mellaun þeirra eru rúmlega
og meðallaun þeirra á ári auk ým-
issa hlunninda í sambandi við hús-
næði, vatn oJfL Afrískir námu-
verkamenn fá aðeins sem svarar
einum tíunda af launum liinna
hvítu.
KAUNDA
Á undanförnum tíu árum hefur
Afríkumönnum tekizt að skipu-
leggja öf'uga verkalýðshreyfingu
og eftir erfiðar samningaumleit-
anir tókst þeim að fá því fram-
gengt, að hafizt yrði handa um
að mennta Afríkumennina til að
þeir gæ.u tekið við „góðu störfun
um“ í námunum. Þetta gekk nokk
uð treglega en búast má við, að
stjórn Kaunda muni hraða þeirri
þróun, að Afríkumenn verði látn-
ir taka við störfunum í námunum
Kaunda verður að gera þe ta
meðal annars vegna þess, að hon-
um er nauðsynlegt að liafa góð
samskipti við verkalýðshreyfingu
Afríkumanna. Þessi samskiptr
hafa á stundum ekki verið eins
góð og bezt var á koúð.
FRAMSÆKNIR ÞJÓÐERNIS-
SINNAR.
Kaunda er hófsamur stjórnmála
maður á sama hátt og Nyerere í
Tanganyika. Báðir gengu þeir á
trúboðsskó.a og báðir gerðust kenn
arar, en hærra var ekki liægt að ná
á dögum nýlendustjórnarinn
ar. Flokkar þe.rra eru einnig
keimlíkir. Báðir eru þeir fram-
sæknir flokkar þjóðemissinna.
Kaunda hefur setið margar al-
þjóðlegar ráðstefnur, sem Afríku-
menn í Austur- og Mið-Afríku
hafa haldið. Hann er einn af leið-
togum samtaka þeirra, PAF-
MECSA. Hann hefur einnig kom-
ið til Norðurlanda þar sem hann
sóttist eftir nánu sambandi við
verkalýðshreyfinguna.
Þrátt fyrir sigurvimuna kemst
Kaunda varla hjá því að hugleiða
það sem hefur gerzt á Zanzibar
og í Tanganyika undanfama daga.
Atburðirnir hafa sýnt, að nýir
leiðtogar geti tekið við stjórninni
með tilstyrk nokkur hundruð vel
vopnaðra manna Sorglegt væri fyr
ir þennan hluta Afríku ef foringj
um á borð við Kaunda tækist ekki
að sitja að völdum og gefa gott
fordæmi með stjórn sinni.
Framh. á 10 síðu.
Svipniynd frá Zansibar.
4 2. febr. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ