Alþýðublaðið - 02.02.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 02.02.1964, Blaðsíða 10
MORRIS Minð Cooper JO fyrstu af ca. 300 í MONTE CARLO 1964: 1. MORRIS MINI COOPER : 2. FORD FALCÖN 3. SAAB 4. MORRIS MINI COOPER 5. SAAB , 6. VOLVO ,j 7. MORRIS MINI COOPER i 8. MERCENDES BENZ 9. VOLVO 10. CITROEN DS 19. MORRIS MINI bifreiðar hafa þegar öðlazt miklar vin- sældir liér á Iandi, jafnt fólks sem sentlifcrðabif- reiðir. Einstök rekslurshagkvænini, benzíneyðsla áðeins 5—6 Itr, pr. 100 km. — Rúmbezta bifreiðin í þessiun stærð- arflokki. MORRIS MINI er mest selda bifreið Bretlands í dag og vinnur stöðugt á á erlendum markaði. GERIÐ IIAGKVÆMARI KAUP EF ÞIÐ GETIÐ! Verð frá 104—135 þús. Þ. ÞORGRÍMSSON & Monte Carlo co. Morris-umboðið Suðurlandsbraut 6 — Sími 22235. Minningarorð Framhald úr opnu- raekslu vikublaðsins Lögberg og gaf hann ríflega af efnum sínum til til styrktar kennslustólsins í íslenzku við Manitóba háskólann. Þegar atliygli beinist að festu og framtakssemi Kristjáns hér í Vesturheimi, þá virðist sjálfsagt að.rifja upp margt úr bemsku- og Unglingsárum hans á íslandi. Sum um fannst hann kaldlyndur gagn- vart íslandi hér,' og var hann löngu orðinn sth'ður í málinu, þar sem hann hitti samlanda svo sjald an. r, , Það er skiljanlegt að endur- minningar Kristjáns um ísland hafa, vægast sagt, verið misjafn- ar. Hann sá aldrei sinn eigin föð ur. Kristján Sigurðsson, bóndi í Hraunhöfn í staðarsveit á Snæ- fellsnesi, fórst í sjóslysi skammt frá Akranesi á miðvikudaginn fyrstan í sumri, 1868, og fæddist yngsti sonur hans, sem fékk að heita eftir föðurnum, ekki fyrr en 3. desember, þá um haustið, 1868. Steinunn móðir hans, Jónsdóttir Sveinssonar frá Sólheimatungu í Borgarfirði og Þorbjargar Guð- mundsdóttur prófasts Jónssonar áð1 Staðastað, hafði þá alið sjö börh. Sonur hjónanna, Guðmund fir; dó kornungur, og Hjörtur dó skommu eftir að hann var tekinn í fóstur af frænda sínum, Sveini 10 2. febr. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐI Guðmundssyni í Búðum. Stein- unn var þá ekkja með þrjá syni er hétu Haraldur, Pétur og Sveinn, og tvær dætur, Steinunn og Mar- grét Þorbjörg, soninn Hjört, sem dó á næstu misserum, og fæddist svo Kristján seint það haust, í desember. Erfiðleikar frú Steinunnar voru átakanlegir eftir að hún missti manninn, 1868. Hún hélt áfram búskap um tíma, varð svo ráðs- kona á öðrum bæ, og loks fékk hún samastað árið 1880, hjá Sveini Guðmundssyni frænda sín um þá verzlunarstjóra á Borðeyri með tveimur yngstu börnum sín- um, Margréti Þorbjörgu, þá á þrettánda ári, og Kristjáni, 11 ára gömlum. Hin börnin voru tek in til fósturs hjá nábúum og ætt- fólki eftir það mikla óhapp sem skeði 6. janúar 1884, er elzti son ur Steinunnar, Haraldur, þá 28 ára og aðal fyrirvinna fjölskyld- annar drukknaði á hákarlaveið- um með Pétri Hoffman og tíu öðr um á fiskibát frá Akranesi. Einn bátur af þremur komst í land á Akranesi í ofsaveðrinu þá, og margir fleiri fórust á sama hátt í storminum mikla á þrettándan- um. Thor Jensen kynntist Margréti Þorbjörg ungri á Borðeyri 1880. Þau gengu í hjónaband 1886, og tók hinn ungi húsbóndi að sér tengdamóður sína og mág sinn, Kristján, upp úr því. Kristján hafði unnið með Thor Jensen við verzlunarstörf bæði á Akranesi og Borgarnesi og hefur Valtýr Stef- ánsson þetta eftir Thor í ævisög unni, um það tímabil: „Samvera okkar Kristjáns varð skemmri en ég hafði vonazt eftir því að sum arið 1887 ákváðu bræður hans, Pét ur og Sveinn, að flytjast búferl- um til Ameríku. Þegar þeir höfðu bundið þetta fastmælum taldi Kristján að honum væri ráðleg- ast að slást í förina með þeim.“ Sveinn dó fyrir um það bil fimmtán árum í Seattle, vestur við Kyrrahaf, Pétur á undan hon um í suðvestur hluta Bandaríkj- anna, báðir einhleypir, og nú er Kristján Horfinn sjónum, þriðji bróðirinn sem lagði leiðina vest- ur fyrir meir en 76 árum. Valdimar Björnsson. Lögberg — MeimskrLngla, Winnipeg. Stórsigur Framh. af 4. siðu Stórsigur Kaundas og sjálfs- stjórn Norður-Rhodesiu mun einn ig hafa áhrif í síðustu nýlendu Breta þar sem Afríkumenn hafa ckki hlotið pólitískt frelsi, Suður- Rhndesiu. Hvítu mennirnir þar verða brátt að taka ákvörðun. Fjölbreytt Framh. af 7. síðu Björnvig" eftir Jörgen Ask, „Línu rit og kvai-ði“ eftir Þorleif Hauks- son og „Ritfregn“ eítir Véstein Ól- ason. Blaðið átti að koma út í des- ember, en af því varð ekki sök- um verkfalla. H-ns vegar er nú stefnt að því að gefa út annað blað i vetur, en aðeins eitt blað hefur verið gefið út á ari til þessa. í ritnefnd Mímis eiga sæti Böðv ar Guðmundsson, Gu'ðrim Kvar- an og Vésteinn Ólason. TILKYNNI um atvinnuleysisskráningu Atvinnuleysiss'kráning samkvæmt ákvörðiin laga nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðn- ingarstofu Reykjaivíkurborgar, Hafnarbúð- um v/Tryggvagötu dag-ana 3., 4. og 5. febrúar þ. á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig fram kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e. h. hiina tiltekmu daga. Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu við- búnir að svara meðal annars spurningunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir cg skuldir. ] Borgarstjórinn í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.