Alþýðublaðið - 02.02.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.02.1964, Blaðsíða 11
sé ekki ef tir þeim tíma, sem varið er I íþróttirnarS segir Hallsteinn Hinriksson, sem er sextugur í dag í DAG er Hallsteinn Ilinriksson sextugrur. í því tilefni þótti íþrótta síðunni hlýSa að spjalla nokkuð við „gamla” manninn. Hallsteinn Hinriksson er löngru þjóðkunnur maður fyrir störf sín í þágu íþróttamála og þá sérstakleg-a bandknattleiksins. En segja má, að Hallsteinn Hinriksson sé sá mað- ur, sem fyrstur vakti áhuga manna á handknattleik á íslandi, að veru- legu leyti. Það er alkunna, hversu vel Hallsteini hefur tekizt við þjálfun handknattleiksmanna í Hafnarfirði. Vegna hins óbilandi áhuga hans á málefninu og sér- Skjaldarglíma Ár- manns i dag SKJALDARGLÍMA Ármanns verð ur háð í 52. sinn í dag, og hefst keppnin kl. 4 síðdegis að Háloga- landi. Þetta glímumót er í ár helg- að 75 ára afmæli glímufélagsins Ármanns. Sérstaklega vei’ður vandað til Skjaldarglímunnar að þessu sinni vegna afmælis félagsins, m. a. er gefin út vönduð leikskrá með ýms- um upplýsingum og hvatningar- orðum um íþróttina. SKÍÐÁMÖT Á AKUREYRI SKÍÐAMÓT liófst í gær í Hlíðar- fjalli laugardaginn 1. febrúar. Verið er að taka í notkun nýja tog braut og þarna eru all margir góð- ír skiðamenn, t. d. 12 Reykvíking- ar. Keppendur eru alls 39. 12 frá Reykjavík, 10 frá Akureyri, 8 Siglufirði og 9 frá ísafirði. WWWWWWMVmWVUW Franskar systur fyrstar í svigi Innsbriick, 1. febr. (NTB). FRÖNSKU systurnar Chri- stine og Marielle Goitsehel hlutu gull og siífur í sviginu í morgun og sigur þeirra var öruggur og verðskuldaður. Úrslit: C.Goitschell, Frakk- land, 89.68 sek., M. Goit- schell, Frakkland, 90.77, J. Saubert, USA, 91.36, Bieb. Þýzkal., 94,06, E. Zimmcr- mann, Austurríki, 94.28, C. Haas, Austurríki, 95.11. wwwwwtvuuwwwwMV stökum hæfileikum til að halda mönnum saman, hefur honum tek- izt að leiða hafnfirska handknatt- leiksmenn til stórra afreka, sem mikið hefur þótt koma til jafnt utan lands sem innan. Hallsteinn Hinriksson hefur starfað sem í- þróttakennari við Barnaskóla Hafn arfjarðar í 35 ár og sennilega er hað ástæðan fyrir þvi, að Hafnar- fjörður hefur átt góða handknatt- leiksmenn í öllum flokkum um árabil, samband hans við æskuna byrjar snemma, og áhrif hans á hana eru varanleg. Ileimili Hallsteins Hinrikssonar er að Tjarnarbraut 11 og hefur hann átt heima þar í fjöldamörg ár. Kona hans er Ingibjörg Árna- dóttir og eiga þau 4 börn, sem öll hafa náð góðum árangri í íþrótt- um, sérstaklega handknattleik. — Jæja, Hallsteinn, hvenær sástu nú fyrst leikinn handknatt- 'eik? — Það var í Kaupmannahöfn 1928, en þar dvaldist ég við nám á íþróttaskóla í tvo vetur. — Hverjir fundu upp handknatt- leik? — Danir telja sig hafa byrjað fyrstir með handboltann, sem var í upphafi stundaður af börnum og unglingum í slcemmtigörðum og á barnaleikvöllum, en færðist síðan inn í íþróttahúsin og fékk á sig fastara form. Leikaðferðin var í fyrstu „mað- ur á mann”, vegna þess að niður- stungur voru ekki leyfðar, og varð leikurinn þá oft nokkuð harður, en samt mjög skemmtilegur. — Hvernig var nú aðstaðan til íþróttaiðkana í Hafnarfirði á þess um fyrstu árum þínum í bænum? — Aðstaðan var léleg og hefur lítið batnað nema böðin. — Hver var fyrstur til að kynna handknattleik hér á íslandi? — Valdimar Sveinbjörnsson kynnti hann hér fyrstur manna, og var það í M.R. sem hann byrjaði, en síðar einnig í Flensborg. Það höfðu verið leiknir nokkrir leikir, í handbolta, áður en ég kom í bæ- inn. Við Valdimar komum á keppni milli M. R. og Flensborgar, on fiiótlega byrjaði keppni milli félaga og einnig hófst íslandsmót í sreininni. og þá færðist þetta út fyrir skólana. Ég hef alltaf álitið handbolta mjög góða æfingu fyrir skólaæslc- una, menn eru fljótir að hitna vegna hraðans í leiknum, og ég hef ávallt lagt. áherzlu á hann í leikfimi skólanna. — Hvenær var F. H. stofnað? — Það var árið 1929. Handbolti hófst ekki fyrir alvöru fyrr en 1938. Fram aö þeim tíma hafði verið lögð mest áherzla á knatt- spyrnu og frjálsar íþróttir. og skipt ist það nokkuð í tímabil með þess- ar íþróttagreinar, þannig að báð- ar áttu sín blómaskeið en hnignaði svo, og var það af ýmsum ástæð- um, fólk fluttist úr bænum, stríð- ið og fleira og fleira. Handboltinn fær fyrst byr undir báða vængi 1954, þegar 2 fl. F. H. verður íslandsmeistari. Áhugi óx þá mjög í bænum á þessari íþrótt, og hefur ekki minnkað siðan, þrátt f.vrir slæm skilyrði til að iðka hana. — Af hverju er aðstaðan ekki betri? — Þetta hafa verið sífelldar um- ræður í 20 ár, en lítið gert. íþrótta- menn hafa kannski verið kröfu- harðir, viljað fá fullkomið íþrótta- hús. Ég álít það hafa verið meira afrek hjá Hafnfirðingum árið 1920 að byggja eitt fullkomnasta íþróttahús landsins, og voru þeir þá bæði fátækir og fámennir á þeim tíma, heldur en að þeir byggðu íþróttahöll núna, sem full- nægði kröfum timans. Að vísu er fullkomið íþróttahús ekki nóg, en ég álít að hefði það verið fyrir hendi, væri árangurinn mun betri núna. Við höfum alltaf átt marga menn í landsliði þrátt fyrir það, að við höfum orðið að úrelt fyrir löngu til þessara nota æfa í 40 ára gömlu húsi, sem er Við fáum engar æfingar í Háloga landi þar sem aðalvettvangur þess- arar íþróttagreinar er, og ég álít, að lið, sem æfir að staðaldri að Hálogalandi, hafi um 20% meiri möguleika gegn liði, sem ekki æfir þar. — Hvað heldurðu um úrslit yf- irstandandi íslandsmóts? — Ja, ég veit ekki, hvort ég á nokkuð að vera að spá. Ég hef allt- af verið svartsvnn og búizt við því versta. Hvað okkur snertir, þá höf um við ákveðna leikaðferð, sem við höfum verið að bæta, og hefur reynzt vel gegn erlendum liðum, samanber síðustu Heimsmeistara- keppni. En þessi leikaðferð nýtur sín ekki til fullnustu að Háloga- landi. Sumum finnst skrítið að tala um að F. H. hafi leikaðferð. Sumir biaðamenn segja, að í raun og veru hafi F. H. enga leikaðferð. Það er algjör blekking. Þetta er leikaðferð, sem skapar margar skyttur og gerir mennina jafna, vegna breytilcgra hlutverka í sókninni, en auðvitað koma fram eallar á þessari leikaðferð, t. d. ef menn hlýða ekki skipulaginu. Það tekur langan tíma að æfa þetta. Þessi leikaðferð er aðal- lega fólgin í geysimiklum hraða, sem gefur mörgum tækifæri,. hlaupandi línuspili og gegnum- brotum. Það eru til margar leikaðferðir og fer það eftir mannskapnum hvaða leikaðferð er notuð. Það leiðir af sjálfu sér, að lið, sem á 1- 2 skyttur notar eingöngu þessa ; menn, þannig að aðrir eiga erfitt uppdráttar, en svona lið eignast oft góða línumenn. Landslið á að byggja á okkar leikaðferð, því að 1-2 skyttur duga engu landsliði. Ég ætla aðeins að minnast á leik aðferð FRAM í þessu sambandi. Það er óhugsandi fyrir okkur, að ætla að taka upp þeirra aðferð eins og á stendur, nema að einu leyti. — Öll lið geta lært af Fram gætni í spili. Fram myndi ekki detta í hug að taka upp okkar leik- aðferð. Það fer alltaf eftir mann- skapnum, sem fyrir hendi er, hvaða aðferð er notuð. 2. og 3. fl. F. H. notar t. d. aðra leikaðferð HALLSTEINN HINRIKSSON en mfl. vegna öðruvísi mannavalg, Svo að við víkjum aftur að Ísland3 mótinu þá held ég að ómögulegt sé að spá um úrslitin. Flokkarnir ens að jafnast og húsið gerir það að verkum, að ómögulegt er að segja fyrir um neinn leik. Þó held ég aíj F. H. eigi eins mikla möguleika og hvert hinna félaganna. Ef F. H, leikur eins vel og gegn Víking síð- ast, stenzt ekkert lið þannig leik, en það er nú galdurinn að ná þvi. Framh. á 2. síðu Rússneskar stúlkur hlutu 5 verðlaun af 6 í morgun Innsbriick, 1. febr. (NTB). Lydia Skoblikova hlaut þriðju gull verðlaunin í morgun, er hún sigr- aði i 1000 m. skautalilaupi á nýju olympisku meti, 1.33.2 mín. Irina Jegorova, Sovét varð önnur á 1.34,3, en í þriðja sæti var finnska stúlkan Kaija Mustonen á 1.34.8 mín. Helga Haase Þýzkalandi varð fjórða á 1.35.7, fimmtaValentina Stenina, Sovét 1.36.0 og sjötta Gunilla Jakobsen, Svíþjóð 1. 36.5 mín. Innsbriick, 1. febrúar (NTB). Mesti spenningurinn í sambandi við 10 km. göngu kvenna var, hvernig rússnesku stúlkurnar myndu skipta verðlaununum á i milli sín, svo vissar voru þær um sigurinn. Engin hinna kvennanná hafði möguleika á að hnekkja þre- föidum sigri þeirra rússesku, þó gekk sænska stúlkan Britt Strand- berg síðast sprettinn glæsilega og varð fjórða. Úrslit: Bojarskikh, Sovét, 40.24,3 mín., Meksjiko, Sovét, 40. 26.6 mín. Gusakov, Sovét, 40.46.6, Strandberg, Svíþjóð, 40.54.0 Pc- ysta, Finnland, 41.17,0, Pusula, Finnland, 41.17.8. SKOBLIKOVA Dagskráin í dag I DAG (sunnudag) verður keppt i! eftirtöldum greinum í Innsbruckl 15 km. skíðaganga. 3000 m. skautahlaup kv. Stórsvig karla. Skíðastökk í norrænni tvíkeppnít, Listhlaup kv., lokakeppni. Ishokki Englendingar hlutu gull- verðlaun í sleöakeppni Innsbriiek, 1. febr. (NTB) ENGLENDINGAR hlutu sín fyrstu gullverðlaun á Vetrarleikunum j morgun, er enska parið Tony Nash og Robin Dixon sigruðu I sleðakeppni. í öðru og þriðja sæti voru ítölsk pör. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 2. febr. 1964 u >

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.