Alþýðublaðið - 07.02.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.02.1964, Blaðsíða 8
..................................................""""""""""..............................«,,«««............................................................................................................,„, „„„„„„„„......................................................................................„„„„„„„„„„„........ Skammdegisbirtan smádvín, meðan ég sit á tali við Véstein Ólason í Heiðargerði 7, en hann er einn þeirra stúdenta, sem nú stunda íslenzk fræði við Háskóla íslands. Ætla mætt.i, að lesendum væri nokk- ur forvitni á að fræðast eitt- hvað um námið í þeirri grein, sem íslendingar ættu að hafa öllum þ.ióðum betri aðstöðu til að stunda og leiða til öndvegis í æðstu menntastofnun sinni og f.iallar um þá sjálfa, tungu þeirra, sögu og bókmenntir. Þessi samslungna þrenning hefur löngum verið liið sí- græna lífstré þjóðarinnar. t skjóli þess hefur íslenzk menn- ing orðið til, og án þess væri hún búin að vera. Vé«teinn Ólason er ættaður úr Breiðdal eystra, en fæddur í Hornafirði, þar sem faðir hans, Óli Guðbrandsson. var skóla- stjóri. Með foreldrum sínum fluttist Vésteinn síðar að Vill- ingaholti í Flóa og hóf nám í Menntaskólanum á Laugar- vatni. Þaðan varð hann stúd- ent árið 1959, en hefur síðan lengst af stundað íslenzkunám. Vésteinn er kvæntur bekkj- arsystur sinni, Unnj Jóns- dóttur og eiga þau heimili að Heiðargerði 7. Unnur stund- ar einnig nám í H. í. og les til B.A.-prófs. — Hve lengi ertu búinn að stunda hér nám í íslenzkum fræðum, Vésteinn? að bera saman hina einstöku texta. Eitt helzta vafaatriðið í sambandi við þessi kvæði er, hvort þau eru hingað komin frá Noregi eða Danmörku, og þeirri spurningu verður ekki svarað, nema kannaðar séu all- ar uppskriftir kvæðanna í Noregi, Danmörku og Færeyj- um auk íslands. — Hvað hefurðu að segja um sögu þessarar bókmenntateg- undar? — Þessi bókmenntategund er til um mestalla Evrópu. Á TEXTI: HJÖRTUR PÁLSSON MYNO: JÓHANN VILBERG Norðurlöndum kemur hún sennilega upp á 13. öld, og mestur hlutinn af þeim kvæð um, sem til eru á Norður- löndum, mun vera ortur í Dan- mörku, Noregi eða Svíþjóð. Þau munu hafa verið kveðin undir dansi og bárust í munn- legri geymd milli landa, en voru ekki skrifuð niður, fyrr en á 16. og 17. öld í Dan- mörku, á 17. öld á íslandi og á 18. og 19. öld í Færeyjum og ekki fyrr en um miðja 19. öld í Noregi. Kvæðin lifðu í munn legri geymd á öllum Norður- löndunum fram á 19. öld, en aðeins í Færeyjum voru þau að þeir, sem þess óska, geta siennt sögunni og tekið í stað- inn brjú stig í einhverri þeirra greina, sem kenndar eru til B. A. - prófs. Hefur það farið miög í vöxt síðustu ár, að menn hafi hagnýtt sér þetta. Einnig er liægt að taka kandi- datsnróf í sögu. Ljúka menn bá nrófí í venjulegu námsefni i íslands'-ögu, og auk þess Þúka þeir þremur stigum í mannkvnssögu og þremur í einhverri annarri B.A.-prófs grein. — Er ekki náminu skipt í tvo hluta? — Jú, við tökum svokallað fvrrahhitapróf í þeim greinum málfræðinnar, sem einkum iú+a að nútímamáli. Auk þess þurfa menn að skila tveimur heimaritgerðum fyrir betta próf, annarri um málfræðilegt efni, en hinni annað hvort um sögu eða bókmenntasögu. Þess- ar ritgerðir eiga að þjálfa menn í vísindalegum vinnu- brögðum við könnun ákveðinna verkefna. Það, sem eftir er, málfræðinnar, öll bókmennta- sagan og sagan koma svo í einu til lokaprófs, en um bað bil ári áður en stúdent geng- ur undir það, þarf hann að hafa skilað heimaritgerð í ein- hverri af hinum þremur próf- greinum, sem hann hefur valið sér sérstakt kjörsvið í. Rit- gerðir þessar verða oft alllang ar, e.t.v. frá 150-300 bls. — Eins og sjá má af þessu, þurfa Námstilhögunin þarf aö breytast — Eg innritaðist strax haustið 1959 og stundaði nám- ið hér við Háskólann þann vetur, en veturinn eftir var ég kennari við Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja. Veturinn 1961 til 1962 hélt ég áfram náminu í deildinni og lauk fyrrahluta prófi um vorið. Haustið eftir fékk ég norskan ríkisstyrk og var við nám í Oslóarháskóla allan þann vetur. Þar las ég einkum norskar bókmenntir og þjóðfræði, en tók svo aftur til við námið hér heima í haust. — Fórstu til Noregs með eitthvað sérstakt í huga eða Iá almennur áhugi að baki? — Fyrst og fremst fór ég auðvitað til þess að víkka sjón- deildarhringinn. Eg tel, að það sé mjög gagnlegt fyrir þá, sem leggja stund á bókmenntir, að hafa kynnzt bókmenntum ein- hverrar annarrar þjóðar en sinnar eigin allnáið, en auk þess hafði ég hug á að búa mig sérstaklega undir kjörsvið mitt til lokaprófs, sem er íslenzk fornkvæði eða dansar. Bæði er bókakostur íslenzkra safna á þessu sviði ófullnægjandi og ekki lögð stund á þjóðfræði sem sérstaka fræðigrein hér við Háskólann. Einnig vantar vísindalegar útgáfur af hlið- stæðum kvæðum, bæði hjá Norðmönnum og Svíum, og þess vegna er nauðsynlegt að komast í skjalasöfn þeirra til sungin undir dansi svo lengi. — Hvað um cinkenni dans- kvæðanna? — íslenzku kvæðin skera sig úr nær öllum fyrri alda kveð- skap, því að í þeim eru ekki notaðir stuðlar og höfuðstaf- ir, og oft er lítið vandað til endaríms. Efnið er margvís- legt. Þau fjalla ýmist um ástamál heldra fólks eða um efni af vesturnorrænum upp- runa svipað og í fornaldarsög- um og enn önnur um yfirnátt- úrleg fyrirbæri, eins og t. d. sést í kvæðinu um Ólaf lilju- rós. Mjög lítið hefur verið frumort af þessum kveðskap á íslandi. Þó er með vissu hægt að segja, að Gunnars- kvæði, sem ort er eftir Njálu, er íslenzkt, en það er liklega einhver mesti leirburður, sem settur hefur verið saman í þessari bókmenntagrein. Nokk- ur huggun má okkur vera í því, að kvæðið um Tristram og ísold er sennilega íslenzkt, en ýmsir hafa talið það eitt bezta kvæði þessarar tegundar. — Hvernig er náminu í ís- Ienzkum fræðum háttað hér, svo að við snúum okkur að menn að skila geysimiklu efni til lokaprófs í einu. Er það vafalaust almennur vilji stúd- enta, að náminu verði skipt í áfanga meira en nú er, enda væri sú breyting í fullu sam- ræmi við alla þróun í náms- tilhögun við þennan háskóla og aðra. — Telurðu líklegt, að breyt- ing verði á þessu á næstunni? — Já, það tel ég mjög lík- legt. Prófessorarnir eru okk- ur velviljaðir, og ég er sann- færður um, að meðal þeirra er fullur skilningur á þeim erf- iðleikum, sem núverandi skipu- lag hefur í för með sér fyrir stúdentana. — Hve langan tíma er áætl- að, að námið taki? — Ég býst við, að sex ár sé meðaltími. Hins vegar er það mjög mismunandi, hve lengi menn eru við námið. — Bæði þurfa þeir mismunandi mikið að vinna með náminu, og svo eru ritgerðir þeirra einnig mjög mismunandi tíma- frekar. Má reyndar segja, að ókleift sé að segja til um það fyrirfram, hve langan tíma rannsókn ákveðins ritgerðar- efnis tekur. Og einnig fer náms tíminn að nokkru eftir því, hvort menn stefna að því að ljúka sem beztu prófi eða ljúka náminu sem fyrst. — Hverra breytinga virðist þér helzt þörf í íslenzkudeild frá því, sem nú er? — Þetta mál hefur margar hliðar. Það er augljóst, eink- um ef við berum saman hlið- stætt nám á Norðurlöndum, að námið í íslenzkum fræðum er ákaflega einhæft. Þeir, sem taka sambærileg próf í Noregi með norsku og norskar bók- menntir sem aðalgrein, þurfa að ljúka þriggja ára námi í aðalgreininni, og ér þá talin með éin heimaritgerð. Undir norskunámið heyrir að ljúka námskeiðum í sænsku, dönsku og íslenzku, þar sem bæði er fjallað um tungu og bók- menntir. Ritgerðarefni geta menn valið úr bókmenntum eða tungu, hvaða Norðurlanda- þjóðar, sem er. Einnig ljúka þeir prófi í tveimur auka- greinum, eins og hálfs árs námi í annarri og eins árs námi í hinni. Við þetta bætist, að nám í forspjallsvísindum er miklu viðameira en hérna. Þetta nám verður því fjölbreyttara, en gefur auðvitað ekki eins ræki- lega þekkingu í hinum ýmsu greinum. Ef til vill lægi rétta fyrirkomulagið fyrir okkur ein- hvers staðar þarna á milli. Eg álít, að menn ættu ekki að geta tekið sögu íslands með íslenzkri tungu og bókmennt- um, heldur verði menn að hafa próf í tungu og bókmenntum einhverrar annarrar þjóðar í stað sögunnar. Til þess að þetta gæti orðið raonhæft yrði að efla mjög kennslu i þeim B.A.- greinum, sem nú eru kenndar hér. Eg hugsa mér, að byrjað yrði með ensku. Heppilegast væri að taka öll Norðurlanda- málin sem eina grein. Sú grein mun fá mjög góða að- stööu, þegar Norræna húsið rís hér. Seinna mætti svo bæta við öðrum greinum eftir því scm Háskólinn eflist, t. d. þýzku, rómönskum málum o. s. frv. Auðvitað þyrfti einnig að efla sögukennsluna á hlið- Framh. á bls. 10 öðru? — Aðalnámsgreinarnar eru þrjár: íslenzk málfræði og málsaga, íslenzk bókmennta- saga og loks almenn íslands- saga, þar með talin menningar- saga. Þó er rétt að geta þess, Rætt við Véstein Ólason, stud. mag., u m nám í íslenzkum íræðum, hliðstætt nám í Noregi, félagslíf stúdenta o. fl. .iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiini,„m,,,ii,,n,„„„„„mnnnuiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiii .iiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiimiruiiiiiiiii 8 7. febrúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ítuiiHmHHiHMiimuuaimKUfiuikUiuiimimiiiiiiiiimiiimiiiiuiimiiiiiiiiiiiiiiiimmmiimiiiiMiiiii iiiiiiinuiiiHiiiiiiiiiiiiimiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmniiiiinimiiiiiiiÉiiuitiHiiiiiimmiiuiiimiimiiimnninmimmnmnuuiuimiÍH,,,,,. immmuuimuiimuimmiimiiimimimmmiiimmimnniuiiimiiniliimiimmmmimmimmmmiiiummmmiiiimmmiimmmmmm^i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.