Alþýðublaðið - 07.02.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.02.1964, Blaðsíða 10
ÍAÐVÖRUN til þeirraf sem flytja inn vörur til eigin neyzlu eða nota. Hér með er þeim, sean flytja inn ivörur til eig- in neyzlu eða nota, bent á ákvæði 3. mgr. 5 gr. lága nr. 1 frá 1964, en þar segir svo: Við tollafgreiðslu vöru til eigiln neyzlu eða nota innflytjanda, sbr. j-lið 4. gr. laga nr. 10/ ' 1960, ’SÍtal innheimta 5V2% söluskatt frá og með 1. febrúar 1964. Þó skal ilnnheimta 3% söluskatt við tollafgreiðslu slíkrar vöru, ef inn flytjandi hefur fyrir 1. febrúar 1964 afhent til tollmeðferðar skjöl, sem eru að öllu Qieytá full nægjandi til þess að unnt sé að tollafgreiða Ivöruna, sbr. 14. gr. tollskrárlaga, nr. 7/1963. Þetta gildir þó því aðeinis, að tollafgreiðsla eigi sér stað fyrir 8. febrúar 1964. Fjármálaráðuneytið, 6. febr. 1964 Skrifstofu- og verzlun- mannafélag Suðurnesja Félagar! Munið aðalfundinn á morgun kl. 3 í Aðalveri. STJÓRNIN. Vörubílstjórafélagið ÞRÓTTUR AðaBfundur Vörubílstjórafélagsins Þróttar verður haldinn í húsi félags ins sunnudaginn 9. þ. m. ki. 14.00. Ðagskrá: Venjulegr aðalfundarstörf. STJÓRNIN. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að leggja hitaveitu í Faxaskjól, Sörlaskjól, Granaskjól og hluta af Kaplaskjólsvegi og Nesvegi. Útboðsgagna skal vitja í skrifstofu vora Vonai-stræti 8, gegn 3.000 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Auglýsingasími < Alþýðublaðsins 11 ‘ er 14900 T3 uu4u%uuiuuuH%uutwwuuu%uuuio NÁMSTILHÖGUNIN .. . Framh. úr opnu stæðan hátt. Sömuleiðis álít ég, að auka þyrfti mjög sér- hæfingu eftir því, hvort menn leggja aðallega stund á bók- menntir eða málfræði. Vafa- laust mætti með þessu stytta námstímann, einkum ef því fylgdi aukin skipting námsins í áfanga og aukin notkun prentaðra eða fjölritaðra hjálp argagna. — Hvað er þér efst í huga nú eftir námsdvöl í Noregi? — Það er ákaflega fróðlegt að bera saman liáskólamál Norðmanna og íslendinga. Norð menn hafa óneitanlega tekið þessi mál miklu fastari tökum en hér liefur verið gert. Þrátt fyrir það, hafa háskólayfir- völdin í Noregi oft verið ásök- uð fyrir andvaraleysi í þessum sökum. Síðasta áratuginn hef- ur verið gífurleg þensla í allri starfsemi háskólanna í ná- grannalöndunum. Heil háskóla hverfi hafa verið byggð upp á örfáum árum, t.d. á Blindern í Oslói Unnið er eftir ákveð- inni áætlun, sem gerir ráð fyr- ir mjög mikilli fjölgun stúd- enta. Okkur vantar áætlun 10 til 15 ár fram í tímann um mjög víðtæka uppbyggingu Háskólans, ef við eigum ekki að lenda í algeru öngþveiti. Eg efast ekki um góðan vilja þeirra manna, sem þessum málum ráða, en ég er ekki viss um, að þeir geri sér ljóst, hve ástandið er ískyggilegt. Ef við ætlum að hafa hér háskóla sem er meira en embættis- mannafabrikka, verður að auka stórkostlega fjárveitingar til bygginga Háskólans. Allar deildir hans búa nú við hús- næði, sem kemur í veg fyrir, að hægt sé að sinna vísinda- störfum. Ef við ætlum ekki að missa öll okkar vísinda- mannaefni út úr landinu, verð um við að skapa efnilegum námsmönnum, sem ljúka prófi við Háskólann, aðstöðu til að starfa þar áfram að vísinda- rannsóknum. Þá er ekki úr vegi að minnast á bókasafns- málin. Undirstaða þess, að há- skóli geti rækt hlutverk sitt, er gott bókasafn, en eins og nú standa sakir eru þau bóka- söfn, sem til eru í landinu, hörmulega ófullkomin og að- staða þeirra, bæði hvað snert- ir húsnæði og lcaup á erlend- um bókum, algerlega óviðun- andi. Auðvitað kostar þetta allt milcið fé, en sparnaður í þess- um efnum er hliðstæður þvi, ef útgerðarmaður tímdi ekki að kaupa björgunartæki í skip sitt. — Hvað hefurðu að segja um námsaðstöðu íslenzkra stúd- enta rniðað við það, sem gerist með öðrum þjóðum? Hún er á engan hátt sam- bæi'ileg. Eg býst við, að ís- lenzkir stúdentar verji að með- altali a.m.k. hálfu árinu til að vinna fyi'ir sér og margir miklu meira. Fjárveitingavald- ið verður að gera það upp við sig, hvort það er hagkvæmt, að námsmenn komi 2-3 árum scinna til starfa í sinni grein vegna þess, að þeir hafa neyðzt til að starfa á öðrum sviðum, sem annað hvort krefjast ekki sérmenxitunar eða þeir liafa ekki fulla menntun til að leysa aíy hendi. Eina leiðin til að bæta lir þessu er stói'- aúftnir styrkir eða lán til stúd- enta. ~p-~ Er mikið um félagslíf mqðal stúdenta í íslenzkum frá^ðum? - Eg er nú búinn að liafa upþi svo rnikinn barlóm, að ég-þori varla að segja, að liús- xxæðisskorturinn hái því mjög. Samt sem áður reynurn við að hiítast svo sem eitt kvold í mánuði og röbbum þá gjarnan um einhver af hugðarefnum okkar yfir kaffibolla. Við höf- um með okkur félag, sem nefnist „Mímir.” Það hefur nú starfað í 17 ár, og hefur starf- senxi þess farið mjög vaxandi síðustu 3-4 árin. Auk þessara kvöldfunda okkar förum við tvisvar til þrisvar á ári saman í ferðalög á sögustaði, og hef- ur menntamálaráðuneytið veitt okkur styrk í því skyni. Tvisvar á ári höfum við hald- ið „rannsóknaræfingar” í sam- vinnu við Félag íslenzkra fræða Hefjast þær venjulega með því, að einhver lærður maður flytur erindi, en síðan hressa þátttakendur sig á dýr- um veigum og þi’eyta samræðu list. fram eftir kvöldi. „Mímir” gefur út samnefnt tímarit, og kom 1. tbl. 3. árg. út fyrir fá- einum dögum. — Eru Stúdentaráðskosn- ingar á næstunni, Vésteinn? — Já, þær ex-u núna um helgina. Fvrir 2-3 árum var kosningunum breytt í það horf að vera ópólitískar. Misjafn- lega hefur gengið að halda sig við betta. en við Mímis- menn höfum alltaf staðið fast-4 saman um framboð innan I-Ieimspekideildar án tillits til pólitískra flokkadrátta. Með fulltingi velviliaðra B.A.-manna hefur okkur tekizt að fá kjör- inn fulltrúa úr liópi þeiri'a, sem ieggia stund á íslenzku. íslenzk fræði hafa svo mikla sérstöðu í Heimsoekideild, og þar sítja menn svo miklu leng- ur en þeii-, sem lesa til B.A.- prófs, að talið hefur verið sann gjarnt, að annar fulltrúi deild- arirmar í Stúdentaráði væri úr íslenzkum fræðum, þó að hinir séu margfalt fleii-i. — Hefurðu nokkru við að bæía? — Ekki öðru en því að há- skólinn megi eflast sem mest og stuðla jafnan að aukinni fai'sæld þjóðarinnar. —hjp. XtiWWWHMIIWMMWHMMWWMWMMWW ÞJOÐARMORÐ Framh. af bls 7 forsætisráðherrann. Peter Ngen- dandunxwe, er Hutu. Ngendandumwe er um þessar mundir á ferðalagi um Austur- Afríku að ræða við ráðamenn um möguleikana á aðild Burundi að fyrirhuguðu sambandsríki Austur- Afríku. Þótt ráðamenn í Austur- Afríku hafi áhuga á þessu, er lík- legt að forsætisráðherrann verði inntui- náið eftir ástandinu í Rwánda. Forsetarnir Kenyatta, Nyerere og Obote lxljóta að vilja forðast það, að verða flæktir í mál, sem þeir mundu telja „Kon- góástand.” SÞ Rwanda-stjórn getur ekki hald- ið uppi lögum og reglu og Sam- einuðu þjóðirnar hafa ekki leng- ur rétt til að hlutast til urn inn- j anríkismál landsins. Þess hefur ' verið fai'ið á leit við embættís- menn Sameinuðu þjóðanna, að þeir skiptu sér af ástandinu, en þeir munu hafa tekið þá afstöðu, að þeim komi innanrikismál R- wanda ekki við. Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna og starfslið hans hafa unnið að því baki bi'otnu að koma þeirn; sem harðast urðu úti eftir hermdarvex-kin 1959 fyrir í ná- grannarikjunum fiómm. Enginn aðili getur eða vill skiota sér af síðustu hermdarvei’kunum. En • ferðamenn og útlendingar búset1,ir í Rwanda telja nauðsyn- legt, að Sameinuðu þióðirnar láti málið á einhvem hátt til sín faka til þess að Tutsi-mönnum verði ekki útrýmt með öllu. Tutsi-menn eru 10% hinna 2.5 millj. íbúa Rwanda og bar sem láta mun nærri, að 10.000 manns hafi verið drennir dagleea á und- anförnum mánuðum er óttazt aö takmark Kavibandas forseta sé að útrýma öllum hinum 250 þús. Tutsi-mönnum. Enn sern komið er, hafa Tut.si- menn ekki reynt að sýna and- spyrnu og nú er talið, að eina leiðin til þess að bjarga þeim fiá útrýmingu sé sú, að þeim verði léyft að fara úr landi undir eftir- liti Sameinuðu þjóðanna eða að þeir verði fluttir til afmarkaðra svæða, sem þeir fái til eignar. Þrtr dagar __ Framh. úr opnu tíma lækkaði hjólbarðaverð hér innanlands almennt, begar Brid- gestone-hjólbarðarnir komu á markaðinn, og vegna sölunnar hér á landi, ákvað fyrirtækið. að koma sér hér upp frilagernum á eigin kostnað. en væntir þess vítanlega að salan aukizt enn vegna þess. í tilefni af þessu er einn af fulltrúum Bridgestone- umboðsins í Hamborg væntanleg- ur hingað á næstunni. Kjaradómur Framh- af 1. síðu sanxa vinnuveitenda 3ja mánaða laun á hverjum 12 mán. og eftir 10 ára starf hjá sama vinnuveit- enda 3ja mánaða full laun og 3ja mánaða hálf laun á liverjum 12 mánuðum.H í 16. og síðustu gr. segir: „Úr- lausn kjaradóms skal gilda frá 1. október 1963 ti' 31. descmber 1965 Verði almennar og verulegar kauphækkanir á þessu tímabili, án þess að uppbætur verði greiddar skv. vísitölu eða á annan hátt, skulu kaupgjaldsákvæðin endui'- skoðuð." 10 7. febrúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.