Alþýðublaðið - 09.02.1964, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 09.02.1964, Qupperneq 8
anna, en þangatS flutti hann, er hann kom alkominn heim fyrir sex árum. Sigurjón hafði vinnu- stofu í bragga við hlið íbúðarhúss ins. En nú hefur hann reist sér í- búðarhús, fyrir nokkru, og er með vinnustofu í smíðum. Það er ekki seinna vænna að þessi ágæti lista- maður fái sæmandi hú næði til starfsemi sinnar. Mér er kunnugt um annan lista- mann þarna á nesinu, en það er Einar Baldvinsron, listmá'.ari. Ef Laugarnesið fær að vera í friði fyrir tæknimannvirkjum, svo sem verksmiðjum og malbiki, þarf hið opinbera að gera gang- skör að því að skipuleggja nesið og þrífa það af kofaskriflum og öðru því rusli sem óprýðir það og jafnframt að varðveita það sem líkast sinni upphaflegu mynd- Þó að væntanleg höfn kæmi til með að verða samfe'ld allt inn í Voga, mætti nesið standa óskert. enda veitir ekki af einni vin í hverja eyðimörk. Laugarnes mun vera landnáms- jörð, þó upphaflega hafi hún til- heyrt stórbóndanum Ingólfi. Hallgerður langbrók bjó í Laug arnesi síðustu ár æfi sinnar og mun heygð þar. Mér var tjáð að liún hafi í draumi birzt spökum manni og skyggnum og beðið hann að sjá til þess að bautasteinn yrði árangur í baráttunni við þennan sjúkdóm, og þegar brunann bar að höndum voru aðeins fáir sjúkl- ingar eftir í Laugarnesspítalanum. Þessir sjúklingar voru fluttir í Kópavog hæ ið, sem upphaflega var byggc sem útibú, frá Vifils- stöðum. Hold„veikraspítalinn stóð framarlega á ne inu, eða á svip- uðum stað og biskupsstofan áður. Laugarnes var stór jörð, átti land inn að Kleppi, niður að Fúla? læk, Kringlumýri og meirihlut- ann af Fossvogi. Útræði var í Laugarnesi og eru þar tvær varir, sitt hvorum meg- in við nesið, nefndar Suðurvör og Norðurvör. Margir munu eflaust kannast við Laugarnesleir og ekki síður stofnanda þe_s fyrirtækis Gest Þorgrímsson. Foreldrar Gests bjuggu í Laugarnesi og var fað- ir hans Þorgrímur Jónsson, mikill hagleiksmaður og lagði gjörva hönd á margt, stundaði m. a. söðla smíðar og veggfóðrun auk búskap- arins. Samkvæmt upplýsingum Gests, bjó Þorgrímur allscóru búi, hafði flest 12 kýr. Þorgrímur var mikill hestamaður og átti marga hesta. Auk þess annaðist hann hesta’- gæzlu fyrir Keykjavíkurkaupstað, Hann hýsti og sá um þá hesta sem ferðamenn og bændur, sem lögðu Einn er sá staður meðal fárra í umdæmi Reykjavíkur, sem enn er tiltölulega óspilltur af völd- um tækninnar, en það er Laug- arnesið. Samkvæmt venju mun þess várt langt að bíða að á því verði breyt- ing og nesinu spillt, vegna „nú- tímaþarfa". í ráði mun að halda lagningu Skúlagötunnar áfram og lengja hana enn og mun hún skera nes- ið í sundur. Það má segja að þetta sé óhj^kvæmilegt, en það er ekki sama hvar nesið er skorið í tvennt. Hvort verksmiðjubyggingar eru ráðgerðar á nesinu, er mér ekki kunnugt, en væntanlega er ekki svo. Verði slíkar byggingar leyfðar þar, er búið að eyðileggja einn sérkennilegasta staðinn í Reykjavík. Fjaran í Laugarnesi er ein sú fegursta og „skemmtileg- asta“ í nágrenninu, enda heillar hún þá sem vilja komast í snert- ingu við hafið og þanglyktina . . Það er ekki ný bóla að láta ,,þarfir“ borgarinnar vera í misk- unnarlausu fyrirrúmi, þekja hvem auðan blett köldu malbikinu hvergi grastó eða óspilltur steinn. Við hernám var Laugames út- atað bröggum o öðmm her- mannvirkjum og sjást þess merki enn í dag. Eitthvað rámar mig í blaðaskrif um örlög Laugamess og tóku skrifendur upp hanzkann fyxir nes ið, og vildu friða þennan reit. Einn skrifenda, minnir mig, vildi gera Laugarnes að listamanna nýlendu og finnst mér sú hugmynd mjög athyg'isverð, að ekki sé meira sagt. Sigurjón Ólafsson bjó til skamms tíma í einu hermannahús- settur yfir gröf sína og bent hon- um á staðinn. Því miður hafði ég ekki tæki- færi til að grennslazt fyrir um sannleiksgildi þeirrar sögu áður en grein þessi birtist í blaðinu og bíður það betri tíma. Laugarnes var biskupssetur og kirkjustaður fyrr á árum. Bærinn stóð á svipuðum stað og nú, en biskupsstofan á svipuðum stað og nú stendur hús Sigurjóns mynd- höggvara. Einn síðasti biskupinn sem sat Laugarnes mun hafa verið Stein- grímur Johnson. Hann lézt úr lungnabólgu af völdum ofkæling- ar, er hann var viðstaddur hval- dráp í krikanum við Örfirsey. Það þótti tíðindum sæta er Stein grímur biskup var jarðaður, að mun fleiri menn þyrfti til að bera kistu hans en venjulega, enda var biskupinn mjög feit- laginn- Danskir Oddfellowar reistu holdsveikraspítala í Laugarnesi um aldamótin síðustu og gáfu hann íslenzka ríkinu. Staðurinn var valinn með það fyrir augum, hve „afskekktur" hann var. Bygging . holdsveikraspítalans var mikið afrek, en svo óheppi- lega vildi til að hann brann til kaldra kola nokkrum árum seinna. En þá þégar hafði náðst ótrúlegur leið sína til Reykjavíkur, höfðu með sér, en eins og kunnugt er höfðu þeir oftast með sér marga hesta til að flytja á varning þann er þeir keyptu í Reykjavík, heim. Þegar Þorgrímur lézt tók Elli- heimilið jörðina á leigu og rak þar búskap um hrið. Seinna var samþykkt að Menntaskólinn fengi jörðina undir skólahús en horf- ið var frá því síðar. Nú býr í Laugarnesi, Sigurður Ólafs on, sá landskunni söngvari og hestamaður. Ég ætlaði að hringja til hans og fá hjá honum upplýsingar um búskapinn, en frúin tjáði mér að Sigurður væri upp á Kjalarnesi. Þá var ekki um annað að ræða en spyrja frúna í staðinn og gaf hún mér eftirfarandi upplýsingar: — Kúabú hefur ekki verið í Laugarnesi síðan Elliheimilið hætti rek tri þar, en það mun hafa verið 1945 eða ’46. Við flutt- um í Laugarnes 1947 og höfum haft kindur lengst af. Nú er þó svo komið að grundvöllur fyrir fjárbúi er enginn lengur, þar eð búið er að þrengja svo að okkur með byggingum vöruskemma og fleiri mannvirkja. Nú er aðeins ein kind eftir, svona handa börnunum að horfa á- En hesta eigum við ennþá, alls -8 9. febrúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.