Alþýðublaðið - 12.03.1964, Side 4

Alþýðublaðið - 12.03.1964, Side 4
Lárus Jóhannesson er hættur dómarastörfum Reykjavík, 11. marz. IjÁRUS JÓHANNESSON, hæsta- réttarlögmaður, heíur sag:t af sér embætti og hyggur á málaferli á hendur vikublaðiuu Frjálsri þjóð fyrir róg, að l>ví er Morgunblao- Flak RB 66 Framh. af 3 .síðu sovézkir hermenn sakaðir um að hafa vísvitandi skotið nið- ur könnunarflugvélina. Þess var krafizt, að áhöfnin og flug vélarflakið yrði sent aftur frá Austur-Þýzkalandi. Lögð var áherzla á, að misskilningur hefði valdið því, að flugvélin flaug yfir landamæri Austur- . -og Vestur-Þýzkalands. Af opinberri hálfu er sagt i að ekki sé vitað hvaða óhapp , hafi getað komið fyrir. Ahöfn in hafði sérstök fyrirmæli um, • að fljúga ekki nálægt komm- únistísku landi, einkum vegna þess, að bandarísk æfinga- . flugvél var skotin niður yfir Austur-Þýzkalandl 28. jan- úar, segja þessar heimildir. ið hefur eftir dómaranum í dag. í viðtali við blaðið segir dómar- inn, að hendur hans hafi verið bundnar gagnvart „árásum Frjásr ar þjóðar á mig‘” á meðau^hann var hæstaréttarlögmaður. I viðtalinu segir Lárus m. a.: „Þegar mér hefur verið veitt lausn frá embætti, get ég án til- lits til Hæstaréttar eða virðing- ar hans brugðizt við árásum Frjálsrar þjóðar á mig, eins og ég hefði kosið, og gert þær ráð- stafanir, sem mér þykja nauð- synlegar, til þess að verja heiður minn. A meðan ég var í Hæsta- rétti voru hendur mínar bundnar af þeim venjum, sem þar hafa myndazt. Nú er ég tilbúinn í stríð, og árásir blaðsins bíta ekki lengur á mig. Nú geta þessir menn ekki lengur skákað í því skjóli, að þeim verði ekki svarað á við- eigandi hátt. Ég lief nú komizt { þá aðstöðu að verða að segja af mér embætti til þess að bera hönd fyrir höfuð mér, og gæti það orð ið aðstandendum Frjálsrar þjóð- ar dýrt spaug“. Þá er þess getið, að í stefnu sinni á hendur ábyrgðarmanni Friálsrar þjóðar og stjórnendum blaðsins krefjist Lárus Jóhannes son þess, að ummæli blaðsins um j hann verði dæmd dauð og ómerk. i Ennfremur að ábyrgðarmaður blaðsins, Einar Bragi Sigurðsson, | verði dæmdur í fangelsisrefsingu og verði auk þess gert að greiða Lárusi skaðabætur fyrir það tjón, „sem ég lief beðið út af rógi blaðsins, að upphæð krónur 500.000,00 — fimm hundruð þús- i und — með 7% ársvöxtum frá birtingardegi stefnu til greiðslu- dags”. Tekur Lárus fram í stefn- unni, að ekki sé aðeins átt við beint fjárhagstjón, heldur einn- j ig bætur skv. 264. grein almennra j liegningarlaga „fyrir þjáningar, lineisu og óþægindi, svo og fyrir röskun á stöðu og högum”, eins og segir í stefnimni. j LÚÐVÍG Guðnmndsson fyrrv. skólastjóri, hefur sent blaðinu mynd þessa til birtingar. Á neðri hluta myndarinnar er annað hinna miklu háhúsa að Austurbrún, sem er 12 hæðir auk þakhýsis (penthouse), alls 37,5 metrar að hæð. Ofan á þá mynd er tyllt mynd að sama húsi, þannig að alls eru þetta 34 íbúðarhæðir, auk tveggja- þakhýsa, eða alls 75 metra hæð. — Inn í myndina af hús unum er síðan Hallgrímskirkja tciknuð í sama mælikvarða. wwwuuwwuwwwwv (iiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiimiiiiuiiinii|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimnMnnmminiiiiiiiii«»inmmM*oi”Hiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*' 5 f £ í i ?■ 1’ §• M li', I i n Fagurt skal mæla, en flátt hyggja”, Sagði Einar Olgeirsson um Framsókn Reykjavík, 11. marz EG. FJÖRUGAR umræður urðu í sameinuðu þingi í dag út af fyrirspurn, sem Sigurvin Ein- arsson (F) bar fram til ríkis- stjórnarinnar um livað fiði framkvæmd þingsályktunar frá því í fyrra um ráðstafanir til að stöðva fólksflót a af Vestjörðum. Margir þingmenn kvöddu sér hfjóðs, 'og í umræðunum sagði Eysteinn Jónsson meðal annars, að Framsóknarflokkur inn hefði ævinlega verið hlynnt ur hvers konar áætlanagerð, og væri það þjóðsaga ein, að Fram sókn hefði komið í veg fyrir stofnun áætfunarráðs á tím- run vinstri stjórnarinnar eins og Einar Olgeirsson skýrði frá í umræðuilum. Þegar Eysteinn hafði talað tvisvar mælti Ein- ar Olgeirsson til hans úr sæ i sínu: „Fagurt skal mæla, en flátt hyggja.“ SIGURVIN EINARSSON fylgdi fyrirspurn sinni úr hlaði með nokkrum orðum, en fyrir svörum varð Emil Jóns- son, félag málaráðherra (A). Emil sagði, að umrædd þings ályktun hefði verið send fél- agsmálaráðuneytinu í maí í fyrra. Ráðuneytið liefði síðan sent hana Framkvæmdabank- anum til fyrirgreiðslu, en þar eð hagdeild bankans hefði ver- ið lögð undir Efnahagsmála- stofnunina, hefði hún tekið þetta að sér í samráði við bank ana. Samkvæmt upplýsingum, sem fyrir lægju, hefði Valdi- mar Kristjánsson, viðskipta- fræðingur verið fenginn til að vinna að þessu verkefni, og OECD hefði samþykkt að greiða ko nað af dvöl norsks sérfræðings, sem væntanlega mundi koma hingað í sumar. Væri ætlunin að ljúka þe; athugun á þessu ári, sem þings- áíyktunin gerir ráð fyrir. SIGURVIN EINARSSON (F) -kvartaði yfir hægagangi í mál- inu og taldi félagsmá’aráðuneyt -ið ekki;liafa sinna því sem skyldi. HANNIBAL VALDIMARS- SON (k) kallaði þingsályktun- ina, sem hér um ræðir, „yfir- drepstillögu“ og „hræsnimeist arastykki." Hæddist hann að því, að leitað skyldi hífa verið sérfræðiaðstoðar erlendis og kvað slíkt hlægilegt. Sagði hann, að þingmönnum Vest- fjarða liefði verið nær, að fylgja ýmsum umbótatillögum, sem nú lægju fyrir A'þingi og snertu Vestfirði, en að ljá þess ari tillögu lið. GÍSLI GUÐMUNDSSON (F) kvaðst harma, að ekki hefði verið' unnið betur að málinu en í ljós hefði komið, og taldi að heppilegra liefði verið að senda mann til Noregs en að fá mann þaðan. MAGNÚS JÓNSSON (S) sagði, að ekki væri hægt að ræða þetta mál efnislega.í fyr irspurnartíma. Sá tími er mark aður hefði verið til að fram- kvæma umrædda þingsályktun hefði verið allt of skammur, því hér væri við erfitt vanda- mál að etja, sem fólksflóttinn væri. Það er ekki þjóðhags'ega heppilegt, sagði Magnús að alls staðar sé kappkostað að við- halda byggð þar sem einhvern- tíma hefur verið byggð. Þetta mál yrði að taka föstum tökum oð vinna kerfisbundið að lausn þess. EINAR OLGEIRSSON (K) sagðj að hér væru lögmál pen- > ingavaldsins að verki, sem drægju atvinnuna þangað sem atvinna væri fyrir og væri þe ta meginorsök fó’ksflóttans. Nauðsynlegt væri því að hafa áætlunarráð, sem jafnframt væri stjórn Seðlabankans, sem stjórnað gæti fjármagninu. Þetta hefðu Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið verið sam mála um í vinstri stjórn, en Framsókn liefði komið í veg fyrir að það kæmist í fram- kvæmd. EMIL JÓNSSON, félagsmála ráðherra (A) tók aftur til máls ög undirstrikaði, að ríkisstjórn in og félagsmálaráðuney.ið hefðu gert það eitt, sem þeim bar í þessu máli, þ. e. a. s. að koma því áleiðis til þess aðila er framkvæmdir skildi ann- ast .Hann benti á, að Norðmenn hefðu einmitt mikla reynslu í þessum málum og því væri það fyrir neðan allar hellur, að menn skyldu leyfa sér að líta þeim augum á málin sem Hann ibal Valdimarsson hefði gert. Til að vinna þetta verk þyrfti mjög mikla gagnasöfnun, og undirbyggja þyrfti framkvæmd ir í svona málum með sérfræði þekkingu. EYSTEINN JÓNSSON (F) sagði -að það væri fjarstæðu- kennd þjóðsaga, að Fram- sókn hefði komið í veg fyrir stofnun áætlunarráðs í vinstri stjórninni eins og Einar Ol- geirsson hefðj haldið fram. Framsóknarflokkurinn liefði liins vegar alliaf verið mjög hlynntur áætlunargerð eins og marka mætti af verkum hans. Vitnaði hann síðan í ræðu sem hann sjálfur hélt árið 1956 máli sínu til suðnings. Eysteinn kvaðst vera í stjórn Fram- kvæmdabankans og ekkert hefði hann heyrt þar um þá þingsálýktun er til umræðu væri HANNIBAL VALDIMARS- SON (K) sagði, að bersýnilegt væri að illa hefðl verið unnið að framkvæmd þessa máls, 'og það hefði ekki verið tekið föst um tökum. Taldi sem fyrr fá- sinnu að leita til þeirra sem reynslu liafa um sérfræðilega aðstoð á þessu sviði. EINAR OLGEIRSSON (K) kvaðst halda, að lítið þýddi að bæta minni Eysteins síðan í vinstri stjórninni. Þá hefði starfað nefnd allra stjórnar- flokkanna í banka- og íjármál- um og þar hefðu fulltrúar Al- þýðuflokksins og Alþýðubanda lags með stuðningi þingflokka sinna lagt til að stofnað yrði á- ætlunarráð. Þetta hefði hins vegar strandað á fulltrúa Fram sóknar í nefndinni, Skúla Guð- mundssyni og ekki þyrfti að efa að hann hefði haft stuðn- ing þingflokks síns í því máli. Þetta væri aðeins dæmigert fyrir þá háttu Framsólcnar að drepa niður góð mál meðan hún.væri í stjórn, en veita þeim liðsinni utan stjórnar. EYSTEINN JÓNSSON (F) tók aftur til máls og kvaðst ekkert vita hvað gerzt liefði í þessari nefnd, og væri alrangt að þetta hefði strandað á Fram sókn í ríkisstjórninni. Þegar Eysteinn hafðj lokið máli sínu kallaði Einar Olgeirs son úr sæti sínu: „Fagurt skal mæla, en flátt hyggja.-“ Var umræðunni um fyrirspurnina þar með lokið. NÝR ÞINGMAÐUR ★ Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli (F) hefur nú tekið sæti á Alþingi í stað Hermanns Jónssonar. GEÐVEIKRALÖG ★ Ragnar Arnalds hafði í dag framsögu fyrir allsherjarnefnd sem haft hefur til meðferðar tillögu frá Alfreð Gíslasyni (K) urn undirbúning geðveikralaga. Nefndin mælir með því að til- Franihald á síðu 13 % ufiiliriiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiil|||||ll|i|M|l|l||||l|ll|||l|l||mimil,ll|||||||ll||, ,,,11111,1111, ,,,,,,ii,ii,ll,l,li, ininiinnMuuniMuumminimim ii iiiiiiiiiiiiiiiiiu, iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiii, iiifiiiiiii,, nm, ,lil„lillii„„ilmliliiii,i„„, nmmiHMnnmnmiiuuiuiminm „immui •i(Miiu-. *| 12. marz 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ vVUimiimmimtiiiitmimiiiimitimuiitmmiiimmiiHiiimiiiiimiiuiriiiiuiiiiiitimiiiiiitiitimiiiiiimimiiiiiiiimiiifiiiimimimiimimiiiiiiiiiiimiiiiiiiriiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiimmiiiiiiiiiinimiiiiiu'*

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.