Alþýðublaðið - 21.03.1964, Blaðsíða 9
vatna, þó að ekki sé verið að leita
að virkjarílegu vatnsmagni. Og
Veðurstofan hefur m.a. fullan hug
á að gera sem bezta grein fyrir
úrkomunni í landinu.
í því skyni er um þessar mund
ir verið að vinna að gerð úrkomu
korts, sem á að sýna úrkomu-
magn í meðalárferði um allt
land, og eru þá notaðar allar til
tækar nýjar og gamlar mælingar.
Kort þetta á að geta gefið allör
ugga hugmynd um úrkomu í flest
um byggðum. Á hálendinu er
hins vegar við lítið að styðjast
af beinum bælingum, en mæling-
ar Raforkumálaskrifstofunnar á
rennsli í ám veita góðan stuðn-
ing. Suðausturlandið er úrkomu
samasti hluti landsins. Þar rign
ir 1700 — 2000 mm. víðast hvar,
og á stöku stað jafnvel ennþá
meira. í Vík í Mýrdal er meðalúr
koma 2256 mm og hefur sá stað-
ur um langt árabil verið úrkomu
samasti mælistaður okkar, en nú
síðustu árin hafa áhugasamir á-
búendur á Kískerjum komið til
iiðs við Veðurstofuna og slegið
met Víkur, því að þar virðist
meðalúrkoman vera um 3500 mm.
Sé haldi^ norður yfir Vatnajökul.
skiptir gersamlega um og er þar
komið á þurrasta svæði landsins.
Efst í Bárðardal, á Mýri er meðal
úrkoma aðeins 365 mm. Innst í
dölum í Húnavatssýslu er einn
ig mjög þurrt og svo mun einnig
vera í Eyjafirði og Skagafirði,
Regnguðinn. Gömul mynda-
stytta frá Mexico.
en þaðan skortir mælingar.
Úrkoman getur verið mjög
breytileg á litlu svæði og Vcður
stofan hefur tekið sér fyrir hend
ur að kanna sérstaklega nágrenni
Reykjavíkur og Suðvesturlandið,
en það svæði er auðveldast viður
eignar fyrir fáliðaða stofnun, því
að ekki þarf langt að fara.
Sú áthugun hefur leitt í ljós aS
úrkoma vex mjög ört eftir því
sem fjær dregur sjónum en nær
fjöllunum. Þannig er fast að helm
ingi meiri úrkoma í Heiðmörk en
í Reykjavík sjálfri. Á Suðurlands
undirlendinu hefur verið starf-
rækt allþétt stöðvanet frá 1960,
og við höfum rekið okkur á þá
staðreynd, að sé ferðast með
ströndinni frá Eyrarbakka aust
ur að Hólmum í Landeyjum, byrj
ar ferðalagið með rösklega 1300
mm úrkomu, en síðan liggur leið
in gegnum mun þurrari svæði,
í Gaulverjabæ og Þykkvabæ aust
ur undir Bergþórshvoli, en þar
reynist ársúrkoma innan við 1000
mm. Síðan eykst hún aftur og er
orðin um 1200 mm á Hólmum í
Austur-Landeyjum.
Þetta eru nokkrar einfaldar upp
lýsingar. sem fá má af mælingum
þeirra 104 manna, sem á hverj-
um morgni ganga út að regnmæl
inum, hella því sem dropað hef
ur í mælinn í mæliglas og standa
í því að bræða snjó þegar svo
ber undir. En það má nýta það
sfni, sem þeir þannig afla til mun
meiri rannsókna, og nú á næst-
unni mun Veðurstofunni bætast
góður liðsauki við alla úrvinnslu,
þar sem rafeindareiknivélar verða
tiltækar bæði við Háskólann og
hjá Skýrsluvélum ríkisins og
Reykj avíkurborgar. Væntanlega
getur Veðurstofan því á næstu
Framh. á 5. síðn
^MiuiimiiiiiitiiiiiiitiiiiimiimiiiiiimiiiiiiimiuiimmiiiiiimiiimiiiiimiiK ;mmmmmmmmmmmmmmimmmmii
HANDRIT AMÁLIO
Fyrir nokkru átti blaðamað-
| ur frá aðalmálgagni danskra
| jafnaðarmanna, Aktuelt, við-
1 tal við mig um handritamáiið.
| Ég sagði honum, að með sam-
| þykkt danska þjóðþingsins á
= frumvarpinu um afhendihgu ís
| lenzku handritanna til íslands,
i teldi ég málinu raunverulega
| hafá verið ráðið til lykta.
I Danska þjóðþingið samþykkti
I frumvasrpið með yfirgnæfandi
| meirihluta atkvæða. En í við-
í ræðum þeim, sem fram fóru áð-
| ur, hafði því verið lýst yfir af
| hálfu íslenzku ríkisstjórnar-
| innar, og var sú yfirlýsing gef
| in að höfðu samráði við alla
| þingflokkana, að sú lausn, sem
I fólst í frumvarpi dönsku stjórn
| arinríar, væri endanleg og full
f nægjandi lausn á þessu gamla
f deilumáli frá sjónarmiði ís-
§ lendinga. Þá sagði ég blaða-
Í manninum ennfremur frá stofn
I un Handritastofnunar íslands,
| ríflegum f járveitingum til henn
Í ar og fyrirhuguðum byggingar-
Í framkvæmdum í hennar þágu.
Í Ég undiirstrikaði vilja íslend-
i inga til þess að búa hér sem
= bezt að hvers konar rann-
= sóknum á handritunum og út-
f gáfu á þeim.
| Blaðamaðurinn liafði einnig
f samband við formanninn í
f stjórnarnefnd Árnasafns, Christ
f ian Westergaard-Nielsen, próf-
f essor við Árósaháskóla. Mun
Í prófessorinn hafa sagt blaða-
I manninum, að svo kynni að
Í fara, að einhverjir danskir vís-
Í indamenn muni ekki viður-
= kenna gildi laganna, þótt þjóð-
þingið samþykki þau öðru
sinni. Svo sem kunnugt er,
taldi nægilega stór hópur þing-
manna þjóðþingsins lögin á
s|num tíma jafngilda eigna-
upptöku, en slík lög geta ekki
tekið gildi, samkvæmt dönsku
stjórnarskránni, nema þjóð-
þingið samþykki þau tvívegis
og almennar þingkosningar fari
fram milli þess að frumvarpið
er samþykkt. Af hálfu þess
meirihluta, sem að samþykkt
frumvarpsins stóð á sínum
tíma, var því lýst yfir, að
hann myndi samþykkja frum-
varpið öðru sinni, að afstöðn-
um kosningum.
í raun og veru var því hér
aðeins um frestun á fram-
kvæmd handritaafhendingarinn
ar að ræða, þar eð enginn mun
efast um, að flokkar þeir, sem
stóðu að samþykkt frumvarps-
ins á sínum tíma, muni halda
yfirgnæfandi meirihluta í þjóð-
þinginu. Þetta er hinum danska
prófessor án efa kunnugt. Öll
lagahlið málsins var og athug-
uð mjög gaumgæfilega, áður en
frumvarpið var lagt fyrir þjóð-
þingið og meðan á meðferð þess
í þinginu stóð. Ef einhverjir
danskir vísindamenn hugsa sér
að véfengja gildi laganna, þeg-
ar þjóðþingið hefur fjallað um
þau öðru sinni, virðist það ekki
geta orðið til annars en þess,
að valda á ný hvimleiðum deil-
um um málið innan Danmerkur.
Slíkt hlytu íslendingar mjög
að harma. Meðferð danskaþjóð
þingsins og dönsku ríkisstjóm-
arinnar á þessu máli hefur bor
ið danskri víðsýríi og dönskum
höfðingsskap svo fagurt vitni,
að það væri sannarlega miður
farið, ef nýja skugga bæri á
síðustu sporin á langri göngu
til leiðarenda í miklu og vanda-
sömu máli. Handritamálið er
siðasta deilumálið milli Dana
og íslendinga. Sú lausn á þessu
máli, sem fólst í frumvarpinu
um handritaafhendinguna. bar
vott um einlægan vilja af hálfu
danskra stjórnarvalda til þess
að binda slíkan enda á málið,
að hann gæti orðið traustur
hornbteir n ævarantdi vináttu
Dana og íslendinga. Þetta hef-
ur íslenzka þjóðin í heild kunn
að að meta. Þess vegna mundi
hún harma það, ef einhver hóp
Ur danskra vísindamanna enn
á ný hæfi deilur um málið við
yfirgnæfandi meirihluta síns
eigin þjóðþings og sína eigin
ríkisstjórn.
v.nrmmirniijiiiiiimiiiiiiiiiiiuii. 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 iiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiib>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii^
Símanúmer okkar er
nú 21060
Handrið — Plastásetningar — Járnsniíði
JÁRNIÐJAN s/f
Miðbraut 9. — Seltjamarnesi.
Tökum upp £ dag
Vatteraðar
nælon - barnaúlpur
Verð aðeins:
Nr. 2
kr. 590.-
Nr. 4 — 6 og 8
kr. 640.-
Nr. 10 — 12 og 14
kr. 690.-
Austurstræti 9.
Ritarastaða
er laus til umsóknar á vita- og hafnamálaskrifstofunni. Sér
stök áherzla er lögð á góða vélritunarkunnáttu.
Umsóknir, er greini frá venjulegum upplýsingum (aldur,
menntun, fyrri störf o.s.frv.). sendist skrifstofunni fyrir
1. april n.k.
Laun samkvæmt kjarakerfi opinberra starfsmanna.
Upplýsingar um starfið veittar næstu daga frá kl. 9—11.
Vita- og hafnamálasferifstofan.
Aðalfundur
Meístarasambands byggingamanna í Reyfejavík.
verður haldinn í dag, laugardaginn 21. marz n.k. kl.14.,30
í Skátaheimilinu við Snorrabraut, gengið inn frá Egilsgötu.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg affalfundarstörf.
2. Hækkun árgjalda.
3. Önnur mál.
^ \
Stjórnin.
Auglýsingasími
ALÞÝÐUBLAÐSINS
er 14906
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ — 21. marz 1964 $