Alþýðublaðið - 10.04.1964, Blaðsíða 7
Kénn hinum unga, hvaða veg
hann eigi að ganga og síðar
mun hann ei af honúm víkja.
ÉG SIT á biðstofunni og bíð þess
að vera hleypt inn, á móti mér
situr kona. Hún er gráföl og rnó-
leit í andliti og augnaumbúnaður-
inn áberandi grár. í andlitinu er
mikið af smáhrukkum. Hún ber
allt útlit reykingakonunnar. Mér
verður hugsað til kvennanna í sveit
inni heima, þegar ég var að alast
upp. Sumar voru að vísu yinnu-
lúnar eldri konur. En þœr voru
yfirleitt blómlegar fram á efri ár.
Þá var ckki í tízku að kvenfólk
reykti. Ég hef veitt því athygli,
hvað kvenfólk, sem reykir, breytist
í útliti. Fyrst er unga stúlkan
biómleg, með blikandi skær augu.
Svo fara rósirnar í kinnum hennar
að fölna. Hún verður gráföl í and-
liti. Smám saman lætur hún meira
ásjá, verður hrukkótt og grómóleit
á andliti. Síðast er hún hefur reykt
mikið árum saman kemur tóbaks-
liturinn alveg fram á andliti henn-
ar. Augnaumbúnaðurinn fær al-
veg lit tóbaksins. Flvað um heilsu-
far hennar?
Ég hlýddi á rabb í útvarpinu um
daginn og veginn i vor og minnist
þess að fyrirlesarinn sagði, að fólk
íð á heilsuhælum landsins væri að
deyja af völdum reykinga. En við-
urkennir þetta fólk sannleikann?
Eða er ekki svo, að það kennir ein
hverju öðru um krankleika sinn
en vill ekki horfast í augu við stað-
reyndir?
Út er komin í Englaodi bók, sem
fjallar um skaðsemi reykinga og
hina margvíslegu sjúkdóma, sem
rekja má til þeirra. Þyrftum við
ekki einnig á slíkri bók að halda?
Ég er ekki viss um að æskan skelli
alveg skollaeyrum við fræðilegum
staðreyndum.
Ég var einu sinni samtíða manni,
sem reykti mikið. Hann hafði
hósta og brjóstþyngsli. Mér datt í
hug, hvort hann væri með astma.
Ég sagði við hann, að hann yrði
alveg að hætta að reykja, ella
gæti farið illa fyrir honum. Hann
þakkaði mér umhyggjusemina, en
sagði að sér væri ómögulegt að
hætta. Þó virðast þeir geta hætt,
sem eru viljasterkir. Skal ég.nú
nefna dæmi.
Fyrst þegar ég kom í útlendinga
skólann í Ramsgate í Englandi,
hlustaði ég á, er lagðar voru 20
spurningar fyrir fjögurra manna
nemendahóp. Þeir áttu að geta
upp á orði, sem skrifað var á töflu
og við liin gátum lesið. Einn i þess
um hóp var Róbertó, sem mjög
siyngur var að geta. Þetta var 24
ára gamall ítali, sem nýlokið hafði
háskólaprófi í verkfræði. Ég sagði
við kennara minn, að þessi piltur
hlyti að vera mjög vel gefinn.
,,Það álít ég líka”, sagði kennar-
inn, ,,þegar tillit er tekið til, að
ailar rökræður á erlendri tungu
eru mjög erfiðar”. Róbert sagði
mér að hann hefði reykt mikið, en
nú væri hann alveg hættur. Með
honum var ailtaf vinur hans Krist-
ján, sem var franskur, hann reykti,
en hætti fyrir fullt og allt,
skömmu eftir að ég kom í skólann.
Þeir voru báðir skemmtilegir og
vel gefnir piltar m. a. sögðu þeir
mér að það hefði ekkert verið erf-
itt að hætta-. Það var eðlilegt að
þeir semdu sig að siðum hvors
annars, þeir voru óaðskiljanlegir
félagar. Skal síðar rætt um gildi
félagsskaparins.
Þeir vöktu athygli ungu piltarn-
ir frá Noregi. Þeir voru tveir, sinn
úr hvorum landshluta. Báðir aldir
upp í Noregi. Annar Norðmaður,
hinn af útlendum ættum. Þetta
voru fínir og kurteisir ungir pilt-
ar, sem ekki reyktu, bersýnilega
vel upp aldir. Mér fannst þeir vera
þjóð sinni til sóma.
Þó að allt væri mjög frjálst í
þessum skóla, er þá fylgzt með
framkomu hinna 'ýmsu þjóðar-
brota, sem þarna eru. Kennari
minn og frú hans reyktu ekki. Oft
skrifaði hann ýmsar merkilegar
setningar á töfluna, t. d. stóð þar
einu sinni þessi setning: „Sérhver,
sem reykir, á á hættu, að fá lungna
krabba”.
En það var um áhrif félagsskap-
arins, sem ég vildi.ræða. Hann hef
ur meira að segja um venjur þær,
sem skapast hjá unglingum á við-
kvæmu aldursskeiði, en áminn-
ingar foreldra, sem oft eru nei-
kvæðar, því þær ala stundum á
þrjózku hjá börnum.
Vorið var komið. Það mátti sjá
það á æskufríðum andlitum barn-
anna. Þau voru rjóð í vöngum, úti-
tekin og brosmýr. Þar var m. a. á
heimilinu drengur um fermingu
í næsta húsi var annar drengur 16
ára. Hann var náfölur ,tekinn í and
liti og námsárangur hans var
slæmur. Þessi drengur reykti síga-
rettur allan. daginn. Drengirnir
tveir voru mikið saman. Foreldrar
yngra drengsins voru mjög önnum
kafin við störf sín og létu samvist-
ir drengjanna afskiptalausar. Eitt
fannst mér athugavert. Yngri
drengurinn bað eldra drenginn
svo oft að finna sig út. Ég fékk.
slæman grun. Árið eftir sá ég
yngra drenginn aftur, hann var þá
forfallinn reykingamaður og þá
þegar svo illa farinn, að hann
hafði orðið að leita læknis.
En svo getur þetta.farið á ann-
an veg, ef að foreldramir eru vel
á i verði hvern ig félagsskap barnið
lendir í og ættu foreldrar að
styrkja og efla æskulýðsstarfsemi
þjóðkirkjunnar. Er ekki sú starf-
semi.að reyna að.finna rétta-leið?
í október sl. las ég í Vísi hina
sorglegu grein „Vandamál föður”.
Mér flaug í hug þessi íslenzki máls
háttur: Það er of 'seint að byrgja
brunninn þegar barnið er dottið í
hann.
Hvað á að gera til að bjarga æsk
unni, svo hún verði ekki neikvætt
bölsýnisfólk, herjað af eiturnautn-
um? Foreldrar eru misjafnlega
langsýn á vandamál þau, sem nú
eru að skapast. Skal ég nefna eitt
dæmi: Heimilisfaðir; sem átti
heima í þéttbýli fann spillingu þá,
sem gegnsýrði umhverfið. Börn
hans voru að hefja skólagöngu
sína. Honum bauðst staða úti í
sveit, þar sem hann gat notað sér
sérmenntun sína. Þrátt fyrir flutn-
ingserfiðleika, fluttu hjónin, með
mörg ung börn, úr þéttbýlinu í
sveitina.
Vandamál æskunnar virðist einn
ig mega leysa á annan hátt. Merk-
ur. sómamaður sagði við mig: „Forr-
eldrar geta ekki ráðið því, hvort
börn fara að reykja, eða ekki nema
að nokkru leyti og aðeins um tak-
markaðan tíma. En minn drengur.
var með öðrum dreng, sem var
FRÍMERKI
ÞANN 24. apríl n.k„ eða daginn
eftir „Sumardaginn fyrsta", koma
út tvö ný íslenzk frímerki. Verð-
gildi þeirra er 3,50 kr. blátt og
4,50 kr. grænt. Myndin á merkj-
unum er af merki íslenzkra skáta
og á þeim standa einkunnarorð
skáta: „Vertu viðbúinn". — Frí-
merki þessi eru teiknuð af Árna
Sveinbjörnssýni og stærð þeirra
er 26x36 mm.
Það raun hafa verið fyrir rúm-
um 50 árum, að skátahreyfingin
hófst í Englandi. Upphafsmaður
hennar er Baden Powell. Hann er
fæddur 22. febrúar 1857 í Eng-
landi. Hann var hershöfðingi í her
Breta og gat sér mikillar frægðar
í ýmsum styrjöldum. Hann hlaut
aðalstign árið 1909, en sagði af sér
hermennsku árið eftir, til þess að
helga sig því starfi, sem hann
hafði hugsað sér og undirbúið síð-
ustu árin, þ. e. útbreiðslu drengja-
FRÍMEMI m FRÍMERKI
skáta-boðskaparins um allan heim.
Að koma þessu í kring hefði eng-
um verið hent, nema duglegum
hershöfðingja, sem vanur var alls
konar kringumstæðum, og þar að
auki manni, sem. elskaði hrausta
og góða drengi og einnig hafði
fasta trú á gagnsemi og nauðsyn
þessa málefnis.
Sökum þess, að Baden Powell
hafði alla þessa hæfileika í rík-
um mæli, heppnaðist honum starf-
ið svo ágætlega, sem kunnugt er.
Nú blaktir skátaliljan yfir ca. 5
milljónum drengja og stúlkna í
yfir 50 löndum. Skátadrengir og
skátastúlkur eru prýði þjóð sinni
og þess utan svarnir vinir, bræður
og systur, án tillits til litarháttar
eða trúarbragða, enda vinna þeir
allir að sama marki. — Lúður
Badens Fowells gall um heim-
inn og vakti öll góð ungmenni til
starfa.
Hin kjarnorða undirstaða skáta-
lögmáls hans voru meðtekin með
fögnuði alls staðar, enda þurfti
ékki. að breyta þeim, eíns og öðr-
um lögum. Þau standa í sínu fulla
gildi þann dag í dag. Skátalögin
boða aðeins fagrar og friðsamleg-
ar hugmyndir, sem hver og einn
skáti getur tamið sér sjálfur.
Þessir tíu liðir hljóða þannig:
1. Skáti segir ætíð satt og geng-
ur aldrei á bak orða sinna.
2. Skáti er tryggur.
3. Skáti er hæverskur í hugsun-
um, orðum og verkum.
4. Skáti er hlýðinn.
5. Skáti er glaðvær.
'S. Skáti er þarfur öllum og hjálp
samur.
7. Skáti er drengilegur í allri
háttsemi.
8. Skáti er sparsamur.
9. Skáti er dýravinur.
10. Allir skátár eru góðir lags-
menn.
Það yrði of langt mál að skýra
þetta nánar hér, en hver sé dreng-
ur, sem verður skáti, heitir því,
um leið og hann leggur hönd sína
á þjóðfánann, að gjöra skyldu
fína.
eldri cn hann og hann dáðist að.
Þessi eldri drengur hélt því fram.,
að eftirsóknarvert væri, að eign -
ast heilbrigðan, þjálfaðan líkama.
íþróttamanns. Yngri drengurinr>
tók:sér þennan dreng til fyrirmymí
ar, og ekki einungis hann, lieldur-
yngri systkini hans líka. Þcssii"
drengir vissu það, að ef drengii-
reyktu, þá yrðu þeir ekki eins þolr>
ir á sundi, heldur mæðnir. Sama-
var að segja um aðrar íþróttir.----
Blessunarrík áhri^ þessa hugsun—
arháttar hefur áhrif á allt síðara»
líf:þessara barna.
Iíér skal .getið tveggj a menning—
arfrömuða, sem mjög settu svií>-
sinn á menningarlif Skagíirðingae
á uppvaxtarárum mínum og mikli»
lengur. Fyrst nefni Jónas Krist-
jánsson lækni á Sauðárkróki. Hanrt.
var landskunnur læknir, eins oy
allir vita. Stundum voru sjúkling-
ar úr fjarlægum héruðum sendir-
á- sjúkrahúsið á Sauðárkx-oki tilt
uppskurðar. Jónas hafði stórfcr
læknisumdæmi og varð að fara f.
langar og erfiðar læknisvitjanir,
oft um hávetur í ófærð. Þó að ég~
ætti heima austan Vatna, og værfc
ekki í hans umdæmi þá man égr
vel, að hann kom til mín um há—
vetur í ófærð, en ég lá þá fyrii-
dauðanum og var af flestum tal—
in af. Síðar hlustaði. ég á Jónass
Kristjánsson halda fyrirlestur
Sauðárkróki. á sýslufundi þar, un>.
hollustu fæðutegundanna. Ilanr.v
kom þar fram með margar nýstár—
legar kenningar. Ekki var nú ölluv.
jafnvel tekið i fyrstu ,því að svona.
róttækar skoðanir þarf fólk a?Jt
hugsa vel um og melta með sér,..
En ekki man ég eftir að JónatK
mætti mótspyrnu og margar hús—
mæður fóru að baka úr heilhveiti..
Jónas Kristjánsson gekk ákveð -
ið og snúðugt inn fundarsalinit -
Frá honum stafaði lífskrafti oyr
öi’yggi Hann komst strax að efn -
inu og kenndi eins og sá sem vald—
ið hafði. Skagfirðingar munu a>
minnast hans. Fagran minnisvarðlt
á Jónas, þar sem er Heilsuhælið'•£
Hveragei'ði. T
Hinn menningarfrömuðurinn Oíí
samtíðarmaður Jónasar vax-
.■>ímhald á 10. síðn).
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 10- apríl 1964. J